Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 10
M ér fannst Þórudagurinn allt í lagi og ágætis hug- mynd en það hefði þurft að vera annað nafn á honum. Þetta snerist upp í svolítið grín á milli fólks,“ segir Jón Hákon Magnússon, stofnandi KOM almannatengsla um kosningabar- áttu Þóru. „Hún er þekkt sjónvarps- kona en hafði aldrei tjáð sig um önnur mál. Maður fékk það stund- um á tilfinninguna að það væri erfitt fyrir hana að tjá sig nema að hafa skrifað það fyrirfram,“ segir Jón Há- kon. Hann segir það hafa háð henni í kosningarbaráttunni auk þess sem hún hafi verið sein í gang og ekki nógu vel undirbúin. Þóra komi vel fyrir en það hafi vantað þunga- vigtina hjá henni. „Hún valdi ekki nógu vel þau málefni sem þurfti að ræða og lét halda sér alltof lengi í málum eins og stjórnarskránni. Það var ekki fyrr en í lokin sem hún fór að vinna á.“ Hann gagnrýnir einnig að frambjóðendur hafi lítið talað um það hvernig þeir sæju fyrir sér framtíðina og sjálf sig sem samein- ingartákn. „Það vantaði hjá þeim öllum.“ Hann bendir auk þess á að Þóra hafi allt of auðveldlega látið æsa sig upp í vörn. Hún hafi þurft að verja hjónabandið, eiginmann sinn og þann pening sem hún hafði safnað. „Hún lét alltaf halda sér í vörninni og passaði sig ekki á því að hrista þetta af sér, eins og stjórnmálamenn verða að geta gert.“ Aðspurður um hvort ímyndarherferðin hafi eyðilagt fyr- ir Þóru undir lokin segist hann telja svo vera. „Einhvern veginn náði hún ekki þessari beintengingu við fólk. Það var kannski ein af ástæð- unum, hún var of prógrammeruð.“ Auk þess hafi hún einfaldlega ekki ráðið við Ólaf. „Hann kom seint inn en þegar hann kom var hann eins og jarðýta og stoppaði ekkert eftir það. Það var það sem var svo erfitt fyrir Þóra að verjast. Hann lék sér eig- inlega að þessu. Það er ekkert auð- velt að sigra hann. Hann er óend- anlega klókur með áratugareynslu í pólitískum klókindum. Það er ekk- ert auðvelt að hjóla í hann og síst af öllu fyrir fólk með enga reynslu í pólitík,“ segir hann og bætir við að Þóra sé vel menntuð og klár kona. Hún hafi hins vegar átt að bíða með framboð um að minnsta kosti eitt kjörtímabil og sækja sér meiri lífs- reynslu. Notaði sín tæki og klæki Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmála- og aðferðafræði við Háskólann á Akureyri, segist ekki líta svo á að eitthvað hafi farið úr- skeiðis í kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur. „Árangur hennar er góður en hún fékk einn þriðja at- kvæða gegn sitjandi forseta. Ég tel þetta vera ágætis árangur,“ segir hann og bendir á að barátta Ólafs hafi í raun ekki verið hafin þegar Þóra mældist með meira fylgi. Hann telur að það fylgi sem Þóra mældist með í upphafi hafi ver- ið meira yfirlýsing frá fólki um að því litist vel á hana. „Ólafur byrjaði svo sína baráttu um miðjan maí og notaði sín tæki og klæki. Hann vís- aði mjög ákveðið í utanríkismál- in og lýsti því hreint yfir að hann sé andvígur ESB. Þar náði hann tangarhaldi á þessari baráttu og það snerist allt. Þegar hann fór að skilgreina kosningabaráttuna inn á svið utanríkismála höfðaði hann um leið til hinnar sterku þjóðern- ishyggju á Íslandi um þessar undir. Afstaðan til ESB og Icesave eiga sér rætur í þessar þjóðernishyggju og það veit Ólafur manna best. Hann notaði fræðin og var klókur.“ Hann vill ekki nota svo stórt orð sem lýðræðisbylting er um sigur Ólafs og bendir á að það sé búið að vera aukin umræða og þrýsting- ur um að fólk hafi meira að segja um ákvarðanir á milli kosninga í löndunum í kringum okkur. „Þannig að þetta er raunverulega kall tímans og almenn þróun. Það var engin bylting sem hann gerði persónulega, ég hafna því algjör- lega.“ Aðspurður hvort Ólafur muni lenda í erfiðri aðstöðu ef dóm- ur EFTA um Icesave falli Íslandi í óhag, segir Grétar Þór að ábyrgðin liggi í raun hjá þjóðinni. „Þótt Ólaf- ur hafi nýtt sér málskotsréttinn þá var það þjóðin sem hafnaði samn- ingnum. Hann mun verða fljót- ur að hrista það af sér. Hann mun þó væntanlega lenda í einhverj- um vandræðum og neikvæðu um- Það sem klikkaði hjá Þóru Spurningin „Nei, ég hefði viljað sjá annan á Bessastaði“ Hjördís Alda Hreiðarsdóttir, 26 ára nemi Ertu sátt/ur við úrslit forseta- kosninganna? „Nei, ég er ekki sátt“ Auður Hreiðarsdóttir, 24 ára og vinnur á skipulags- og byggingasviði Reykjavíkur „Já, ég er sáttur. Ólafur er góður“ Sindri Már Jónasson, 18 ára málari „Já, er ég sátt með Ólaf“ Erna Rán Jónasdóttir, 22 ára nemi „Já, ég held það bara“ Helga Bjarney Bjarnadóttir, 17 ára þjónn n Þórudagurinn snérist upp í grín n Var alltaf í vörninni n Réð ekki við Ólaf Ragnar n Fékk sama fylgi og Vigdís„Hún hélt sig alltaf í vörninni og pass- aði sig ekki á því að hrista þetta af sér, eins og stjórnmálamenn verða að geta gert. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is 13. maí Ólafur Ragnar mætir í Sprengisand, segir að hann gæti hugsað sér að setja kvótafrumvarpið í þjóðar- atkvæðagreiðslu. 14. maí Þóra hafnar tíu ára gamalli frétt um að hafa starfað fyrir Samfylkinguna. 15. maí Ólafur segir að Jóhanna Sig- urðardóttir hafi síðasta árið leitað eftir frambjóðanda gegn honum. Niðurstaðan hafi verið Þóra. 18. maí Þóra eignast dóttur. 30. maí Þóra skorar á Stöð 2 að endur- skoða ákvörðunina um að bjóða einungis sér og Ólafi í kappræður. 30. maí Ólafur lýsir yfir andstöðu sinni við aðild Íslands að ESB. 2. júní Þóra afþakkar boð Stöðvar 2. 2. júní Þóra segist mæta þar sem hinum var einnig boðið. 3. júní Kappræður á Stöð 2. Þrír frambjóð- endur ganga út. Kosningabarátta Ólafs Ragnars og Þóru Arnórsdóttur 10 Fréttir 2. júlí 2012 Mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.