Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 20
Þ ær Satu Ramo og Maarit Kaipainen opnuðu nýverið verslun á Laugavegi 2, Suomi PRKL! Design, þar sem seld- ur er ýmis hönnunarvarning- ur frá Finnlandi en líka ýmislegt smá- legt og skemmtilegt, svo sem sælgæti, tannkrem og forvitnilegir smáhlutir. Þær Satu og Maarit hafa báðar búið á Íslandi í nokkur ár. Satu í sex ár og Maarit í þrjú ár. Þær tala góða íslensku og hafa mikinn áhuga á hönnun, bæði íslenskri og finnskri. „Við elskum Ís- land og íslenska hönnun. Íslendingar eru líka hrifnir af finnskri hönnun og þar sáum við okkur leik á borði,“ seg- ir Satu. Suomi PRKL! Design er með fjöl- breytt úrval af hönnunarvörum frá fjöl- mörgum finnskum hönnuðum. Flestar vörurnar hafa þar til nú verið ófáan- legar á Íslandi. Meðal vörumerkja eru Iittala og Arabia auk annarra minna þekktra vörumerkja hér á landi. „Við vildum opna augu fólks fyrir finnskri hönnun því hún er svo miklu meira og margir þekktir finnskir hönnuðir eru að gera það gott.“ Hvers manns hjól Meðal þess sem í boði er í verslun- inni eru finnsk borgarhjól. Jopo-hjólin (án gíra) frá Helkama Velox eiga langa sögu en saga þeirra hófst í kringum 1960. Jopo stendur fyrir „Jokaisen Polkypyörä“ sem þýðir „hvers manns hjól“. Jopo-hjólin eru hönnuð fyrir alla því stærð þeirra er auðvelt að stilla. Jopo er ekki aðeins hannað heldur einnig framleitt í Finnlandi. „Þau eru dýrasta varan í boði hjá okkur. Hjólin kosta 99.900 og eru fáanleg í nokkrum litum.“ Jákvæð viðbrögð Af öðrum áhugaverðum varningi má nefna SavetheC-töskur sem fram- leiddar eru úr notuðu segli og hann- aðar af hinum frægu finnsku hönnuð- um Paola Suhonen og Harri Koskinen, flotta gólfkodda frá Muovo, skondin rúmföt, finnsk leikföng og tusku- brúður, mikið úrval af múmínvörum, skemmtilegan heimilistextíl, fylgihluti og margt fleira. „Það er rík hefð fyrir textíl í Finnlandi og það endurspegl- ast í úrvalinu í verslun okkar. Við höf- um fengið mjög jákvæð viðbrögð við vörunum og úrvalinu en það er stutt síðan við Maarit tókum ákvörðun um rekstur, eða um fimm mánuðir.“ Þær Satu og Maarit kynntust fyrir ári en hér á landi eru aðeins nokkur hundruð Finnar. „Við fórum að ræða saman, okkur langaði í tilbreytingu í lífið og á sama tíma söknuðum við ýmissa muna úr heimalandinu. Það var þess vegna sem við réðumst í þennan rekstur. Hingað koma líka Finnar og kaupa sér ýmsan varning sem þeir sakna; súkkulaði eða lakkrís, sjampó eða sápur.“ n Konur skammast sín fyrir bauga n Nota hyljara og trúa ekki á lausnir A ugnsvæðið er nokkuð sem flestir vilja að líti sem best út og baugar og bólgur í kring- um augu finnst mörgum lýti. Þreyta, stress, aldur, gen, þurrkur, bólgur og hæg efnaskipti geta ver- ið þess valdandi að þroti og baugar myndast. Clinique hefur gert rannsóknir á augnsvæðinu og á baugum og vís- indamenn þeirra komust að því að dökkir baugar stafa meðal annars af aukinni uppsöfnun af melaníni á augnsvæðinu. Clinique gerði einnig athuganir á líðan kvenna með bauga og komst að því að flestar þeirra höfðu enga trú á því að það væri hægt að draga úr þeim og best væri að hylja þá ein- faldlega með baugahyljara. Mörgum konum finnast baugar reyndar fegr- andi. Gott dæmi um þetta er Isabella Rosselini sem sagði bauga og hrukk- ur reynslumerki. Með brosi og hlýju augna væri slíkt margfalt fegurra en „reynslulaus“ húð. Flestar konur vilja þó endi- lega losna við baugana. Nýlega setti Clinique á markað Even better eyes, augnkrem með lit, og lofa því að baugar dofni um allt að 30 pró- sent á 12 vikum. Kremið er selt í litlum túpum og hefur kælandi og frískandi áhrif. Í því eru C-vítamín, mulberry- rót, kaffeín, grænt te, mysu- prótein og kólesteról. Augnkremið skal notast allt að tvisvar á dag, það er létt og rennur vel og er gott undir farða. Ofnæm- isprófað og án ilmefna. 20 Lífstíll 2. júlí 2012 Mánudagur Ekki einmana á vefnum Nýbakaðar mæður sem lesa og skrifa blogg eiga síður á hættu að finna til einmanaleika en aðrar mæður. Þetta kemur fram í ný- legri rannsókn sem Penn State og Brigham Young háskólarnir fram- kvæmdu. „Blogg og þátttaka í umræðu- vefjum gæti hjálpað mæðrum við umskiptin sem fylgja því að verða móðir. Þær finna frekar til tengsla við fjölskyldu og vini og af því leið- ir að þær fá tilfinningu fyrir stuðn- ingi, segir Brandon T. McDaniel hjá Penn State. „Þessi tilfinning gæti haft já- kvæð áhrif á líf þeirra, til að mynda samband við barnsföður, það hvernig þær glíma við streitu og hvort þær séu líklegar til að þróa með sér þunglyndi. Í rannsókninni var fylgst með nýbökuðum mæðrum, heilsu þeirra og líðan og því hvernig samskiptum þeirra var háttað á vefnum. Leiktu þér Streita foreldra var rannsökuð í háskólanum í Kansas í Banda- ríkjunum og niðurstöðurnar eru áhugaverðar. Feður og mæð- ur sem leika við börn sín finna síður til streitu en aðrir foreldr- ar. Einstæðar mæður finna helst til streitu og leiðir streitan oftar til kvíða hjá þeim en hjá öðrum foreldrum. Niðurstöður þessara rannsókna eru nú nýttar sem meðferðarúrræði við streitu. Af þessu má draga þá ályktun að brýnt sé fyrir einstæðar mæður að leika sem mest við börn sín. Baugar minnka um 30 prósent Clinique hefur sett á markað nýtt augnkrem. Svala söknuðinum n Tvær finnskar konur, Satu og Maarit, reka finnska verslun á Laugavegi Falleg plaköt Mikið af fallegum plakötum eru fáanleg í versluninni. Kraftakarl og hafmeyja Skondinn rúmfatnaður. Sætar dúkkur Mikið úrval af barnaleik- föngum og þessum sætu tuskudúkkum. Söknuðu varnings frá heima- landinu Satu þyrsti í tilbreytingu og stofnaði verslun með vörur frá Finnlandi með vinkonu sinni Maarit. Neon-litir í sumar Neon-litir eru alltaf að koma ann- að slagið í tísku og nú er sá tími kominn aftur. Sumir klæða sig kannski í neon frá toppi til táar en aðrir eru kannski hógværari og vilja bara eitthvað smá neon með, það lífgar svo mikið upp á klæðnaðinn og heildarútlitið. Í tískuvöruverslunum hér heima og erlendis eru sumarlínurnar allar í neon, hvort sem það eru kjólar, peysur, buxur, hlýrabolir, veski, bikini, belti, sólgleraugu, sandalar, stuttbuxur, armbönd, eyrnalokkar eða aðrir aukahlutir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.