Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 17
Sjúkdómur sem gengur í erfðir. Við vildum greiða 10 prósenta arð Ég hafði heyrt um að það væri til Róbert Marshall um sjúkdóm föður síns, alkóhólisma, í helgarviðtali við DV. – DV Barátta transfólks Spurningin „Ég er mjög sátt við þetta og held að hann geti ekki orðið of mikill“ Hulda Birna Vignisdóttir 21 árs nemi „Mér finnst þetta fínt en mundi vilja sjá þá meira í borginni“ Sigríður Baldvinsdóttir 52 ára lagerstarfsmaður „Ég mundi ekki vilja hafa þá fleiri, þetta er fínt eins og þetta er“ Anna, 48 ára atvinnuleitandi og Tómas, 9 ára „Já, það hljóta að vera einhver efri mörk en það gæti orðið erfitt að stoppa þetta“ Hulda Sigríður Ólafsdóttir 30 ára verkfræðingur „Nei, þetta gæti ekki orðið of mikið og við ættum að reyna að fá fleiri hingað“ Sverrir Júlíusson 37 ára vefstjóri Getur fjöldi ferða- manna á Íslandi orðið of mikill? 1 Flóttaplan Katie Holmes Leikkonan ákvað að skilja við Tom Cruise 2 Danski faðirinn fer með dætur sínar frá landinu í dag Börnin flutt af heimili sínu með lögregluvaldi 3 „ Ég er orðin þreytt á þessu“ Líf útigangsmanna í Reykjavík er ekki auðvelt 4 16 ára með hnífa og hnúajárn í herberginu sínu Glímir við ýmiskonar raskanir en fær ekki úrræði við hæfi 5 Hallgrímur: Þóra fékk há-marksfylgi kvennaframboðs Telur að við þessar kringumstæður fái kona ekki meira fylgi en Þóra fékk 6 Guðmundur Felix: „Auðvitað búið að taka á“ Bíður enn eftir nýjum höndum 7 „Þau virtust svo hamingju-söm þetta kvöld“ Skilnaður Tom Cruise og Katie Holmes kom öllum í opna skjöldu Mest lesið á DV.is Lýðræðisbyltingin E ftir kosningasigurinn blasti ráð­ gátan við. „Lýðræðisbylting,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti um forsetatíð sína í tilefni af endurkjörinu. Með kosningasigri sínum á laugar­ daginn stefnir Ólafur Ragnar Gríms­ son að lengstu valdasetu lýðræðislega kjörins þjóðhöfðingja á Vesturlönd­ um. Kambódía, Úganda, Búrkína Fasó, Úsbekistan, Ísland. Allt lönd með þjóðar leiðtoga sem hafa setið lengst í heiminum. Aðeins þriðja heims ríki eru með þjóðarleiðtoga sem hafa setið í 20 ár. En lýðræðisbylting okkar felst í því að eiga lýðræðislegasta þaulsetna þjóðarleiðtoga heimsins. Ef nýja stjórnarskráin verður tekin í gagnið mun forsetinn reyndar hafa lítið lýðræðishlutverk. Þetta er lík­ lega ein lýðræðislegasta stjórnarskrá í heimi – samin af fulltrúum þjóðarinn­ ar sem voru kjörnir beint af almenn­ ingi. Samkvæmt henni geta 10 prósent landsmanna knúið fram þjóðarat­ kvæðagreiðslu. En sjálfstæðismenn og framsóknarmenn vilja alls ekki stjórn­ arskrána. Þegar þeir komast til valda fer stjórnarskráin líklega bara í papp­ írstætarann. Ungir sjálfstæðismenn fögnuðu í Val höll þegar Ólafur Ragnar var endur kjörinn, enda hefur hann valdið vinstri stjórninni miklu tjóni. Það er spurning hvar verður fagnað, þegar gömlu valdhafarnir verða aftur teknir við á næsta ári og Ólafur Ragnar held­ ur áfram að dreifa valdinu til fólksins frá ríkisstjórninni. Líklega ekki í Val­ höll. Í Evrópu vilja menn gjarnan vita hvernig samkynhneigðir fóru eigin­ lega að í réttindabaráttu sinni á Ís­ landi. Allt of lítið er til af skráðum heimildum um það. Hvað varðar sögu réttindabaráttu transfólks, langar mig að bæta úr því með því að líta yfir far­ inn veg og lýsa því sem blasir við. Að viðbættum nokkrum sjálfsævisöguleg­ um brotum sem ekki má þagga niður í hjákátlegu lítillæti, því ég veit að næstu kynslóðir munu vilja vita hvað við gerð­ um og af hverju. Meðan ég bjó í Danmörku hafði ég tekið þátt í baráttu fyrir mannréttind­ um transfólks og fólks sem ekki var af dönskum uppruna, aðallega með því að kæra til Umboðsmanns danska þingsins. Þegar ég flutti til Íslands sum­ arið 2005, sá ég tækifæri til að nota sömu aðferðir. Dræmar undirtektir Hófst ég handa við að undirbúa kvörtun vegna Björns Bjarnasonar, þáverandi dómsmálaráðherra. Oft eftir langan vinnudag sat ég langar nætur og skrif­ aði og skipulagði. Eyðublöð til að sækja um nafnbreytingu voru samin sérstak­ lega fyrir transfólk sem ætlaði í aðgerð til leiðréttingar á kyni, með viðeigandi lagalegri röksemdafærslu. Samin voru eyðublöð til að fylla út fyrir fjölskyldu, vini og vinnufélaga til að skjalfesta að umsækjandinn hefði lifað lengi í nýju kynhlutverki. Þessi eyðublöð áttu að fylgja umsókninni. Undirtektir trans­ fólks voru ákaflega dræmar. Fólk var hrætt við að umsókn um nýtt nafn myndi hafa neikvæð áhrif á möguleika þeirra til að fá aðgerð til leiðréttingar á kyni, en að lokum lét ein vinkona mín til leiðast að sækja um eftir, miklar for­ tölur af minni hálfu. Réttindastaða transfólks Sigurlaug Fjóla Sveinsdóttir hafði sam­ band við mig fyrir hönd hóps kvenna (misserishópur W) í viðskiptalögfræði á 2. ári við Háskólann á Bifröst. Þessi hópur ákvað, haustið 2006, að skrifa um réttarstöðu Íslendinga sem breyta vildu kyni sínu, eftir að hafa séð sjónvarps­ útsendingu þar sem ég lýsti þessari bar­ áttu í stuttu máli. Ein vinkona mín hafði þá lifað í nýju kynhlutverki í um áratug en ekki fengið nafn til samræmis við það né heldur aðgerð til leiðréttingar á kyni. Hópurinn ræddi við okkur og skrifaði síðan skýrslu um málið, þar sem farið var gaumgæfilega yfir mann­ réttindahlið málsins. Í umsókninni var ítrekað bent á að það væri íþyngjandi fyrir umsækjand­ ann að þurfa að lifa í mörg ár sem kona án möguleika á að fá viðurkennt kven­ mannsnafn og vísað var í vissar greinar stjórnarskrárinnar ásamt jafnræðis­ reglu og einnig meðalhófsreglu. Nú vill þannig til að stjórnarskráin hefur for­ gang fram yfir önnur lög. Þetta virtist ráðherra ekki vita. Þegar Björn Bjarna­ son hundsaði þessar röksemdir með vísun í nafnalög skrifaði ég kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna mann­ réttindabrota Björns. Allur undirbún­ ingur málsins hafði einmitt miðað að þessu. Í kvörtuninni voru valdar rök­ semdir í skýrslu viðskiptalögfræði­ nemanna notaðar svo til beint. Einnig í trúnaðarbréfi um málið sem ég afhenti Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Röksemd­ irnar voru ákaflega vel unnar af þess­ um nemendum. Einnig skrifaði ég öll skrifleg svör í þessu máli. Afgerandi málamiðlun Á sama tíma vann Mannréttindaskrif­ stofa Íslands (MRSÍ) að skýrslu um rétt­ arstöðu transfólks. Hafði skrifstofan verið tekin af fjárlögum, en þáði framlög frá dómsmálaráðherra á meðan mál­ ið var í gangi hjá Umboðsmanni. Björn hefði því hugsanlega getað lagt fjár­ hagslegan þrýsting á MRSÍ til að kom­ ast að hentugri niðurstöðu eða dregið úr fjárframlögum til að refsa MRSÍ. Það voru þessi hugsanlegu ítök dómsmála­ ráðherra sem ollu því að ég vildi ekki nýta mér aðstoð MRSÍ á neinn hátt. Málinu lauk með ábendingum Um­ boðsmanns Alþingis sem síðar urðu grunnurinn að einu málefni í sam­ starfssamningi ríkisstjórnarinnar. Þá­ verandi Umboðsmaður Alþingis, Ró­ bert Spanó, og Ragna Árnadóttir, þá dómsmálaráðherra, leystu málið í sam­ einingu þannig að nafnbreyting geti átt sér stað og kynbreyting í þjóðskrá að lokinni meðferð með kynhormónum í eitt ár. Þetta var afgerandi málamiðlun sem fól í sér töluverðar endurbætur. Athyglisvert er að þarna voru engin félagasamtök að verki, heldur einstak­ lingar sem funduðu saman um sameig­ inleg markmið. Ný stefna dómsmálaráðherra, olli straumhvörfum í stefnu teymis land­ læknis varðandi málefni transfólks. Einnig varð afstaða erlendra sérfræð­ inga mun afslappaðri sem hafði síð­ an áhrif á íslensku sérfræðingana. Um sama leyti stofnuðum við fé­ lagið Trans Ísland og stuttu seinna samþykkti aðalfundur Samtakanna ‘78 undir formennsku Hrafnhildar Gunnarsdóttur, að breyta lögum sín­ um þannig að transfólk væri einnig félagar og félagið breyttist úr að vera félag samkynhneigðra í að vera félag hinsegin fólks. Sem fyrsti formaður Trans Íslands, kynnti ég stefnumál félagsins fyrir fulltrúum stjórnmála­ flokkanna í aðdraganda kosning­ anna 2009. Á meðan allir aðrir töluðu um meiri peninga, talaði ég ein­ göngu um skort á mannréttindum transfólks og að það skorti pólitískan vilja til úrbóta. Eftir stjórnarmynd­ un Samfylkingar og Vinstri Grænna, tilkynnti Anna Kristjánsdóttir mér sigri hrósandi, að málefni transfólks væru komin í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem vísað var beint í ábendingar Umboðsmanns Alþingis. Á götunni Þessi ungi listamaður tók að sér að spila fyrir gesti og gangandi í Austurstræti á dögunum. Mynd JGMyndin Svarthöfði Umræða 17Mánudagur 2. júlí 2012 Guðmundur Kristjánsson fékk arð úr Vinnslustöðinni. – DVÁgústa Sif Aðalsteinsdóttir í viðtali við DV um fæðingarþunglyndi sitt – DV Kjallari Anna Jonna Ármannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.