Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 2. júlí 2012 Mánudagur
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 240,7 kr. 240,5 kr.
Skeifunni 243,5 kr. 243,5 kr.
Dalvegi 243,4 kr. 243,2 kr.
Hæðarsmára 243,7 kr. 243,5 kr.
Algengt verð 245,7 kr. 243,5 kr.
Bæjarlind 243,5 kr. 243,3 kr.
Fyrsta flokks
Sportbúð
n Byrjandi í fluguveiði gerði þau
mistök að kaupa flugulínu í Sport-
búðinni á Krókhálsi sem reyndist
of stór fyrir veiðistöngina sem
hann átti. Fyrir vikið sat hann uppi
með línu sem hann gat ekki not-
að í veiðinni. Hann deildi raunum
sínum á spjallsvæði fyrir veiði-
menn. Daginn eftir hafði eigandi
Sportbúðarinnar og Veiðihorns-
ins samband í þeirri viðleitni að
leysa málið. Þrátt fyrir að verslun-
in hefði línuna ekki lengur til sölu
og veiðimaðurinn vissi hvorki hvað
línan hét né ætti umbúðirnar af
línunni, bauð eigandinn veiði-
manninum óreynda að skipta
á annarri (mjög góðri) línu.
Skemmst er frá því að segja
að viðskiptum sínum ætl-
ar hann framvegis að
beina þangað, og að-
eins þangað. „Þetta
er þjónusta í hæsta
gæðaflokki,“ segir
hann.
Fengu ekki
stimpil
n Lastið fær Grillhúsið við
Sprengisand en viðskiptavinur
sendi inn eftirfarandi: „Við vorum
fjögur sem fórum saman og vorum
með stimpilkort. Fjórði stimpillinn
átti að gefa okkur 2.000 króna af-
slátt en þegar kom að því að greiða
kom í ljós að ekki var stimplað fyrir
barnamáltíðir en eitt barn var með
í för. Það stendur á kortinu að ekki
fáist stimpill fyrir forrétti eða til-
boðsrétti en það stendur ekkert um
barnamáltíðir. Þegar við kröfðumst
skýringa á þessu var okkur tjáð að
svona hefði þetta alltaf verið auk
þess sem við værum með kort sem
væru ekki lengur í notkun. Við höf-
um áður farið á staðinn og alltaf
fengið stimpil á barnamáltíðir og
þar að auki var kortið greinilega
enn í notkun þar sem starfsmaður-
inn stimplaði á það örfáum mínút-
um fyrr. Okkur fannst þetta skrýtið
allt saman og engin liðlegheit.“
n Hjá Grillhúsinu fengust þær upp-
lýsingar að reglurnar séu að ekki sé
stimplað fyrir staka barnarétti en ef
það eru tveir barna-
réttir þá er stimpl-
að. „Okkur þykir leitt
að viðkomandi hafi
orðið fyrir vonbrigð-
um vegna þessa,“
segir fulltrúi Grillhússins.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Bensín Dísilolía
Á
netinu eru nokkrar síður sem
hjálpa neytendum að finna
og fylgjast með tilboðum sem
eru í gangi hverju sinni. Því
er hægt að gera góð kaup, til
dæmis á fatnaði, afþreyingu, farar-
tækjum, ferðalögum, heilsuvörum,
matvælum, raftækjum og á veitinga-
stöðum. Dæmi um slíkar síður eru
Hópkaup, Kraftkaup og Aha en á
þeim eru kynnt tilboð sem ann-
að hvort gilda í ákveðinn tíma eða
þurfa lágmarksfjölda kaupenda til
að verða virk. Fyrirtækin eru að er-
lendri fyrirmynd og má segja að síð-
urnar snúist um að virkja kraft fjöld-
ans en þar hópast fólk um að fá vöru
á betra verði. Aðrar síður eins og
2fyrir1 og Útsölur taka saman upp-
lýsingar um tilboð og hvar þau megi
finna.
Neytendur eru hvattir til að skoða
þessar síður og reyna þannig að fá
vörur og þjónustu á lægra verði. Það
skal þó bent á að hafa ráðleggingar
forbruger.dk í huga og velta því fyr-
ir sér hvenær tilboðin henta og hvort
þú þurfir í raun og veru á vörunni
eða þjónustunni að halda.
Hópkaup
Fyrirtækið eða þjónustuaðilinn
ákveð ur hve marga þarf til að virkja
til boð ið og hve lengi það muni
standa. Fjöldinn fer eftir því hve lágt
fyrirtækin geta farið til þess að ná
því sem þarf til að mæta kostnaði.
Fólk skráir sig svo á það tilboð sem
það hefur hug á og þegar lágmarks-
fjölda hefur verið náð verður tilboð-
ið virkt. Í kjölfarið fær kaupandinn
senda kvittun þar sem kemur fram
gildistími tilboðsins. Hópkaup bíður
upp á tvo greiðslumöguleika en það
er með greiðslukorti annars vegar og
með því að millifæra annars vegar.
Komi til þess að tilboð sem þú hefur
skráð þig á, virkist ekki vegna ónógr-
ar þátttöku, er það ekki gjaldfært af
korti þínu. Verði það hins vegar virkt
er tekið út af kortinu eða þú beðinn
um að millifæra. Á heimasíðunni
hopkaup.is segir að komi sú staða
upp að fyrirtæki sem geri tilboð-
ið verði gjaldþrota, muni Hópkaup
endurgreiða allan kostnað. Í skilmál-
um segir að greiðsla með kreditkorti
fari fram í gegnum örugga greiðslu-
gátt.
Kraftkaup
Kraftkaup gengur út á sömu hug-
mynd og Hópkaup nema að þar þarf
ekki lágmarksfjölda til að virkja til-
boðið. Tilboðin gilda hins vegar í
takmarkaðan tíma en sjá má tím-
ann sem er eftir við hvert tilboð. Yf-
irleitt gilda tilboðin í 3 til 6 mánuði
eftir kaup en upplýsingar um gild-
istíma inneignarbréfs kemur fram
í texta með hverju tilboði sem og á
inneignarbréfinu sjálfu, en það er
sent með tölvupósti til kaupanda
þegar greiðsla hefur borist til Kraft-
kaupa. Viðskipavinur getur annað
hvort kosið að greiða með greiðslu-
korti eða með millifærslu. Í skilmál-
um á síðunni segir að greiðslur fari í
gegnum örugga greiðslugátt Borgun-
ar. Fái viðskiptavinur ekki afgreidda
vöru eða þjónustu vegna vanefnda
söluaðila áður en frestur til framvís-
unar rennur út á viðskiptavinur rétt á
endurgreiðslu.
Aha
Aha.is er samskonar síða og Hóp-
kaup og Kraftkaup. Þar gilda sömu
reglur og hjá Hópkaupum um að til-
boð verða einungis virk ef lágmarks-
fjöldi kaupenda næst og ekki er tek-
in greiðsla af kreditkorti fyrr. Og ef
greitt hefur verið með millifærslu er
sá peningur lagður aftur inn á reikn-
ing viðskiptavinar. Allar greiðslur af
kreditkorti fara fram í gegnum ör-
ugga vefsíðu Kortaþjónustunnar. Á
heimasíðunni aha.is segir að komi
sú staða upp að fyrirtæki sem gerir
tilboðið verði gjaldþrota muni aha.is
endurgreiða allan kostnað.
Útsölur
Á síðunni utsolur.is má finna hin
ýmsu tilboð og afslætti og er hún
hugsuð til að auðvelda neytendum
að nálgast upplýsingar um útsöl-
ur og tilboð. Um 20 fyrirtæki eru nú
skráð sem notendur vefsins og setja
þar inn tilboð. Tilboðin eru mismun-
andi en sum fyrirtæki bjóða vörur á
afslætti á meðan aðrar veita 2 fyrir 1.
Einnig er þar tekinn saman listi yfir
áhugaverðar auglýsingar um tilboð.
2fyrir1
2fyrir1.is er afsláttarklúbbur sem
eingöngu er á internetinu. Sam-
starfsaðilar geta sjálfir stjórnað eig-
in skráningum og sett inn ný tilboð
fyrirvaralaust. Það kostar ekkert fyr-
ir einstaklinga að gerast klúbbmeð-
limur á 2fyrir1.is en með því að skrá
sig fær neytandinn sendan tölvupóst
þegar ný tilboð berast. Auk þess get-
ur væntanlegur kaupandi fylgst með
tilboðum á síðunni. Vilji hann nýta
sér tilboð, prentar hann það út og
tekur með sér í verslunina, fyrirtæk-
ið eða veitingastaðinn. Um 40 versl-
anir og fyrirtæki á höfuðborgarsvæð-
inu eru samstarfsaðilar 2fyrir1 og
veita hin ýmsu tilboð og afslætti. Auk
þeirra eru nokkur á landsbyggðinni.
n Það er hægt að fá tilboð og afslætti á fjölda vara og þjónustu ef maður bara leitar að því
Nýtum okkur tilboðiN
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Tilboð og afslættir Það
getur komið skemmtilega á
óvart hvað það er hægt að
gera góð kaup. MYND: PHOTOS.cOM
Góð kaup Ef þú verslar á netinu getur þú gert mjög góð kaup eftir þú hittir á rétt tilboð. Hópkaupssíður hafa sprottið upp hér á landi að
undanförnu.