Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 2. júlí 2012
Leitaðu uppi
tilboðin
1 Leitaðu tilboðin uppi Það tekur smá tíma að setja sig inn í
hvað er í boði á hverjum tíma en því fleiri
tilboð sem þú finnur, því meira sparar
þú. Skoðað því vel tilboðsbæklinga og
notaðu netið og snjallsímaforrit til að
fylgjast með.
2 Skipuleggðu innkaupin Það getur sparað þér heilmikið
að skipuleggja innkaupin áður en þú
leggur af stað. Búðu til innkaupalista og
skoðaðu hvort og hvar tilboð eru á þeim
vörum sem eru á listanum. Þegar í búð-
ina er komið skaltu halda þig við listann
og forðast skyndiákvarðanir.
3 Deildu með öðrum Ef þú sérð tilboð á vöru sem er í meira
magni en þú þarft, deildu þá innkaupun-
um með öðrum.
4 Athugaðu með aðra vöru Ef tilboðsvaran er uppseld skaltu
athuga hvort þú getir fengið samsvar-
andi vöru á sama verði.
5 Hugsaðu þig um Veltu því vel fyrir þér hvort tilboðið er eins
gott og það hljómar og hvort þú þurfir
nauðsynlega á vörunni að halda.
6 Skoðaðu aðrar búðir Hafðu auga með hvort aðrar
búðir eru með tilboð á sömu vöru.
7 Reyndu að bregða út af vananum Farðu í aðra búð
en þá sem þú ferð alltaf í, ef tilboð hjá
henni eru betri. Skoðaðu hvort það
borgi sig að fara í eina búð vegna tilboðs
á einni vöru en í aðra búð fyrir önnur
innkaup.
8 Nýttu þér tilboðin Rekist þú á gott tilboð skaltu íhuga
hvort það borgi sig að kaupa meira
magn af vörunni en þú ætlaðir.
n Það er hægt að fá tilboð og afslætti á fjölda vara og þjónustu ef maður bara leitar að því
Ertu sparibaukur
eða eyðslukló?
Nýtum okkur tilboðiN n Fáðu á hreint hve þefvís þú ert á góð tilboð
D
anir hafa löngum staðið
okkur Íslendingum framar
þegar kemur að neytenda-
málum og eru duglegir við
að nýta sér tilboð og afslætti.
Á heimasíðu dönsku neytendasam-
takanna er próf sem neytendur geta
tekið og metur hve þefvísir þeir eru á
góð tilboð. Taktu prófið!
A Þú getur feng-ið upplýs-
ingar um tilboð og
afslætti í gegnum
netið, símann eða
sendar heim í pósti.
Nýtir þú þér þetta?
1. Ég skoða þetta stundum.
2. Já ég skoða alltaf hvað er í boði.
3. Aldrei, ég nota tíma minn í annað.
B Það er tilboð á klósett-
pappírnum sem
þú kaupir alltaf.
Hvað gerir þú?
1. Ég kaupi hæfilegt
magn.
2. Ég kaupa auka pakka.
3. Ég kaupi ekkert meira en ég þarf
á að halda akkúrat
núna.
C Skoðar þú tilboð hjá
sérstökum versl-
unum
1. Ég les tilboðsbæklinga frá mörg-
um verslunum og skipulegg inn-
kaupin út frá því.
2. Ég fylgist einungis með tilboð-
um í þeim verslunum sem ég versla
mest í.
3. Ég fylgist ekkert sérstaklega með
tilboðum.
D Síðast þegar þú verslaðir,
valdir þú búðina
vegna þess að
1. Ég versla alltaf
þar.
2. Ég hafði séð gott
tilboð auglýst þar.
3. Það var önnur ástæða, til dæmis
átti erindi í það hverfi.
E Ertu með forrit (app) í síman-
um eða spjaldtölv-
unni sem lætur þig
vita af tilboðum?
1. Já.
2. Nei, því ég á hvorki
snjallsíma né spjaldtölvu. Ég mundi
annars nota það.
3. Nei, ég vissi ekki að slíkt væri til.
F Ísskápurinn er að tæmast og
það er kominn tími
á innkaup. Hvað
gerir þú?
1. Ég bý til lista yfir
það sem þarf og ef ég
dett niður á gott tilboð,
skipulegg ég mig út frá því.
2. Ég bý til lista og leita svo að til-
boðum á vörunum áður en ég fer í
búðir.
3. Ég bý til lista og fer svo og versla
í minni búð. Ég læt tilboð í öðrum
búðum ekki lokka mig þangað.
G Reiknar þú út hve mikið
sparast á magntil-
boðum?
1. Já ég geri það
til að sjá hvort það
borgi sig að kaupa
meira magn.
2. Nei, ég kaupi bara það sem ég
þarf á að halda.
3. Stundum, en oft kaupi ég bara
það magn sem mig vantar.
A
1 = 1 stig
2 = 2 stig
3 = 0 stig
B
1 = 3 stig
2 = 2 stig
3 = 1 stig
C
1 = 2 stig
2 = 1 stig
3 = 0 stig
D
1 = 0 stig
2 = 2 stig
3 = 1 stig
E
1 = 2 stig
2 = 1 stig
3 = 0 stig
4 = 1 stig
F
1 = 1 stig
2 = 2 stig
3 = 0 stig
G
1 = 2 stig
2 = 0 stig
3 = 1 stig
12–15 stig
Þú ert sannkallaður sparibaukur.
Þú lætur ekki gott tilboð fram hjá
þér fara þó þú þurfir að skipuleggja
tíma þinn betur og það borgar sig.
Þú hefur gott auga fyrir tilboðum
og hvað þú getur sparað á þeim.
Haltu áfram að fylgjast með nýj-
ungum eins og að fá upplýsingar
um tilboð sendar til þín.
5–11 stig
Þú mættir standa þig betur en þetta
er þó ekki alslæmt. Þú skipuleggur
ekki alltaf innkaupin út frá tilboð-
um en ef þú sérð gott tilboð aug-
lýst, slærðu stundum til. Ef þú legg-
ur örlítið meira á þig þegar kemur
að skipulagi getur þú sparað enn
meira.
0–4 stig
Þú stendur þig alls ekki nógu vel
í að elta uppi tilboðin og nýta þér
þau. Þú heldur kannski að það
borgi sig ekki. Þú getur þó spar-
að peninga, nánast án fyrirhafn-
ar. Nýttu þér til dæmis þá þjónustu
sem er í boði, svo sem bæklingana
sem eru sendir heim, svo ekki sé
minnst á tilboðin sem hægt er að fá
send til sín rafrænt.
Teldu stigin þín og sjáðu hvort þú nýtir þér góð tilboð
Sparibaukur Það má spara
töluvert á því að eltast við
tilboð og afslætti. Mynd: PhotoS.coM
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Afslættir
n Bankarnir bjóða einnig mismunandi
debet- og kreditkort sem veita afslætti
hjá ýmsum samstarfsaðilum. Kortin eru
nokkur og mismunandi og neytendur eru
hvattir til að skoða hvaða kort hentar
hverjum og einum. Hér er einungis tekið
saman hvaða afslætti og tilboð kortin
veita en ekki önnur fríðindi sem kunna
að fylgja kortunum.
n Landsbankinn
Debetkortin virka sem afsláttarkort hjá
samstarfsaðilum
Kreditkortin safna 4 aukakrónum af
hverjum 1.000 kr. af allri innlendri versl-
un kortsins. Auk þess veita þau afslátt
hjá samstarfsaðilum.
n Arionbanki
E-kort Arionbanka eru kreditkort en
korthafar fá endurgreiddan hluta af
viðskiptum hjá söluaðilum sem hafa
söluaðilasamning við Valitor og/
eða Borgun. Að auki veita yfir 200
samstarfsfyrirtæki e-kortsins 0,65 til 20
prósenta viðbótarendurgreiðslu.
n Íslandsbanki
Kreditkortin safna vildarpunktum
sem svo er hægt að breyta í pening,
sparnað, góðgerðarmál, ferðaávísun
MasterCard eða Vildarpunkta Icelanda-
ir. Stúdentakortin, sem eru debetkort,
veita afslætti á vörum og þjónustu
samstarfsaðila.
Aðrir afslættir
n Á heimasíðu Strætó má finna nokkur
mismunandi strætókort. Þar má spara
nokkrar strætóferðir.
n Flestar líkamsræktarstöðvar bjóða
upp á svokölluð nemakort sem veita
námsmönnum afslátt. Sumar veita
einnig sumarkort á lægra verði, svo sem
Sporthúsið. Skoðið vel hvaða stöðvar
bjóða afslátt og hve mikinn.
n Verkalýðsfélög veita ýmsa afslætti
svo sem í sjúkraþjálfun, gleraugnastyrki,
líkamsræktarstyrki, tæknifrjóvgun
og greiða hluta af sálfræðikostnaði
svo fá dæmi séu tekin. Önnur bjóða
afslætti hjá verslunum og þjónustuað-
ilum. Kannið hvað ykkar verkalýðs- og
stéttarfélag býður upp á þegar kemur
að styrkjum.