Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 2. júlí 2012 Mánudagur J urtahúðflúr voru mjög vinsæl fyrir um 10 til 12 árum og þóttu alveg sérstaklega sniðug af því að fólk gat fengið sér húðflúr án þess að binda ákvörðun um útlitið um alla framtíð. Þessi húðflúr áttu að hverfa á 3–5 árum. Fólk flykktist í að fá sér alls- konar myndir og tákn, í góðri trú um að þessi yrði raunin. Staðreyndin er aftur á móti sú, að mörg dæmi eru um það að þessi húðflúr dofni hvorki né hverfi með tímanum. Ekkert dofnað Haukur Árni Hjartarson er einn þeirra sem hefur fengið sér jurta- húðflúr. „Mig minnir að ég hafi fengið mér stærra flúrið árið 1999 á snyrtistofu í Seljahverfi, sem hætti svo starfsemi hálfu ári síðar, en ég fékk litla flúrið á fingurinn árið 2002 á Heilsudrekanum. Mér var sagt að þetta myndi byrja að eyðast eftir 3–5 ár en ætti að vera farið eftir 7 ár.“ DV hafði samband við Heilsu- drekann og sagði starfskona þar að þau væru löngu hætt að húðflúra svona. Konan sem gerði þessi húð- flúr á stofunni hjá þeim hefði hætt fyrir mörgum árum og væri flutt til útlanda. Sagðist hún ennfremur vita til þess að mörg húðflúranna hefðu vissulega dofnað með tímanum. Kona með Yin Yang flúr, sér eftir því að hafa fengið sér húðflúrið, það sé stórt og áberandi. Flúrið fékk hún þegar hún var um tvítugt. Hún hef- ur verið með það í 11 ár og hefur það ekkert dofnað. Varar viðskiptavinina við Rósa Björk Hauksdóttir, kennari í Nails&Art, hefur verið að framkvæma jurtahúðflúr síðan 2001, „Þau húð- flúr sem ég hef séð sett á líkamann hafa ekki verið að fara af, en þau sem eru sett á andlit, eins og í augabrúnir og varir eru ýmist að dofna og fara en sum halda sér þó.“ Rósa segir að það sé alveg greini- legt að fólk viti ekki alltaf hvað það er að kaupa því hún hafi fengið marga til sín sem vildu láta fjarlægja svona jurtahúðflúr með laser. „Það verður að vera efni sem heitir Iron Oxide til staðar í litunum sem notaðir eru til þess að flúrið hverfi með tímanum. Annars er laser eina leiðin til að taka húðflúr af líkamanum.“ „Ég hef alltaf varað fólk við, sem kemur til mín í húðflúr, að það sé ekki öruggt að húðflúr fari alveg af. Ég hef aldrei lent í neinum ágrein- ingi vegna svona húðflúra því ég hef sagt fólki að ég geti ekki ábyrgst að þau muni fara þó svo að þau eigi að gera það.“ Föst á til frambúðar n Jurtahúðflúr auglýst tímabundin n Áttu að hverfa á 3–5 árum en gera það ekki Kidda Svarfdal blaðamaður skrifar kidda@dv.is Er með 2 jurtahúðflúr Hefur fengið sér 2 jurtahúðflúr og þau hafa ekki farið af. Haukur Árni „Mér var sagt að þetta myndi byrja að eyðast eftir 3–5 ár og ætti að vera horfið eftir 7 ár.“ 11 ára gamalt Yin og Yang Þessi kona fékk sér þetta flúr á bakið og segist sjá eftir því. 9 ára gamalt húðflúr Konan fékk sér þetta húðflúr árið 2003 og það átti að hverfa á 4–6 árum en það hefur ekki einu sinni dofnað. 4 ára gamalt jurtahúðflúr Þetta húðflúr er ekkert farið að dofna. Óviðræðuhæfur sökum ölvunar Lögreglunni var á sunnudags- morgun tilkynnt um mjög svo rásandi aksturslag bifreiðar í aust- urbæ Reykjavíkur. Skömmu síð- ar fann lögreglan bifreiðina og ræddi við ökumanninn sem ekki reyndist vera með bílpróf. Í til- kynningu frá lögreglunni vegna málsins kemur fram að maður- inn hafi sýnilega verið mjög ölv- aður og óviðræðuhæfur af þeim sökum. Hann var þá færður á lög- reglustöðina við Hverfisgötu en hann var einnig grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Að lokinni sýnatöku var hann settur í fangaklefa þar sem honum var leyft að sofa úr sér mestu áfengis- vímuna. Vill endurskoða kosningakerfið Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra telur það umhugsunarefni hversu dræm kjörsókn var í forsetakosningun- um á laugardag. Um 70 prósenta kjörsókn var á landinu öllu. „Það sem mér finnst kannski mest um- hugsunarefni er lítil kosninga- þátttaka og sú staðreynd að það er auðvitað mikill minnihluti kosn- ingabærra manna á bak við þann sem gegnir þessu embætti,“ sagði Steingrímur í samtali við Stöð 2 á sunnudag. Hann sagði að endur- skoða þyrfti kosningalögin og gera ráð fyrir tveggja umferða kosn- ingum þegar fleiri en tveir væru í framboði til embættis forseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.