Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 11
tali í tengslum við það. Auðvitað mun því verða smurt á hann en ég vil benda á að þetta var ákvörðun þjóðarinnar.“ Ólafur Ragnar í erfiðri stöðu Hallgrímur Helgason, rithöfund- ur og stuðningsmaður Þóru, seg- ir að Þóra hafi náð mesta fylgi sem hún hafi getað náð. „Það er þetta Vigdísarfylgi og nákvæmlega sama og Vigdís fékk. Ég held að kona sem kemur úr þessu samfélagi eigi kannski bara ekkert meira inni hjá þjóðinni,“ segir hann og bætir við að honum finnist árangur Þóru töluvert afrek miðað við að hún hafi farið gegn sitjandi forseta. Hann er ekki sammála Ólafi um að kosningarnar hafi verið lýð- ræðisbylting. „Ég held að þetta hafi verið meira það að fólk er hrif- ið af Ólafi og hann stendur fyrir málskotsréttinum. Þetta hefur ver- ið sambland af því og svo blandað- ist inn í þetta óánægja með ríkis- stjórnina. Þetta var engin sérstök lýðræðisbylting heldur klassískar kosningar. Það má frekar segja að hverjar kosningar séu lýðræðis- bylting.“ Hann telur að Ólafur sé nú í erfiðri aðstöðu þar sem hann hafi ekki komið fallega fram í kosn- ingabaráttunni. „Hann var ekki mjög forsetalegur og talaði niður til stuðningsmanna annarra fram- bjóðenda. Maður hélt að forseti gerði það ekki, að tala illa um aðra Íslendinga. Hann á því erfitt verk- efni framundan að verða aftur for- seti Íslands. Annars óska ég hon- um til hamingju með sigurinn,“ segir Hallgrímur. Það sem klikkaði hjá Þóru Fréttir 11Mánudagur 2. júlí 2012 60 50 40 30 Ólafur stakk Þóru af n Þóra Arnórsdóttir mældist með mesta fylgið í upphafi kosningabaráttunnar. Seinni hluta maí, þegar forsetinn hóf sína kosningabaráttu stakk hann Þóru af. Hann bætti síðan jafnt og þétt við sig fylgi á meðan dró úr fylgi Þóru. Apríl Fyrri hluti maí Seinni hluti maí Fyrri hluti júní Úrslit 30. júní Þaulsætnir þjóðarleið- togar Enginn lýðræðislega kjörinn þjóð- höfðingi á Vesturlöndum hefur setið á valdastóli í 20 ár. Í lok þessa kjörtímabils kemst Ólafur Ragnar Grímsson í hóp þjóðarleiðtoga sem hafa setið í 20 ár eða lengur. Hér má sjá listann í heild sinni: 1 Paul Biya Kamerún 36 ár 2 Mohamed Abdelaziz Vestur- Sahara 35 ár 3 Teodoro Obiang Nguema Mba- sogo Miðbaugs-Gínea 32 ár 4 José Eduardo dos Santos Angóla 32 ár 5 Robert Mugabe Zimbabve 32 ár 6 Ali Khamenei Íran 30 ár 7 Hun Sen Kambódía 27 ár 8 Yoweri Museveni Úganda 26 ár 9 Blaise Compa-oré Búrkína Fasó 24 ár 10 Nursultan Naz-arbayev Kasakstan 22 ár 11 Islam Karimov Úsbekistan 22 ár 12 Omar al-Bashir Súdan 22 ár 13 Idriss Déby Tsjad 21 ár 14 Meles Zenawi Eþíópía 21 ár 15 Ólafur Ragnar Grímsson Ísland 20 ár n Þórudagurinn snérist upp í grín n Var alltaf í vörninni n Réð ekki við Ólaf Ragnar n Fékk sama fylgi og Vigdís Hér klikkaði Þóra: n 1. Átti erfitt með að tjá sig óundirbúin n 2. Var sein í gang í viðtölum og ekki nógu vel undirbúin n 3. Valdi ekki vel þau málefni sem þurfti að ræða um n 4. Var mikið í vörn n 5. Hefði þurft að geta hrist ýmislegt af sér eins og stjórnmálamenn þurfa að geta n 6. Náði ekki beintengingu við fólk n 7. Var of prógrammeruð n 8. Vantar meiri lífsreynslu n 9. Hefði átt að bíða með framboð um eitt kjörtímabil n 10. Vildi eiga síðasta orðið í umræðu- þætti á RÚV og það þurfti að stoppa hana n 11. Nokkur mál sem komu upp sem hún þurfti að verja,svo sem fortíð eiginmanns hennar og starf hennar hjá Samfylkingunni Kosningabarátta Ólafs Ragnars og Þóru Arnórsdóttur 6. júní Þóra útmáluð sem Barbí og á Facebook gengu myndir af Þóru sem Barbí-dúkku, pakkningum með heitinu Bessastaða Barbí. 6. júní Þóra í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir að það sé ekki í verkahring forsetans að taka skýra pólitíska afstöðu. 7. júní Grein á mbl.is Ólafur Ragnar Gríms- son gagnrýndi hugmyndir Þóru Arnórs- dóttur um að beita málskotsréttinum þegar þingið afgreiddi stór og umdeild mál með minnsta mögulega þingmeirihluta. Með þessu væri verið að gera forsetann mun pólitískari en hann hafi verið. 7. júní Forsetaframbjóðendur voru í fyrsta skipti allir saman í umræðuþætti en hann var á RÚV. Þóra vildi eiga lokaorðið og var stoppuð af. 10. júní Þóra gestur í Sprengisandi – Sagði að forsetanum mætti ekki þykja vænt um völd. 15. júní Alþjóðlegur veðbanki veðjar á ÓRG. 24. júní Þórudagurinn haldinn. 24. júní Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kapp- ræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu að hún hefði eytt 1.740 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgar- svæðinu. 24. júní Stuðningsmenn Ara Trausta halda því fram að stuðningsmenn Þóru hafi hvatt hann til að hætta við framboð og lýsi yfir stuðningi við Þóru. 25. júní Þóra upplýsir að hún hafi safnað hátt í 12 milljónum króna. Ólafur segist ætla að opna bókhald sitt eftir kosningar. 25. júní Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinn- ar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu þennan dag. 28. júní Þóra ritar grein í Fréttablaðið þar sem hún skýtur föstum skotum að Ólafi Ragnari Grímssyni sitjandi forseta í pistlin- um og segir honum meðal annars tamt að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. Þóra Arnórsdóttir Fékk fljúgandi start í skoðanakönnunum en síðan hrundi fylgi hennar eftir því sem nær dró.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.