Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 2
Látinn faðir
gaf yfirLýsingu
2 Fréttir 23. júlí 2012 Mánudagur
Á gjörgæslu
eftir bílveltu
Maður sem slasaðist alvar-
lega í bílveltu um klukkan átta
í laugardag var fluttur af gjör-
gæsludeild síðar á sunnudag.
Þetta hafði mbl.is eftir lækni á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Maðurinn var einn í bílnum
þegar slysið varð. Meiðsl hans
eru nokkuð alvarlega en eins
og DV.is greindi frá á laugar-
dag þurfti að klippa hann út úr
bílnum. Loka þurfti Nesjavalla-
leið við Dyrafjöll vegna slyssins
um tíma. Maðurinn var fluttur
á Landspítalann eftir að sjúkra-
flutningamenn og tækjabíll frá
slökkviliðinu náðu honum út
úr bílnum.
Sleginn af
leigubílstjóra
Ungur maður á Akureyri seg-
ir að leigubílstjóri hafi ráðist á sig
í Snægili um sexleytið á laugar-
dagsmorgun. Að sögn mannsins
var hann á leið heim til sín ásamt
félaga sínum. Þegar á áfangastað
var komið hafi ekki reynst heim-
ild á kortinu hjá félaga hans, svo
hann hafi farið inn til sín og sótt
kortið sitt. „Ég kom til baka með
kortið og ætlaði að borga mann-
inum og spurði hvort það væri
í laga að rukka þegar mælirinn
væri bilaður en þetta var stafrænn
mælir sem vantaði nokkur strik á
og virtist því vera bilaður,“ sagði
maðurinn í samtali við DV. „Hann
opnaði dyrnar, sló mig og sparkaði
í mig. Ég reyndi að hlaupa undan
honum og hann hætti að slá mig
þegar við vorum komnir hringinn
í kringum bílinn.“
Maðurinn segist hafa talað við
lögreglu og að það yrði ekkert úr
málinu vegna þess að það væri
ekkert áverkavottorð. Í samtali við
DV sagði vaktstjóri lögreglunnar á
Akureyri að hann gæti hvorki sagt
af eða á með eitt eða neitt í slíku
máli. Hann vildi ekki heldur stað-
festa hvort umræddur leigubíl-
stjóri hefði komið á lögreglustöð-
ina til að biðjast afsökunar. „Þetta
er ekki mál sem við getum tjáð
okkur um við fjölmiðla.“
Beraði
kynfæri sín
Erill var hjá lögreglunni um
helgina en lögreglumenn höfðu
afskipti af konu á þrítugsaldri
á sunnudagsmorgun. Hún var
grunuð um að hafa keyrt undir
áhrifum áfengis og því handtek-
in og flutt á lögreglustöðina við
Hverfisgötu. Að sýnatöku lokinni
var konan frjáls ferða sinna.
Lögreglumenn höfðu afskipti
af karlmanni á þrítugsaldri um
áttaleytið á sunnudagsmorgun
sem var grunaður um ölvunar-
og vímuefnaakstur en í ofaná-
lag reyndist hann líka hafa verið
sviptur ökuréttindum. Annar karl-
maður á þrítugsaldri var hand-
tekinn um svipað leyti fyrir ölv-
unarakstur. Um klukkan tíu fyrir
hádegi sama dag barst lögreglu
tilkynning um mann sem hafði
berað á sér kynfærin fyrir framan
konu sem var úti að ganga með
hundinn sinn. Atvikið átti sér stað
í Austurbænum og leitaði lögregla
mannsins. V
erulegt misræmi er að
finna í framlögðum gögn-
um vegna umsóknar Romy-
lyn Patty Faigane Castillo,
21 árs stúlku frá Filippseyj-
um, um dvalarleyfi en mál hennar
hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðl-
um að undanförnu. Skort hefur stað-
festingu á forræði stúlkunnar allt frá
því að fyrst var sótt um fyrir hana árið
2007 en þá var Patty á sextánda ári.
Meðal gagna sem lögð hafa ver-
ið fram er yfirlýsing frá Alfredo F.
Faigane sem sagður er afi stúlkunnar
og umsjónarmaður hennar á með-
an móðir hennar hefur búið og starf-
að hér á landi. Þar er því haldið fram
að engin vitneskja sé um hver faðir
stúlkunnar er og að hann hafi ekkert
komið að uppeldi hennar.
Þá hefur DV heimildir fyrir því að
yfirlýsing frá föður Patty, Romy R.
Castillo, hafi verið lögð fram við um-
sóknina. Þar komi hann óski eftir að
stúlkan fái að búa hér.
Yfirlýsingin er undirrituð 28. sept-
ember árið 2007. Sú dagsetning vek-
ur athygli því það var fjórum mánuð-
um eftir að faðirinn er sagður hafa
látist. Í allavega tveimur yfirlýsing-
um kemur fram að Romy R. Castillo
hafi látist 22. maí árið 2007. Undir
aðra yfirlýsinguna skrifar Roberto R.
Castillo, bróðir Romys, en Patty skrif-
ar sjálf undir hina. Þetta misræmi
sem og skortur á gögnum er ástæða
þess að afgreiðslu umsókna Patty
hefur ítrekað verið hafnað.
Innsláttarvilla
„Það er bara prentvilla, hann dó
þarna í maí 2009. Það er bara prent-
villa og það er staðfest af konsúln-
um í Maníla,“ segir Ellert Högni
Jónsson, eiginmaður Marilyn, þegar
blaðið ber villuna undir hann. „Þeir
biðja alltaf um frá föður. Það er eins
og ég er að segja þér, að faðir skipt-
ir engu máli þarna. Þeir mega alveg
búa til hundrað börn og þeir borga
ekki neitt,“ segir hann enn fremur.
Raunar hefur ítrekað komið fram að
fjölskylda Patty hér á landi telur of
mikið gert úr þætti föður í málinu.
Á Filippseyjum sé ekki sama kerfi og
hér og réttur föður ekki sá sami. Ís-
lensk yfirvöld eru skuldbundin til að
afla leyfis frá báðum foreldrum þegar
fjallað er um málefni barna. Hart er
gengið fram í að afla staðfestingar
frá föður og móður enda algengt að
börnum sé rænt og þau séu flutt á
milli landa.
Ef rétt er sem Ellert segir, að faðir
stjúpdóttur hans hafi látist árið 2009,
verður yfirlýsing Patty sjálfrar um
andlát föður síns, undirrituð 18. maí
2009, að teljast nokkuð óvenjuleg.
Dánarvottorðs óskað 2008
Það vekur athygli að árið 2008 óskaði
Útlendingastofnun eftir dánarvott-
orði fyrir föður stúlkunnar. Það er
þrátt fyrir að fjölskylda Patty og
stuðningsfólk hennar hafi opinber-
lega sagt að faðirinn hafi ekki lát-
ist fyrr en ári síðar. Þá vekur einnig
athygli að Patty skrifar sjálf undir yf-
irlýsingu þar sem því er haldið fram
að faðir hennar sé látinn. Yfirlýsingin
er undirrituð þann 18. maí 2009, eða
fjórum dögum áður en faðir henn-
ar lést samkvæmt frásögn Ellerts. Í
sömu yfirlýsingu kemur einnig fram
að faðir hennar hafi bæði notað
nafnið Romy og Romeo. Slíkt virðist
ekki óþekkt á Filippseyjum þar sem
auðveldlega má finna staðlað form á
netinu þar sem hægt er að lýsa yfir að
slíkt misræmi sé til komið vegna þess
að einstaklingurinn sem um ræð-
ir hafi vanið sig á að nota annað en
fullt nafn.
„Spurðu þá að því,“ svarar Ellert
spurningu blaðamanns um hvers
vegna Útlendingastofnun hafi óskað
eftir dánarvottorði árið 2008 ef faðir
stúlkunnar hafi enn verið á lífi þá.
Neyðin rak hana hingað
„Ástæðan fyrir að hún kemur hing-
að í desember er þessi neyð sem hún
býr við úti eftir að aldraður afi henn-
ar er farinn á stofnun. Það er sú neyð
sem rekur foreldra hennar til að fá
hana hingað,“ sagði Ragnar Óskars-
son, vinur fjölskyldu Patty, um mál-
ið í samtali við Síðdegisútvarp Rás-
ar 2 á fimmtudag. Þá sagði Ragnar
við sama tækifæri að fátt biði Patty í
heimalandinu nema gatan enda ætti
hún þar engan að. Aðspurður hvort
eitthvað gæti útskýrt töf á málinu
sagðist Ragnar ekki geta skilið hvað
það ætti að vera. „Ég var virkilega op-
inn fyrir einmitt því þegar ég kíkti á
þessi mál,“ sagði hann við Rás 2.
Á Facebook-síðu Patty og Marilyn
móður hennar má þó sjá að Marilyn
á bróður á Filippseyjum. Þá virðist
sem Patty eigi systkini í landinu. Ekki
er óalgengt að ungt fólk skrái vini
sem fjölskyldumeðlimi. Hér er þó
um að ræða að Marilyn skráir sama
fólk sem ættingja sína. Einn viðmæl-
andi blaðsins sem óskaði nafnleynd-
ar benti á að víða væri algengt að
stórfjölskyldan annaðist sína. Þannig
gætu systur titlað sig mæður barna
systra sinna. Af sömu ástæðu er ekki
óalgengt að reynt sé að óska dvalar-
leyfis fyrir börn systkina. Örvænting
og leit að betra lífi reki því fólk til að
fara á svig við sannleikann.
Hótaði fjölmiðlaumfjöllun
Þeir lögfræðingar og sérfræðingar
sem rætt var við voru allir sammála
um að mál Patty væri hið einkenni-
legasta. Töf málsins vekur sérstaka
athygli þeirra sem blaðið ræddi við.
Við vinnslu fréttarinnar kom fram
að árið 2009 hefði Ellert Högni hót-
að Útlendingastofnun að fara með
málið í fjölmiðla eftir að stofnun-
in hafði í ágúst sama ár hafnað um-
sókn Patty um dvalarleyfi. Tekið skal
fram að öllum er heimilt að ræða mál
sín í fjölmiðlum og getur því tæp-
ast talist óeðlilegt eða óvenjulegt að
fjölskyldan hafi valið þann kost. DV
hefur heimildir fyrir því að samstarf
milli Útlendingastofnunar og Ell-
erts Högna hafi gengið verulega illa.
Erfitt hafi verið að fá umbeðin gögn
en þess í stað hafi borist yfirlýsingar
frá ættingjum Patty á Filippseyjum.
Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um gögn
frá tilheyrandi lögvaldi.
Forsjárgögnin vantar
Kristín Völundardóttir, forstjóri
Útlendingastofnunar, lét hafa eftir
sér í Síðdegisútvarpi Rásar 2 á föstu-
dag að alltaf hefði vantað forsjárgögn
með umsóknum vegna Patty. Því
hefði ekki verið unnt að veita dval-
arleyfi. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni
á Facebook, en stofnuð hefur verið
síða til stuðnings Patty og fjölskyldu
hennar, segir að forstjóri Útlendinga-
stofnunar fari með rangt mál. Með
tilkynningunni er birt mynd af bréfi
þar sem segir: „Hér er bréf frá föður
Marilynar, sem er enn á lífi og myndi
skrifa undir þessa yfirlýsingu aftur, ef
þess þyrfti.“ Í bréfinu sem undirritað
er 1. ágúst árið 2007 heldur afi Patty
n Forsjárgögn vantar n Óvissa um andlát föður n Afsalaði sér forræði eftir andlát
„Það er bara
prentvilla,
hann dó þarna í
maí 2009
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is