Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 8
SKÓLINN FÓR EKKI Í ÚTBOÐ 8 Fréttir 23. júlí 2012 Mánudagur M argrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefn- unnar, var ráðin skóla- stjóri Tálknafjarðarskóla í vikunni. Hreppsnefnd Tálknafjarðar skrifaði undir viljayf- irlýsingu við Hjallastefnuna ehf. um rekstur Tálknafjarðarskóla í maí en viljayfirlýsingin hefur enga form- lega þýðingu. Rekstrarformi skól- ans verður ekki breytt án samþykkis menntamálaráðuneytisins en sam- kvæmt heimildum DV ríkir andstaða við slíkar hugmyndir innan þess. Ljóst er þó að Hjallastefnan verð- ur innleidd í skólastarfið og verð- ur það í fyrsta skipti sem stefnan er tekin upp á unglingastigi. „Það verða engar kollsteypur,“ segir Eyrún Ingi- björg Sigþórsdóttir, oddviti sjálf- stæðismanna og framkvæmdastjóri Tálknafjarðarhrepps. Þá segir hún að gjaldskráin verði óbreytt fyrir næsta skólaár og ekki standi til að taka upp skólagjöld á grunnskólastigi. Ekkert útboð Rekstur skólans var ekki boðinn út áður en skrifað var undir viljayfir- lýsinguna við Hjallastefnuna. „Við töldum að ekki væri þörf á því,“ seg- ir Eyrún. Það var hins vegar gert áður en Hjallastefnan tók við rekstri barna- skólanna í Garðabæ og Hafnarfirði. Í umræðu um einkarekstur í skólakerf- inu hér á landi hefur þeirri skoðun oft verið haldið á lofti að brýnt sé að rekstur grunnskóla sé boðinn út áður en þjónustusamningar eru gerðir við einkafyrirtæki. Þetta hefur meðal annars komið fram í umræðum á Al- þingi og í greinargerð frá landsfundi Samfylkingarinnar árið 2004. Bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri hafa komið upp deilur í tengslum við útboð á rekstri leikskóla þegar gengið var til samninga við Hjallastefnuna ehf. Tálknafjarðarskóli er eini skólinn á Tálknafirði og því er ljóst að ef hug- myndir sveitarstjórnarinnar ná fram að ganga verður enginn valkostur fyr- ir þá íbúa svæðisins sem vilja að börn- in sín gangi í hefðbundinn grunn- skóla. „Fólk hafði heldur ekkert val áður, það varð bara að fara með börn- in sín í þennan skóla,“ segir Eyrún. Tálknafjarðarskóli er sameinaður leik-, grunn- og tónlistarskóli Tálkna- fjarðar og um 70 börn nema við skól- ann. Eyrún segir að samstarfið við Hjallastefnuna sé fyrst og fremst fag- leg ákvörðun en fyrsti veturinn verð- ur eins konar innleiðingarferli. „Við erum að gera góðan skóla betri,“ full- yrðir hún og bætir því við að almenn ánægja sé með Hjallastefnuna og ráðningu Margrétar Pálu í sveitarfé- laginu. „Foreldrar og starfsfólk er 100 prósent með okkur í þessu.“ Eignarhald Hjallastefnunnar Hjallastefnan rekur fjórtán skóla á Íslandi en 12 þeirra eru á höfuð- borgarsvæðinu. Fyrirtækið var stofn- að af Margréti Pálu Ólafsdóttur árið 2000 en hún hafði þá verið leikskóla- stjóri í áratug og þróað kenningar og námskrá Hjallastefnunnar. Að sögn Margrétar Pálu eru aðeins rukk- uð skólagjöld í þeim grunnskólum Hjallastefnunnar sem fá lægri fram- lög frá sveitarfélögum en aðrir skól- ar. Þá hefur einnig tíðkast að foreldrar séu látnir greiða aukalega smávægileg gjöld, svo sem fyrir vefsíður skólanna. Hjallastefnan ehf. er í meirihluta- eigu Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Út- gerðarmaðurinn Guðmundur Krist- jánsson, oft kenndur við Brim hf., á 2,57 prósenta hlut í félaginu. Með- al annarra hluthafa eru hjónin Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona og Árni Hauksson fjárfestir, en Inga Lind og Guðmundur sitja bæði í stjórn fé- lagsins. Þar situr einnig Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, en stutt er síðan DV fjallaði um lánveitingar hans út úr tryggingafélaginu. Hann lánaði 67 prósent af bótasjóði þess til dótturfélaga Milestone. Skoða skólabúninga Aðspurð hvort til standi að taka upp skólabúninga í Tálknafjarðarskóla segir Eyrún að komið hafi upp sú hugmynd að ákvörðun um það verði tekin í samráði við nemendur á ung- lingastigi. Þá gæti einnig hugsast að nemendur hanni búningana sjálf- ir að einhverju leyti. Hjallastefnan nýtur nokkurrar virðingar og benda kannanir til þess að nemendur við skólana standi sig sérstaklega vel á efri námsstigum. n Hjallastefnan fékk Tálknafjarðarskóla n Margrét Pála skólastjóri„Fólk hafði heldur ekkert val áður, það varð bara að fara með börnin sín í þennan skóla. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Eyrún Ingibjörg Oddviti sjálfstæðis- manna á Tálknafirði vill að Tálknafjarðar- skóli sé einkarekinn. Margrét Pála Forsprakki Hjallastefnunnar hefur verið ráðinn skólastjóri Tálknafjarðarskóla. Fangelsisstjóri í fangelsi n Sakfelldur fyrir fjárdrátt G eirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóri á Kvíabryggju, var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyr- ir helgi. Dóminn fékk hann fyr- ir að draga sér fé að upphæð 1,7 milljónir króna og ýmis verðmæti sem tilheyrðu fangelsinu. Héraðs- dómur Vesturlands kvað dóminn upp fyrir helgi og segir fangels- isstjórann fyrrverandi hafa mis- notað alvarlega þann trúnað sem honum var sýndur sem forstöðu- manni ríkisstofnunar. Geirmundur gekkst við helmingi brotanna, sem flest ganga út á að setja tilhæfu- lausa reikninga í bókhald fangels- isins, að nota greiðslukort þess til kaupa á vörum og þjónustu í eig- in þágu og draga sér fé af reikning- um fangelsisins. Hann neitaði hins vegar öðrum brotum, eins og að hafa selt bifreið í eigu fangelsisins og stungið söluhagnaðinum í eig- in vasa. Hann var sakfelldur fyrir öll þau brot sem hann var ákærð- ur fyrir. Í dóminum segir að Geirmund- ur hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og að hann hafi nú þegar endurgreitt um 900.000 krónur. Hæfileg refsing var því talin vera 8 mánaða fangelsi en þar af eru 5 mánuðir skilorðsbundnir. Þó ekki sé hægt að fullyrða um það að svo stöddu má gera ráð fyrir því að kaldhæðni örlaganna verði slík að fangelsisstjórinn fyrr- verandi muni afplána dóm sinn í fangelsinu á Kvíabryggju líkt og svo margir aðrir sem gerst hafa sekir um svokölluð hvítflibbabrot. Sendur á Kvíabryggju? Ætla má að Geirmundur afpláni dóm sinn á Kvíabryggju. Leiðrétting Í umfjöllun um málefni Krossins í helgarblaði DV urðu þau mistök að sagt var að fimm konur hefðu sakað Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi for- stöðumann félagsins, um kyn- ferðislegt áreiti árið 2010. Hið rétta er að sjö konur stigu fram og sökuðu hann um brotin. Þá var röng systir sögð hafa orðið fyrir áreiti eftir barnsburð. Í blaðinu var sagt að það hefði verið Sigríður Guðnadóttir, en það var systir hennar Sólveig sem varð fyrir því. Leiðréttist það hér með. Flug til Akureyrar næsta sumar Góð nýting hefur verið á sæt- um í flugvélum Icelandair á milli Keflavíkur og Akureyrar í sumar. Nú þegar hefur verið ákveðið að halda fluginu til Akureyrar áfram næsta sumar. Icelandair bauð í fyrsta skipti upp á slíkar ferðir í sumar. Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að flogið væri fjórum sinnum í viku út ágúst og tvisvar í viku í september. Þetta er hugsað fyrir farþega sem koma hingað til lands og ætla sér beint norður. Krabbameins- sjúkir sendir heim RÚV greindi frá því um helgina að bæði geislatækin sem notuð eru til krabbameinsmeðferðar á Landspítalanum biluðu í síðustu viku. Því þurfti að senda krabba- meinssjúklinga heim. Annað tæk- ið er komið fimm ár yfir eðlilegan nýtingartíma. Nýtt tæki kostar um 400 milljónir króna en ekki hef- ur fengist fjárveiting til að kaupa ný tæki. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að þetta sé mjög alvarlegt mál. Hann segir einnig Landspítalann hafa varað við því í tvö ár að slíkt gæti gerst ef nýtt tæki yrði ekki keypt. Engin formleg svör hafa borist frá hinu opinbera um hvort peningar fáist fyrir nýju geislatæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.