Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 14
Í haldi næsta hálfa árið n Þjóðþekktir Rússar styðja meðlimi pönkhljómsveitarinnar Pussy Riots D ómstólar í Rússlandi hafa úr- skurðað þrjá stúlkur úr rúss- nesku pönkhljómsveitinni Pussy Riots í gæsluvarðhald til 12. janúar á næsta ári. Úrskurð- urinn var kveðinn upp á föstudag. Mál kvennanna hefur vakið athygli um allan heim. Þannig voru haldin mótmæli við rússneska sendiráðið í Garðastræti þann 11. júlí síðastliðinn til að mótmæla meðferð rússneskra stjórnvalda á konunum. Sveitina skipa femínistarnir Nadezhda Tolokonnikova, Mariya Alekhina og Yekaterina Samutsevich. Þær gerðu grín að Vladimír Pútín, forseta Rúss- lands, í messu í rétttrúnaðarkirkju í Moskvu í febrúar og voru handteknar á staðnum. Þær hlupu upp að altar- inu í miðri messu og öskruðu „ María mey, losaðu okkur við Pútín!“ Mót- mælin kölluðu þær „pönkbæn“, og hafa þær mátt dúsa í fangelsi síðan. Athæfið var tekið upp á myndband og var það sett á netið og hljómar tónlist hljómsveitarinnar undir. Þær hafa nú verið ákærðar fyrir óeirðir en þung refsing liggur við slíku broti samkvæmt rússneskum lögum, eða allt að sjö ára fangelsi. Málið gegn konunum verður næst á dagskrá dómstóla í dag, mánudag, og þá verður ákveðið hvenær aðal- meðferð í málinu fer fram. Mannréttindasamtök um allan heim hafa skorað á rússnesk stjórn- völd að sleppa konunum úr haldi. Þá hafa yfir hundrað þjóðþekktir Rúss- ar; leikstjórar og tónlistarmenn þar á meðal, skrifað undir áskorun þess efnis að málið gegn þeim verði fellt niður. 14 Erlent 23. júlí 2012 Mánudagur Vasaþjófar á ólympíuleikum n Svona fara vasaþjófarnir að n Streyma til Lundúna fyrir leikana U m 1.700 manns að meðal- tali eru fórnarlömb vasa- þjófa á hverjum degi í borg- um Englands. Nú þegar Ólympíuleikarnir nálgast búast bresk löggæsluyfirvöld við að austurevrópsk glæpagengi verði áberandi á götum Lundúna meðan á leikunum stendur. Vasaþjófnuðum í Bretlandi hefur fjölgað mjög á undanförnum árum, eða um fimmt- ung á einungis tveimur árum. Í um- fjöllun breska blaðsins The Daily Mail kemur fram að glæpagengi frá Rúmeníu, Litháen og ríkjum í Suður-Ameríku komi gagngert til Bretlands til að hafa verðmæti af ferðamönnum meðan á leikunum stendur. Selt á svörtum markaði Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði ný- lega um vasaþjófnaði á götum borga Englands. Á myndinni hér að ofan sést þegar útsendari BBC er rændur úti á götu en eins og sést virðist þjófnaður- inn vera vandlega undirbúinn. Í þessu tilfelli eru vasaþjófarnir þrír saman. Einn þeirra nálgast fréttamanninn, sýnir honum kort og spyr til vegar. Þannig tekst honum að beina athygli hans að kortinu en á meðan ráfar ann- ar meðlimur gengisins upp að þeim og þykist vera drukkinn. Hann rekst utan í fréttamanninn og tekst að ná veski úr vasa hans án þess að fréttamaðurinn taki eftir því. Þriðji aðilinn kemur svo aftan að þjófnum og tekur veskið úr höndum hans. Rúmensk glæpagengi Mennirnir sem sjást á myndunum hér að ofan eru meðlimir rúmensks glæpagengis. Verðmætin sem þess- ir vasaþjófar – og aðrir – hafa af ferða- mönnum eru í langflestum tilfellum send til Rúmeníu þar sem þau eru seld á svörtum markaði. Breska rann- sóknarlögreglan, Scotland Yard, hefur í auknum mæli lagt áherslu á að upp- ræta þessi vasaþjófagengi og nú þegar hafa 80 meintir vasaþjófar verið hand- teknir á götum Lundúna. Hefur lög- reglan meðal annars fengið lögreglulið frá Rúmeníu til að aðstoða við að upp- ræta þessa starfsemi. Dýrmæt aðstoð „Rúmensku lögreglumennirnir munu verða okkur afar dýrmætir,“ segir Bor- is Johnson, borgarstjóri í Lundún- um, í samtali við The Daily Mail. Til marks um fjölgun vasaþjófnaða má geta þess að frá miðju ári 2009 og fram á mitt ár 2010 voru fórnarlömbin rúm- lega fimm hundruð þúsund. Frá miðju ári 2011 og fram til loka júnímánað- ar á þessu ári voru fórnarlömbin hins vegar 625 þúsund. Mark Theodorini, yfir maður hjá Scotland Yard, segir að vasaþjófar verði ekki teknir neinum vettlingatökum. „Við vitum hverjir þeir eru, hvar þeir eiga heima og hvernig bílum þeir aka. Við munum leita þá uppi og handtaka þá. Þetta verða erf- iðar aðstæður fyrir vasaþjófa.“ Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Við vitum hverjir þeir eru, hvar þeir eiga heima og hvernig bílum þeir aka Áfram í haldi Meðlimir sveitarinnar verða í haldi til 12. janúar á næsta ári samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði. MynD ReuteRS 1 Meðlimur gengisins gengur að blaðamanni BBC og spyr hann til vegar. 4 „Drukkni“ maðurinn fíflast í ferðamanninum svo hann taki ekki eftir því hvað á sér stað. 2 Maðurinn talar við fórnarlambið og beinir athygli að kortinu. Á meðan gengur annar meðlimur upp að þeim. 5 Þjófurinn laumast í vasa fórnarlambsins og hefur af hon-um veskið. Um leið og það tekst hefur hann sig á brott. 3 Maðurinn sem gengur upp að þeim þykist vera drukkinn til að geta komist nógu nálægt til að láta til skarar skríða. 6 Þriðji meðlimur hópsins gengur aftan að þjófinum og tekur við veskinu. Ferðamaðurinn verður einskis var. Voðaverkin í Aurora: Nöfn þeirra látnu birt Lögreglunni í Colorado tókst á laugardagskvöld að af- tengja allar sprengjur á heimili fjöldamorðingjans í Aurora. Bún- aðurinn sem maðurinn hafði sett upp í íbúð sinni var mjög flókinn en það tók lögreglumenn næst- um tvo sólarhringa að gera hann óvirkan. Maðurinn, James Eagan Holmes, greindi sjálfur frá því að hann væri með sprengiefni í íbúðinni. Talið er að mark- miðið hafi verið að leyfa því að springa ef hann yrði sjálfur drepinn í kvikmynda- húsinu þar sem hann hóf skothríð á sýn- ingu nýju Bat- man-myndar- innar. Á fyrirframákveðnum tíma átti hávær tónlist að fara í gang sem fengi nágranna til að kvarta við lögreglu sem myndi síðan ráðast til inngöngu og valda því að sprengjurnar spryngju. Búið er að tilkynna um nöfn allra þeirra tólf sem létu lífið og er það flest ungt fólk. Allir nema tveir voru innan við þrítugt en yngsta fórnarlambið var sex ára stúlka. Matt McQuinn, 27 ára, var í bíósalnum með kærustu sinni og bróður hennar. Þegar skothríðin hófst skýldu McQuinn og mágur hans konunni. Konan særðist en McQuinn lést. Jonathan T. Blunk, 26 ára, var í bíósalnum með kærustu sinni. Að hennar sögn bjargaði Blunk henni með því að ýta henni und- ir sætin og skýla henni, en hann lést af völdum skotsára. Aðrir sem létust voru Jesse Childress, 29 ára liðþjálfi í bandaríska flughernum, Alex- ander J. Boik, 18 ára listanemi, Rebecca Ann Wingo, 32 ára sölu- maður. Elsta fórnarlambið var Gordon Cowden, 51 árs fráskil- inn fjölskyldufaðir. Yngsta fórn- arlambið var hin 6 ára gamla Veronica Moser-Sullivan. Móðir hennar, Ashley Moser sem er 25 ára, liggur þungt haldin á gjör- gæslu eftir að hafa verið skotin í hálsinn og kviðinn. James eagan Holmes Segja fátækt muni aukast Reiknað er með að fátækt í Bandaríkjunum aukist enn og verði sú mesta sem þekkst hefur í landinu í meira en hálfa öld. Fréttastofan AP tók púlsinn á málinu og talaði við á annan tug sérfræðinga um horfur í efna- hagsmálum í Bandaríkjunum á næstunni. Flestir þeirra voru sammála um að fátækt muni fara úr 15,1 prósenti, sem hún var árið 2010, og upp undir 15,7 prósent. Ekki eru þó allir sam- mála um hversu mikið fátækt mun aukast en eru þó á því að hlutfallið muni hækka. Sama hversu mikið eða lítið fátækt mun aukast í Bandaríkjunum er ekki nema 0,1 prósents munur á fátækt nú og árið 1965.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.