Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 15
Erlent 15Mánudagur 23. júlí 2012 Kíghóstafaraldur í Bandaríkjunum n Ungbörn í sérstakri hættu n Fólk hvatt til að viðhalda bólusetningu T ilfellum kíghósta, sem er bakteríusýking og veldur slæmum langvarandi hósta, hefur fjölgað mjög hratt í Bandaríkjunum á undan- förnum mánuðum. Það sem af er þessu ári hafa átján þúsund tilfelli komið upp og haldi sama þróun áfram út þetta ár mun fjöldinn verða meiri en metárið 1959 þegar 40 þús- und tilfelli greindust. Nú þegar hafa níu ungbörn látið lífið og hvetja bandarísk heilbrigðisyfirvöld verð- andi foreldra og foreldra ungra barna til að láta bólusetja sig gegn kíghósta. Íslenskur læknir segir í samtali við DV að Íslendingar þurfi einnig að vera á varðbergi. Börn í hættu „Ég hef mestar áhyggjur af börnun- um. Það eru þau sem verða verst úti,“ segir Mary Selecky, fulltrúi hjá heil- brigðiseftirlitinu í Washington-ríki. Yfir sex þúsund tilfelli hafa komið upp í Washington og Wisconsin sam- anlagt. Í umfjöllun The Huffington Post um málið kemur fram að kíg- hóstatilfellum hafi farið fjölgandi á undanförnum árum, en það sem af er þessu ári hafi fjöldinn vaxið á ógnarhraða. Sérfræðingar segja að þrjár ástæður geti verið fyrir þessari aukningu; betra eftirlit sem leiði af sér fleiri greiningar, bakterían sem veldur kíghósta hafi stökkbreyst eða að bóluefnin séu ekki nógu góð. Veikt bóluefni? Bóluefni gegn kíghósta hefur verið í notkun síðan á fimmta áratug liðinnar aldar en á tíunda áratugn- um var farið að nota nýtt bóluefni. Anne Schuchat, hjá Miðstöð sjúk- dómavarna í Bandaríkjunum, segir að þó nýja bóluefnið sé ef til vill ör- uggara en það gamla sé mögulegt að það sé ekki jafn gagnlegt. Foreldrar barna eru ekki skyldugir til að láta bólusetja börn sín og hafa margir for- eldrar nýtt þann rétt sinn. Anne seg- ir að það sé þó ekki ástæða þessarar fjölgunar þar sem flest þeirra barna sem greinst hafa með kíghósta hafi fengið umrætt bóluefni. Mjög smitandi Kíghósti smitast með úða og er mjög smitandi, að því er fram kemur á vefnum doktor.is. Þar kemur fram að sá sem er í herbergi með einstaklingi með kíghósta geti gengið að því sem gefnu að hann veikist líka, svo fremi hann hafi ekki fengið sjúkdóminn áður eða verið bólusettur. Kíghósti er talinn sérstaklega hættulegur börn- um undir sex mánaða aldri þar sem þau hafa þrengri loftveg en eldri börn og seigt slímið getur gert þeim erfitt um andardrátt. Bent er á að sem betur fer séu alvarleg tilfelli kíg- hósta sjaldgæf. Þótt ónæmi gegn sjúkdómn- um eigi að vara ævilangt fer það minnkandi með árunum, hvorki bólusetning né sjúkdómurinn sjálfur gefur fullkomið varanlegt ónæmi. Kornabörn á brjósti eru yfir leitt varin fyrir barnasjúkdóm- um með þeim mótefnum sem þau fá með móðurmjólkinni. Þetta gildir ekki um kíghósta og er bent á það í greininni á vef doktor.is að það sé einmitt ástæðan fyrir því að svo snemma er byrjað að bólusetja ungbörn. „Ég hef mestar áhyggjur af börnunum. Það eru þau sem verða verst úti. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Bóluefni Mikilvægt er að full­ orðið fólk viðhaldi bólusetningu gegn kíghósta. Tilfellum kíghósta hefur fjölgað mjög í Banda­ ríkjunum að undanförnu. Einkenni kíghósta n Allt að tveggja vikna langt kvef með vægum hósta n Eftir það hefjast áköf hóstaköst, hinn dæmigerði kíghósti n Sjúklingurinn getur blánað upp þar til kastinu lýkur og hann andar að sér með einkennandi soghljóði n Seigfljótandi slím getur gengið upp úr lungunum n Hóstahviðurnar geta endað með uppköstum n Líkamshiti er í flestum tilvikum eðlilegur n Mikilvægt að fylgjast með hvort sjúkdómurinn taki breytingum Bera smitið í börnin n Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir segir að börn undir þriggja mánaða aldri séu í mestri hættu vegna kíghósta. Ástæðan sé sú að börn séu bólusett fyrir kíghósta eftir þriggja mánaða aldur. Hann segir að mesta hættan felist í að foreldrar, afar eða ömmur, sem ekki hafa viðhaldið bólusetningu, beri smitið í börn­ in. Hann segir að því sé full ástæða til að hvetja fullorðið fólk til að viðhalda bólu­ setningunni því eins og fram kemur á vef doktor.is fer ónæmi gegn sjúkdómnum minnkandi með árunum. Hann segir að því sé full ástæða til að hvetja fullorðið fólk að viðhalda bólusetningunni við kíghósta ásamt mænuveiki, barnaveiki og stífkrampa á tíu ára fresti. n „Kíghósti kemur alltaf upp öðru hvoru. Það eru sérstaklega ungbörn, undir þriggja mánaða aldri, sem geta farið verst út úr sýkingu. Þar þarf fólk að vera vakandi fyrir einkennunum,“ segir Vilhjálmur og bætir við að einkennin séu, eins og nafnið gefur til kynna, mikil hóstaköst og blámaköst. „Þetta eru slímkögglar í berkjunum sem losna upp og jafnvel slímtappar sem loka hluta af lungun­ um. Þetta er alvarleg veiki fyrir yngstu börnin og er oft lúmsk því þetta er eins og kvef sem ágerist.“ Mjög smitandi Kíghósti smit­ ast með úða og er mjög smitandi. Vilhjálmur segir að Íslendingar þurfi að vera á varðbergi. Drekka á meðgöngu Ein af hverjum átta þunguðum konum í Bandaríkjunum drekkur áfengi á meðgöngunni. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem Miðstöð sjúkdóma- og forvarna í Banda- ríkjunum (e. Centers for Disease Control and Prevention) fram- kvæmdi meðal fjórtán þúsund þungaðra kvenna. Ein af hverjum þrettán konum, eða tæplega átta prósent, viðurkenndi að hafa drukkið áfengi á meðgöngunni og af þeim sem drukku áfengi, sögðust 20 prósent, hafa drukkið mikið sem þýðir að þær drukku fjóra drykki eða meira. Barnshaf- andi konur á aldrinum 35 til 44 ára drukku mest. Þó svo að þessar tölur kunni að vera sláandi virð- ist drykkja bandarískra kvenna á meðgöngu fara minnkandi. Í sambærilegri könnun, sem fram- kvæmd var fyrir áratug, drukku mun fleiri konur á meðgöngu. Gámahótel opnað í Kína Fyrsta gámahótelið hefur nú ver- ið opnað í Kína. Eins og hugtakið gefur til kynna er ekki um nein- ar venjulegar byggingar að ræða því hótelið er samansett úr flutn- ingagámum. Eins og sést á með- fylgjandi mynd teygir hótelið sig yfir býsna stórt svæði, eða rúm- lega fimm þúsund fermetra, í Shanxi-héraði. Hótelið er byggt með 35 gámum sem eru af mis- munandi stærðum og gerðum. Þó svo að um gámahótel sé að ræða standa viðskiptavinum til boða glæsilegar lúxusíbúðir. Þá er veitingastaður á hótelinu og móttaka þar sem tekið er á móti nýjum gestum. Þúsundir flýja frá Sýrlandi Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fullyrðir að þúsundir Sýrlendinga flýi nú átökin sem staðið hafa yfir í landinu undan- farin misseri. Á föstudag sagði stofnunin að allt að þrjátíu þús- und manns hefðu flúið til Líbanon á aðeins 48 klukkustundum í síð- ustu viku. Þá hefur fjöldi fólks einnig lagt leið sína til nágranna- ríkjanna Jórdaníu, Tyrklands og Íraks. Átökin í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þar sem stjórnarherinn berst gegn uppreisnarmönnum, hafa farið harðnandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.