Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 4
„Andleg móðir“ stjórnArinnAr Slitastjórn stefnir Eyjamönnum n Fer fram á að bærinn endurgreiði milljarð króna S litastjórn Kaupþings stefndi Vestmannaeyjabæ í þarsíð- ustu viku. Hún fer fram á að bærinn endurgreiði einn milljarð króna. Bærinn tók rúman milljarð króna úr peningamark- aðssjóði hjá Kaupþingi um mánuði fyrir bankahrun árið 2008. Þá tel- ur slitastjórnin að bænum hafi ekki verið heimilt að taka pening- ana út á þessum tíma þar sem þeir hafi verið bundnir til lengri tíma. Í stefnunni er vísað til lagaákvæðis er varðar gjaldþrotaskipti. Þar er sagt að fara megi fram á riftun á greiðsl- um síðustu sex mánuði fyrir gjald- þrot ef greitt var fyrr en eðlilegt er. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er á öðru máli og segir að Vestmannaeyjabær sé í fullum rétti: „Maður spyr sig: hvað þýða orðin að þeir hafi verið tekn- ir út of snemma? Þýðir það að við hefðum átt að bíða þangað til eft- ir hrun og ekki getað tekið þá út?“ Hann segir ráðamenn Vestmanna- eyjabæjar hafa orðið hrædda við stöðu fjármálastofnana því bærinn hafi verið með fjóra milljarða inni í bankakerfinu í aðdraganda banka- hrunsins. Því hafi þeir ákveðið að taka fjármagnið út og flytja það. Það hafi orðið til þess að Vest- mannaeyjabær hafi ekki tapað fé í bankahruninu. Þungt högg væri fyrir bæinn ef honum yrði gert að greiða þessa upphæð. Spurðaur hvort bærinn hafi búið yfir upplýs- ingum sem ollu því að fjármagnið var tekið út svarar hann neitandi. Ríkisútvarpið greindi frá þessu um helgina. 4 Fréttir 23. júlí 2012 Mánudagur n Ingibjörg Guðnadóttir sögð sjá illa anda í Krossinum Þ etta var ekki Guð sem talaði þarna; þetta var illska og við- bjóður.“ Svona lýsir Sigur- vin Hreinsson, fráfarandi meðlimur Krossins, upp- lifun sinni á síðasta safnaðarfundi Krossins, sem fjallað var ítarlega um í helgarblaði DV. Sigurvin er einn nokkurra safnaðarmeðlima Krossins, fyrrverandi og núverandi, sem haft hafa samband við DV eftir að hafa lesið umfjöllun helgarblaðsins. Í umfjöllun DV kom fram að Gunnar Þorsteinsson hefði á fund- inum reynt að komast til áhrifa á ný innan trúfélagsins, en hlaut ekki brautargengi í kosningum til stjórnar. Á fundinum snerist Sigurbjörg, dóttir Gunnars, gegn föður sínum og varaði fundarmenn við því að greiða hon- um atkvæði. Ingibjörg Guðnadóttir, fyrrverandi eiginkona Gunnars, gerði slíkt hið sama og lét að auki þung orð falla í garð Gunnars og Jónínu Bene- diktsdóttur. Aukinheldur sá hún illa anda í ýmsum fundarmönnum. Skammast sín „Ég fór á þennan aðalfund. Þetta er í fyrsta skipti – þrátt fyrir allar þessar ásakanir og allt það sem gengið hefur á í Krossinum – sem ég hef skammast mín fyrir að vera safnaðarmeðlimur. Tengdasonur Gunnars, Rúnar Ólafs- son, stóð upp og lýsti yfir eindregn- um stuðningi við Gunnar og þá hló Inga upp í opið geðið á honum,“ seg- ir Sigurvin og heldur áfram: „Svo stóð Inga upp og drullaði yfir allt og alla og kallaði Jónínu strengjabrúðu. Þegar fundarmenn báðu svo um orðið til að fá að svara Ingu var málfrelsi fundar- manna takmarkað – þvert gegn lög- um og venjum safnaðarins.“ Andleg móðir stjórnarinnar Eftir fundinn gekk Sigurvin að Sig- urbjörgu og tjáði henni hug sinn; að honum hefði blöskrað framkoma hennar. Sigurbjörg bað hann þá um að „láta ekki svona“ og spurði hvort hann vildi ekki biðja með henni stutta bæn. Í sömu andrá gekk Ingi- björg að þeim og vildi fá að biðja með þeim. „Hún sagði orðrétt í bæninni: „Elsku Guð, ef ég hef eitthvað hlaup- ið á mig og sært einhvern þá biðst ég afsökunar en ég lít á mig sem andlega móður stjórnarinnar,““ segir Sig- urvin. Eftir að Ingibjörg lét þau orð falla fékk Sigurvin nóg. „Þá sleppti ég hendinni og sagði: Ég skammast mín fyrir að þekkja þig. Svo labbaði ég þaðan út og hef ekki stigið fæti þarna inn aftur.“ Sér djöfulinn Aðspurður hvort satt sé að Ingibjörg sjái djöfulinn í sumum safnaðarmeð- limum segir Sigurvin: „Hún sagð- ist sjá illa anda í ákveðnum aðilum á þessum fundi.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingibjörg sér djöfulinn lík- amnast í safnaðarmeðlimum. „Hún hefur alveg misst svona út úr sér áður. Hún virðist fá miklar sýnir. Hún er samt kærleiksrík kona að upplagi.“ Gunnar yngri rödd skynseminnar Sigurvin segir að þegar lætin voru sem mest á fundinum hafi það ver- ið Gunnar Ingi Gunnarsson, sonur Gunnars Þorsteinssonar, sem hafi verið rödd skynseminnar. Gunnar er, að sögn Sigurvins, gífurlega efnileg- ur guðsmaður. „Þegar Inga var búin að drulla yfir alla og margir höfðu látið þung orð og ósæmileg falla rauk Gunnar upp og öskraði á fólkið: „Hvar er Guð í þessu? Hvar er kær- leikurinn? Ekki get ég séð hann hér.“ Gunnar er magnaður guðsmaður.“ Breyttist eftir skilnaðinn Sigurvin segir Ingibjörgu hafa stökk- breyst eftir skilnaðinn við Gunnar. „Samt vildi hún skilnaðinn,“ segir hann. Sigurvin segir markmið Ingi- bjargar nú vera að öfgavæða Kross- inn. Fram kom í umfjöllun DV að Ingibjörg hefði dvalið í Bandaríkjun- um um hríð, áður en hún sneri aft- ur til Íslands í fyrra. Þar tilheyrði hún Christ Gospel-söfnuðinum. „Hún er að koma með þær áherslur sem þar eru inn í Krossinn. Ef fram fer sem horfir fer starfið brátt að snúast um öfgar og rugl.“ Í helgarblaði DV var einnig sagt frá því að Krossinn hefði stuttu eftir stofnun tekið upp sam- starf við Christ Gospel-söfnuðinn í Bandaríkjunum, sem aðhyllist bók- stafstrú og íhaldssemi í kynferðis- málum. Á síðustu árum hefur Kross- inn verið að fjarlægjast áherslur bandaríska safnaðarins. Nú vill Ingi- björg, sem álítur sig andlega móð- ur stjórnar Krossins, innleiða þær áherslur á ný. Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Andleg móðir Ingibjörg er kærleiksrík kona að upplagi. Sigurvin Hreinsson Skammaðist sín fyrir að vera í Krossinum eftir fundinn örlagaríka.„Hvar er Guð í þessu? Hvar er kærleikurinn? Ekki get ég séð hann hér. Erlend skúta eldsneytislaus Um miðnætti á laugardag barst hjálparbeiðni frá erlendri skútu sem hafði orðið eldsneytis- laus á siglingu á sundunum við Reykjavík. Hana rak hratt að landi. Þórður, einn af björgunar- bátum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Reykjavík var kallaður út og náði hann fljótt til skútunnar og aðstoðaði áhöfn hennar til lands. Tjöld fuku ofan af ungmennum Ferðamaður fauk við Álftavatn að Fjallabaki á laugardagskvöld í ofsaveðri. Þar var vindur um 30 metrar á sekúndu en ferðamaður- inn slasaðist illa á mjöðm. Björg- unarmenn óku með manninn til móts við sjúkrabíl og var hann svo fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Þá fuku og brotnuðu tjöld í Landmannalaugum en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þar rúmlega 20 ungmenni á aldrinum 15–17 ára. Bæjarstjórinn segir bæinn í fullum rétti Slitastjórn Kaupþings fer fram á að bærinn greiði einn milljarð króna sem hann tók úr peningamarkaðssjóði hjá Kaupþingi. Wikileaks- maður á Beinni línu Kristinn Hrafnsson, talsmaður uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, verður á Beinni línu á DV.is í dag, mánudag, klukkan 14. Kristinn og Wikileaks hafa staðið í ströngu undanfarin misseri og nú síð- ast í baráttu sinni við alþjóðlega greiðslukortarisa sem hafa viljað þagga niður í þeim. Kristinn hefur verið hægri hönd Julians Assange, forsprakka Wikileaks, síðan hann hóf störf sem talsmaður síðunn- ar og verið mjög í sviðsljósi fjöl- miðla um allan heim. Kristinn mun svara spurningum lesenda DV.is og hefur vafalaust frá mörgu áhugaverðu að segja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.