Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 17
Lítum ekki á okkur
sem ræningja
Maður er bara heimsfrægur,
það er bara svoleiðis
Fólk tekur mér kannski
betur í Ameríkunni
Birgitta Jónsdóttir er í hópi þeirra sem vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. – mbl.is Siggi Hlö er staddur á Sardiníu á Ítalíu þar sem hann þeytir skífum í brúðkaupi. – Vísir Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson fer fyrir Icelandic Poniez. – DV
Umberum umburðarlyndið
Spurningin
„Lambalæri.“
Gabríel Sveinn Eymundsson
17 ára sölumaður
„Siginn fiskur og hamsatólg.“
Jóhann Skírnisson
53 ára flugstjóri, trillukall og norð-
lenskur sveitamaður
„Nautasteik.“
Sigurlaug H. Traustadóttir
30 ára félagsráðgjafi
„Það er kalkúnn.“
Erna Lind Davíðsdóttir
31 árs hjúkrunarfræðingur
„Það mun vera rjúpa.“
Víðir Ísfeld Ingþórsson
24 ára framkvæmdastjóri
Hver er uppáhalds-
maturinn þinn?
1 Eiður Smári sagður fara fram á 30 milljónir
Vinnur nú að því að komast að
samkomulagi við AEK Aþenu um að
fara frá félaginu í sumar.
2 Karlmaður beraði sig á almannafæri
Á sunnudag barst lögreglu tilkynning
um mann sem hafði berað á sér
kynfærin fyrir framan konu sem var
úti að ganga með hundinn sinn í
Austurbænum.
3 Dularfull sumarhöll Þorkell Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri lögmannastofunnar
Virtus, stjórnar leynifélagi um fræga
sumarhöll Sigurðar Einarssonar,
fyrrvernadi forstjóra Kaupþings.
4 Greip ólympíukyndilinn og öskraði „guð er mestur“
Óprúttinn unglingur handtekinn í
Bretlandi eftir atvikið.
5 „Reynið að vera eins og alvöru blaðamenn“
Fréttastjóri Víkurfrétta greiðir ekki
leigu fyrir húsnæði í eigu Kadeco.
6 Nöfn fórnarlambanna birt Nöfn fórnarlamba fjöldamorðingjans
í Aurora í Oklahoma voru birt á
sunnudaginn.
7 Ferðamaður fauk í óveðri Ferðamaður fauk við Álftavatn að
Fjallabaki í ofsaveðri á sunnudag og
slasaðist á mjöðm.
Mest lesið á DV.is
R
éttur fólks til að tjá fordóma
sína, fáfræði, heimsku og hatur
er undirstaða frjáls þjóðfélags
og óaðskiljanlegur hluti þeirrar
vestrænu lýðræðishefðar að umbera
allar skoðanir – líka þær heimskulegu
og hatursfullu.
En nú er öldin önnur. Samkvæmt
nýju umburðarlyndiskenningunni á
ekki að umbera umburðarlyndi.
Brottrekstur Snorra Óskarssonar
úr kennarastarfi á Akureyri er dæmi
um þessa hættulegu óheillaþróun.
Samkvæmt upplýsingum á blogg-
síðu Snorra sögðu yfirvöld eftirfar-
andi: „… skrifa og tjá þig opinberlega
á meiðandi hátt um samkynhneigð og
transfólk hafir þú brotið svo af þér að
réttlæti viðbrögð af hálfu bæjarins.“
Skrifin gangi „gegn lögum, reglum,
samþykktum og skólastefnu“.
Stjórnarfarslegur geðklofi
Of langt mál er að ræða þann stjórn-
arfarslega geðklofa (úps) sem felst í
þessum orðum, frá stjórnvaldi í ríki
sem með miklum tilkostnaði held-
ur uppi kristinni þjóðkirkju. Ef ríkið
álítur fyrirmæli í ríkistrúarbókinni
brjóta gegn landslögum er kannski
tímabært að endurskoða afstöðuna til
ríkiskirkjunnar.
Áður en lengra er haldið: ég er
hvorki meðlimur í íslensku þjóð-
kirkjunni né öðrum trúflokki og hef
megnastan ímugust á fræðum og
fólki sem mismuna eða ráðast á aðra í
raun, ræðu, eða riti vegna, eins og 233.
gr. a. alm. hgl. 19/1940 segir „þjóðern-
is þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúar-
bragða eða kynhneigðar“.
Vernd gegn bömmerum eins og
blaðamönnum
Íslenski stjórnvöld hafa ávallt vernd-
að ákveðna þjóðfélagshópa fyrir
bömmerum eins og t.d. blaðamönn-
um, en listi þeirra hópa sem nú verð-
skulda sérstaka vernd ríkisins gegn
meiðandi/mógðandi orðræðu lengist
sífellt – á kostnað mannréttinda.
Tjáningarbannslöggjöf er tól sem,
eins og raun ber vitni, er beitt ger-
ræðislega samkvæmt viðteknum
„sannleika“ ákveðinna þjóðfélagshópa.
Dauðlangar í nauðgun
DV greindi í mars sl. frá orðaskiptum
á bloggsíðu Baldurs Hermannssonar,
kennara við Flensborgarskóla, í kjöl-
far sýknu níumenninganna svoköll-
uðu: Vilhjálmur nokkur Eyþórsson
vildi að sakborningarnir yrðu settir í
búr eða gapastokk og sparka ætti í þá
og grýta.
BH: „Og sýna kellingunum kyn-
ferðislega áreitni. Ekki gleyma því.“
VE: „Raunar er karkyns-hlutinn
af hyskinu vafalaust líka feministar,
en slík karlkvendi ættu að sæta al-
veg sérstaklega illri og ómannúðlegri
meðferð.“
BH: „Ábendingar Vilhjálms [um
að áreita skuli alla femínista kynferð-
islega] eru góðra gjalda verðar en
sá böggull fylgir skammrifi að flest-
ir feministar eru þannig útlítandi að
erfitt mun reynast jafnvel hraustasta
karlmanni að áreita þær.“
Á Fésbók, um frétt á sl. ári af konu
sem hótað var nauðgun, ritaði Bald-
ur: „Meiri móðursýkin í þessum kell-
ingum... Undir niðri dauðlangar hana
í nauðgun...“
Femínistar, konur og mótmæl-
endur sæki ekki um
Í frétt DV kom fram að skólameistari
veitti Baldri áminningu en hafði ekki
„áhyggjur af störfum hans...enda...
vinsælasti kennari skólans.“
Í svari við athugasemdum eins
níumenninganna, fyrrverandi Flens-
borgarnemanda, við ummæli Baldurs
sögðust skólastjórnendur (sem áður
hafði verið bent á hvatningar kennar-
ans um að stofna hvítliðasveitir til
að berja mótmælendur í Búsáhalda-
byltingunni) „harma“ að nemandinn
væri að „draga sinn gamla skóla inn í
persónulegar deilur hans og Baldurs
Hermannssonar. Skólinn tekur á
engan hátt afstöðu í málinu að öðru
leyti en að minna starfsmenn sína... á
að gæta hófs í orðum sínum og fram-
göngu...“
Augljóst er hvaða hópar eru ekki
taldir verðskulda ríkisvernd gegn
„meiðandi“ ummælum: konur,
femínistar, stuðningsmenn kven-
réttinda, og pólitískir mótmælend-
ur. „Meiðandi“ tjáning um samkyn-
hneigð og transfólk er hins vegar svo
alvarlegt brot að réttlætir atvinnu-
missi.
Lagabönn við „meiðandi“ um-
mælum lækna ekki hatur. Þvert á
móti. Þau hefta þjóðfélagsumræðu
um raunverulega vandamálið – ræt-
ur haturs og mismununar – og skapa
þöggun og ótta. Slík löggjöf er inn-
leidd af hinum besta ásetningi en
framkvæmd með hinum verstu af-
leiðingum.
„Ógeðslegt innræti“ ... hverra?
n „Ótrúleg mannvonska í þessum
manni!“
n „einföld google-leit að „snorri í
betel“ eða „snorri óskarsson“ dregur
ógeðslegt innræti hans fram í dags-
ljósið... Snorragerpi[ð]“
n „ég ætla...aldrei að vera umburðar-
lyndur ef [það þýðir] að leyfa for-
dómafullum hommahatara að kenna í
opinberum skóla.“
n Er hægt að ímynda sér sterkari rök
gegn skoðanabanni en ummæli þeirra
sem fögnuðu uppsögn Snorra með því
að opinbera hatur sitt og fordóma í
nafni ofsókna af hálfu hinna ofsóttu?
n „mér finst persónulega ad þad ætti
ad vana snora í bedel og trygga ad
hann fái ekki adgang ad börnum , og
greindarskertufólki, sem mögulega
gædu tekid mark a þessum vidbjód.“
(sic)
Afleiðingar nornaveiða hafa ekki
breyst eins og þessi orðræða ber
vitni. Hún sýnir líka betur en nokk-
ur lærð lagarök hvers vegna við
megum aldrei umbera umburðar-
leysi fyrir umburðarlyndinu.
Hopp og skopp Þó að bongóblíðusumarið hafi aðeins lagst í dvala nú um helgina nýttu þær Matthildur og Aníta sér góða veðrið vel í liðinni viku.
Þær léku sér í parís í Grjótaþorpinu þegar ljósmyndari DV átti þar leið um. Mynd: Eyþór ÁrnasonMyndin
Umræða 17Mánudagur 23. júlí 2012
„Tjáningar-
bannslöggjöf er
tól sem, eins og raun
ber vitni, er beitt ger-
ræðislega samkvæmt
viðteknum „sannleika“
ákveðinna þjóðfélags-
hópa.
Kjallari
Íris Erlingsdóttir
6. Nöfn fórnarlambanna birt
Nöfn fórnarlamba fjöldamorðingjans í Aurora í Oklahoma voru birt á sunnudaginn.
7. Ferðamaður fauk í óveðri
Ferðamaður fauk við Álftavatn að Fjallabaki í ofsaveðri á sunnudag og slasaðist á mjöðm.