Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 3
Látinn faðir gaf yfirLýsingu „Dæmi um trassaskap“ Sumarið er ekki búið n Siggi stormur spáir góðum ágústmánuði S umarið er fjarri því búið og ég tel að við séum komin fyr- ir vind hvað varðar lægðina og ekki annað að sjá en að við taki betri tíð á nýjan leik,“ segir Sig- urður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, um veðrið sem gekk yfir landið um helgina. Hann er þess fullviss að sumarið sé ekki búið og bindur miklar von- ir við að áfram verði hægt að ferð- ast. „Það styttir upp á þriðjudaginn mjög víða og lægir á nýjan leik og þá verður allt sumarlegt á ný hjá okkur. Vikan verður svolítið köflótt en það léttir til suðvestanlands um miðja viku og þegar líður á vikuna verð- ur orðið bjart á nýjan leik. Mér sýn- ist á öllu að það verði komin brak- andi blíða sunnan- og vestanlands þegar líður að helgi,“ segir hann en bætir við að erfiðara sé að segja til um hitastig en það sé þó enginn kuldi í kortunum. Þó megi segja að það verði ekki sami bragur á hitan- um og hefur verið hingað til í sum- ar. „Það verður svona eðlilegra veð- ur og hiti á bilinu 10 til 18 stig, bjart og úrkomulítið veður.“ Aðspurður um veðrið í ágúst seg- ir Siggi að spár sýni umhleypinga í byrjun ágúst og að það verði lægða- gangur og vætusamt um verslunar- mannahelgina. „Það getur þó allt saman breyst og ég er viss um að veðurguðirnir verði góðir við okkur þegar þeir fatta hvaða helgi er um að ræða.“ Langtímaspár gefi í skyn að mánuðurinn verði mjög góður og engin ástæða sé til að halda að sum- arið sé búið. Haustflíkurnar geti því enn verið í geymslu og ekki tíma- bært að ná í þær fyrr en seinnipart ágústmánaðar. Sigurður segir að það geti þó orðið kalt á nóttunni og því vissara að hafa teppi með í úti- leguna til að sveipa um sig á kvöldin. gunnhildur@dv.is Fréttir 3Mánudagur 23. júlí 2012 Þ etta er dæmi um trassaskap og vekur óhug hjá fólki að sjá svona,“ segir Höskuld- ur Einarsson, deildarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins, um þúsund lítra ker uppi í Grafarvogi sem eru merkt eins og þau innihaldi saltpéturssýru. Þegar hann athugaði málið reyndist vatn í kerunum. Á merkimiðunum eru einnig lýsandi myndir af því hvern- ig húðin getur brunnið komist hún í snertingu við saltpéturssýruna. Áhyggjufullur Grafarvogsbúi DV fékk ábendingu frá áhyggjufull- um Grafarvogsbúa um að í Gufunesi í Grafarvogi séu ker sem innihéldu að öllum líkindum saltpéturssýru. Á ker- unum eru stórar merkingar þar sem varað er við að þau innihaldi salt- péturssýru og myndir sem sýna að komist fólk í snertingu við hana geti það brennt sig hættulega. „Ég var í göngu um svæðið í júní og sá kerin með merkingunum. Þegar um svona merkingar er að ræða á það sem merkt er að vera girt af. Mér fannst mjög skrýtið að ker með saltpéturs- sýru stæðu á opnu svæði. Síðan var ég í bíltúr um sama svæði á fimmtu- dag og sá að kerin stóðu þarna ennþá og varð áhyggjufullur. Svo ákvað ég að láta DV vita af þessu. Ég var hræddur um að krakkar færu ef til vill að leika sér þarna og gætu farið að fikta í þessu þar sem mjög auðvelt er að opna ker- in,“ segir íbúinn áhyggjufulli. Allt of algengt Blaðamaður DV hringdi í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og náði tali af Höskuldi Einarssyni deildarstjóra og lét hann vita af kerunum. Höskuldur var þá staddur í Hafnarfirði og ók þá strax af stað í Gufunes til að athuga málið enda um stórhættulegt efni að ræða sem getur valdið miklum skaða. Þegar Höskuldur kom á stað- inn og opnaði kerin reyndust þau full af vatni. Hann segir alltof algengt að fólk noti kerin til að geyma vatn eða önnur skaðlaus efni í án þess að fjar- lægja merkimiðana um sýruna af. „Við sjáum svona ker víða. Oftast sér heilbrigðiseftirlitið um að fara í út- köll tengd kerjum með svona merki- miðum. En ef okkur berst vísbending um svona ker þá athugum við málið. Okkur stendur síður en svo á sama því saltpéturssýra er mjög hættulegt efni.“ Saltpéturssýra mjög hættuleg Það er kannski engin furða að merkingar um saltpéturssýru á kerum á víðavangi valdi óhug hjá fólki. Fái fólk saltpéturssýru á sig getur hún brennt sig í gegnum föt og inn í húð. Þá þarf að skola húðina mjög vel. Gufurnar valda einnig miklum óþægindum í aug- um og slímhúð. Það þarf ekki mik- ið magn af sýrunni til að hún sé hættuleg fólki sem og umhverfinu. „Kerin þarf að hreinsa eftir að sýra hefur verið í þeim þannig að þau verði skaðlaus. Að því búnu þarf að taka þessar merkingar af þeim svo fólki álykti ekki að eitthvað hættu- legt sé í þeim, þegar efnið er svo ekkert hættulegt í raun og veru,“ segir Höskuldur. Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is „Þetta er dæmi um trassaskap og vekur óhug hjá fólki að sjá svona n Saltpéturssýran reyndist vera vatn n Íbúar áhyggjufullir Merkingar vekja óhug Saltpéturssýran er mjög ætandi og hefur skaðleg áhrif á húð og öndunarfæri. Sem betur fer reyndust kerin vera fullir af vatni. Kerin Íbúinn sem DV ræddi við hafði áhyggjur af að kerin innihéldu saltpéturssýru. Brakandi blíða Siggi stormur segir að veðrið verði eðlilegra það sem eftir er sumars. Mynd Eyþór ÁrnASon n Forsjárgögn vantar n Óvissa um andlát föður n Afsalaði sér forræði eftir andlát fram að faðir hennar hafi aldrei haft afskipti af dóttir sinni og að Marilyn fari raunar ein með for- ræði. Þeir lögfræðingar sem DV ræddi við töldu skjalið ekki full- nægjandi né að það hefði gildi og að Útlendingastofnun gæti ekki tekið yfirlýsingar ættingja móður gildar lægju önnur gögn ekki fyr- ir. Í samtali við Ellert kom fram að Útlendingastofnun og innanríkis- ráðuneytið hefðu forsjárgögn und- ir höndum. Eftir þeim yrði óskað svo hægt væri að bera til baka yfir- lýsingar Útlendingastofnunar um ófullnægjandi gögn. Ekki rætt við Patty DV gafst ekki færi á að ræða við Patty sjálfa við vinnslu fréttarinnar. Gaf Ellert þá skýringu að hún væri afar leið og gréti. Seinna kom fram að hún hefði farið til vina sinna og væri þar af ótta við að verða vís- að úr landi. Það kom fram í máli Ellerts að sama gilti um aðra fjöl- miðla sem fjallað hafa um málefni Patty. Enginn þeirra virðist hafa fengið að hitta konuna sem þó er 21 árs. DV fékk þó vilyrði fyrir að fá að taka ljósmynd af fjölskyldunni ásamt Patty. Þegar kom að því að taka ætti myndina var því hafn- að og því meðal annars borið við að óþarfi væri að hitta stúlkuna og taka af henni mynd. n Móðirin býr á Íslandi Marilyn, móðir Patty, býr hér á landi með Ellert Högna Jónssyni. Þau giftust árið 2005 og hafa síðan þá búið hér á landi. Saman eiga þau eina dóttur en Patty er stjúpdóttir Ellerts. Mynd Eyþór ÁrnASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.