Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 30
30 Afþreying 23. júlí 2012 Mánudagur Charlie Sheen er gjafmildur n Gefur eitt prósent af tekjum sínum C harlie Sheen, sem var svo eftirminnilega rekinn úr þættinum Two and A Half Men snemma á seinasta ári, er byrjaður í annarri þáttaröð, Anger Management. Síðan hann byrjaði í þeim þáttum virðist hann hafa mýkst að- eins upp og svo virðist sem leikarinn vilji breyta lífi sínu til betri vegar. Hann tilkynnti í vikunni að hann ætlaði að gefa eitt prósent af öllum tekjum sínum vegna Anger Management til USO, sem er sjálfstætt félag sem hefur ver- ið starfandi síðan 1941 og sér um að veita hermönnum ein- hverja skemmtun. Þetta félag hefur alltaf verið rekið á fram- lögum fyrirtækja og einstak- linga. Þetta framlag Charlies er stærsta einstaklingsframlag til félagsins og nemur um einni milljón dollara. Í yfirlýsingu sem Charlie sendi frá sér í kjölfar frétta af þessu sagði hann: „Her- mennirnir hætta lífi sínu fyrir okkur á hverjum degi og ég er bara ánægður með að Anger Management geti létt að- eins líf þeirra og fjölskyldna þeirra.“ Þetta er ekki eina góð- verk Charlies því Nigel Lith- goe, sem er einn af framleið- endum American Idol, hefur sýnt Charlie Sheen áhuga í dómarasæti í næstu seríu og Charlie svaraði því þannig að hann væri til í það ef Fox- sjónvarpsstöðin gæfi ríkulega til þeirra góðgerðamála sem hann sjálfur styrkir. dv.is/gulapressan Neinei, ekkert samsæri Krossgátan krossgátugerð: Bjarni sími: 845 2510 Hver samdi lagið: Hann Tumi fer á fætur? reiðhest skrap kvendýr ambur erfð meiða ---------- bæta iðnaðar- menn kúgar áttund ----------- kvak þelið 3 eins ----------- matar álpast forað ----------- fyrir stundu knæpa fiskur ---------- súld sigli loddara öfug röð spriklaðir fangakappnæg dv.is/gulapressan Til varnar drykkju fullorðinna Sjónvarpsdagskrá Mánudagur 23. júlí 16.35 Herstöðvarlíf (Army Wives) Bandarísk þáttaröð um eig- inkonur hermanna sem búa saman í herstöð og leyndarmál þeirra. Meðal leikenda eru Kim Delaney, Catherine Bell, Sally Pressman, Brigid Brannagh, Sterling K. Brown og Brian McNamara. 17.20 Sveitasæla (10:20) (Big Barn Farm) 17.34 Þetta er ég (11:12) (Her er eg) 17.42 Sumar í Snædal (4:6) (Linus & Friends) 18.09 Fum og fát (10:20) (Panique au village) Í þessum belgísku hreyfimyndaþáttum ferðast Kúrekinn, Indíáninn og Hestur- inn að miðju jarðar og lenda í ótrúlegustu ævintýrum. 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni (7:8) Þáttaröð um ungt og áhugavert fólk. Skyggnst er inn í líf einnar persónu hverju sinni og henni fylgt eftir í sínu daglega lífi. Umsjónarmaður er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Stjórn upptöku og myndvinnsla er í höndum Eiríks I. Böðvarssonar. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Tilraunin – Ofvirkni og athyglisbrestur (3:3) (Eksperimentet) Í þessum danska fræðsluþætti er fjallað um þjálfun fólks með ofvirkni og athyglisbrest. 20.10 Landsleikur í handbolta(Ís- land - Argentína) Bein út- sending frá leik karlaliða Íslands og Argentínu. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Liðsaukinn (26:32) (Rejsehold- et) Dönsk spennuþáttaröð um sérsveit sem er send um alla Danmörk að hjálpa lögreglu á hverjum stað að upplýsa erfið mál. Höfundar eru þau Mai Brostrøm og Peter Thorsboe sem líka skrifuðu Örninn og Lífverðina. Meðal leikenda eru Charlotte Fich, Mads Mikkelsen og Lars Brygmann. Þættirnir hlutu dönsku sjónvarpsverð- launin og Emmy-verðlaunin. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.20 Kviksjá: Stuttmyndir Kvikmyndaskólans Sigríður Pétursdóttir kynnir stuttmynd eftir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 23.21 Kennitölur Stuttmynd eftir Hall Örn Árnason. Myndin fjallar um syndir feðranna, það er að segja börnin sem bera bókstaf- lega ábyrgð á klúðri foreldranna eftir hrun. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 23.31 Kviksjá: Stuttmyndir Kvikmyndaskólans Sigríður Pétursdóttir kynnir stuttmynd eftir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 23.32 Hugrún Stuttmynd eftir Ingu Maríu Eyjólfsdóttur. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 23.50 Njósnadeildin (4:8) (Spooks VIII) Breskur sakamálaflokkur um úrvalssveit innan bresku leyniþjónustunnar MI5 sem glímir meðal annars við skipulagða glæpastarfsemi og hryðjuverkamenn. Meðal leikenda eru Peter Firth, Richard Armitage og Hermione Norris. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. e. 00.45 Fréttir 00.55 Dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:25 Gulla og grænjaxlarnir 07:35 Barnatími Stöðvar 2 08:45 Malcolm in the Middle (16:16) 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (105:175) 10:15 Chuck (15:24) 11:00 Smash (3:15) 11:45 Falcon Crest (30:30) 12:35 Nágrannar 13:00 American Idol (27:40) 14:20 American Idol (28:40) 15:05 ET Weekend 15:50 UKI 15:55 Stuðboltastelpurnar 16:15 Ofurhundurinn Krypto 16:40 Mörgæsirnar frá Madagaskar 17:05 Bold and the Beautiful 17:30 Nágrannar 17:55 Friends (23:24) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 Simpson-fjölskyldan (10:22) 19:40 Arrested Development 3 (2:13) 20:05 Glee (15:22) 20:50 Suits 8,8 (7:12) Ferskir spennu- þættir á léttum nótum um hinn eitursnjalla Mike sem hefur haft lifibrauð sitt af því að taka margvísleg próf fyrir fólk gegn greiðslu. Hann nær að útvega sér vinnu hjá einum af bestu og harðsvíruðustu lögfræðingun- um í New York, Harvey Specter sem sér í honum möguleika sem geta nýst lögfræðistofunni vel. 21:35 Silent Witness (11:12) Bresk sakamálasería af bestu gerð sem fjallar um liðsmenn réttar- rannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Leo Dalton, Harry Cunningham og Nikki Alexander eru öll afar fær á sínu sviði og láta sönnunar- gögnin á líkinu leiða sig að sannleikanum. Hvert mál er sem þau fást við er rakið í tveimur þáttum. 22:30 Supernatural 8,7 (21:22) Fjórða þáttaröðin af yfirnátt- úrlegu spennuþáttunum um Winchester bræðurna sem halda ótrauðir áfram baráttu sinni við yfirnáttúrulegar furðu- skepnur. Englar og djöflar eru hluti af daglegu lífi bræðranna og í fjórðu þáttaröðinni þurfa þeir einnig að gera upp nokkur mál sín á milli. 23:10 Two and a Half Men (21:24) 23:35 The Big Bang Theory (12:24) 23:55 How I Met Your Mother (15:24) 00:20 Bones (3:13) 01:05 Girls (6:10) 01:35 Eastbound and Down (7:7) 02:05 NCIS (12:24) 02:50 V (4:12) 03:35 Chuck (15:24) 04:20 Suits (7:12) 05:05 Friends (23:24) 05:30 Fréttir og Ísland í dag Fréttir og Ísland í dag endursýnt frá því fyrr í kvöld. 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 16:05 Million Dollar Listing (7:9) (e) 16:50 Minute To Win It (e) 17:35 Rachael Ray 18:20 The Ricky Gervais Show (5:13) (e) 18:45 The Ricky Gervais Show (6:13) (e) 19:10 America’s Funniest Home Videos (22:48) (e) 19:35 30 Rock (20:23) (e) Bandarísk gamanþáttaröð sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Í þeim tilgangi að bjarga þættin- um biður Jack um leyfi til að framleiða hundraðasta þáttinn til að sýna það og sanna að þættirnir eigi heima í loftinu. 20:00 Will & Grace (2:24) (e) Endur- sýningar frá upphafi á hinum frábæru gamanþáttum sem segja frá Will sem er samkyn- hneigður lögfræðingur og Grace sem er gagnkynhneigður innanhússarkitekt. 20:25 One Tree Hill 7,5 (2:13) Vinsæl bandarísk þáttaröð um ungmennin í Tree Hill sem nú eru vaxin úr grasi. Mikið hefur gengið á undanfarin ár en þetta er síðasta þáttaröðin um vinahópinn síunga. Brooke fær viðskiptahugmynd og Julian er enn áhyggjufullur yfir ákveðinni fjárfestingu. Clay leitar sér aðstoðar vegna svefnleysis og Millie er óhreinskilinn við Mouth. 21:10 Rookie Blue (2:13) Nýstárlegur þáttur um líf nýliða í lögreglunni sem þurfa ekki aðeins að glíma við sakamenn á götum úti heldur takast á við samstarfs- menn, fjölskyldu og eiga um leið við eigin bresti. Þáttunum hefur m.a. verið líkt við Grey’s Anotomy nema í veröld löggæslumanna. Mikilvægur heimildarmaður finnst ekki þrátt fyrir ítrekaða rannsókn lögreglunnar. Rómantík svífur yfir vötnum hjá nýliðunum. 22:00 Camelot (7:10) Ensk þáttaröð sem segir hina sígildu sögu af galdrakarlinum Merlin, Arthúri konungi og riddurum hringborðsins. Stjörnum prýdd þáttaröð sem sameinar spennu og drama, rammað inn af klassískri riddarasögu. Arthur og hans menn skemmta sér fram á morgun í gleðskap hjá Morgan. En eitthvað óhreint býr að baki boðsins frá Morgan. 22:50 Jimmy Kimmel 23:35 Law & Order (19:22) (e) 00:20 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny (7:8) (e) Breskur gamanþáttur þar sem falin myndavél er notuð til að koma fólki í opna skjöldu. Gríngellan Olivia Lee bregður sér í ýmis gervi og hrekkir fólk með ótrúlegum uppátækjum. Hún er sexí, óþekk og klúr og gengur fram af fólki með undarlegri hegðun. Útkoman er bráðfyndin og skemmtileg. 00:45 The Bachelor (8:12) (e) 02:15 Pepsi MAX tónlist 16:55 Þýski handboltinn 18:20 Sumarmótin 2012 19:10 Tvöfaldur skolli 20:10 Pepsi deild karla 22:00 Pepsi mörkin 23:10 Pepsi deild karla 01:00 Pepsi mörkin Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport 19:30 The Doctors (163:175) 20:15 60 mínútur 21:00 Fréttir Stöðvar 2 21:25 Ísland í dag 21:45 Dallas 7,4 (6:10) 22:30 Rizzoli & Isles (6:15) 23:15 The Killing (11:13) 00:00 Treme (3:10) 01:00 60 mínútur 01:45 The Doctors (163:175) 02:25 Íslenski listinn 02:50 Sjáðu 03:15 Fréttir Stöðvar 2 04:05 Tónlistarmyndbönd frá Nova TV Stöð 2 Extra 06:00 ESPN America 07:00 Opna breska meistaramótið 2012 (4:4) 14:30 Inside the PGA Tour (29:45) 14:55 Opna breska meistaramótið 2012 (4:4) 17:55 The Open Championship Official Film 2009 18:50 Opna breska meistaramótið 2012 (4:4) 01:00 ESPN America SkjárGolf 20:00 Heilsuþáttur Jóhönnu Dr Sigmundur og íslenskar jurtir 20:30 Golf fyrir alla 3 Keilisvöllur 5.þáttur 21:00 Frumkvöðlar Fram fram frumkvöðlafylking 21:30 Eldum íslenskt Kokkalands- liðið í sumarskapi 8.þáttur ÍNN 08:10 Three Amigos 10:00 Balls of Fury 12:00 Red Riding Hood 14:00 Three Amigos 16:00 Balls of Fury 18:00 Red Riding Hood 20:00 You Don’t Know Jack 7,8 22:10 Stoned 00:00 The Science of Sleep 02:00 Wordplay 04:00 Stoned 06:00 Green Zone Stöð 2 Bíó 17:45 QPR - Chelsea 19:30 PL Classic Matches 20:00 Bestu ensku leikirnir 20:30 Man. City - Stoke 22:15 Man. Utd. - Blackburn Stöð 2 Sport 2 Charlie Sheen Hefur heldur betur snúið við blaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.