Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 26
Íslensk leikkona í „yfirstærð“ í Hollywood 26 Fólk 23. júlí 2012 Mánudagur Tók æfingu í Mjölni n Russell Crowe í flottu formi S tórleikarinn Russell Crowe er hér á landi eins og greint hefur verið frá vel og ítarlega í flestum miðlum. Hann fékk inni í bar- daga- og líkamsræktarklúbbn- um Mjölni fyrir helgi og tók þar æfingu ásamt einkaþjálf- ara sínum. Russell lét aðra iðk- endur í Mjölni ekki trufla sig og kláraði sína æfingu á með- an fjöldi fólks hitaði upp. Leikarinn hefur verið dug- legur við að greina frá dvöl sinni hér á landi í gegnum Twitter-síðu sína en hann setti meðal annars inn æfinguna sem hann tók í Mjölni. Crowe, sem er 48 ára, tók til að mynda 130 kíló í réttstöðulyftu og ræð- ur eflaust við töluvert meiri þyngdir en það. En samkvæmt Twitter-síðu hans tók hann 130 kíló í réttstöðulyftu þrisvar eftir að hafa tekið 40, 60, 70, 100 og 110 kíló þar á undan. Áður en Crowe tók æf- inguna í Mjölni hafði hann ver- ið á klukkutímalangri æfingu þar sem farið var yfir áhættu- atriði í myndinni Noah. Hann hafði einnig farið í þriggja kíló- metra göngutúr. Hann lét ekki þar við sitja heldur hjólaði að þessu öllu loknu eina níu kíló- metra um Reykjavík. Russell Crowe Tók vel á því á fimmtudaginn í síðustu viku. Æfingar Crowe n 3x10 hnébeygja með ketilbjöllu n 3x10 sveifla með ketilbjöllu n 3x10 sveifla yfir höfuð n 1 mín. planki n 10x40 kíló réttstöðulyfta n 10x60 kíló réttstöðulyfta n 10x70 kíló réttstöðulyfta n 3x100 kíló réttstöðulyfta n 3x110 kíló réttstöðulyfta n 3x130 kíló réttstöðulyfta n 30 sek. planki n 10x75 kíló bekkpressa n 10x75 kíló bekkpressa n 10x75 kíló bekkpressa n 30 sek. planki n „sh rout 10x11ex“ Eiður á Akureyri Eiður Smári Guðjohn- sen, landsliðsmaður í knattspyrnu, var staddur á Akureyri síðastliðinn föstu- dag ásamt fjölskyldu sinni. Eiður sást með fjölskyldu sinni á kaffihúsinu Te og kaffi í Hafnarstræti – hjarta Akureyrar. DV greindi frá því í helgarblaði sínu að sést hefði til Eiðs Smára í World Class í Laugum þar sem hann tók vel á því. Eiður hef- ur staðið í ströngu undan- farna mánuði en hann leik- ur með gríska liðinu AEK í Aþenu. Þó er útlit fyrir að hann muni róa á önnur mið í haust og hefur hann til dæmis verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Ólympíu- drottning gengin út Ásdís Hjálmsdóttir mun fara út til London og keppa á Ólympíuleikunum en eins og flestir vita er skvísan afrekskona í frjálsíþrótt- um. Ásdís er samkvæmt Séð og heyrt kominn með hinn sjóðheita einkaþjálf- ara Hilmi Hjálmarsson upp á arminn og eru þau yfir sig ástfangin. Hilmir seg- ir í samtali við blaðið að þau hafi kynnst í ræktinni og hann síðan tekið fyrsta skrefið og sent henni skila- boð á Facebook. Hilmir seg- ir að hann muni fara út og horfa á hana keppa og seg- ist hann auðvitað hlakka til þess, hann er sjálfur mikill íþróttamaður og stundar hnefaleika hjá hnefaleikafé- laginu Æsi. Situr fyrir á Facebook Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir hefur haft hægt um sig síðan hún eignað- ist sitt fyrsta barn með lög- fræðingnum Sveini Andra Sveinssyni. Kristrún hefur einbeitt sér að móðurhlut- verkinu og látið fyrirsætu- störfin vera, að mestu. Hún hefur þó gefið sér tíma til að sitja fyrir á Facebook-síðu Kvenfélagsins á Akureyri sem er ný kvenfataverslun við Ráðhústorgið þar í bæ. H anna Guðrún Hall- dórsdóttir, 22 ára, lauk nýverið leiklist- arnámi í Bandaríkj- unum. Hún hefur verið búsett síðustu fjögur ár í Los Angeles og hefur heldur betur fengið að upplifa margt sem stúlku frá Íslandi gæti vart órað fyrir. „Ég hef fengist mest- megnis við leiklist, en einnig fengið tækifæri til að vinna verkefni fyrir fréttamiðla á borð við Associated Press og MSNBC,“ segir Hanna Guðrún. Hefur fengið mörg spennandi hlutverk Í mars síðastliðnum fékk Hanna Guðrún hlutverk í kvikmyndinni Fat Planet, en myndin fjallar á gamansam- an hátt um framtíðarvandamál sem aukin tíðni offitu getur haft í för með sér. Fyrr á árinu lék hún svo gestahlutverk í þáttum sem heita Operation Repo, sem eru leiknir „raunveruleikaþætt- ir“. Þættirnir eru um fólk sem lendir í því að bíll þeirra er tek- in af þeim vegna vanskila. „Síð- astliðið sumar lék ég svo hjúkr- unarfræðing í myndinni Silent Life, sem er svarthvít mynd í anda The Artist, sem fjallar um líf Valentinos, en með aðalhlut- verk í þeirri mynd fóru Isabella Rossellini, Monte Markham, og Galina Jovovich. Ég var svo líka valin sem yngri útgáfa af persónu sem leikin var af Claire Forlani í „pilot“ nefnd- um Scruples, þar sem Natalie Portman var einn af framleið- endunum,“ segir Hanna Guð- rún. Hanna var svo „ráðin“ sem einn af starfsmönnum fréttastofunnar ACW í nýju- stu þáttum Aarons Sorkin, The Newsroom, en þeir þætt- ir verða sýndir á Stöð 2 í haust og eru einir vinsælustu þætt- ir Bandaríkjanna um þessar mundir. Hefur hitt margar stór- stjörnur Sumarið 2010 eyddi Hanna Guðrún nokkrum mánuð- um á setti með Nikki Blonsky, þar sem hún lék sumarbúða- gest í megrunarsumarbúðum. Nikki Blonsky er þekktust hér á landi fyrir hlutverk sitt í Ha- irspray. „Einnig má sjá mér bregða fyrir í smá hlutverkum í þáttum á borð við How I Met Your Mother, Ringer, Glee, Pri- vate Practice, Secret Life of the American Teenager og kvik- myndinni The Dictator. Sem leikkona í stærri stærð hef ég fengið ýmis tækifæri sem ég hefði ekkert endilega fengið ef ég væri grennri. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið að upplifa, og mörg spennandi verkefni gætu verið framundan,“ segir þessi hressa upprennandi leikkona. n Hanna Guðrún lék í The Newsroom n Búsett í Los Angeles Glee Með Lea Michele í árbók McK- inley High School úr þáttunum Glee. Mynd í anda The Artist Sem hjúkr-unarfræðingur frá 1920 á tökustað kvikmyndarinnar Silent Life. Í The Newsroom ásamt Jeff Daniels Vinsælir þættir sem verða sýndir á Stöð 2 í haust. Hanna Guðrún og Nikki Blonsky Nikki Blonsky er þekktust hér á landi fyrir hlutverk sitt í Hairspray. Fat Planet Hanna fékk hlutverk í kvikmyndinni Fat Planet sem gerist í framtíð- inni og fjallar um offitu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.