Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 6
Þúsund milljóna þrot
n Afskrifað hjá VBS fasteignum
K
röfuhafar hafa þurft að afskrifa
rúmlega milljarð króna vegna
gjaldþrots félagsins VBS fast-
eigna ehf., sem var að fullu í eigu
hins umdeilda VBS fjárfestingarbanka.
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í
júní í fyrra en samkvæmt tilkynningu í
Lögbirtingablaðinu í síðustu viku lauk
skiptum á búinu 11. júlí síðastliðinn.
Kröfur í þrotabúið námu samtals rúm-
lega 1.049 milljónum króna.
Að því er fram kemur í tilkynn-
ingu um skiptalok í Lögbirtingablað-
inu námu veðkröfur rétt tæplega 900
milljónum króna. Upp í veðkröfurnar
greiddust samtals 46,5 milljónir. Engar
eignir fundust í búinu en til viðbót-
ar námu almennar kröfur í búið tæp-
um 155 milljónum króna. Eftir stendur
rétt rúmlega milljarður sem kröfuhafar
hafa þurft að afskrifa.
Félagið var samkvæmt síðasta árs-
reikningi, frá árinu 2009, stofnað utan
um fasteignaþróun, sölu fasteigna,
byggingastarfsemi, lánastarfsemi
og aðra fjármálastarfsemi. En sam-
kvæmt þessum sama ársreikningi var
tap félagsins á árinu 2009 478 milljón-
ir króna og bókfært eigið fé þess nei-
kvætt um tæpar 478 milljónir. Fast-
eignafélagið skilur því eftir sig sviðna
jörð, líkt og fjárfestingarbankinn
sem það átti sem fór illa út úr hinum
ýmsu fjármálagjörningum með marg-
milljarðatjóni líkt og DV hefur fjallað
nokkuð um undanfarin ár. VBS fjár-
festingarbanki var svo aftur að stærst-
um hluta í eigu Sparisjóðsins í Keflavík
sem DV hefur einnig fjallað mikið um
frá hruni.
mikael@dv.is
Íslendingur
fastur Í Perú
Í
raun hefur ferðafrelsi mitt verið
afnumið án dóms og laga,“ seg-
ir Trausti Hraunfjörð, 46 ára Ís-
lendingur, sem týndi vegabréfi
sínu í Amazon-frumskóginum
vorið 2009. Hann hefur ítrekað reynt
að verða sér úti um fullgilt vegabréf
án árangurs og segir íslensk vega-
bréfalög meingölluð. Síðan 2009 hef-
ur Trausti því verið fastur í Perú og
hann telur sig hlunnfarinn af kerf-
inu. Trausti er búsettur í Líma, höf-
uðborg landsins, ásamt perúskri eig-
inkonu sinni og tveimur börnum.
Hann starfar sem ljósmyndari og
segir það bitna afar illa á starfinu að
geta ekki ferðast.
Vill ekki skilja fjölskylduna eftir
Samkvæmt lögum frá 2006 getur
ræðismaður Íslands í Perú ekki út-
vegað Trausta vegabréf. Eina úr-
ræðið sem stendur honum til boða er
því að sækja um sérstakt neyðarvega-
bréf og ferðast til Íslands til að verða
sér úti um viðurkennt vegabréf. Þetta
segist Trausti ekki geta gert.
„Nei, ég hef ekki efni á því. Ég þarf
að bera allan kostnað af þessu sjálfur
og ef ég færi úr landi þyrfti ég að fara
með fjölskyldunni.“ Ástæða þess að
Trausti getur ekki hugsað sér að ferð-
ast til Íslands án fjölskyldunnar á sér
sínar skýringar. Í rúman áratug bjó
Trausti í Danmörku ásamt danskri
unnustu sinni og dóttur. „Svo fór
ég til Íslands árið 2000 til að vinna í
um þrjá mánuði. Það varð til þess að
samband mitt í Danmörku fór algjör-
lega út um þúfur,“ segir Trausti og vill
allra síst að sagan endurtaki sig. „Ég
hef engan áhuga á að þurfa að fara
frá fjölskyldunni.“
Ævintýraleitin knúði hann
áfram
Trausti kynntist núverandi konu sinni,
Evelyn Botton frá Perú, upp úr síðustu
aldamótum. Þau settust fljótlega að í
Miraflores-hverfinu Líma og hafa búið
þar síðan. Nú eiga þau tvö börn, fimm
ára stúlku og tveggja ára dreng. Ljóst
er að Trausti hefur ekki misst öll tengsl
við Ísland þrátt fyrir að hafa búið lengi
erlendis því stúlkan heitir Hjara Ljúf-
vina Hálf Hraunfjörð og drengurinn
Hjörr Konungur Alheims Hraunfjörð.
Nöfnin eru skírskotun til konungbor-
inna forfeðra. Eins og áður kom fram
hefur Trausti starfað við ljósmyndun.
Áður en hann glataði vegabréfinu ferð-
aðist hann afar mikið og tók ljósmynd-
ir vítt og breitt um Suður-Ameríku.
Trausti fæddist í Reykjavík árið
1966 en flutti ungur til Færeyja, svo
Noregs og loks Danmerkur. „Það var
ævintýraleit sem knúði mig áfram,“
segir Trausti og bætir við: „Ég óx eig-
inlega í burtu frá lífinu á Íslandi.“ Nú
segist hann loks hafa fundið rétta
staðinn. „Mér hefur aldrei liðið bet-
ur en hér í Perú. Þetta er dásamlegt
land.“
Hyggst kæra fyrir mann-
réttindabrot
„Það er verið að neyða mig til að fara
heimshorna á milli, fara frá vinnu og
fara frá fjölskyldu,“ segir Trausti sem
telur gróflega brotið á mannréttindum
sínum. „Það má ekki henda fólki hing-
að og þangað um heiminn vegna þess
að yfirvöld standa sig ekki. Ég á ekki að
þurfa að fara til Íslands, frá minni fjöl-
skyldu og frá minni vinnu til þess að
fá pappír sem íslensk yfirvöld eiga að
skaffa.“
Trausti hyggst leita réttar síns fyrir
alþjóðlegum dómstólum sökum þess
að hann telur íslensk landslög göll-
uð. „Ég ætla að kæra til Mannréttinda-
dómstólsins.“ Þó skal tekið fram að
fyrst þyrfti Trausti að leita til íslenskra
dómstóla þar sem ekki er hefð fyrir því
að Mannréttindadómstóllinn taki mál
fyrir nema þau hafi fyrst verið reynd
fyrir innlendum dómstólum.
Leitaði til umboðsmanns
Alþingis
Viðbrögð utanríkisráðuneytisins við
kvörtunum Trausta hafa verið lög-
um samkvæmt. Ekki er hægt að gefa
út vegabréf nema hér á landi og í
nokkrum íslenskum sendiráðum. Þar
að auki er sérstakur færanlegur bún-
aður til útgáfu vegabréfa staðsettur
í Peking. Ekki er þó unnt að send-
ast með búnaðinn út um víða veröld
vegna mikils kostnaðar en búnaður-
inn krefst sérhæfðs starfsmanns. Sam-
kvæmt upplýsingum úr utanríkisráðu-
neytinu væri einfaldlega alltof dýrt að
þjónusta Íslendinga, hvar sem þeir
eru staddir í heiminum, með þessum
hætti.
Árið 2010 leitaði Trausti til um-
boðsmanns Alþingis en hafði lítið upp
úr krafsinu. Þaðan komu mjög skýr
svör um að utanríkisráðuneytið hefði
í einu og öllu farið að lögum.
n Týndi vegabréfinu árið 2009 og fær ekki nýtt n Leitar til dómstóla
„Það er verið að
neyða mig til að
fara heimshorna á milli,
fara frá vinnu og fara frá
fjölskyldu.
Vegabréfið týnt Trausti Hraunfjörð býr nú í Líma ásamt perúskri eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann getur þó ekki ferðast.
6 Fréttir 23. júlí 2012 Mánudagur
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
Rækilega í þrot VBS fasteignir, sem voru í eigu VBS fjárfestingarbanka, skilja eftir sig
rúmlega milljarðsskuld sem kröfuhafar hafa þurft að afskrifa.
Tónleikar til
styrktar Nikolu
Haldnir verða styrktartónleik-
ar fyrir Nikolu Uscio í Fríkirkjunni
þriðjudaginn 24. júlí. Nikola hefur
barist hetjulega við krabbamein í
um það bil eitt ár en um jólin fór
hún til Svíþjóðar í mergskipti. Að-
gerðin gekk ekki sem skyldi og
svarar hún ekki lyfjameðferð. Allur
ágóðinn mun fara inn á styrktar-
reikning fyrir Nikolu og fjölskyldu
hennar en miðaverð á tónleikana
er 1.500 krónur. Aðeins verður hægt
að kaupa miða við innganginn og
aðeins hægt að greiða með seðlum.
Meðal þeirra sem koma fram eru
Friðrik Dór, Jón Jónsson og Stefán
Hilmarsson. Kirkjan verður opn-
uð klukkan 18.30 fyrir þá sem vilja
tryggja sér miða fyrr. Reiknings-
númerið á söfnunarreikningi fyrir
Nikolu er 1129-05-2913, kennitala
021076-4309.
Þyrla sótti 12
ára dreng
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
tólf ára dreng til Vestmannaeyja
á sunnudag. Neyðarkall barst
klukkan rúmlega korter yfir fjög-
ur en koma þurfti drengnum á
sjúkrahús í Reykjavík.
Í tilkynningu frá Landhelgis-
gæslunni kemur fram að ófært
hafi verið fyrir sjúkraflug til Vest-
mannaeyja vegna veðurs og
skyggnis. Þyrlan var því send á
staðinn til að sækja drenginn.
Kveikir í við
lögreglustöð
Örvar Geir Geirsson ætlar að
mótmæla íslenskri löggjöf með
því að fasta í tíu daga frá og
með næstu mánaðamótum og
reykja 1/3 af gramm af kanna-
bis fyrir framan lögreglustöð-
ina á degi hverjum. Örvar Geir
er talsmaður RVK Homegr-
own en markmið hópsins er
að stuðla að því að „afglæpa“
neyslu kannabisefna án þess
að taka afstöðu til annarra
vímuefna. Frá þessu er greint
á mbl.is.