Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 23. júlí 2012 Varið ykkur á vírburstunum n Mikilvægt er að fylgjast með hvort vírar séu farnir að losna V írburstar sem notaðir eru til að hreinsa grill geta verið varasamir og valdið alvarleg- um slysum á fólki. Þetta kem- ur fram á heimasíðu Neytendastofu en þar segir að þeim hafi borist ábending um þetta frá Bandaríkjun- um og víðar. Vírburstarnir eru notaðir til að hreinsa grillin en við það geta vírarn- ir setið eftir á grindinni. Næst þegar grillið er notað er hætta á að vírarn- ir festist við matinn sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Á heimasíðu Neytendastofu segir að dæmi séu um að fólk hafi komið á slysadeild með víra fasta í hálsinum, maga, þörmum og öðrum líffærum eftir að hafa borðað grillaðan mat og hafi í einhverjum tilvikum þurft skurðaðgerð til að fjarlægja vírana. Neytendastofa hafi ekki fengið upp- lýsingar um sambærileg atvik hér á landi en telji það mikilvægt að fólk sé meðvitað og skipti reglulega um vír- bursta, sérstaklega þegar vírarnir eru byrjaðir að losna af. Einnig sé ráðlagt að hrista þá fyrir og eftir notkun. Þá sé mikilvægt að hugsa vel um grill og skoða yfirborð þess áður en matur er settur á það aftur til að koma í veg fyrir slys. Ekki sé talið að um eina ákveðna tegund vírbursta sé að ræða heldur eigi þetta við um vírbursta al- mennt. Varasamir burstar Fólk hefur komið á slysadeild með víra fasta í hálsi og maga. n Símafyrirtækin skyldug til að setja þak á reikninga n Nær ekki yfir símtöl og SMS-sendingar Í slensk símafyrirtæki þurfa að fara eftir reglugerð ESB sem skikk- ar fyrirtækin til að setja þak á gagnanotkun viðskiptavina sinna sem nota farsímann á ferðalög- um. Slíkt þak hefur verið til staðar þegar fólk ferðast innan Evrópu en nú bjóða flest símafyrirtækin upp á þjónustuna um allan heim. Þegar gagnanotkunin hefur náð ákveðinni upphæð þá er lokað fyr- ir hana og þannig komið í veg fyrir að símaeigendur fái himinháa sím- reikninga að fríi loknu. Vilji þeir eiga þess kost á að hækka þakið geta þeir haft samband við sitt símafyrirtæki og látið opna fyrir gagnanotkunina á ný. Passið símtölin Þessi nýja þjónusta nýtist vel þeim sem nota tölvupóstinn og internetið mikið á ferðalögum. Notendur geta því verið öruggari hvað gagnanotk- un varðar, hvar í heiminum sem þeir ferðast, og verið vissir um að reikningurinn fari ekki yfir ákveðin mörk. Þakið virkar hins vegar einungis á gagnanotkun sem kallast einnig reikinotkun og símaeigendur verða því að vera á varðbergi hvað varðar símtöl og sms-sendingar. DV hefur tekið saman upplýsingar um hvað skal varast þegar kemur að farsímanotkun á ferðalaginu erlend- is. Upplýsingarnar voru fengnar af heimasíðum símafyrirtækjanna og úr grein á vef norska dagblaðsins Verdens Gang, vg.no. 1 Notið Wi-Fi Stilltu símann á Wi-Fi en þannig er hægt að fara ókeypis á netið. Á Wi-Fi-svæð- um þarf ekki að greiða fyrir að fara á netið til dæmis til að lesa dagblöð, skoða veðurspá, opna tölvupóst eða skoða landakort. Það má finna Wi-Fi á mörgum stöðum svo sem kaffihúsum. 2 Láttu hringja í þig Þegar þú ert í útlöndum er í flestum tilfellum ódýrara að taka á móti símtölum að heiman en að hringja heim. Þótt þú greiðir fyrir móttekið símtal erlendis þá er gjaldið lægra en þegar þú hringir heim. Mikilvægt er að kynna sér hvort viðbótargjald bætist við móttekin símtöl hjá viðkomandi fjarskiptafyrirtæki. 3 Ekki hringja í ferðafélag-ana Reyndu að komast hjá því að hringja í þá sem þú ferðast með því þú borgar fyrir símtal til Íslands og ferðafélaginn borgar fyrir að taka við símtali frá Íslandi. 4 Skype Það er hægt að hringja frítt með Skype- forritinu og öðrum forritum, eins og Viber. Það verður þó að hafa í huga að til þess að hringja frítt verður viðtakandi símtalsins einnig að vera með sama forrit. 5 Talhólf Gott sparnaðarráð er að aftengja talhólfið áður en þú ferð til útlanda. Ástæðan er sú að þú greiðir fyrir símtöl sem enda í talhólfinu þínu eins og um móttek- in símtöl sé að ræða þegar þú ert erlendis. 6 SMS-sendingar Það getur verið góður kostur að nota SMS en hafa skal þó í huga að kostn- aður við að senda SMS frá útlöndum er meiri en á Íslandi og því gæti verið hagkvæmara að hringja en að senda mörg SMS. 7 Ekki nota íslenska stafi Þegar sent er sms með sér- íslenskum stöfum fækkar stöfum á hvert sms úr 160 í 70. Þannig gæti þurft tvö til þrjú SMS-skilaboð með séríslenskum stöfum til að senda skilaboð sem annars myndu passa í eina sendingu án íslensku stafanna.  8 Notaðu spjallið Spjallið er enn ódýrara en sms og í því sambandi má nefna MSN, Google Talk og iPhone iMessage. 9 MMS notkun Þegar mms-skilaboð eru send erlendis þá er um gagnanotkun að ræða og slíkt getur verið kostnaðarsamt ef skeytin eru stór. Hægt er að senda mms- skilaboð til útlanda ef móttakandinn er með íslenskt númer. Ekki er hins vegar hægt að senda mms úr íslensku númeri í erlend farsíma- númer. 10 Langt frí Sértu á leið í langt ferðalag er gott ráð að taka SIM-kortið úr símanum og fá sér símakort í viðkomandi landi. Mundu þó að láta vini og fjölskyldu heima fá nýja númerið. 11 Passaðu þig á leikjunum njallsímaleikir geta halað nið- ur upplýsingum sem eru oft dýrar. Þótt leikurinn sjálfur þurfi ekki á upplýsingunum að halda þá koma oft upp auglýsingar og aðrar tilkynn- ingar sem þýðir að síminn eða forrit í honum er að sækja gögn. Slíkar gagnasendingar um farsímanetið geta verið mjög kostnaðarsamar þegar ferðast er erlendis. 12 Slökktu á gagna- sendingum Það er best að slökkva á gagnasendingum farsíma áður en farið er til útlanda. Alla snjallsíma má stilla þannig að þeir sendi ekki gögn þegar þeir eru í reikisambandi erlendis. Með þessu kemur þú í veg fyrir að síminn eða forrit í honum sæki gögn að óþörfu og safni þar með aukakostnaði. Þak hjá íslenskum símafyrirtækjum Tal 10.000 kr. Vodafone 50 evrur Síminn 50 evrur Hringdu 50 evrur* Alterna 50 evrur Nova 50 evrur * Viðskiptavinir sem eru í ESB-landi fá sms þegar reikningur hefur náð 50 evrum Forðastu háan símareikning Hár símareikningur Það getur margborgað sig að fara varlega í síma- notkunina erlendis. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.