Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 18
K yrrseta er jafn skaðleg og reykingar en árlega deyja um fimm milljónir manns vegna áhrifa hreyfingarleysis. Þetta eru niðurstöður nýrrar rann- sóknar sem birtust í læknatímaritinu The Lancet en 33 vísindamenn tóku þátt í rannsókninni sem skoðaði hreyfingarvenjur fólks. Sá sem fór fyrir hópnum er dr. L-Min Lee við Harvard Medical School í Boston en fjallað er um rannsóknina í danska blaðinu Politiken. Hreyfingarleysið drepur Vísindamennirnir segja að það hafi slæm heilsufarsleg áhrif að lifa í heimi þar sem allt er að verða staf- rænt. Það geri okkur óvirk líkamlega og þriðjungur fullorðinna sé orðinn svo óvirkur að það skili sér í dauða 5,3 milljóna manna á hverju ári. Það eru jafn margir og deyja af völdum reykinga, þó benda vísindamennirn- ir á að reykingar séu hættulegri þar sem reykingamenn séu færri en þeir óvirku. Niðurstöðurnar sýna einnig að konur hreyfa sig minna en karl- menn og að hreyfingarleysið sé meira hjá tekjuhærri þjóðum. Rannsóknin sýnir að þrír af hverjum tíu sem eru 15 ára og eldri fylgja ekki ráðleggingum um hreyf- ingu eða líkamsrækt. Staðan sé enn verri hjá unglingum en fjórir af hverjum fimm á aldrinum 13 til 15 ára hreyfi sig allt of lítið daglega. Ein af ástæðunum fyrir því að við hreyf- um okkur of lítið er tæknivæðingin, segir Lars Bo Anderson, prófessor við íþróttafræðideild Syddansk Uni- versitet og einn af vísindamönnun- um sem tóku þátt í rannsókninni. „Við eyðum æ meiri tíma við tölv- una eða fyrir framan sjónvarpið en auk þess hefur tæknivæðing gert það að verkum að fólk er mjög óvirkt við vinnu sína.“ Hreyfingin mikilvægust „Þetta er rannsókn sem enn og aftur hefur vakið menn af værum blundi. Við höfum alltaf vitað hvað hreyf- ing er mikilvæg en menn eru nú að setja þetta í samband við þætti eins og reykingar,“ segir Vilhjálmur Ari Arason læknir. Hann bendir einnig á að hreyfingarleysi sé ein megin- rót sykursýki og offitufaraldursins. „Hreyfing er í eðli sínu þannig að þú hefur enga stjórn á líkamsstarf- seminni nema þú hreyfir þig. Með hreyfingu nálgumst við kjörþyngd en einnig til dæmis næmi fyrir insúl- íni. Það virkar nefnilega þannig að sykursýki er ekki einungis vegna offitu heldur hjálpa líka vöðvarnir við að stjórna blóðsykrinum.“ Hann nefnir einnig stórar rann- sóknir sem voru framkvæmdar fyr- ir 10 til 20 árum sem upphaflega voru lyfjarannsóknir. „Tugþúsund- ir manna tóku þátt og nú er verið að taka þessa hópa aftur og spyrja út í áhrif lyfjanna, lífsstíl og hreyfingu og þá kemur í ljós að það er hreyf- ingin sem skiptir mestu máli. Í raun- inni skiptir hún meira máli en upp- haflega lyfjameðferðin og það má því segja að hreyfingin sé það mikilvæg- asta af öllu,“ segir hann. Öll hreyfing skiptir máli Vilhjálmur Ari segir að áhersla íþróttahreyfingarinnar hafi miðað að því að ná til ákveðins hóps til að ná árangri í keppni og barnanna, sem sé gott og vel. Það verði hins vegar fleiri eftir en þeir sem haldi áfram og að lokum sé það tiltölulega fá- mennur hópur sem tilheyri afreks- íþróttamannahópnum. „Hinir sem hætta eru eiginlega verr settir því þeir verða jafnvel svekktir og sárir. Á móti kemur að heilsugæslan og Lýð- heilsustöð hafa hvatt fólk til að taka hreyfinguna meira inn í þetta dag- lega. Það þyrfti kannski að brúa þetta bil á milli hins almenna borgara sem hreyfir sig ekki mikið og þess sem er í keppnisliði eða æfir með ákveðnu íþróttafélagi og tryggja að þeir sem stundi íþróttir haldist í þeim.“ Ráð- legging heilsugæslunnar og Lýð- heilsustöðvarinnar sé að öll hreyfing skiptir máli, jafnvel lítil hreyfing. Það sé oft þessi litla hreyfinga sem skipti mestu máli. Ígildi klukkustundar- göngutúrs á dag geti skipt öllu máli, segir hann og nefnir einnig sund, fjallgöngur eða hjólreiðar. Forvarnir séu því mikilvægur hluti af starfsemi heilsugæslunnar. Má ekki verða bóla sem springur „Þe tta er svo gríðarlega breytt. Nú- tímamaðurinn í öllum þessum þægindunum þarf svo lítið að hreyfa sig. Ef við skoðum náttúruna þá sjá- um við að það er lögmál að lífver- ur þurfa að hreyfa sig. Nútímamað- urinn hefur fengið tækifæri til að svindla á því,“ segir Vilhjálmur Ari en bendir þó á að þrátt fyrir að Ís- lendingar borði meiri sykur en aðrar Norðurlandaþjóðir og séu með feit- ustu þjóðum í Evrópu þá standi þeir sig ágætlega þegar kemur að hreyf- ingu. Það sé greinilega vakning hjá fólki en það þurfi þó að fylgja þessu vel eftir svo aukin hreyfing verði ekki bara bóla sem springur. n 18 Neytendur 23. júlí 2012 Mánudagur Fær fullt hús stiga n Lofið fær Rafkaup í Ármúla fyr- ir frábært viðmót og þjónustu. „Ég var að leita að varahlut í ljósabún- að hjá mér og var búinn að þvæl- ast um og fara í nokkrar búðir til að reyna að finna það sem mig vant- aði. En fann hvergi. Þá fór ég í Raf- kaup og fann loksins stykkið. Fór með það heim en það virkaði ekki, þannig að ég skrúfaði búnaðinn niður samkvæmt ráðgjöf þeirra og þeir buðu mér að koma með það til þeirra. Mjög vel var tekið á móti mér og mér boðið kaffi og vatn, sem ég þáði, meðan ég beið. Starfs- maðurinn bauð mér með sér inn á lagerinn og tæknideildina, þar sem hann bilanagreindi græjuna, sýndi mér hvað var að og gaf mér góð ráð. Hann tók ekki krónu fyrir og ég fékk meira að segja varahlutinn ókeyp- is! Svo fór ég heim og allt svínvirkaði. Ég hef aldrei orðið vitni að svona fagmann- legri og jákvæðri þjón- ustu hjá neinu fyrirtæki hér á landi og mættu fleiri fyrirtæki taka sér þetta til fyr- irmyndar. Rafkaup fær fullt hús stiga fyrir þetta,“ segir ánægður við- skiptavinur. Dýrt Pepsi n Lastið fer að þessu sinni til Vest- mannaeyja en DV fékk eftirfarandi sent: „Mig langar að lasta veitinga- staðinn Café María í Vestmanna- eyjum. Við fórum þangað fjölskyld- an og keyptum tvo lítra af pepsí með mat. Fyrir það borguðum við 1.200 krónur. Á sama tíma er hægt að fá tveggja lítra flöskur á Pizza 67 í Eyjum og á Gallerý á Hvolsvelli á 580 krónur. Þetta er okur og ljóst að þangað förum við ekki aftur,“ segir viðskipta- vinurinn. Yfirmaður á Café María vildi ekki svara lastinu fyrir hönd kaffihússins. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Hreyfingarleysi jafn Hættulegt og reykingar n Vísindamenn rekja dauðsföll 5,3 milljóna manna til hreyfingarleysis Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Takmörkum kyrrsetu Í bæklingi sem Lýðheilsustöð gaf út árið 2008 segir að auðveldasta leiðin til að takmarka kyrrsetu og auka hreyfingu sé að flétta hreyfingu sem mest saman við daglegt líf. Allir ættu að staldra reglulega við, meta hvað þeir hreyfa sig mikið og gera síðan áætlun um úrbætur ef þörf er á. Þar eru einnig spurningar sem gott er að spyrja sjálfan sig til að meta hreyfingarvenjur í daglegu lífi. 1 Í vinnu eða skóla Hversu mikið hreyfi ég mig í vinnunni og skólanum? Nota ég stigann eða verður lyftan fyrir valinu? Nota ég alltaf rafrænar leiðir til að eiga samskipti við aðra í stað þess að standa reglulega upp, teygja úr mér og bera erindið upp í eigin persónu? Hvað geri ég í hádeg- inu og öðrum hléum? Ýtir klæðnaður minn undir hreyfingu, eru t.d. skórnir þægilegir? 2 Heima við Hversu mikið hreyfi ég mig við heimilisverkin og í frítímanum? Sé ég um heimilisverk sem fela í sér hreyfingu, svo sem að ryksuga, þurrka af, slá gras, þrífa bílinn og moka snjó? Hvað fer mikill tími daglega í sjón- varpsáhorf eða afþreyingu við tölvuna? Hvernig nýti ég tækifæri sem bjóðast í mínu nánasta umhverfi til útivistar og annarrar heilsuræktar, svo sem göngustíga, útivistarsvæði, þjónustu íþróttafélaga og heilsuræktarstöðvar? Ef við á: Hreyfir fjölskyldan sig saman? 3 Samgöngur Hvernig ferðast ég milli staða? Gæti ég með betra skipulagi gengið, hjólað eða nýtt almenningssamgöngur suma eða alla daga? Legg ég eins nálægt áfangastað og mögulegt er eða vel ég stæði sem er lengra í burtu? Ef við á: Hvernig fara börnin í skólann? Ekki dugir að einblína á hreyfingu heldur er einnig mikilvægt að skoða mataræði og svefnvenjur. Hreyfing veitir vellíðan, eflir styrk og losar um streitu. Takmarkaður nætursvefn, næringarsnauður matur og óreglulegar máltíðir draga hins vegar úr orku og þar með lönguninni til að hreyfa sig. Svona áttu að hreyfa þig Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um hreyfingu fyrir fullorðið útivinnandi fólk. n Gakktu eða hjóla sem oftast í og úr vinnu. n Standa reglulega upp, teygja úr sér og ganga um. n Nýta öll tækifæri sem gefast til hreyfingar, svo sem að nota stiga í stað þess að taka lyftu. n 2–3 skipulagðar æfingar í viku, svo sem sameiginleg hreyf- ing samstarfsfélaga í hádeginu, ganga, hlaup, sund og nýting aðstöðu og þjónustu íþróttafélaga, heilsuræktarstöðva og ferðafélaga. n Samvera með fjölskyldu og vinum sem felur í sér hreyfingu, til dæmis gönguferðir, fjallganga, hjólreiðar og sund. Vilhjálmur Ari Arason Segir að nútíma- maðurinn þurfi lítið að hreyfa sig. Kyrrseta Tæknivæðingin gerir það að verkum að við hreyfum okkur allt of lítið. E ld sn ey ti Algengt verð 246,9 kr. 249,9 kr. Algengt verð 246,5 kr. 249,6 kr. Algengt verð 246,5 kr. 249,5 kr. Algengt verð 246,8 kr. 249,8 kr. Algengt verð 248,6 kr. 249,9 kr. Melabraut 246,6 kr. 249,5 kr. Bensín Dísilolía

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.