Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Í slenska þjóðin hefur smám saman verið að þyngjast vegna hreyfingar- leysis og sykurfíknar. Margir eru í þeirri stöðu að borða of mikið, hreyfa sig of lítið og liggja í ólifn- aði. DV segir í dag frá nýrri rannsókn 33 vísindamanna sem birtist í lækna- tímaritinu The Lancet þar sem færð eru fyrir því rök að fleiri deyi vegna kyrrsetu en reykinga. Niðurstaðan er sú að árlega deyja um fimm milljónir manna af þessum völdum. Með þessu er ekki sagt að fólk eigi að reykja. Þar liggur fyrir að dauðinn er í sjónmáli. Munurinn á vandanum vegna reyk- inga og kyrrsetu er sá að við höfum náð árangri með það fyrrnefnda. Kyrr- setan er vaxandi vandi. Íslendingar eru örugglega í verri málum en margar þjóðir þegar litið er til hreyfingar. Holdafar þjóðarinnar er speglun af því sem gerist hjá Banda- ríkjamönnum. Við lifum gjarnan á óhollum skyndibita, rétt eins og fyrir- myndir okkar vestan hafs, og söfnum spiki. Í grein vísindamannanna er hluti skýringarinnar rakinn til þess að svo margt er orðið stafrænt og bent á að það geri fólk líkamlega óvirkt. Þannig er talið að um þriðjungur fullorðinna hreyfi sig sáralítið. Það alvarlega er þó að unglingar eru í enn verri stöðu. Hjá þeim ríkir sá kúltúr að fjórir af hverj- um fimm glími við hreyfingarleysi, sitji fyrir framan sjónvarp eða tölvu og skemmi heilsu sína. Það er full ástæða fyrir íslensk stjórnvöld að gefa þessum málum gaum. Hver offitusjúklingur kostar ríkið morð fjár vegna heilbrigðisþjón- ustu. Þá eru lífsgæði hinna feitu miklu minni en þeirra sem ná að halda sér í kjörformi. Fólk sem á erfitt með að hreyfa sig vegna þyngdar glímir við ákveðna fötlun. Það á erfiðara með gang og öll hreyfing reynir meira á það. Afleiðingin af langvarandi of- þyngd kemur síðan fram í alls konar sjúkdómum sem margir hverjir verða á endanum ólæknandi. Hver króna sem ríkið leggur fram til árangursríkra forvarna skilar sér margfalt til baka. Einstaklingur sem er heilbrigður lifir mun betra lífi en sá sem rís varla undir sjálfum sér. Þá mun álagið á heilbrigðisþjónustuna minnka. Þarna er því kjörið að leggja peninga í framtíðarfjárfestingu. Það er hlutverk stjórnmálamanna að stuðla að heilbrigði þjóð- ar sinnar með skynsamleg- um hætti. Fyrir þá einstaklinga sem glíma við ofþyngd eða fíkn skal bent á að það er aldrei of seint að snúa við blað- inu. Fólk þarf í upphafinu að gera sér grein fyrir því að lífsgæðin felast í hvers konar hollri hreyfingu og mataræði sem lætur mönnum líða vel. Málið er í sinni einföldu mynd þannig að þú drepst úr leti. Stattu upp, slökktu á tölvunni eða sjónvarpinu og hættu að borða sykurhúðaðan óþverr- ann sem á undanförnum ára- tugum hefur lagt undir sig mark- aðinn og ógnar nú heilsu stórs hluta þjóðarinnar. Yfirtakan á Krossinum n Það þóttu mikil tíðindi þegar DV upplýsti að Gunnar Þorsteinsson og Jónína Bene- diktsdóttir hefðu verið svipt völdum í Krossin- um. Og það er fyrrverandi eiginkona Gunnars, Ingibjörg Guðnadóttir, sem nú ræður ferðinni ásamt dóttur sinni og Gunnars, Sigurbjörgu. Yfirtakan hefur átt sér stað á nokkrum tíma en látið var til skarar skríða gegn Gunnari í sumar. Og eins og staðan er núna hefur Ingibjörg náð vopnum sínum að nýju. Hanna Birna vill slag n Hanna Birna Kristjáns- dóttir, oddviti borgarstjórn- ar í Reykjavík, er ekki af baki dottin þótt hún hafi tapað í for- mannsslag við Bjarna Benediktsson. Hanna, sem tapaði naum- lega, lætur nú, samkvæmt Eyjunni, kanna möguleika sína til að taka slaginn í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins fyr- ir alþingiskosningarnar í vor. Það má því reikna með því að hún leggi á ný upp í slag við Bjarna. Lítil eftirspurn n Stjórnmálamaðurinn Guð- mundur Steingrímsson er á skrýtnum brautum. Lítið heyrist frá honum um pólitík eins og sjá má af slöku fylgi Bjartr- ar framtíðar. En skyndilega poppaði hann upp á Eyjunni með ítarlegan rökstuðning fyrir því að hann ætti að fá að stýra brekkusöng á Mýrarboltanum á Ísafirði. Hafði hann uppi mörg orð um þau leiðindi heimamanna að vilja ekki forsönginn. Það er sem sagt meira framboð en eftirspurn eftir kappanum. Einkamál Engeyings n Það þykir vera nokkur sjón- arsviptir af brotthvarfi Einars Sveinssonar, athafnamanns og Engeyings, af landi brott. Einar hefur fært heimil- isfang sitt frá Garðabæ til Bretlands. Í samtali við Viðskiptablaðið segir hann þetta vera „einkamál“ og vill ekki tjá sig um ástæður. Aftur á móti liggur fyrir að þessi áður valdamesti maður íslensks viðskiptalífs stendur nú á rúst- um eigin veldis. Fátt stendur eftir frá blómatímanum þegar hann stýrði N1 ásamt frænda sínum Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sá rekstur lenti í skelfilegum ógöngum og markaði upphaf- ið að fallinu. Ég óttast ekki þessa áfrýjun Ég er fullur orku og við góða heilsu í dag Einar Ingi Marteinsson, fyrrverandi forseti vélhjólaklúbbsins Hells Angels. – DV Jóhannes Jónsson , áður kenndur við Bónus. – DV Þú drepst úr leti Í nýlegu hefti bandaríska grínblaðsins The Onion kvartar lesandi undan raunsæi í sögunum um Súpermann. Hann er reiðubúinn til að trúa því að maður geti flogið og beygt járnstangir með berum höndum, en hvernig tekst honum að halda vinnu sinni sem blaða- maður? Hvers vegna er blaðið Daily Planet ekki löngu farið á hausinn, eða gera íbúar Metropolis sér ekki grein fyr- ir að hægt er að nálgast fréttir ókeypis á netinu þessa dagana? Það er líklega ekki tilviljun að Ofur- mennið hefur dagvinnu einmitt sem blaðamaður, og kollegi þess Köngu- lóarmaðurinn er blaðaljósmyndari. Sú var tíðin að blaðamenn þóttu nokkurs konar boðberar sannleikans, nánast of- urhetjur í mannsmynd, og voru gjarn- an aðalpersónur í bíómyndum. Mestur var vegur þeirra í kringum Waterga- te-hneykslið, þegar rannsóknarblaða- mennska þeirra Woodwards og Bern- steins á The Washington Post steypti valdamesta manni heims af stóli. Aug- lýsingar drógust mjög saman eftir því sem fréttir af hneykslinu fóru að birtast, en ritstjórinn stóð með sínum mönn- um, stóð af sér storminn og blaðið stóð á endanum með pálmann í höndunum. Tvöföld kreppa dagblaða Síðan hefur margt breyst. Hæpið er að nokkur fjölmiðill í dag geti verið svo óháður auglýsendum sínum, og ekki síður að hann hafi burði til að láta sína bestu menn vinna mánuðum saman að einu og sama málinu. Jafnvel á The New York Times eru menn farnir að kvarta undan því að hafa ekki nema viku eða tvær til að vinna fréttir. Á Íslandi eru menn fegnir ef þeir fá einn eða tvo daga. Starfsumhverfi blaðamanna á Ís- landi er um margt erfitt. Ekki eru nema örfá dagblöð í boði, og ólíkt því sem gerist á Norðurlöndunum er starfsör- yggi ekkert. Því gerist það gjarnan að reyndasti starfskrafturinn er látinn fara fyrst þegar kemur að niðurskurði, og niðurskurður er tíður. Kreppa íslenskra dagblaða í dag er tvöföld. Annars vegar drógust auglýsingar mjög saman í hruninu og minna er að moða úr hér sem annars staðar. Þar á ofan bætist hin almenna kreppa sem prentmiðl- ar eru í vegna minnkandi lesturs og vefsins. Á netinu keppast allir um að hafa skoðanir, en þeir eru færri sem grafast fyrir um staðreyndir málsins. Og einmitt þess vegna þurfum við enn góða blaðamenn. Hagsmunir eða sannleikur Á Íslandi hefur það gerst sem víðar að fjölmiðlar hafa orðið hluti af stærri við- skiptasamsteypum sem hafa aðra hags- muni en þá eina að segja neytendum sínum fréttir. Afleiðingar þess komu í ljós í góðærinu, boðberar frelsisins urðu boðberar frjálshyggjunnar og nú er gjarnan talað um blaðamenn í sömu andrá og lögfræðinga og stjórnmála- menn, þær stéttir sem almennt teljast óþarfastar. Enn eru til margir góðir blaða- menn, og væru þeir enn fleiri ef þeir fengju að sinna störfum sínum eins og þeir helst vildu. Kollegar mínir í Skandinavíu spyrja mig gjarnan hvort ekki sé einnig hægt að fá ríkisstyrki hér til að sinna rannsóknarblaðamennsku, en það er ekki í boði. Þvert á móti eru líkur á því að ef blaðamaður kemur upp um glæpahring verði hringt á lög- regluna. Til þess að handtaka blaða- manninn. Í stað þess að kvarta undan meintri leti blaðamanna ætti því frekar að berj- ast fyrir því að búa þeim betra starfs- umhverfi. Í millitíðinni má alltént gera eins og sumir hafa lagt til, og versla ekki við þá sem reyna að hefta mál- frelsið með því að henda þeim miðlum sem þeim ekki þóknast út úr búðum sínum. Og já, ég er að tala um Krónuna og Nóatún. Blaðamenn, ofurhetjur og skúrkar Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Valur Gunnarsson Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 23. júlí 2012 Mánudagur „Hættu að borða sykurhúðaðan óþverrann „Á Íslandi hefur það gerst sem víðar að fjölmiðlar hafa orðið hluti af stærri viðskiptasam- steypum sem hafa aðra hagsmuni en þá eina að segja neytendum sínum fréttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.