Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 12
F járfestirinn Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benedikts- sonar, er fluttur til Bretlands. Einar hefur ekki gefið fjölmiðl- um skýringar á búferlaflutn- ingum sínum en ljóst er að viðskipta- veldi hans á Íslandi er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Áður bjó hann á Bakkaflöt 10 en þar eru skráð 12 einkahlutafélög, ýmist á hann eða son hans Benedikt Einars- son. Skil hafa verið vanrækt á árs- reikningum nær allra þeirra til Ríkis- endurskoðunar síðustu ár. Benedikt hefur látið nokkuð að sér kveða í við- skiptalífinu, meðal annars hjá bif- reiðaskoðunarfélaginu Tékklandi, en kona hans er poppsöngkonan Birgitta Haukdal. Þau hafa nú flutt lögheim- ili sitt að Bakkaflöt 10 þar sem Einar bjó, en áður bjuggu þau á Bakkaflöt 3. Nýlega kom fram í Viðskiptablaðinu að Birgitta situr í varastjórn félags- ins Leirlækjar ehf. sem eiginmaður hennar stofnaði fyrir skömmu. Veldi rís Einar og Benedikt Sveinssynir voru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun. Einar Sveinsson var for- stjóri tryggingarfélagsins Sjóvár-Al- mennra um áratugaskeið og Benedikt gegndi stöðu stjórnarformanns í fé- laginu sem var að stórum hluta í eigu þeirra bræðra. Í september árið 2003 seldu Einar og Benedikt hlut sinn í tryggingarfélaginu til Íslandsbanka fyrir 5,2 milljarða króna. Íslandsbanki greiddi bræðrunum að hluta til með hlutabréfum í bankanum og í kjöl- far sölunnar gerði Íslandsbanki yfir- tökutilboð í Sjóvá. Meðan á söluferl- inu stóð var Einar bæði forstjóri Sjóvár og stjórnarmaður í Íslandsbanka en hann hafði setið í stjórn bankans frá árinu 1991. Stuttu eftir kaupin var hann gerður að stjórnarformanni bankans. Þorgils Óttar Mathiesen, fjármálastjóri Íslandsbanka, tók við forstjórastarfinu í Sjóvá og Bjarni Ár- mannsson, bankastjóri Íslandsbanka, varð stjórnarformaður tryggingarfé- lagsins. Veldi fellur Eftir Sjóvár-ævintýrið byggðu bræð- urnir upp olíufyrirtækið N1 og móð- urfélag þess, BNT. Þeir voru helstu eigendur BNT um árabil og Einar sat í stjórn félagsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var stjórnarformaður N1 og BNT á árun- um 2005 til 2008 en eftir að hann var kjörinn formaður flokksins tók Einar Sveinsson við stjórnarformannsstöð- unni. Þá settist jafnframt Benedikt Jó- hannesson, frændi þeirra sem nú er stjórnarformaður Nýherja, í stjórn N1 og BNT. Á meðan Bjarni Benediktsson og Einar Sveinsson gegndu stjórnarfor- mennsku í N1 ruku skuldir félags- ins upp úr öllu valdi. Það var tekið til fjárhagslegrar endurskipulagningar í fyrra en þá misstu Einar og Bene- dikt Sveinssynir eignarhlut sinn og kröfuhafar tóku N1 yfir. Félagið er nú í meirihlutaeigu Framtakssjóðs Ís- lands, Íslandsbanka og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hermann Guð- mundsson starfaði sem forstjóri N1 á meðan Einar og Benedikt áttu félagið en í þarsíðustu viku var honum sagt upp störfum. Máttur þverr Einar hefur átt hlutabréf í ótal fyr- irtækjum og setið í stjórnum þeirra bæði sem stjórnarformað- ur og forstjóri. Eitt þessara félaga er eignarhaldsfélagið Hrómund- ur sem tapaði tæplega sex millj- örðum króna árið 2008. Einar á helmingshlut í félaginu og er fram- kvæmdastjóri þess, en það átti stór- an hlut í fjárfestingarfélaginu Mætti ehf. þar sem Einar sjálfur gegndi stöðu stjórnarformanns. Máttur átti hlutabréf í Icelandair, BNT og eignarhaldsfélaginu Vafningi en framkvæmdastjóri Máttar var Gunn- laugur Sigmundsson, faðir Sig- mundar Davíðs, formanns Fram- sóknarflokksins. Í stjórn Máttar sátu Bjarni Benediktsson, Einar Sveins- son, Karl Wernersson og Guðmund- ur Ólafsson en félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Ljós í myrkri Bjarni Benediktsson, sonur Benedikts Sveinssonar, er formaður Sjálfstæðis- flokksins. Ef marka má skoðanakann- anir er líklegt að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra Íslands eft- ir næstu þingkosningar. Vel má vera að litið sé á Bjarna sem vonarstjörnu Engeyjarættarinnar og þess vænst að hann feti í fótspor nafna síns heitins. Samt sem áður hafa viðskiptagjörn- ingar fortíðar flækst nokkuð fyr- ir Bjarna og munu án efa halda því áfram um ókomna tíð. Sjóvá tapaði um þremur milljörðum á viðskiptum sínum með Vafningi, en þau hófust með fasteignaverkefni Bjarna og Karls Wernerssonar í Makaó. Þá hefur verið staðfest að Bjarni skrifaði undir fölsuð skjöl þegar hlutabréf í Vafningi voru veðsett hjá Glitni í febrúar 2008. Líf- eyrissjóðir og bankar töpuðu gríðar- legum fjármunum á hlutabréfaeign í N1 meðan Bjarni var stjórnarfor- maður félagsins og fram kom í DV í febrúar síðastliðnum að fyrirtæki og eignarhaldsfélög sem tengjast Bjarna Benediktssyni skulda rúmlega 150 milljarða króna í bankakerfinu. Stór hluti skuldanna hefur verið afskrifað- ur en taka ber fram að hér er einung- is átt við fyrirtæki sem Bjarni stjórnaði auk félaga í eigu þeirra. n 12 Fréttir 23. júlí 2012 Mánudagur EngEyingar missa tökin Engeyjarveldið Engeyjarætt er rakin til hjónanna Ólafar Snorradóttur og Péturs Guðmundssonar sem uppi voru á fyrri hluta 19. aldar. Þau bjuggu á eyjunni Engey í Kollafirði sem ættin er kennd við. Meðal þeirra Engeyinga sem komist hafa til áhrifa í íslensku viðskiptalífi eru Einar Sveinsson og Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins. Einar og Benedikt eru synir Sveins Benedikts- sonar sem var bróðir Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Hann var faðir Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Hér á myndinni má sjá Benedikt Sveinsson, langafa Bjarna Benediktssonar og afa Björns Bjarnasonar. Meðal annarra þekktra Engeyinga eru Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja og fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra, og Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi þingkona. n Einar Sveinsson er fluttur af landi brott n Skuldsetti N1 úr hófi fram Farinn til Bretlands Einar Sveinsson var einn valdamesti maður viðskiptalífsins. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Engeyjarprinsinn Benedikt, sonur Einars, og eiginkona hans, Birgitta Haukdal. Hún er varamaður í stjórn Leirlækjar ehf. Valdaætt í vanda Feðgar og frændur sem þekkja ekki annað en að vera í valdastöðum á Íslandi. Hér má sjá Benedikt Sveinsson, Bjarna Benediktsson og Björn Bjarnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.