Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 24
D ramatík og Opna breska meistaramótið í golfi fara saman eins og flís við rass og mótið þetta árið var engin undantekning. Nákvæm- lega ekkert benti til annars þegar fjórar brautir voru eftir hjá Ástralan- um Adam Scott en að hann myndi hampa Silfurkönnunni og það án þess að hafa mikið fyrir því eftir frá- bæra spilamennsku fyrstu þrjá dag- ana. En fjórir skollar í röð á fjórum síðustu brautunum á Royal Lytham gerðu það að verkum að Ernie Els stóð uppi sem sigurvegari í lokin. Klassík sem endranær Opna breska var afar skemmtilegt sem endranær enda sjaldgæfara en hitt að bestu kylfingar heims þurfi að kljást við aðstæður eins og þar eru. Setti það aðeins svip á lokadaginn að vindur var meiri en verið hafði fram að því og hafði það vitaskuld áhrif á spilamennskuna hjá flestum ef frá er talin spilamennska Ernie Els sem þokaði sér upp töfluna hægt og bít- andi allan daginn. Engin samkeppni Fyrir lokadaginn voru þeir Greame McDowell, Brandt Snedeker og Ti- ger Woods taldir geta veitt Scott keppni en enginn þeirra gerði alvar- lega atlögu að Scott. Hélt hann for- skoti sínu meira og minna fram á sextándu braut þegar honum fatað- ist loks flugið og það svo um mun- aði. Taugarnar hafa haft sitt að segja í kjölfarið og fékk hann skolla á öll- um næstu brautum og tapaði doll- unni til Els. Suður-Afríkumaðurinn hífði sig upp töfluna hægt og rólega allan lokadaginn en komst sífellt ofar þegar kylfngarnir fyrir ofan hann töpuðu höggum hver af öðrum. Harður og miskunnarlaus völlur Kylfingarnir voru misánægðir með völlinn sem keppt var á. Royal Lyt- ham & St. Annes refsaði óvenju mik- ið og höfðu nokkrir kylfingar á orði að karginn á vellinum væri allt of erfiður. Tiger Woods vildi meina að hann hefði aldrei séð svo djúpan karga meðfram brautunum og hann væri svo slæmur að þaðan kæmist varla nokkur út sem þar lenti. Var það ekki stórvandamál síð- asta daginn og lenti enginn af þeim kylfingum sem um Silfurkönnuna slógust í stórkostlegum vandræðum vegna karga. Hins vegar voru rúm- lega 200 sandglompur á vellinum töluvert vinsælar meðal kylfinganna. Clarke sá aldrei til sólar Strax varð ljóst á föstudeginum að nýr meistari yrði krýndur því meist- ari síðasta árs, hinn bjartsýni og lit- ríki Darren Clarke, komst ekki gegn- um niðurskurðinn. Lék hann fyrri hringinn á 76 höggum og þann seinni á 71 og var heilum fjórum höggum frá því að ná í gegn. Fleiri afbragðs- góðir kylfingar eins og Phil Mickel- son, Sergio Garcia, David Love III og Martin Kaymer duttu sömuleiðis út þann dag. Tiger meiddur á ný? Tiger Woods sýndi fína takta á köfl- um í mótinu en ógnaði þó aldrei efsta manni alvarlega. Hann, eins og velflestir aðrir, átti í erfiðleikum á síðasta hringnum sérstaklega. Þótt- ust spekingar sjá á Woods þegar líða fór á síðasta hringinn að hnémeiðsli þau er hann hefur þjáðst af um tíma væru enn að angra hann. Haltr- aði hann lítið eitt á köflum. Spilaði kappinn sjöttu brautina í gær á þre- földum skolla en það hefur hann ekki gert á stórmóti í golfi hingað til á ferlinum. Carlos Tevez hafði slæm áhrif Athygli vakti að knattspyrnustjarnan Carlos Tevez var kylfuberi fyrir landa sinn Angel Romero á lokahringnum. Þekkjast þeir frá fornu fari en ekki er vitað til að Tevez sé ýkja mikið fyrir golfið. Í öllu falli reyndist hann ekki hafa góð áhrif því Romero spilaði eins og álfur út úr hól og endaði loka- hringinn á 82 höggum. n 24 Sport 23. júlí 2012 Mánudagur Gamli seigur hafði það af n Óvænt dramatík á Opna breska n Ernie Els sigurvegari Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is Ernie Els Vissi ekki hvað- an á sig stóð veðrið þegar hann öllum að óvörum stóð uppi sem sigurvegari. Grátlegur endir hjá Adam Scott Taugarnar gáfu sig á fjórum síðustu brautunum á Opna breska og það kostaði Ástralann titilinn. Líf eftir Ferguson Alex Ferguson, stjóri Manche- ster United, segir það fjarri lagi að vonlaust sé fyrir hvern þann sem við starfinu tekur eftir hans dag að halda áfram góðu gengi liðsins. Þvert á móti vill Ferguson meina að það sé tiltölulega auð- velt. Klúbburinn standi vel, eigi frábæran og tryggan stuðnings- mannahóp og síðast en ekki síst sé mikill fjöldi góðra ungra leik- manna í hópnum. Það þýði að sá sem tekur við af Ferguson muni eiga auðvelt um vik fremur en hitt. Þá segir Ferguson enn frem- ur að United geti valið úr fjölda hæfra þjálfara í sinn stað. Enginn segi nei við starfi stjóra þess liðs. Ferguson hafnar einnig allri gagn- rýni sem beinst hefur að eigend- um Manchester United. Segir hann Glazer-fólkið hafa staðið sig vel og standa ekki í vegi fyrir neinu sem hann hafi viljað. Þvert á móti hafi hann fengið þann stuðning sem hann hefur þurft. 37 milljónir á viku David Silva hjá Manchester City hefur fengið launahækkun til jafns við aðra tekjuháa í meistaraliðinu. Eftirleiðis fær 37 milljónir á viku eða 148 milljónir á mánuði. Nýi samningurinn sker endanlega úr um að kappinn verði áfram í Manchester en sögusagnir hafa verið um að Real Madrid hyggist bjóða í Silva og þar eru peningar ekki ýkja mikið vandamál heldur. Silva mun skrifa undir nýja samn- inginn í þessari viku en hefur sam- þykkt hann munnlega. Ekki nýr Messi Eden Hazard, nýr leikmaður Chelsea, hafnar því alfarið að vera líkt við Lionel Messi hjá Barcelona eins og sumir spekingar gera. Báð- ir séu skotvissir markahrókar sem eigi afar létt með að riðla bestu vörnum andstæðinga. Hazard segist bera virðingu fyrir Argent- ínumanninum en að bera þá tvo saman sé kjánalegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.