Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 20
Passaðu hárið í sólinni n Nokkur ráð til að fara vel með hárið í sumar Þ að er afar mikilvægt að vernda hárið fyrir sólinni. Ef hár er viðkvæmt eða mikið með- höndlað með efnum þarf að fara sérstaklega varlega. Ef sól skín mikið á hárið þá er það mjög fljótt að þorna upp og hægara sagt en gert að laga það án þess að klippa það. Hér eru nokkur ráð sem sniðugt er að nýta sér n Vertu helst með eitthvað yfir hárinu ef þú ætlar að eyða miklum tíma í sólbaði. Þú getur verið með buff, hárband eða annað sambærilegt. n Ef þú ert með fasta skiptingu í hárinu vertu þá vakandi yfir því að þú getur brunnið í skiptingunni. Breyttu reglulega um skipt- ingu, slepptu henni með því að greiða hárið beint aftur eða notaðu sólarvörn í hárið. Þú getur keypt alls kyns sólarvörn fyrir hár í úðaformi á hárgreiðslustofum. n Það er ekki nóg að verja efsta hluta hársins með því að nota hárband. Endar hársins eru að sjálfsögðu elsta hárið og þess vegna viðkvæmast. Ef þú ert í þeirri aðstöðu að geta ekki hulið allt hárið reyndu þá að verja frekar endana. n Ef þú ætlar að eyða sólardegi í sund- lauginni vertu þá með hárið í snúð eða fléttu. Hárið þornar mikið í klórvatni, svo ekki sé minnst á þegar sólin skín líka. Ef þú hefur tök á settu þá einhverja góða næringu í hárið og settu það svo í snúð eða fléttu. n Þegar þú kaupir þér nýjar hárvörur talaðu þá við fagfólk og fáðu ráð um hvað þú ættir að kaupa fyrir þitt hár í sumar. Gleðilegt hársumar! Blásari á kremið Ef þú hefur einhvern tímann horft á kökuna sem þú varst að bera krem á og hugsað að þú vildir geta gert hana sléttari þá er hér hin fullkomna lausn. Þú berð kremið á eins og vanalega, mjög gott að nota bara pönnukökuspaða eða annað sam- bærilegt áhald. Þegar búið er að slétta eins vel og hægt er með því áhaldi þá er sniðugt að ná í hár- blásarann, stilla á minnsta blástur og mesta hita. Blæstrinum er beint yfir allt yfirborð kökunnar og öll för hverfa með smá hita. Kakan glansar meira og helst þannig þó svo hún kólni aftur. Náttúruleg lýsing Það er til náttúruleg aðferð til að lýsa hár. Ef þig langar ekki að fara í strípur eða láta efnavinna hárið eða ert jafnvel bara að spara þér pening þá er þetta gamla hús- ráð alveg þess virði að prófa það. Það eina sem þú þarft er sítróna og vatn. Þú skerð tvær sneiðar af sítrónunni og setur í pott með með hálfum lítra af vatni. Leyfðu þessu svo að sjóða í um það bil klukkustund og ef vatnið fer að verða eitthvað lítið í pottinum bættu þá bara við. Leyfðu þessu svo að kólna og settu í úðabrúsa. Úðaðu svo í hárið þar sem þú vilt fá smá lýsingu í það en mundu að ef þú ferð í sól lýsist hárið ennþá meira. Sykurpúði í púðursykur Það kannast flestir við það að þegar púðursykurinn á heimilinu harðnar þá eigi maður að setja smá brauðbita ofan í boxið/pok- ann og þá mýkist púðursykurinn upp. Vankantar þessa eru hins vegar að oft vill þá fara brauð- mylsna í púðursykurinn sem mörgum hugnast ekki. Annað frábært ráð til að mýkja upp púðursykurinn er að setja sykurpúða ofan í púðursykurílátið. Þeir gera alveg sama gagn og það fer líka miklu minna fyrir þeim. Þeir molna ekki og koma í veg fyrir að púðursykurinn verði harður. Hárið í sólinni Farðu vel með hárið þitt í sumar. fegrunarráð Það þarf ekki að vera tímafrekt eða dýrt að líta vel út. Það er hægt að fara ýmsar leiðir til að líta vel út og hér eru ráð frá nokkrum tískusérfræðingum sem vert er að tileinka sér. 20 Lífsstíll 23. júlí 2012 Mánudagur 1 Notaðu þurrsjampó Notaðu þurrsjampó þegar þér finnst hárið vera farið að detta niður. Settu það í rótina og þú munt fá ótrúlega fyllingu. 4 Hættu að plokka Flestar konur plokka of mikið af báðum endum af augabrúnum sínum og þó sérstaklega plokka þær of mikið á milli þeirra. Leggið frá ykkur plokkarann og látið fagfólk um þetta. 7 Blástu hárið rétt Blástu upp í móti ef þú vilt fá fyllingu í hárið en niður á hárið ef þú vilt minnka loftið í hárinu. 2 Glimmernaglalakk Settu pínulítið glimmer í naglalakkið þitt og þá áttu allt í einu alveg glænýtt naglalakk án þess að þurfa að kaupa þér nýtt. 5 Roði í kinnum Ímyndaðu þér að andlit þitt sé eins og klukka þegar þú horfir í spegilinn. Settu smá kinnalit á klukkan 10 og klukkan 2 og sjáðu hvað þú virðist miklu frísklegri. 8 Nuddaðu andlitið Þegar þú berð á þig andlitskrem, nuddaðu andlitið í leiðinni. Það eykur blóðflæði og þú færð náttúrulega útgeislun. 3 Hvítara bros Kaffi gerir tennurnar dekkri. Ef þú pantar þér kaffi, pantaðu þá kaffi með léttmjólk, ekki af því hún er léttari heldur af því það fer betur með tennurnar og þær verða síður dökkar. 6 Rakaðu mjúka húð Láttu það vera þitt síðasta verk í sturtunni að raka þig undir höndum eða á fótum. Húðin og hárin hafa þá fengið nægan tíma til að mýkjast og það eru minni líkur á að þú skerir þig. 9 Mjúkar varir Settu þykkt lag af varasalva á þig áður en þú ferð í sturtu. Þurrkaðu hann svo af þegar þú kemur úr sturtu. Varirnar verða silkimjúkar. 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.