Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 23. júlí 2012 Mánudagur Djass á Kex n Djasstónleikaröðin á Kex Hostel heldur áfram K vartett dansk-íslensk- færeyska kontrabassa- leikarans Richards G. Andersson kem- ur fram á næstu tónleikum í djasstónleikaröðinni á Kex hostel. Auk Anderssons skipa hljómsveitina þeir Kvartan Valdemarsson á píanó, Ari Bragi Kárason á trompet og trommuleikarinn Einar Schev- ing. Í tilkynningu vegna tón- leikanna kemur fram að þeir muni flytja „sígræn djasslög úr ýmsum áttum“. Þar kem- ur einnig fram að þetta verði í fyrsta sinn sem hljómsveitin komi fram á tónleikum hér á landi. Djasstónleikar hafa verið haldnir á Kex hostel undan- farnar vikur og hefur staðurinn náð að koma sér ágætlega fyr- ir í íslenskri dægurmenningu. Staðurinn er meðal annars í eigu knattspyrnumannanna Eiðs Smára Guðjohnsen, Her- manns Hreiðarssonar og Péturs Hafliða Marteinsson- ar auk handknattleiksþjálf- arans Dags Sigurðssonar og athafnamannsins Kristins Vil- bergssonar. Kex er staðsett í húsnæði sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Tónleikarnir fara fram á Kex hostel, Skúlagötu 28, þriðju- daginn 17. júlí og hefjast þeir klukkan 21.00. Gert er ráð fyr- ir að tónleikarnir standi í um tvær klukkustundir með hléi. Aðgangur er ókeypis líkt og á öðrum tónleikum í djasstón- leikaröðinni og eru bar og eld- hús staðarins opin. Rokkjötnar í Kaplakrika Þann 8. september verða haldnir risatónleikar í íþróttahúsinu í Kaplakrika þar sem áherslan verður lögð á rokk í þyngri kantin- um. Á tónleikunum, sem hlotið hafa nafnið Rokkjötn- ar 2012, koma fram átta af stærstu rokksveitum lands- ins. Þær rótgrónustu eiga rætur sínar að rekja allt til níunda áratugarins á meðan aðrar eru nýrri af nálinni, en allar eiga það þó sameiginlegt að spila ósvikna rokktónlist af sveitt- ari gerðinni. Ekkert verður til sparað, hljóð- og ljósa- kerfi verður af stærðargráðu sem fátítt er að prýði slíkar samkomur og umgjörðin öll hin glæsilegasta. Hljóm sveitirnar sem koma fram eru HAM, Skálm öld, Sólstafir, Brain Police, The Vintage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Miða- verð er 4.990 krónur. Minnast Ellýjar Fyrir þá sem hugsa fram í tí- mann er vert að geta tónleik sem haldnir verða þann 6. október næstkomandi þar sem rifjaður verður upp fer- ill Ellýjar Vilhjálmsdóttur í máli og myndum. Vitaskuld verður einnig tónlistin í önd- vegi. Ættingjar Ellýjar standa að tónleikunum ásamt Senu, en þeir verða í Laugardals- höllinni. Á meðal staðfestra tónlistarmanna eru þær Andrea Gylfadóttir, Diddú, Eivør, Ellen Kristjánsdótt- ir, Guðrún Gunnarsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Lay Low, Ragnhildur Gísladótt- ir og Sigga Beinteins. Áætl- að er að hefja miðasölu í lok ágústmánaðar. Nýdönsk 25 ára Hljómsveitin Nýdönsk fagn- ar í ár 25 ára afmæli sínu og í tilefni af því er blásið til stórtónleika í Eldborgar- sal Hörpu, laugardaginn 22. september og menningar- húsinu Hofi Akureyri 29. september. Einvalalið tónlistarfólks mun samfagna piltunum og koma fram þetta kvöld. Þetta eru þau Högni Egils- son og Sigríður Thorlaci- us úr Hjaltalín, KK, Bryndís Halla Gylfadóttir, Samúel Jón Samúelsson, Urður Há- konardóttir úr Gus Gus auk hinnar einstöku Svanhildar Jakobsdóttur.  Endalok á epískum þríleik E inum magnaðasta og vinsælasta kvikmynda- þríleik síðustu ára lýk- ur með myndinni The Dark Knight Rises sem frumsýnd verður í kvikmynda- húsum hér á landi á miðviku- dag. Þar með lýkur sögunni um endurreisn Batman sem hófst árið 2005 með Batman Begins og var fram haldið með einni vinsælustu mynd allra tíma, The Dark Knight, árið 2008. The Dark Knight Rises hefst átta árum eftir að síðustu mynd lauk. En þá hafði vonarstjarna Gotham-borgar, Harvey Dent, gengið af göflunum. Batman, sem líkt og áður er leikinn af Christian Bale, tók á sig sökina á dauða hans til þess að halda uppi glansmyndinni. Á henni voru byggð lög sem gerðu að verkum að yfirvöldum tókst að útrýma skipulagðri glæpa- starfsemi. En fljótlega kemur í ljós að undir niðri grasserar hið illa í bókstaflegri merkingu undir forystu illmennisins Bane, sem leikinn er af Tom Hardy, bráð- gáfuðum og siðblindum tarfi sem stýrir aðgerðum gegn Bat- man og hans fólki. Til að gera langa sögu stutta eru íbúar Gotham enn og aftur í hættu en Batman hefur ver- ið í felum í átta ár. Skakkur og skældur eftir að hafa brennt kertið í báða enda of lengi. Hann þarf að taka á honum stóra sínum til að komast aftur af stað. Í leit sinni að Bane hitt- ir hann fyrir Kattarkonuna sem leikin er af Anne Hathaway. Það er allt til staðar í The Dark Knight Rises. Persónurn- ar, beygjur og sveigjur í sögu- þræðinum, mikilfengleikinn og hasarinn. Samt sem áður gat ég ekki hrist af mér þá tilfinningu meðan á myndinni stóð að eitt- hvað vantaði upp á. Það kom ekkert í myndinni beint á óvart og þó Tom Hardy hafi túlkað hinn geðsjúka Bane frábærlega þá verður að segjast að hann stóðst Jókernum ekki snún- ing sem hið hreina illmenni. Kannski ósanngjarn saman- burður en það er ekki annað hægt en að dæma þessa þriðju og síðustu mynd út frá þeim tveimur sem á undan komu. Það sem heillaði marga við þessa upprisu Batman sem Nolan hefur boðið upp er hversu myrkar og temmilega raunsæjar myndirnar hafa ver- ið – af ofurhetjumyndum að vera. Það vantar ekkert upp á myrkrið en á nokkrum stöð- um fannst mér raunsæið tap- ast. Eins og þegar Batman slas- ast og hversu fljótur hann er að jafna sig. Vissulega er þetta skírskotun í samskipti Bat- man og Bane úr teiknimynda- sögunum en óraunverulegt engu að síður. Þá er enn eitt at- riði sem mér þótti sérkennilegt með meiru. Þar sem fylkingar skæruliða og lögreglumanna mætast. Einhvern veginn enda átök þessara fylkinga sem eru vopnaðar frá toppi til táar í handalögmálum. Engu að síður er The Dark Knight Rises alltaf góð mynd. Það er allt til alls þó mér finn- ist hún ekki jafn sannfærandi og fyrri tvær. Enda frábærar myndir þar á ferð. Ég gaf Bat- man Begins fjórar stjörnur á sínum tíma og ég gaf The Dark Knight fjórar og hálfa. Í þeim samanburði finnst mér sann- gjarnt að gefa The Dark Knight Rises þrjár og hálfa þó reyndar vildi ég geta skellt á hana fjórð- ung úr stjörnu til viðbótar. Það væri 75 af 100. En engu að síð- ur epísk endalok á epískum þríleik. Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Bíómynd The Dark Knight Rises IMDb 9,2 RottenTomatoes 87% Metacritic 78 Leikstjórn: Christopher Nolan Handrit: Christopher Nolan, Jonathan Nolan Aðalhlutverk: Christian Bale, Tom Hardy, Anne Hathaway, Marion Cotillard, Joseph Gordon-Levitt, Gary Oldman, Morgan Freeman, Michael Caine. 164 mínútur Batman Begins – fjórar stjörnur „Ég gaf Batman Begins fjórar stjörnur á sínum tíma og ég gaf The Dark Knight fjórar og hálfa. Í þeim samanburði finnst mér sanngjarnt að gefa The Dark Knight Rises þrjár og hálfa.“ Kex hostel Aðgangur er ókeypis líkt og á öðrum tón- leikum í djasstónleika- röðinni og eru bar og eldhús staðarins opin. MynD SIgTRygguR ARI „Það vantar ekkert upp á myrkrið en á nokkrum stöðum fannst mér raunsæið tapast. Bane Er hrottalegur í myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.