Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Page 6
Við skuldum 1.759 milljarða n Teikn um að hagur Íslendinga sé að vænkast F ramtaldar eignir einstaklinga námu rúmlega 3.611 milljörð- um króna í árslok 2011 sam- kvæmt niðurstöðum álagningar ríkisskattstjóra 2012. Í skýrslu ríkis- skattstjóra segir að í skattframtölum einstaklinga og niðurstöðum álagn- ingar séu ákveðin teikn um að hagur Íslendinga sé að vænkast eftir harðæri síðustu ára. Framteljendum í skatt- grunnskrá fjölgar um þúsund milli ára og eru nú 261.764. Skattskyldar tekjur hækka um tæpa 75,6 milljarða og eru þeir nú rúmlega 954 milljarðar, þar af eru útvarsskyldar tekjur 876 milljarð- ar, 63,7 milljörðum hærri en fyrir ári. Fjármagnstekjur eru tæpir 78,3 millj- arðar, 12 milljörðum betur en fyrir ári. Ríkisskattstjóri segir í úttekt sinni að þó að tekjur séu aftur farnar að hækka séu bætur enn mjög háar og fjármagnstekjur hvergi nærri því sem eðlilegt getur talist í venjulegu árferði. Í úttekt hans á eignum og skuldum Íslendinga kemur fram að áðurnefnda eignaaukningu megi rekja alfarið til þess að matsverð fasteigna hækkar um 209 milljarða rúmlega milli ára en aðrar eignir rýrna eða falla í verði. Landsmenn áttu tæpa 495 millj- arða króna á bankareikningum í árs- lok 2011, tæpum 46,8 milljörðum minna en fyrir ári. Þá eiga færri inn- stæður í bönkum nú en fyrir ári. Íslendingar skulduðu tæpa 1.759,4 milljarða í árslok 2011 og hafa skuld- ir okkar minnkað um tæplega 118,7 milljarða milli ára. Aðrar skuldir, það er námslán, skuldir vegna kaupa á ökutækjum, sumarbústöðum og verðbréfum, greiðslukortaskuldir og fleira lækka um 91,2 milljarða. Þessar skuldir námu 635,2 milljörðum í árlok 2011. Verðmæti framtalinna eigna jó- kst meira en skuldirnar og því hækkar það nú um 263 milljarða á milli ára og segir ríkisskattstjóri þetta vera nokkra breytingu því á síðustu árum hafi eigið fé rýrnað frá ári til árs. mikael@dv.is 6 Fréttir 27.–29. júlí 2012 Helgarblað Hönnunarkeppni um útilaug Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu um hönnunarsamkeppni um út- færslu útilaugar við Sundhöll Reykjavíkur. Hugmyndir um úti- laug hafa lengi verið til skoðunar hjá borginni og mun samkeppnin að sögn yfirvalda taka mið af þeirri vinnu. Það var í maí síðast- liðnum sem starfshópur skilaði skýrslu til borgarráðs um endur- bætur og hugsanlega stækkun Sundhallarinnar. Skipulags- og byggingarsviði og framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar hefur verið falið að hafa forystu um hönnunarsamkeppnina í samvinnu við ÍTR og Arkitekta- félag Íslands. Pokinn, sem má ekki borða, bannaður Neytendastofa hefur lagt bann við markaðssetningu á vörum sem innihalda DMF-dímetýlfúmerat. DMF er efni sem getur drepið myglusveppi. Efnið er oftast notað til að koma í veg fyrir að húsgögn, skór og ýmsar vörur mygli þegar þær eru flutt frá hitabeltislöndun- um, t.d. Kína og öðrum ríkjum í Asíu. Efnið er oftast í litlum pok- um sem eru festir innan í húsgögn eða sett hjá vöru, til dæmis í skó- kassa. Iðulega er tekið sérstaklega fram að bannað sé að borða inni- hald pokans. Ástæða þess að vör- ur með þessu efni eru nú bannað- ar er að það getur valdið miklum og alvarlegum ofnæmisviðbrögð- um svo sem útbrotum, bruna og jafnvel öndunarvandamálum sem hefur reynst afar erfitt að með- höndla. Bann þetta gildir á öllu EES-svæðinu og það er á ábyrgð innflytjenda varanna að tryggja að þetta efni sé ekki notað til að vernda vörur sem þeir flytja inn. Þorvaldur sleppur við 462 milljónir Þ orvaldur Lúðvík Sigur- jónsson, fyrrverandi for- stjóri Sögu Capital, er í hópi 20 stærstu skuldara Sparisjóðsins í Keflavík. Samkvæmt heimildum DV nema uppreiknaðar skuldir hans 514 milljónum króna en um 90 pró- sent þeirra hafa nú verið afskrifað- ar. „Ég veit ekkert um þessi mál,“ sagði Þorvaldur þegar DV leitaði til hans en hann segist ekki kann- ast við afskriftirnar. Fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar um fyrirgreiðslu við fjármálafyrirtæki að heildarkostn- aður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík sé um 25.000 milljón- ir króna. Afskriftir Þorvaldar eru því um 2 prósent af þeim skuldum sparisjóðsins sem leggjast á skatt- greiðendur. Ljóst er að sparisjóð- urinn færði niður útlán fyrir rúm- ar átján þúsund milljónir króna og afskrifaði sjö þúsund milljónir síð- ustu tvö árin fyrir fall hans. Starfs- menn sjóðsins, stjórnendur og fé- lög þeim tengd áttu greiða leið að lánum hjá sjóðnum án fullnægj- andi trygginga. Fram kom í DV í fyrra að Þor- valdur skuldaði Arion banka og Landsbankanum gríðarlega háar fjárhæðir en ólíklegt er þó að þær komist í hálfkvisti við skuldirn- ar sem hann fékk afskrifaðar í Keflavík. Þorvaldur viðurkennir að hafa tekið lán hjá sparisjóðnum en vill ekki segja orð um hversu háar skuldirnar eru. „Það varðar bara engan um,“ segir Þorvaldur. Skuldafen og yfirheyrslur Þorvaldur Lúðvík hefur verið yfir- heyrður í tveimur málum sérstaks saksóknara. Annars vegar í rann- sókn á meintum umboðssvik- um er tengjast sölu Sögu Capital á skuldabréfi í vörslu Glitnis árið 2008. Hins vegar hefur Þorvald- ur verið bendlaður við markaðs- misnotkun Kaupþings á útrás- arárunum en Þorvaldur var framkvæmdastjóri deildar eigin viðskipta hjá Kaupþingi fram til ársins 2006. Samkvæmt lánabók bankans tók Þorvaldur rúmlega 1.600 millj- óna króna lán hjá Kaupþingi á síð- asta ári sínu í starfi. Hann not- aði lánið til kaupa á hlutabréfum í bankanum, seldi þau og hagnað- ist um 800 milljónir króna. Í kjöl- farið tók hann þátt í stofnun fjár- festingabankans Sögu Capital og keypti 12 prósenta hlut í honum. Ekki fyrir hagnaðinn af hlutabréf- unum í Kaupþingi heldur fyrir lán sem hann tók hjá Icebank í gegn- um félagið Maríutásu. Í árslok 2009 skuldaði Maríutása Icebank rúman milljarð, en félagið var úr- skurðað gjaldþrota í fyrra. Launahæstur þrátt fyrir ofurskuldir Saga Capital var tekið til slita- meðferðar í maí síðastliðnum en starfsleyfi félagsins var afturkall- að í fyrra. Skuld Sögu Capital við ríkið nemur um 19.600 milljónum króna en talið er að lánið sé tap- að að langmestu leyti. Ríkissjóð- ur veitti Sögu lánið í mars 2009 á tveggja prósenta vöxtum þrátt fyr- ir að ávöxtunarkrafan væri á þeim tíma um tólf prósent. Með því að núvirða lánið tókst stjórnendum Sögu að sýna jákvætt eigið fé í bók- haldi sínu. Lánveiting ríkisins til Sögu var umdeild og er nú til rann- sóknar hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Saga Capital tapaði samtals 8.300 milljónum króna á árunum 2008– 2010. Samt sem áður var Þorvald- ur Lúðvík launahæsti forstjóri fjár- málafyrirtækja á Íslandi á árinu 2010 en tekjur hans námu 25 millj- ónum það árið. Vill að Nubo fjárfesti á Íslandi Menn voru ekki á eitt sáttir þegar Þorvaldur Lúðvík var ráðinn fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfé- lags Eyjafjarðar í janúarbyrjun á þessu ári, enda hafði hann stöðu grunaðs manns á þeim tíma. Ekki fékkst staðfest við vinnslu fréttar- innar hvort breyting hefði orðið á réttarstöðu hans. Í starfi sínu sem framkvæmdastjóri hefur Þor- valdur verið einn ötulasti hvata- maður þess að Kínverjinn Huang Nubo fái að leigja og ráðast í stór- framkvæmdir á Grímsstöðum á Fjöllum. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur, ásamt Atvinnu- þróunarfélagi Þingeyinga, séð um samningsgerð við Nubo fyrir hönd GáF ehf. sem er eignarhalds- félag sem sex sveitarfélög stofn- uðu vegna verkefnisins. Þorvaldur hvatti til þess að eignarhaldsfélag- ið yrði stofnað og hefur átt ríkan þátt í samstarfi sveitarfélaganna. n Sparisjóðurinn í Keflavík afskrifaði hjá einum stærsta skuldaranum Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Þorvaldur Lúðvík Þrátt fyrir skuldafen og yfirheyrslur hjá sérstök- um saksóknara er Þorvaldur Lúðvík framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar. Þessa dagana vinnur hann að samningum við umboðsmenn Huang Nubo.„Ég veit ekkert um þessi mál Á réttri leið? Framtaldar eignir Íslendinga námu rúmlega 3.600 milljörðum í árslok 2011. Skuldir voru um 1.759 milljarðar. MyNd: Hörður SVeiNSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.