Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Page 12
Bankamenn á
grænni grein
12 Fréttir
Fyrirspurn um Nubo vísað frá
n Bæjarfulltrúi gekk ósáttur út af fundi
F
ormaður bæjarráðs á Akur-
eyri neitar að færa til bókar
fyrirspurn sem Sigurður Guð-
mundsson, bæjarfulltrúi A-list-
ans, lagði fram. Fyrirspurnin, sem
lögð var fram undir liðnum önnur
mál á fundi bæjarráðs Akureyrar-
bæjar á fimmtudag, snertir félagið
GáF ehf. sem stofnað var til að standa
að samningum og samstarfi við kín-
verska fjárfestinn Huang Nubo.
Sigurður er áheyrnarfulltrúi í bæj-
arráði og er þetta í fyrsta sinn sem
bæjarráð ákveður að virða fyrirspurn
áheyrnarfulltrúa að vettugi. Eftir að
ákvörðun þess efnis hafði verið tekin
yfirgaf Sigurður fundinn án þess að
skrifa undir greinargerð.
Að sögn Odds Helga Halldórsson-
ar, sem situr í bæjarráði Akureyrar,
barst bæjarráðinu álit frá innanríkis-
ráðuneytinu í mars þar sem bent var
á að áheyrnarfulltrúum bæri ekki að
leggja fram fyrirspurnir. „Þeir mega
það ekki samkvæmt skilgreiningu
ráðuneytisins,“ segir Oddur. Hann
bendir á að fram að þessu hafi bæj-
arráðið túlkað hlutverk áheyrnar-
fulltrúa mjög frjálslega en nú hafi
verið ákveðið að fylgja tilmælum
ráðuneytisins. Sú ákvörðun hafi ekk-
ert með þessa tilteknu fyrirspurn að
gera, hvað þá málefni Huang Nubo.
Oddur segir að sér þyki vinnubrögð
Sigurðar hafa verið óeðlileg en nú
hafi allir sæst. Ekki náðist í Sigurð við
vinnslu fréttarinnar.
Í síðustu viku fullyrti Bergur El-
ías Ágústsson, stjórnarmaður í GáF
ehf. og bæjarstjóri Norðurþings, að
skrifað yrði undir formlegan leigu-
samning við Huang Nubo innan tíð-
ar, líklega í lok ágúst. Fyrirætlanir
Nubos eru umdeildar á Norðurlandi
en hann hefur lýst yfir áhuga á að
reisa 100 glæsihýsi, hótel og golfvöll
á Grímsstöðum á Fjöllum.
johannp@dv.is
Golfkortið
færðu hjá okkur
180
hrinGir
samtals
Frí spilun á 31 golfvelli
ALLT AÐ 6 HRINGIR Á HVERJUM VELLI!
Einstaklingskort
Aðeins kr. 9000
Fjölskyldukort
Aðeins kr. 14000
Gekk út af fundi Sigurður Guðmundsson
var ósáttur við að fyrirspurn hans væri ekki
færð til bókar.
Þ
að borgar sig að vinna í
banka og þá sérstaklega
þegar litið er til stjórnunar-
starfa. Höskuldur Hrafn
Ólafsson, bankastjóri Arion
banka, heldur sæti sínu sem launa-
hæsti bankastjóri landsins og námu
mánaðartekjur hans um 3 millj-
ónum króna á árinu 2011. Þetta
er nokkur lækkun frá árinu á und-
an og það sama er uppi á teningn-
um hjá öðrum bankastjórum. Þó
er greinilegt að laun bankamanna
hafa tekið snöggan kipp upp á við
eftir tímabundnar lækkanir í kjölfar
bankahrunsins. Það á sérstaklega við
um þá banka sem komnir eru í hend-
ur einkaaðila.
Ríkisbankinn rekur lestina
Birna Einarsdóttir fylgir fast á hæla
Höskuldi með 2,6 milljónir á mánuði
og Sigurður Atli Jónsson, sem ráð-
inn var bankastjóri MP banka um
mitt síðasta ár, var með mánaðar-
tekjur upp á 1,5 milljónir að með-
altali á árinu. Steinþór Pálsson,
bankastjóri Landsbankans, vermir
neðsta sætið þegar litið er á meðal-
tekjur bankastjóra með um 1,1 millj-
ón á mánuði. Athygli vekur að það er
rúmlega tveimur milljónum minna
en árið áður. Þess má geta að Lands-
bankinn er eini stóri bankinn sem er
í meirihlutaeigu ríkisins.
Launahæstu starfsmenn skila-
nefnda bankanna á síðasta ári
voru Ársæll Hafsteinsson, lögmað-
ur í skilanefnd Landsbankans, með
3,3 milljónir á mánuði, og Krist-
ján Óskarsson, framkvæmdastjóri
skilanefndar Glitnis, með 3,1 milljón.
Skilanefndirnar luku störfum í árslok
2011 og færðust verkefni þeirra þá
til slitastjórna. Í slitastjórnum bank-
anna eru launahæstar Herdís Hall-
marsdóttir, lögmaður í slitastjórn
Landsbankans, með 2,5 milljónir
á mánuði, og Steinunn Guðbjarts-
dóttir, formaður slitastjórnar Glitnis,
með 2,3 milljónir.
Ellefuföld lágmarkslaun
Millistjórnendur bankanna höfðu
sennilega ekki áhyggjur af salti í
grautinn á síðasta ári. Laun þeirra
virðast yfirleitt vera á bilinu 1,6–
2 milljónir á mánuði. Með rúm-
ar 2 milljónir voru til að mynda
Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fram-
kvæmdastjóri fjárfestingasviðs Arion
banka, og Una Steinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri viðskiptasviðs Íslands-
banka. Í Landsbankanum er Hrefna
Sigfinnsdóttir fremst meðal jafningja
með tæplega 2 milljónir. Það er rúm-
um 700 þúsund krónum hærra en
mánaðarlaun forsætisráðherra og 11
sinnum hærra en lágmarkslaun, sem
voru 182 þúsund krónur samkvæmt
kjarasamningum ársins 2011.
Gunnar Helgi Hálfdanarson, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
þénaði rúmar 500 þúsund krónur á
mánuði og þykir það ekki há upp-
hæð fyrir mann í hans stöðu. Til
samanburðar má nefna að Agnar
Kofoed-Hansen, óbreyttur fulltrúi í
bankaráði Arion banka, var með 1,8
milljónir á mánuði, og Friðrik Klem-
enz Sophusson, stjórnarformaður Ís-
landsbanka og fyrrverandi fjármála-
ráðherra, var með um 1,5 milljónir.
z
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
„Millistjórnendur
bankanna höfðu
sennilega ekki áhyggjur
af salti í grautinn.
n Millistjórnendur bankanna með drjúgt forskot á forsætisráðherra
27.–29. júlí 2012 Helgarblað
Launahæstur Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var með um 3 milljónir í mánaðartekjur árið 2011. Hann er launahæsti
bankastjóri landsins.
Tveimur þriðju lægri Mánaðartekjur
Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Lands-
bankans, voru ekki nema rúmlega þriðjung-
ur mánaðarlauna Höskuldar H. Ólafssonar,
kollega hans hjá Arion banka.
Verkalýðsforingi æfur:
Vill segja upp
samningum
„Ég segi: Verkafólk, látum þetta
ekki yfir okkur ganga,“ segir Vil-
hjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, og
er harðorður um fréttir af því
að laun tekjuhæstu Íslending-
anna hafi samkvæmt tekjublöð-
um hækkað í fyrsta skipti frá
hruni. Vilhjálmur segir þetta
áfellisdóm yfir svokallaðri sam-
ræmdri launastefnu sem Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, hafi unnið út frá í kjara-
samningum 2010.
„Þessi launastefna átti að
tryggja stöðugleika í íslensku
samfélagi. Nú kemur í ljós að
forstjórar, framkvæmdastjór-
ar, bankamenn og aðrir milli-
stjórnendur voruað hækka um
hundruð þúsunda á mánuði,
en á sama tíma fékk almennt
verkafólk einungis 11.000 króna
hækkun á sínum launum sam-
kvæmt þessari margfrægu sam-
ræmdu launastefnu sem þessir
snillingar gengu frá.“
Vilhjálmur segir að bullandi
launaskrið sé hjá fyrirtækjum
samkvæmt þessum fréttum en
það nái eins og ætíð aðeins til
stjórnenda en enn og aftur sitji
almennt launafólk á hakanum.
„Ástæðan fyrir þessu launa-
skriði er sagt 700 milljarða af-
skriftir sem fyrirtækin hafa feng-
ið á liðnum misserum og því
segi ég að það er ekkert annað í
stöðunni en að segja kjarasamn-
ingum upp í janúar og krefj-
ast þess að verkafólk fái álíka
launahækkanir og stjórnendur
skömmtuðu sér á síðasta ári.“
Vilhjálmur minnist þess að
hafa þurft að hlusta á forsvars-
menn SA vara við því við gerð
síðustu kjarasamninga að at-
vinnulífið myndi ekki þola
hækkun lágmarkslauna upp í
200 þúsund krónur. „Núna kem-
ur fram að þessir snillingar sem
stjórna þessum fyrirtækjum eru
að hækka sín laun um allt að
300 þúsund krónur á mánuði.“