Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Síða 14
Skúli MogenSen er MilljarðaMæringur
14 Fréttir 27.–29. júlí 2012 Helgarblað
S
kúli Mogensen og eiginkona
hans Margrét Ásgeirsdótt-
ir eru ríkustu Íslendingarn-
ir. Þetta kemur fram í töl-
um ríkisskattstjóra vegna
auðlegðarskattsálagningar fyrir árið
2011 sem birt var í vikunni. Þar kem-
ur fram að hjónin borgi hátt í 150
milljónir króna í auðlegðarskatt, sem
er sérstakur skattur sem lagður er á
hreina eign. Þetta þýðir samkvæmt
útreikningum DV að hrein eign
þeirra hjóna nemur 7,5 milljörðum
króna.
Tæp tvö prósent greiða auð-
legðarskatt
Auðlegðarskattur er þrepaskiptur
skattur sem lagður er á hreinar eign-
ir fólks, það er eignir umfram skuld-
ir, sem nema meira en 75 milljónum
króna hjá einstaklingum og 100 millj-
ónum króna hjá hjónum. Skattur-
inn nemur 1,5 prósentum af hreinni
eign á bilinu 75–150 milljónir hjá
einhleypum og 100–200 milljónum
hjá hjónum en 2 prósenta skattur er
lagður á eignir umfram þessi mörk.
Samkvæmt upplýsingum frá ríkis-
skattstjóra eru 5.212 einstaklingar
á landinu sem greiða auðlegðar-
skatt, eða sem nemur 1,6 prósentum
þjóðarinnar.
Langríkustu Íslendingarnir
Af þeim Íslendingum sem DV skoð-
aði voru Skúli og Margrét langríku-
stu Íslendingarnir á síðasta ári. Skúli
kom eins og stormsveipur inn í ís-
lenskt viðskiptalíf í kjölfar hrunsins
en þá kom hann með fullar hendur
fjár til landsins og byrjaði að fjárfesta
í fyrirtækjum hins fallna Íslands.
Skúli hafði þá búið í Kanada þar
sem hann byggði upp hugbúnað-
arfyrirtækið OZ að nýju en það var
hálfgerður gullkálfur íslensks við-
skiptalífs í byrjun aldarinnar. Eft-
ir nokkurra ára rekstur hér á landi
varð fyrirtækið nær gjaldþrota og fór
Skúli með leifarnar til Kanada þar
sem hann hóf uppbygginguna á ný.
Hann seldi svo fyrirtækið til finnska
farsímarisans Nokia síðla árs 2008 og
kom aftur heim. Skúli keypti fljótlega
eftir heimkomuna stóran hlut í MP
banka og Advania auk þess að setja á
fót nýtt flugfélag, WOW air.
Á síðasta ári var Skúli í þriðja sæti
á lista yfir þá sem greiddu mest í op-
inber gjöld en hann greiddi rúmar 111
milljónir króna. Í ár er hann hins vegar
kominn niður í áttunda sætið yfir þá
sem greiða hæstu opinberu gjöldin.
Skattakóngurinn annar ríkastur
Skattakóngurinn Þorsteinn Hjalte-
sted var næstríkasti Íslendingurinn
en svo virðist sem skuldir Þorsteins
dragi hann niður í annað sætið yfir
ríkustu Íslendingana. Þorsteinn er
einn fárra óðalsbænda á Íslandi en
hann auðgaðist mikið á samningum
við Kópavogsbæ um landið á Vatns-
enda. Hann býr sjálfur ennþá við El-
liðavatnið þar sem gamli sveitabær-
inn sem hann erfði stendur enn,
ryðgaður og illa farinn.
Harðvítugar deilur hafa verið í
áraraðir á milli Þorsteins og föður-
bræðra hans vegna landsins en þar
sem það tilheyrði óðalsbúi föður
hans, Magnúsar Hjaltested, var það
Þorsteinn einn og sér, elstur systkina
sinna, sem erfði allt.
Þorsteinn er skattakóngur Íslands
en í fyrra greiddi hann tæpar 162
milljónir króna í skatta.
Lyf og fiskur verðmæt
Margir af ríkustu Íslendingunum
eignuðust auð sinn í gegnum Actav-
is. Það er tilfellið á Íslandi hjá hjón-
unum Kristni Gunnarssyni og Ólöfu
Vigdísi Baldvinsdóttur. Þau seldu
hlut sinn í Actavis árið 2007 en lyfja-
fyrirtækið er eitt verðmætasta fyrir-
tæki á Íslandi. Eftir söluna varð Krist-
inn skattakóngur Íslands, tveimur
sætum fyrir neðan hann var svo Vil-
helm Róbert Wessmann, fyrrverandi
forstjóri fyrirtækisins. Kristinn og
Ólöf hafa fjárfest í ýmsum fyrirtækj-
um undanfarin ár og er ljóst að eign-
ir þeirra eru umtalsvert verðmætar.
Guðbjörg M. Matthíasdóttir, út-
gerðarkona í Vestmannaeyjum, hef-
ur hins vegar grætt háar fjárhæð-
ir í sjávarútvegi. Hún er eigandi
Ísfélagsins í Eyjum en hún hefur
auk þess fjárfest í ýmsum fyrirtækj-
um. Hún er til að mynda einn aðal-
eigandi Morgunblaðsins. Guðbjörg
hefur átt sæti á lista yfir skattakónga
landsins undanfarin ár en hún var
skattadrottningin árið 2009, þegar
hún borgaði tæplega 343 milljónir
króna í opinber gjöld.
Formaður Framsóknar ríkasti
þingmaðurinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
er ríkasti þingmaðurinn. Hann fær
ágætar tekjur fyrir þingstörf sín en það
er bara dropi í hafið fyrir hann ef litið
er til hreinna eigna hans og eiginkonu
hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur.
Hún er dóttir Páls Samúelssonar sem
hagnaðist mikið þegar hann seldi út-
gerðarmanninum Magnúsi Kristins-
syni í Vestmannaeyjum Toyota-um-
boðið fyrir um sjö milljarða króna árið
2005. Líklegt er að Anna hafi í kjölfar-
ið fengið fyrirframgreiddan arf frá
föður sínum en slíkt er stundum gert
þegar börn sterkefnaðra einstaklinga
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Launin dropi í hafið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins,
er ríkasti þingmaðurinn. Hann og eiginkona hans Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiga meira en
milljarð króna í hreinni eign. Mynd RóbeRT ReyniSSon
Skattakóngurinn Þrátt fyrir að eiga ekki
mest er Þorsteinn Hjaltested skattakóngur
Íslands annað árið í röð. Auðlegðarskattur-
inn nær aðeins til eigna umfram skuldir.
Mynd bjöRn bLöndaL
Hefur það gott Það er sama hvernig á málið er litið – ekki er hægt að segja að Skúli Mogensen og eiginkona hans Margrét Ásgeirsdóttir séu á flæðiskeri stödd.
Skúli Mogensen og Margrét Ásgeirsdóttir 7.495.442.400 kr.
Þorsteinn Hjaltested og Kaire Hjaltested 4.091.669.600 kr.
Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir og Kristinn Gunnarsson 3.562.678.900 kr.
Guðbjörg M. Matthíasdóttir 3.074.185.000 kr.
Gunnar I. Hafsteinsson og Guðrún Þorsteinsdóttir 2.906.866.500 kr.
Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir 2.568.590.600 kr.
Kristján V. Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir 2.468.880.000 kr.
Ingunn Gyða Wernersdóttir 1.889.597.250 kr.
Guðmundur Steinar Jónsson og Gígja Jónatansdóttir 1.870.352.100 kr.
Sigurður Örn Eiríksson og Berglind Björk Jónsdóttir 1.830.831.300 kr.
Benedikt Sveinsson og Guðríður Jónsdóttir 1.689.080.400 kr.
Sigurður Gísli Pálmason og Guðmunda Helen Þórisdóttir 1.387.812.900 kr.
Arnór Víkingsson og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir 1.270.386.500 kr.
Eiríkur S Jóhannsson og Friðrika Tómasdóttir 1.260.970.800 kr.
Þorsteinn Már Baldvinsson 1.244.020.400 kr.
Stanley Pálsson og Ágústa Hrefna Lárusdóttir 1.199.247.700 kr.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir 1.114.975.800 kr.
Helga S. Guðmundsdóttir 975.754.800 kr.
Guðmundur Sveinn Sveinsson og Valgerður Kristín Gunnarsdóttir 893.440.400 kr.
Baldur Guðlaugsson og Karítas Kvaran 835.197.700 kr.
Eiríkur Þorgeirsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir 813.794.000 kr.
Björg Hildur Daðadóttir og Jakob Valgeir Flosason 765.878.400 kr.
Sverrir Sveinsson og Ásgerður Geirarðsdóttir 762.210.600 kr.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Eyjólfur Haraldsson 760.228.000 kr.
Birkir Kristinsson og Ragnhildur Gísladóttir 749.760.000 kr.
Guðbjörg Astrid Skúladóttir 729.705.800 kr.
Hreggviður Jónsson og Hlín Sverrisdóttir 700.127.800 kr.
Arngrímur Jóhannsson 632.134.900 kr.
Frosti Bergsson og Halldóra Mathiesen 620.880.100 kr.
Sigríður Sverrisdóttir og Hlöðver Örn Rafnsson 620.367.000 kr.
Eiríkur Vignisson og Ólöf Linda Ólafsdóttir 599.400.000 kr.
Gunnar Hjaltalín og Helga R Stefánsdóttir 591.994.400 kr.
Magnús Gunnarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 572.216.000 kr.
Ástmar Ingvarsson og Íris Wigelund Pétursdóttir 569.770.000 kr.
Sigurður Helgason og Peggy Oliver Helgason 545.579.400 kr.
Þórólfur Gíslason og Andrea Dögg Björnsdóttir 533.572.900 kr.
Ingimundur Sveinsson og Sigríður Arnbjarnardóttir 532.756.800 kr.
Bryndís Anna Rail og Októ Einarsson 525.997.400 kr.
Ágúst Einarsson og Kolbrún Ingólfsdóttir 521.857.800 kr.
n Hreinar eignir 499 ríkra Íslendinga n Skattakóngurinn Þorsteinn Hjaltested borgar næsthæstan auðlegðarskatt