Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 24
Sandkorn
L
eyndarhyggja Íslendinga er með
ólíkindum. Hún kemur ágætlega
fram í því þegar skattskrárnar
eru opnaðar síðsumars í stuttan
tíma. Í stað þess að birta álagn-
ingu einstaklinganna á netinu eru þær
settar í möppur sem liggja tímabund-
ið frammi á skattstofum. Þar getur fólk
pukrast við að leita að upplýsingum
sem ættu að vera sem sýnilegastar.
Það ætti í rauninni alls ekki að vera
neitt leyndarmál hvað fólk borgar til
samfélagsins í formi skatta og gjalda.
Þvert á móti ætti allt slíkt að vera opin-
bert. Skattakóngar og -drottningar eiga
að vera stolt af framlagi sínu til sam-
neyslunnar. Þá skapast eðilegt aðhald
af því að sýnilegt sé þegar hátekju-
fólk greiðir vinnukonuútsvar. Flestir
þekkja dæmi um fólk sem lifir í lúx-
us en lætur aðra borga fyrir að hirða
ruslið frá þeim. Í sinni verstu mynd er
þetta þá þannig að fátækt fólk greiðir
fyrir sorphreinsun frá þeim ríku.
Öllum Íslendingum kemur það
við hvernig álagningu skatta er skipt
og hverjir bera þyngstu og léttustu
byrðarnar. Hitt er svo annað mál að það
er eðlilegt og skiljanlegt baráttumál að
vilja lækka skatta og útsvar og skera nið-
ur umsvif ríkisins. Þeir sem vilja skatt-
leggja með neyslusköttum í stað núver-
andi fyrirkomulags hafa mikið til síns
máls. Núverandi skattakerfi er hriplegt
og er ekki mælikvarði á lífsafkomu fólks.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að
kerfið er til staðar og opinberar upplýs-
ingar leiða af sér besta virka aðhaldið.
Fremur en að fela skatta einstak-
linganna inn í myrkviðum hins op-
inbera ætti að vera baráttumál að
gera upplýsingarnar opinberar allt
árið. Það getur aldrei verið einka-
mál nokkurs manns hvernig sam-
eiginlegum byrðum er skipt niður.
Ef Íslendingar vilja færa sig lengra í
áttina að opnu og heilbrigðu samfé-
lagi þarf að svipta hulunni af leyndar-
málum kerfisins. Þetta á við um allan
afskriftaviðbjóðinn sem á sér stað í
bankakerfinu þar sem fólki og fyrir-
tækjum er gróflega mismunað. Nýleg
dæmi um Íslandsbanka og vildar-
vini þess banka eru mörgum ofarlega
í minni. Við eigum að hafa sem mest
uppi á borðum og tryggja þannig að
spillingin verði í lágmarki. Og það er
aðeins fólkið sjálft sem getur staðið
á bremsunni þar. Stefnum að því að
birta skatta og útsvar fólks á netinu
þar sem upplýsingarnar eru alltaf
sýnilegar. Í framhaldinu væri þarft að
löggjafinn skikkaði rótspillta banka-
menn til að opinbera afskriftir yfir
ákveðinni lágmarkstölu. Þá verður Ís-
land betra.
Katrín
formannsefni
n Gert er ráð fyrir því að
innan fárra vikna snúi
Katrín Júlíusdóttir aft-
ur sem ráðherra eftir að
hafa verið í fæðingaror-
lofi með tvíbura sína. Það
mun þá koma í hlut Odd-
nýjar Harðardóttur að víkja
af stóli fjármálaráðherra.
Innan harðasta stuðnings-
mannakjarna Katrínar er
vilji til þess að hún fari
fram sem formaður þegar
það tækifæri gefst. Ólíklegt
er þó talið að hún fari gegn
Jóhönnu Sigurðardóttur.
Steingrímur
í bobba
n Fylgishrun Vinstri
grænna á kjörtímabilinu er
Steingrími J. Sigfússyni mik-
ið og verðugt
áhyggjuefni
nú þegar
styttist í
þingkosn-
ingar í vor.
Að óbreyttu
er lítil von
um að flokkurinn nái fyrri
styrk í því sem sumir kalla
banvænu faðmlagi ESB.
Uppi eru spádómar um að
Steingrímur noti markríl-
deiluna til að láta sverfa til
stáls innan ríkisstjórnar-
innar og kalla fram stjórn-
arslit fyrr en annars. Gangi
þær spár eftir gætu orðið
haustkosningar.
Þingmaður léttist
n Sigmundur Ernir Rúnars-
son hefur á árinu stund-
að fjallgöngur af hörku og
ósérhlífni. Í
síðustu viku
gengu hann
og kona
hans, Elín
Sveinsdótt-
ir framleið-
andi, Lauga-
veginn fræga. Ferðin gekk
áfallalítið en þó ekki átaka-
laust því Sigmundur upp-
lýsti á Facebook-síðu sinni
að hann hefði misst þrjú
kíló á göngunni sem er um
80 kílómetrar þegar allt er
talið.
Eyþór áhugalítill
n Sjálfstæðisflokkurinn
mun efna til prófkjörs víða
um land eftir áramót. Búist
er við að þá
noti menn
tækifærið til
að losa sig
við þá þing-
menn sem
ekki þykja
bæta ímynd
flokksinsl. Í suðurkjördæmi
er Árni Johnsen umdeild-
ur vegna fortíðar sinnar. Þá
þykir oddvitinn, Ragnheið-
ur Elín Árnadóttir, atkvæða-
lítil. Því er vilji til breytinga.
Meðal þeirra sem nefndir
hafa verið sem kandídat-
ar er Eyþór Arnalds leiðtogi
í sveitarstjórn Árborgar.
„Það er verið að selja
börn um allan heim“
„Gunnar er í Kross-
inum, ekki ég.“
Helga Vala lögmaður segir að forsjárgögn milli landa þurfi að vera skýr – DV Jónína Ben um brotthvarf sitt úr trúfélaginu Krossinum – Séð og heyrt
Sorp hinna ríku„Hátekju-
fólk greiðir
vinnukonuútsvar
M
ig langar enn að benda lesend-
um mínum á ýmsar hagnýtar
ástæður til þess að fara á kjör-
stað 20. október og greiða at-
kvæði með frumvarpi Stjórnlagaráðs til
nýrrar stjórnarskrár, þar eð frumvarpið
felur í sér verulegar réttarbætur handa
fólkinu í landinu.
Beint lýðræði
Frumvarpið kveður á um, að 10 prósent
atkvæðisbærra manna geti knúið fram
þjóðaratkvæðagreiðslur um tiltekin mál
og tekið þau þannig úr höndum Alþing-
is. Þetta er gagnger breyting frá ríkjandi
skipan, þar sem Alþingi eitt getur mælt
fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur. Frum-
varp Stjórnlagaráðs felur í sér, að Alþingi
þarf að skila valdi sínu til þjóðarinnar
og lúta vilja hennar, þegar hún ákveð-
ur sjálf, að svo skuli vera. Enda segir í 2.
grein frumvarpsins: „Alþingi fer með lög-
gjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.“ Þetta
ákvæði kemur í stað svohljóðandi ákvæð-
is í gildandi stjórnarskrá: „Alþingi og
forseti Íslands fara saman með löggjaf-
arvaldið.“ Hagnýtt gildi breytingarinn-
ar er, að þjóðar atkvæðagreiðslur kunna
að verða tíðari en áður og þingstörfin að
því skapi léttari. Skv. ákvörðun Alþing-
is mun kjósendum í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 20. október veitast kostur á
að hækka hlutfall kosningabærra manna,
sem þarf til að knýja fram þjóðaratkvæði,
úr 10 prósentum í 15 prósent. Það er bita-
munur en ekki fjár. Frumvarpið tryggir,
að Ísland gengur ekki í ESB eða önnur
slík bandalög nema þjóðin leggi blessun
sína yfir inngönguna í almennri atkvæða-
greiðslu. Frumvarpinu er með öðrum
orðum ætlað að veita fólkinu í landinu
vernd gegn ofríki stjórnvalda, en ekki
gegn sjálfu sér. Þjóðin þarf að geta ráðið
helztu málum sín sjálf.
Persónukjör
Frumvarp Stjórnlagaráðs mælir fyr-
ir um persónukjör til Alþingis við hlið
listakjörs. Í 39. grein frumvarpsins segir:
„Kjósandi velur með persónukjöri fram-
bjóðendur af listum í sínu kjördæmi eða
af landslistum, eða hvort tveggja. Hon-
um er og heimilt að merkja í stað þess
við einn kjördæmislista eða einn lands-
lista, og hefur hann þá valið alla fram-
bjóðendur listans jafnt.“ Í þessu felst, að
kjósandinn getur kosið frambjóðendur
þvert á lista. Þessu ákvæði er ætlað að
bæta mannvalið á Alþingi með því að
draga úr veldi stjórnmálaflokka og getu
þeirra til að útvega slökum frambjóð-
endum örugg þingsæti.
Forseti Íslands
Tvö mikilvæg nýmæli eru í forsetakafla
frumvarpsins. Frumvarpið kveður á um,
að forsetinn skuli hafa meiri hluta kjós-
enda að baki sér: „Kjósendur skulu raða
frambjóðendum, einum eða fleirum
að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best
uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir
nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjör-
inn forseti.“ Vænleg leið til að ná þessu
marki er STV-aðferðin, sem notuð var í
kosningunni til stjórnlagaþings 2010 og
leyfir kjósendum að kjósa marga fram-
bjóðendur í einu og heldur einnig fjölda
dauðra atkvæða í lágmarki. Í annan
stað segir í frumvarpinu: „Forseti skal
ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil.“
Með þessu móti er girt fyrir þrásetu for-
seta í embætti. Í 76. grein segir: „Forseti
Íslands er þjóðhöfðingi lýðveldisins.
Hann er þjóðkjörinn.“ Þetta grundvall-
arákvæði er efnislega óbreytt frá 1944
og tryggir, að þjóðin, ekki þingið, kýs
forsetann. Orðalagið í 3. grein gildandi
stjórnarskrár er: „Forseti Íslands skal
vera þjóðkjörinn.“ Þar segir ekkert um,
að forsetinn sé þjóðhöfðingi.
Jafnræði
Í 6. grein segir svo: „Öll erum við jöfn
fyrir lögum og skulum njóta mann-
réttinda án mismununar, svo sem
vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, bú-
setu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar,
kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórn-
málatengsla, trúarbragða, tungumáls,
uppruna, ætternis og stöðu að öðru
leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns
réttar í hvívetna.“ Takið eftir banninu
gegn mismunun vegna stjórnmála-
tengsla. Það er nýmæli og helgast af
römmum klíkuskap frá fyrstu tíð á vett-
vangi stjórnmálanna og landlægri spill-
ingu. Takið einnig eftir því, að kven-
réttindi eru tvítekin til áherzluauka.
Gruggugt vatn eða gegnsæi?
Í 64. grein segir: „Alþingi getur skipað
nefndir til að rannsaka mikilvæg mál er
almenning varða.“ Rannsóknarnefnd
Alþingis vegna hrunsins vísar veginn.
Ærin eru tilefnin fyrr og nú.
Enn eru ótaldar ýmsar hagnýt-
ar ástæður til að fara á kjörstað
20. október, t.d. ákvæði frumvarps
Stjórnlagaráðs gegn spilltum emb-
ættaveitingum og gegn leynd yfir
opin berum upplýsingum. Hvort vilj-
um við heldur: Gruggugt vatn með
gamla laginu eða gegnsæi?
Fleiri hagnýtar ástæður
„Þessu
ákvæði er
ætlað að bæta
mannvalið á
Alþingi
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
24 27.–29. júlí 2012 Helgarblað