Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 73

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 73
„Skylda mín að taka upp heima“ „Þetta er litla barnið mitt“ Geir Ólafsson var við upptökur í Stúdíói Sýrlandi – visir.isSteinunn Camilla um skartgripina sem hún hannar – DV Ég varaði ykkur við Spurningin „Já, ég er geimvera.“ Rob Royce 25 ára athafnamaður „Já, ég veit að þær eru til.“ Sigtryggur Egilsson 26 ára barþjónn á Prikinu „Ég trúi á líf úti í geimnum þannig að já, ég trúi á geimverur.“ Leroy Ciprianne Jenkins 21 ára þjónn á La Marina „Já, ég er bara sjúklega til í geimverur.“ Sunna Ben Guðrúnardóttir 23 ára myndlistarkona „Já, ég trúi á geimverur.“ Katrín Lilja Árnadóttir 7 ára nemi Trúir þú á geimverur? 1 „Fyrrverandi komin aftur og ekki pláss fyrir mig lengur“ Jónína Benediktsdóttir um stöðu mála í trúfélaginu Krossinum. 2 Selma Björnsdóttir: Reynsl-unni ríkari eftir skilnað Leik- og söngkonan tjáir sig um skilnaðinn við Rúnar Frey Gíslason í nýjasta tölublaði Nýs Lífs. 3 Ofsafengin viðbrögð vegna sundfatamyndar blaðakonu Sænska blaðakonan Linda Marie er ófeimin þrátt fyrir að vera með nokkur aukakíló utan á sér. 4 Russel Crowe leigir af útrásarvíkingi Fullyrt er í Séð og Heyrt að Crowe leigi hús Steingríms Wernerssonar í Fossvoginum. 5 Borðaði upp úr ruslatunnum Kona sem leitar á náðir Samhjálpar borðaði mat upp úr ruslatunnum. 6 Afbrýðisamir stálu getnað-arlim kvennagulls Brutust inn til kínversks karlmanns og skáru undan honum getnaðarliminn. 7 Allar köngulær eru rándýr 84 tegundir af köngulóm finnast á Íslandi. Þær drepa bráð sína með eitri sem kemur úr kirtlum á höfði þeirra. Mest lesið á DV.is Y firskrift mín í dag, er sótt í orðræðu sem var í tísku um það leyti er þjóðin uppgötv- aði Ránið (sem stundum er kallað hrunið). Hér fóru menn fylktu liði og sögðust allir hafa varað þjóð- ina við. En margir af þeim sem þótt- ust hafa farið fram af skörungsskap og barið viðvörunarbjöllur í gríð og erg, fóru með veggjum og beittu ein- um mesta lágvaða sögunnar. Þagnar- meistararnir lofuðu að vísu lygina en þeir þögðu yfir sannleikanum. Það sama er eiginlega að gerast í dag, því þeir eru nokkrir íhaldsmennirnir sem syrgja fráfall Engeyjarættmenna úr áhrifastöðum í samfélaginu. Og víst eru þeir til sem vilja að sá slóttugi maður Bjarni Ben, verði næsti forsætisráðherra á Íslandi. Og þá sé ég ástæðu til að vara ykkur við. Núna vil ég vara þjóð mína við, rétt einsog ég gerði þegar ég benti ykkur á sukkið, svínaríið, blekk- inguna og falsið sem átti sér stað þegar Ránið var og hét. Enn er til hér fólk sem vill maka krókinn á kostn- að okkar hinna; fólk sem er skítsama hvernig múgurinn hefur það. Í við- skiptalífinu eru þeir enn og aftur að koma fram með kröfur sínar. Djöf- ulsins snillingar ætla enn og aftur að arðræna íslenska alþýðu, með aðstoð banka sem hafa það göfuga hlutverk að færa fé frá snauðum til ríkra. Ef Bjarni Ben verður næsti for- sætisráðherra þá hefur hann nú þegar lofað okkur: Að hækka skatta, að eyða allri umræðu um nýja stjórnarskrá, lækka veiðigjald og styrkja kvótabraskið í sessi, að gefa nýtt og betra tækifæri þeim sem rændu hér öllu. En Bjarni þessi kann vel til verka þegar kemur að því að koma skuldum fyrirtækja yfir á herð- ar almennings. Hann hefur, ásamt sínum ættingjum, náð að skera af sér hvern skuldahalann á fætur öðrum og ekki er það nú aldeilis svo að þær skuldir hafi horfið eða muni hverfa. Nei, kæru vinir, þær skuldir borgum við, ýmist í formi skatta, í formi hærri þjónustugjalda eða þá að þetta er klipið af okkur með einhverjum öðr- um hætti. Æ, það er svo yndislegt þegar menn tala um afskriftir. Þetta hljóm- ar einsog eitthvað hafi bara verið látið hverfa ... Hókus-pókus! Þetta hljómar jafneinfalt og blessað kenni- töluflakkið sem stjórnmálamenn leiðast seint á að lofa að uppræta, en virðist einhverra hluta vegna ávallt fá að lifa góðu lífi. Já, menn svíkjast um að greiða opinber gjöld, stela af þjóðinni helling af peningum og eru svo komnir á kaf í hótelrekstur eða annan bísniss og allt er í gúddí fíling. Ég vara okkur við, jafnvel þótt sumum okkar sé nákvæmlega sama um þá sem ávallt tapa mestu; jafnvel þótt sumum okkar sé nákvæmlega sama um misskiptingu þeirra auð- æfa sem með réttu teljast sameign þjóðarinnar. Já, jafnvel þótt sumum okkar sé sama um eymd og fátækt. Ég vara okkur við og bendi á hætturnar sem blasa við ef lygarar og þjófar fá hér aftur þau völd sem þeir vissulega hafa þó aldrei fyllilega sleppt takinu af. Enn er Mogganum stýrt af klíku sem þykist eiga kvót- ann og enn fær Mogginn afskrifað- ar skuldir. Og ef þið vitið það ekki nú þegar, kæru lesendur, bendi ég ykk- ur á það hér og nú, að þær afskriftir verða greiddar af engum öðrum en okkur; mér og þér. Væntanlega eigum við þá sam- eiginlegu von að hér megi byggja blómlegt mannlíf. En til þess að svo megi verða, þurfum við að siðvæða samfélagið. Lúin þjóðin, svekkt og sár sannleikann mun fatta þegar eftir fals og fár hún fær að borga skatta. Umræða 25Helgarblað 27.–29. júlí 2012 „Ég verð aldrei sama mann- eskjan og fyrir skilnað“ Selma Björnsdóttir um skilnaðinn við leikarann Rúnar Þór Gíslason leikara – Nýtt líf Skáldið skrifar Kristján Hreinsson F réttir sumarsins úr pólitíkinni eru frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Þegar staðfest var að úr ríkis- sjóði þurfti á síðasta ári að leggja tugi milljarða til að borga síðustu hrunskuldirnar (vitum samt ekk- ert ennþá um Icesave), þar á með- al himinháa reikninga úr ævintýr- um Sparisjóðs Sjálfstæðisflokksins í Keflavík – þá sagði Bjarni að hér væri það á ferðinni að ríkisstjórn- in hefði ekki þjarmað nógu harka- lega að velferðarþjónustunni og þar með að kjörum flestra í hópi lág- og millitekjufólks. Það væri „veruleikafirring“ að neita „að skera niður í samneyslunni“ til að vega upp á móti þessu tapi á ríkissjóði. Þ.e. tapið vegna Sparisjóðsins góða og fleiri hrunreikninga. Auðvitað var það ekkert fagnað- arefni að hrunáföllin skyldu auka hallann um næstum 50 milljarða. Þau útgjöld koma einsog allur ann- ar halli, niður á möguleikum okk- ar og næstu kynslóða í framtíðinni vegna þess að hallann þarf að borga niður seinna með háum vöxtum. Í stjórnarsamstarfinu eftir hrun, hefur það þess vegna verið einn af hinum rauðu þráðum að koma rík- issjóði í jafnvægi sem allra fyrst – og tekst á næsta ári eða þarnæsta. Aukahallinn í fyrra er sem betur fer ekki rekstrarlegur heldur einusinni- útgjöld og á þess vegna ekki að trufla verulega við að ná sameigin- legum sjóðum á þurrt. Hannes Hólmsteinn og Björn Valur Af þeim ástæðum er yfirlýsing Bjarna Benediktssonar merkileg – hún lýsir því hvað Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar sér eftir kosningar ef hann kemst í forystu við land- stjórnina. Ég sagði í bloggi að Bjarni væri með þessu að færa flokkinn til hægri, vegna þess að talsmenn hans á þingi hafa ekki kynnt okkur þessa niðurskurðarstefnu heldur stað- ið á móti flestum sparnaðartillög- um og tekið fagnandi undir hverja kvörtun. Þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Björn Valur Gísla- son hafa báðir mótmælt þessari túlkun. Björn Valur segir að Sjálf- stæðisflokkurinn sé ekkert að færast til hægri heldur hafi hann alltaf ver- ið svona. Hannes Hólmsteinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekkert að færast til hægri heldur séu aðrir flokkar að færast til vinstri. Og hafa báðir nokkuð til síns máls! Staðreyndin er þó sú að eftir hrun hefur tekist almenn samstaða um þá stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að vinna sig út úr vandanum án þess að óhjákvæmi- legur niðurskurður og kaupmáttar- rýrnun væru fyrst og fremst látin bitna á lág- og meðaltekjufólki eins og víðast hvar annarstaðar í okkar heimshluta. Við höfum gert þetta á forsendum jöfnuðar og var- ið velferðarþjónustuna. Þetta er ekki sjálfsagt mál heldur pólitísk ákvörðun sem byggist á sjónar- miðum um sanngirni og samstöðu – en ekki síður skynsamleg efna- hagsleg ákvörðun sem hefur hjálp- að fyrir tækjunum, viðskiptunum og atvinnu lífinu og þar með dregið úr hættunni á fjölda-atvinnuleysi og neyðarástandi à la Grikkland og Spánn. Almenningur taki skellinn Það eru auðvitað tíðindi að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli ætla að snúa frá þessari stjórnarstefnu og vinna upp hrunhallann á ríkissjóði með árás á „samneysluna“ – það er að segja velferðarþjónustuna, heil- brigðisstofnanirnar, barnabæturn- ar og ellilífeyrinn, skólakerfið, aðra innviði samfélagsins. Hefja nýja leiftursókn gegn lífskjörum, þannig að vitnað sé í sögu Sjálfstæðis- flokksins frá áttunda áratugnum. Stefnuyfirlýsing Bjarna rímar reynd- ar ágætlega við nýlegar tillögur frá SA að afnema gjaldeyrishöftin strax með gríðarlegu gengisfalli þar sem almenningur tæki skellinn. Hætt við að spekúlasjónir okkar Björns Vals og Hannesar Hólmsteins um hægri og vinstri yrðu heldur hjáróma í sviptingunum sem þá tækju við í íslensku samfélagi almennt og hjá fjölskyldum með lág- og meðaltekj- ur sérstaklega. Kannski engin furða að menn hlaupi úr landi við þessi tíðindi, nú síðast aumingja Einar Sveinsson Vafningsföðurbróðir. Kosturinn við tillögur Bjarna Benediktssonar og Samtaka atvinnu lífsins er hinsvegar sá að með þeim birtast afar skýrar línur milli valkosta í stjórnmálum á næst- unni, milli hægri og vinstri, milli sérhagsmuna og almannhagsmuna, milli Sjálfstæðisflokksins og jafnað- arstefnunnar. Kjallari Mörður Árnason „Ég sagði í bloggi að Bjarni væri með þessu að færa flokkinn til hægri Ný leiftursókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.