Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Síða 79

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Síða 79
ámakurs- maÐurINN 31Helgarblað 27.–29. júlí 2012 Sakamál Myrti mæðgin Aðfaranótt 17. júní árið 2000 myrti dansk-þýski morðinginn Peter Lundin sambýliskonu sína, Marianne Pedersen, og tvo syni hennar, Dennis, 10 ára, og Brian, 12 ára, í húsi við Nørregårdsvej 26 í Rødovre í Danmörku. Að morðunum loknum hlutaði hann líkin í sundur. Þann 15. mars árið 2001 var hann dæmdur til lífstíðarfangelsis. Reyndar var Peter enginn nýgræðingur því árið 1991 myrti hann móður sína, í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, og losaði sig við líkið með aðstoð föður síns.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s n Marcel Lychau Hansen hefur mörg ódæði á samviskunni n Fékk lífstíðardóm 2011„Þú átt ekki að bana neinum, í mesta lagi slá einhverja niður og koma DNA- sýnunum fyrir M aður er nefndur Marcel Lychau Hansen, Amager­ maðurinn eins og hann var kallaður. Mál hans hefur verið fyrirferðar­ mikið í dönskum fjölmiðlum undan­ farið enda hefur hann verið önnum kafinn við miður geðslegar athafnir til margra ára. Marcel fæddist 1965, 2. október nánar tiltekið, í Tønder. Móðir hans var þýsk en faðir hans danskur og var hann miðjubarn hjónanna. Marcel ólst upp á Dragør á Ámakur. Hann kvæntist æskuást sinni og eignuðust þau tvo syni. Þau skildu 2007 eftir 20 ára hjúskap, eða þar um bil. Á níunda áratug liðinnar aldar vann Marcel sem flutningabílstjóri auk þess sem hann var ræstingamað­ ur í flugskýli SAS á flugvallarsvæði Kaupmannahafnar. Marcel er greini­ lega ýmislegt til lista lagt, því hann iðkaði knattspyrnu og kom einnig að þjálfun í þeirri göfugu íþrótt. Dökka hliðin Undanfarin misseri hefur komið í ljós að Marcel átti sína dökku hlið. Þann 16. febrúar 1987 hleypti 73 ára ekkja, Edith Louise Andrup, þá óþekktum manni inn í íbúð sína í Valby. Eftir að hafa svæft Edith með eter kyrkti ódæðismaðurinn hana með berum höndum. Síðan lét hann greipar sópa um íbúðina og eftir að hafa kveikt á kerti opnaði hann fyr­ ir alla gashana með það fyrir augum að sprengja íbúðina í loft upp. Marcel var yfirheyrður af lög­ reglunni á sínum tíma vegna morðsins, í ljós kom að hann hafði haft hönd í bagga við flutninga fyr­ ir hana mánuði fyrr – en hann var ekki formlega ákærður fyrir morðið fyrr en 2010 og í desember 2011 var hann sakfelldur fyrir það og ýmisleg fleira, eins og á eftir að koma í ljós. Fleira á samviskunni Fertug kennslukona, Lene Buchardt Rasmussen, fór hjólandi heiman frá sér 29. ágúst 1990. Í farteski sínu hafði hún sjónauka góðan, enda ætl­ unin að skoða fuglalíf í Kalvebod­al­ menningnum á Vestur­Ámakur. Þegar Lene hafði ekki skilað sér þegar húmaði að kveldi hafði eig­ inmaður hennar samband við lög­ regluna. Daginn eftir hófst mikil leit og 3. september fannst reiðhjól hennar og örfáum dögum síðar líkið af henni; henni hafði verið nauðgað og síðan hafði hún verið kyrkt með snúru. Marcel, þó ódæðismaður­ inn hafi ekki verið þekktur þá, hirti af fórnarlambi sínu forláta silfurúr, sem einhvers konar minjagrip. Liðu nú mörg ár og slóðin var orðin köld því ekki tókst að finna DNA­samsvörun í gagnasafni lög­ reglunnar við sæði sem hafði fund­ ist á vettvangi. En í nóvemberbyrjun 2010 dró til tíðinda þegar lögreglan gat upplýst að samsvörun hefði fundist í nauðgunarmálum; einu frá 2005 og öðru frá 2010. Eplið og „eikin“ Þann 19. október 1995 braust Marcel inn í villu á Ingolfs Allé á Ámakur. Þar yfirbugaði hann tvær fjórtán ára stúlkur, eina fimmt­ án ára og 23 ára konu, og nauðg­ aði þeim öllum. Hann hafði síðan á brott með sér skartgripi að verð­ mæti 65.000 danskra króna, eða um 1,5 milljónir íslenskra króna, og út­ tektarkort sem hann notaði víða í kjölfarið. Eitthvað af skartgripun­ um fannst síðar í fórum eldri son­ ar Marcels, sem á eftir að koma við sögu síðar og ljóst að eplið féll ekki svo langt frá „eikinni“ hvað þá feðga varðar. Árið 2005, í maíbyrjun, lét Marcel til skarar skríða á stúdentagörðum á Ámakur. Þar hélt hann 24 ára konu fanginni í tvo klukkutíma, nauðgaði henni og ógnaði með hníf, auk þess sem hann batt fyrir augu hennar. Síðar kom í ljós að hann hafði sval­ að þorsta sínum og drukkið mjólk beint úr fernu úr ísskápnum. Síðar fannst erfðaefni hans á fernunni og fingraför á dyrakarmi. Þann 22. júlí 2007 var konu nauðgað skammt frá Vangede­ kirkju hjá Gentofte. Konan slapp með skrekkinn og síðar var Marcel ákærður fyrir þá nauðgun en þar sem sönnunargögn voru af skorn­ um skammti var hann sýknaður af verknaðinum. Þann 25. september 2010 var 17 ára stúlku nauðgað og ógnað með hníf í svonefndum nýlendugarði á Ámakur. Þegar ódæðismaður­ inn, Marcel, flúði af vettvangi missti hann smokkinn sinn skammt frá. Erfðaefni leiddi lögregluna á rétta slóð og um miðjan næsta mánuð var Marcel handtekinn á heim­ ili sínu og ákærður fyrir morðið á Lenu Buchardt Rasmussen og tvær nauðganir. Fleiri kærur Varðhaldsúrskurður yfir Marcel litu dagsins ljós. Réttarhöld yfir Marcel hófust 2. nóvember í fyrra og stóðu fram til 22. desember. Lýsti Marcel sig saklausan af öllum ákæruatrið­ um. Marcel var sakfelldur fyrir tvö morð, sex nauðganir og tilraun til íkveikju og fékk í kjölfarið lífstíðar­ dóm sem hann ákvað að áfrýja ekki. Síðar átti eftir að koma í ljós að á meðan Marcel var í varðhaldi hafði hann gert bíræfna tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Þann 15. desember komst lögreglan að því að Marcel hafði náð að smygla eigin sæði og hráka út úr fangels­ inu. Móttakandinn var sonur Marcels, en það var kærasta hans sem færði lögreglunni fjögur bréf, frá Marcel og afklippta fingur af gúmmíhanska sem innihéldu sæði og hráka. Marcel hafði hvatt son sinn til að ráðast á einhverja konu og koma sæðinu og hrákasýnum fyrir á vettvangi: „Þú átt ekki að bana neinum, í mesta lagi slá ein­ hverja niður og koma DNA­sýnun­ um fyrir.“ Sonur Marcels var ákærður, en síðar var fallið frá ákærum á hend­ ur honum. n Handtakan DNA-greining varð Marcel Lychau Hansen að falli. Ámakursmaðurinn Komst upp með ódæði sín í fjölda ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.