Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Qupperneq 86
38 Sport 27.–29. júlí 2012 Helgarblað
n Spáð í spilin fyrir Ólympíuleikana n Reynslan gæti komið okkur langt
Verðlaunasæti
Varla raunhæft
„Þegar þú kem-
ur í leik eins og
í átta liða úrslitum þá
mun reynslan fleyta
þér langt.É
g myndi tippa á 6.–10.
sætið fyrirfram. En ef allt
gengur upp og allt vinn-
ur með okkur þá gæt-
um við unnið þennan
leik sem allt snýst um í 8-liða
úrslitum,“ segir Guðjón Guð-
mundsson, íþróttafréttamað-
ur á Stöð 2, um möguleika ís-
lenska handboltalandsliðsins
á Ólympíuleikunum. Fyrsti
leikur Íslands á leikunum er á
sunnudagsmorgun þegar liðið
mætir Argentínu. Guðjón, sem
er faðir Snorra Steins leik-
manns íslenska liðsins, er hóf-
lega bjartsýnn á gengi íslenska
liðsins. Hann segir að óvissu-
þættirnir séu margir, sér í lagi
vegna meiðsla lykilmanna en
minnir þó á að íslenska liðið sé
hokið af reynslu.
Fyrsti leikur erfiður
Ísland er í riðli með Argent-
ínu, Svíþjóð, Túnis, Frakklandi
og Bretlandi. Frakkar eru fyrir-
fram taldir sigurstranglegastir
í riðlinum en að sögn Guð-
jóns eru Túnisar og Argentínu-
menn sýnd veiði en ekki gefin.
„Við höfum oftar en ekki ver-
ið óheppnir þegar hefur ver-
ið dregið í riðla á stórmótum
en vorum heppnir á þessum
leikum. Riðillinn segir ekki alla
söguna því fjögur lið komast
áfram. Það skildi enginn van-
meta Túnis. Þeir eru með frá-
bært lið, valinn mann í hverju
rúmi og í mörgum stöðum síst
lakari leikmenn en við erum
með,“ segir Guðjón.
Íslendingar mættu Argent-
ínumönnum í tveimur vin-
áttuleikjum hér á landi fyrir
nokkrum dögum. Íslendingar
unnu báða leikina, 27:23 og
29:22, en Guðjón segir að ekki
sé hægt að bóka sigur í þeim
leik, þó vissulega eigi íslenska
liðið að vera betra. „Ég minni á
að Argentínumenn unnu Svía í
opnunarleik HM í Svíþjóð á síð-
asta heimsmeistaramóti. Argen-
tínu menn eru með langbesta
liðið í Suður-Ameríku en við
erum samt klárlega með betra
lið. Á móti kemur að í svona
móti eins og á Ólympíuleikum
er fyrsti leikur alltaf erfiður. Það
breytir engu í raun og veru við
hvern maður er að spila. Þetta
er leikur sem við eigum að vinna
og það er sínu verra að fara í
þannig leik í upphafi móts.“
Mikil reynsla
Íslenska liðið kom á óvart
á Ólympíuleikunum í Pek-
ing árið 2008 þegar það lenti
í öðru sæti. Guðjón segir að
ekki sé raunhæft að búast við
verðlaunasæti á leikunum í ár
en minnir þó á að í íslenska
liðinu séu reynslumiklir leik-
menn sem geti komið liðinu
langt. „Þegar þú kemur í leik
eins og í átta liða úrslitum þá
mun reynslan fleyta þér langt
og í raun og veru skiptir ekki
máli hver andstæðingurinn
verður. Ég tel hins vegar að ef
við sleppum við Spánverja þá
séu í sjálfu sér allir möguleikar
í stöðunni fyrir íslenska liðið.
Við getum haft heppnina með
okkur í átta liða úrslitum og
farið í undanúrslit. Ég sé það
nú fyrir mér, eins og staðan er
núna, að það sé langur vegur.“
Meiðsli setja strik
í reikninginn
Meiðsli hafa verið að hrjá ís-
lenska hópinn á undanförnum
viknum og mánuðum. Guðjón
Valur Sigurðsson hefur átt við
meiðsli í kálfa að stríða, Ólaf-
ur Stefánsson hefur kennt sér
meins í hné og Snorri Steinn
Guðjónsson fékk heiftarlega
sinaskeiðabólgu eftir æfinga-
mót í Frakklandi á dögunum.
Þá er Aron Pálmarsson tæpur
vegna meiðsla í hné og Arnór
Atlason hefur glímt við meiðsli
í vetur. Aðspurður hvaða leik-
manni íslenska liðsins íslensk-
ir áhorfendur ættu að fylgjast
sérstaklega með, segir Guð-
jón: „Liðið er náttúrulega
geysilega leikreynt. Ég vona að
Aron Pálmarsson gangi heill
til skógar. Hann er lykilmaður
fyrir okkur, gríðarlega efnileg-
ur leikmaður og einn sá efni-
legasti í heiminum. Hann hefur
verið með á þremur stórmótum
fram að þessu og hefur kannski
ekki náð sínu besta fram – enda
er hann ungur, einungis 22 ára.
Hann getur verið lykilmaður
fyrir okkur. Það eru margir leik-
menn íslenska liðsins sterk-
ir á alþjóðamælikvarða. Það
er ómögulegt að ráða í það
hver muni fleyta okkur lengst.
Hins vegar er það alveg ljóst að
meiðsli hafa sett strik í reikn-
inginn í undirbúningnum og
það er afar óheppilegt.“
Áhyggjur af markvörslunni
Íslenska liðið hefur spilað
ágæt lega í undanförnum leikj-
um. Um miðjan mánuðinn
tók liðið þátt í fjögurra landa
æfingamóti í Frakklandi þar
sem það mætti Spánverjum og
Túnis. Íslendingar unnu Túnis,
31:27, en tapaði fyrir Spánverj-
um, einu allra sterkasta lands-
liði heims, 30:26. Guðjón segir
að varnarleikurinn í undirbún-
ingsleikjunum hafi verið góður
en hann hefur þó áhyggjur af
markvörslunni.
„Björgvin Páll var frábær í
Peking og varði stórkostlega.
Hann hefur í vetur verið annar
markvörður hjá Magdeburg og
það hefur kannski ekki hjálpað
honum. Hann er samt í góðu
standi og er toppeintak. Stað-
reyndin er samt sú að Hreiðar
Levý Guðmundsson hefur ver-
ið betri á undirbúningstíman-
um heldur en Björgvin. Þannig
að það er spurning hvað gerist
þegar þeir fara á stóra sviðið.
Markvarslan hjá okkur er algjör
lykill eins og svo margt ann-
að og ef við eigum að miða við
önnur lið, til dæmis sterkustu
liðin í riðlinum eins og Frakk-
land og Túnis, að þá eru þau lið
með mun betri markmenn en
við og það sama á við um bestu
liðin í hinum riðlinum.“
Guðjón álítur þó að
reynslan gæti komið liðinu
langt og telur raunhæft að Ís-
lendingar lendi í 6.–10. sæti
sem fyrr segir. „En svo er það
hinn handleggurinn, það er að
komast í 8-liða úrslitin. Það er
ekkert sjálfgefið í þessu,“ segir
Guðjón að lokum.
Leikir Íslands:
29. júlí Ísland – Argentína
31. júlí Ísland – Túnis
2. ágúst Ísland – Svíþjóð
4. ágúst ísland – Frakkland
6. ágúst Ísland – Bretland
Hvað segja veðbankar?
Frakkar líklegastir,
segir Betsson
1. Frakkland 17/10
2. Danmörk 29/10
3. Spánn 4/1
4. Króatía 25/4
5. Ísland 21/1
6. Svíþjóð 29/1
7. Ungverjaland 29/1
8. Serbía 28/1
9. Suður-Kórea 224/1
10. Túnis 249/1
11. Argentína 249/1
12. Bretland 749/1
A-riðill
Argentína
Frakkland
Bretland
Ísland
Svíþjóð
Túnis
B-riðill
Króatía
Danmörk
Spánn
Ungverjaland
Suður-Kórea
Serbía
Raunsær Guðjón segir að íslenska
liðið ætti að komast í átta liða
úrslit. Með heppni og frábærri
spilamennsku gæti liðið komist í
undanúrslit.
Leikurinn endurtekinn? Íslendingar náðu
2. sætinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008.
Íslenska liðið mætir nú, fjórum árum síðar,
reynslunni ríkari á Ólympíuleikanna í London.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Kompany fær
risasamning
Vincent Kompany, varnar-
tröllið í liði Manchester City,
hefur skrifað undir sex ára
samning við félagið.
Kompany, sem er 26 ára,
kom til City frá Hamburger í
Þýskalandi árið 2008 og hef-
ur hann stimplað sig inn
sem einn besti varnarmaður
ensku úrvalsdeildarinnar.
Frammistaða hans hefur nú
skilað honum frábærum
samningi og má ætla að
Kompany verði einn best
launaði varnarmaður
deildarinnar. „Ég vona að ég
geti lagt enn meira til félags-
ins en ég hef þegar gert,“
sagði Kompany eftir að til-
kynnt var um samninginn.
„Ég hlakka mikið til að byrja
nýtt tímabil og get varla
beðið,“ bætti hann við.
Hlakkar til að
fá Cazorla
Mikel Arteta, miðjumaður
Arsenal, segist ekki geta
beðið eftir að fá að spila með
landa sínum, Spánverjanum
Santi Cazorla. Cazorla, sem
er landsliðsmaður Spánar,
hefur leikið með Malaga að
undanförnu en Arsenal hef-
ur náð samkomulagi um að
greiða 16 milljónir punda
fyrir leikmanninn.
„Ég get ekki tjáð mig um
samningaviðræðurnar en ég
get sagt að ég þekki Cazorla
vel. Hann er frábær leik-
maður sem býr yfir ótrúleg-
um hæfileikum,“ segir
Arteta. Arsenal hefur þegar
keypt Lukas Podolski og Oli-
vier Giroud en allt bendir til
þess að Cazorla verði orðinn
leikmaður Arsenal á næstu
dögum.
Kaka aftur
til Milan?
Ítalska stórliðið AC Milan
ætlar að freista þess að fá
Brasilíumanninn Kaka frá
Real Madrid í sumar. Milan
hefur átt í talsverðum fjár-
hagsvandræðum að
undanförnu, en sam-
kvæmt frétt í ítalska blað-
inu La Gazzetto dello Sport
ætlar Milan að freista þess
að fá Kaka að láni í eitt ár.
Kaka lék sem kunnugt er
með Milan þar sem hann
sló rækilega í gegn. Hann
hefur ekki náð sér á strik
hjá Real Madrid og hafa
meiðsli sett strik í reikn-
inginn hjá þessum þrítuga
Brasilíumanni. Talið er að
Madrid vilji fá 25 milljónir
evra fyrir leikmanninn, en
Milan hefur ekki efni á að
greiða svo háa upphæð
þrátt fyrir að hafa selt Zlat-
an Ibrahim ovic og Thiago
Silva til Paris St. Germain á
dögunum.