Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 94

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 94
46 Fólk 27.–29. júlí 2012 Helgarblað Mikið úrval af ullarfötum fyrir börn og fullorðna. Tilvalin í útileguna! Svala býður heim Svala Björgvinsdóttir, dóttir Björg- vins Halldórssonar og söngkona hljómsveitarinnar Steed Lord, býr og starfar í Los Angeles ásamt kærasta sínum, Einari Egilssyni. Bróðir Einars, Eddi, býr líka með þeim en þau þrjú skipa saman hljómsveitina. Svala hélt í vikunni kvenna- kvöld heima hjá sér og bauð þang- að eingöngu íslenskum konum sem búa í grennd við Los Angel- es. Þangað komu til dæmis Ragga Thordarson, Steinunn Camilla Stones, Alma Goodman, Anna Claessen og Dröfn Ösp Snorra- dóttir-Rozas og fór vel á með skvísunum um leið og þær nutu góðra veitinga. Lolapalooza hjá Þórunni Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir verður áfram á far- aldsfæti á komandi vikum en hún verður á tónlistarhátíðinni Lolapalooza í Chicago um versl- unarmannahelgina. Frá þessu greinir hún í Séð og heyrt en söng- konan er stödd í Los Angeles um þessar mundir ásamt bítlasynin- um Dhani Harrison og fleirum. Þórunn var nýkomin heim frá London þegar hún flaug til Banda- ríkjanna en platan hennar, Star- Crossed, kom út í vikunni. „Í betra formi en ég“ Unnusta Herberts Guðmundsson- ar segir frá því í Vikunni að þau hafi kynnst á Facebook. Þau fóru að spjalla saman og töluðu í fyrsta skipti saman á Skype þegar Lísa fór til Flórída. Þau spjölluðu heil- mikið saman og svo söng hann hana í svefn. Þegar Lísa kom heim hittust þau í fyrsta skipti auglitis til auglitis. Lísa fór stuttu síðar og hlustaði á hann spila á Rúbín og segist þá hafa fallið fyrir honum. Rúmlega mánuði síðar fór Herbert á hnén við Tjörnina og bað Lísu um að giftast sér og segir Lísa að það hafi aldrei verið efi hjá henni um að Herbert væri maðurinn sem hún vildi eyða ævinni með. „Ég finn aldrei fyrir því að það sé svona mikill aldursmunur á okk- ur. Hann er meira að segja í betra formi en ég,“ segir Lísa og hlær. Hún segir líka að hún sé ofsalega þakklát fyrir allt góða fólkið í lífi sínu, fjölskyldu sem og vini. Þrátt fyrir að ástin blómstri seg- ist Lísa ekki ætla að eignast börn en hún hlakki engu að síður til þess að Herbert eignist barna- börn. Dóttirin í Hollywood n Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans D óttir Halldórs J. Kristjáns- sonar, fyrrverandi banka- stjóra Landsbank ans, ger- ir það gott í Hollywood um þessar mundir en hún var í viðtali við DV fyrir skömmu vegna þess. Dóttir Halldórs, Hanna Guð- rún, er 22 ára og býr í Los Angeles en hún hefur til dæmis fengið auka- hlutverk í þáttunum Newsroom sem eru með þeim vinsælli í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Hall- dór og eiginkona hans eru búsett í Kanada en þangað fluttust þau skömmu eftir hrun. Hanna lauk nýverið leiklistar- námi í Bandaríkjunum. Hún hefur verið búsett síðustu fjögur árin í Los Angeles og fengist við leiklist auk fréttastarfa hjá Associated Press og MSNBC. Hanna sagði í samtali við DV að þar sem hún væri leikkona í „yfirstærð“ eins og það er jafnan kallað vestra eða „plus size“ hefði hún hreppt hlutverk sem hefðu annars ekki verið í boði. „Sem leik- kona í stærri stærð hef ég fengið ýmis tækifæri sem ég hefði ekkert endi- lega fengið ef ég væri grennri. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið að upplifa, og mörg spennandi verkefni gætu verið fram undan.“ Hanna hefur fengið smærri hlut- verk í mörgum heimsfrægum þátt- um auk Newsroom. „Það má sjá mér bregða fyrir í smáhlutverk- um í þáttum á borð við How I Met Your Mother, Ringer, Glee, Private Practice, Secret Life of the Americ- an Teenager og kvikmyndinni The Dictator,“ en það er grínistinn Sacha Baron Cohen sem bregður sér í hlutverk einræðisherra í The Dict- ator. Þá eyddi Hanna sumrinu 2010 á setti með Nikki Blonsky sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í söngva- myndinni Hairspray sem skartaði stórstjörnunni John Travolta í sínu fyrsta og eina kvenmannshlutverki. asgeir@dv.is Hanna Guðrún Gerir það gott í Hollywood. Halldór J. Kristjánsson Fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans er búsettur í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.