Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Side 96

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Side 96
Loksins eitthvað spennandi á RÚV! Draugagangur í útsendingu n Þær voru heldur undarlegar útvarpsfréttirnar klukkan sjö á fimmtudagsmorgun hjá Rás 2 en svo virtist sem draugagang­ ur væri í útsendingu fréttanna. Ítrekað heyrðist í Rás 1 dynja inn í fréttatímann þar sem þýð rödd útvarpsþulu tilkynnti yfir frétta­ lesarann að hlustendur væru að hlusta á Rás 1. Skyndilega varð svo þögn á báðum rásum og þá heyrðist karlmannsrödd segja:„Hvað ert þú að gera hér?“ Þar með lauk útsendingunni heldur snögglega. Reyndin var sú að rásirnar tvær runnu saman vegna tæknilegra örðugleika sem orsakaði þennan draugagang í fréttatímanum. Hrafninn sjötugur n Sjónvarpsmaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson fagnar sjötugs­ afmæli sínu í dag, föstudag, á Hamarsvelli í Borgarfirði en þar fer fram Opna ÍNN mótið í golfi honum til heiðurs. „Þetta er meira en venjulegt mót því Ingvi Hrafn á afmæli þennan dag. Þeir sem kjósa að heiðra kallinn með nærveru sinni eða á annan hátt mæta auðvitað,“ segir í mótslýs­ ingu. Ingvi Hrafn er landsmönn­ um að góðu kunnur fyrir störf sín fyrir framan sjón­ varpsvélarnar bæði hjá RÚV og Stöð 2 en síð­ astliðin ár hef­ ur hann sagt sína skoðun á málefnum líðandi stund­ ar á sjón­ varps­ stöð­ inni ÍNN. Fallega fólkið er á Íslandi n „Sólin sest aldrei og fólkið þarna er mjög myndarlegt,“ sagði bandaríski leikarinn Ben Stiller í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudagskvöld. Stiller er nýkominn til Bandaríkjanna eftir að hafa verið á Íslandi vegna nýjustu myndar sinnar, The Secret Life of Walter Mitty. Óhætt er að segja að Stiller hafi farið fögrum orðum um land og þjóð í þættinum. Kimmel spurði Stiller meðal annars að því hvort það væri gott að sólin settist aldrei. „Já, það er það á meðan fólkið er svona myndarlegt.“ Stiller mun staldra stutt við í Bandaríkjunum en hann lýsti því yfir í samtali við DV á dögunum að hann myndi koma aftur fljótlega og verða hér á landi fram í september. J á, ég myndi alveg segja að við höf­ um slegið í gegn hér í Norrænu,“ segir Sigurður Júlíus Guðmunds­ son, meðlimur í Hinsegin kór Reykjavíkur, sem er nú staddur í Fær­ eyjum eftir tveggja daga ferð með Nor­ rænu. Hópurinn mun syngja á fær­ eyskum hinsegin dögum. Kórinn lét hvorki sjávarloftið né tollfrjálst áfengi hafa áhrif á stífar æf­ ingar og segja má að kórinn hafi sleg­ ið upp tónleikum fyrir farþega Nor­ rænu. „Æfingarnar voru opnar en við vorum reyndar aðeins afsíðis. Það var fólk sem fylgdist með og skemmti sér vel. Við fengum meira að segja framlög til styrktar starfinu.“ Kórinn var stofnaður í júlí í fyrra en meðal markmiða hans frá upp­ hafi var að taka þátt í baráttu hinseg­ in fólks í Færeyjum. Landið er þekkt fyrir miður hófsama afstöðu gagnvart hinsegin fólki. Hafa þarlend yfirvöld meðal annars verið gagnrýnd af Norð­ urlandaráði og þingmönnum annarra Norðurlanda vegna kerfislægra for­ dóma og mismununar gagnvart hópn­ um. En óttast kórmeðlimir fordóma eða slæmt viðhorf? „Við höfum bara engar áhyggjur af því,“ segir Sigurður sem telur afar ólíklegt að hópur fólks sem syngur í hinsegin kór taki fordóma mjög nærri sér. „Án þess að ég vilji á nokkurn máta gera lítið úr þeim for­ dómum sem fyrirfinnast í Færeyjum. Ég held samt að þeir muni ekki beinast gegn okkur.“ Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykja­ vík, flytur ávarp á færeyskum hinseg­ in dögum eftir að kórinn syngur. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem gengið er til stuðnings hinsegin fólki í landinu. Sigurður segist ekki gera sér grein fyrir hversu margir taki þátt í göngunni. Hann segir þó að dagskrá­ in sé þétt og nokkuð viðamikil. „Mið­ að við það geri ég ráð fyrir að gangan sé nokkuð stór á færeyskan mæli­ kvarða.“ Hýrir hljómar í Norrænu n Hinsegin kórinn á færeyskum hýrprýðisdögum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 27.–29. Júlí 2012 86. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Hýrir hljómar Hinsegin kór Reykjavíkur lætur ekki áfengi eða öldugang lækka í sér róminn. mynd eva ágúSta aradóttIr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.