Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn D anska nýlenduþjóðin er mörgum skaðlegri en ætla mætti af umfjöllun á Íslandi. Hérlendis lítum við á gömlu herraþjóðina sem eins kon- ar samansafn grallara með söngva- skáldið Kim Larsen sem samnefnara. Við látum sem þessi nágrannaþjóð okkar sé umfram annað lífsglöð og bjórlepjandi þjóð sem lifi á skinku og hafi litlar áhyggjur af morgundeg- inum. En þetta er aðeins yfirborðið. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Danir eru yfirgangsseggir í samskipt- um við smærri þjóðir. Grænlendingar hafa bitra reynslu af Dönum sem hafa ráðið flestu á landi þeirra. Reynt var að gera dönsku að aðalmáli og græn- lenskunni ýtt til hliðar. Með grallara- legu yfirbragði en þeim klára ásetn- ingi að ýta út grænlenskri menningu fyrir þá dönsku hafa Danir í áranna rás grafið sig eins og veggjatítlur inn í grænlenskt samfélag. Veiðimannasamfélagið sem sjálfu sér nægt lifði í sátt við náttúruna hef- ur látið undan síga fyrir dönskum háttum. Styrkjakerfi hefur verið kom- ið á í landinu í þeim tilgangi að gera Grænlendinga háða herrum sínum. Það hefur haft þær afleiðingar að fé- lagsleg vandamál tröllríða þessari ná- grannaþjóð okkar. Styrkjakerfið hefur gert veiðimennskuna sem atvinnu- grein óþarfa og fólk missir áttir. Óregla er mikil og sjálfsvígstíðni meðal ungs fólks há. Grænlendingar sjá ekki fram- tíðina í falska, danska góðærinu. Danir á Grænlandi eru fjölmargir. Þeir eru fæstir á styrkjum. Þvert á móti sitja þeir í mörgum tilvikum að bestu störfunum og ráða í raun því sem þeir vilja í gegnum embættismannakerf- ið. Og þeir vita sem er að Grænland býr yfir gríðarlegum auðlindum sem á næstu árum munu væntanlega gefa mikinn arð. Þess vegna hanga þeir á völdunum og halda niðri grænlensku þjóðinni með því að gera hana háða sér í flestu. Þeir eru langt komnir með að eyðileggja grænlenska menningu. Nú vilja Danir eignast norður- pólinn. Í skjóli yfirráða sinna á Græn- landi hafa þeir sent vísindamenn til að mæla landgrunnið fyrir norðan Grænland. Þessi rannsókn á síðan að tryggja að nýlenduveldið fái yfirráð yfir norðurpólnum. Næsta skref verð- ur að framvísa kröfunni á landgrunns- nefnd Sameinuðu þjóðanna. Þarna sýna Danir skýran vilja til enn frekari útþenslu á norðurslóðum. Ásælni þeirra í norðurpólinn er ekki til þess að efla hag Grænlendinga. Þetta er einfaldlega enn eitt skrefið í því að arð- ræna fjarlægt land. Á meðal Grænlendinga er talsverð sjálfstæðisbarátta og þjóðin hefur náð árangri í því að fá að stjórna sínum málum að einhverju marki. Danir hafa þurft að hopa nauðugir. Íslendingar eiga að taka skýlausa afstöðu gegn ný- lenduveldinu og styðja Grænlendinga til sjálfstæðis með ráðum og dáð. Ís- lenska þjóðin byggir á langri reynslu af því að vera undir danskri kúgun. Í skugga þeirra minninga eigum við að styðja grænlenska nágranna í því skyni að bjarga þeim undan yfirgangi þjóð- ar sem skeytir í engu um menningu þeirra. Samstarf Íslendinga og Græn- lendinga getur orðið á jafnréttisgrund- velli þar sem virðing fyrir sjálfstæði yrði í öndvegi. Danir eiga ekkert erindi á norðurslóðir með peningana sína. Þeir eru nýlendukúgarar. Styrkjakóngur í mótbyr n Glímuskjálfti er nú kom- inn í margan sjálfstæðis- manninn vegna prófkjöra sem fram fara eft- ir áramót. Á meðal þeirra sem munu eiga erfitt uppdráttar er Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi ráðherra, sem enn einu sinni þarf að slást við Ill- uga Gunnarsson, næstráð- anda í Sjálfstæðisflokkn- um. Bjarni Benediktsson formaður er einnig talinn andsnúinn Guðlaugi sem hefur það einna helst á móti sér að vera styrkja- kóngur Íslands. Grænn hag- fræðingur n Ólafur Arnarson, hag- fræðingur og bloggari, hefur undanfarið verið að fóta sig með vef sinn, timarim.is, þar sem hann á ágæta spretti. Höfuðstöðv- ar Tímaríms eru á Bræðra- borgarstíg í sama húsnæði og Hægri grænir undir forystu Guðmundar Frank- líns Jónssonar hafa komið sér fyrir. Velta menn fyr- ir sér hvort það kunni að vera fyrirboði þess að hag- fræðingurinn hafi grænkað og sé að huga að brotthvarfi úr Sjálfstæðisflokknum. Jóhannes á fleygiferð n Titringur er nú á mat- vörumarkaði eftir að Jó- hannes Jóns- son, áður kenndur við Bónus, opn- aði fyrstu Iceland- verslunina við Engi- hjalla í Kópavogi. Troð- fullt var í versluninni fyrstu dagana. Á sunnudeginum var allt að 50 mínútna bið í ógnarlöngum röðum við kassana. Miðað við þetta upphaf er talið að stutt verði í að næsta verslun Jóhannesar líti dagsins ljós. Stefnir því í blóðugt stríð sem mun verða einhverjum verslunum dýrkeypt. Harmsögur dagsins n Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, hefur að undanförnu vakið fólk rækilega til umhugsunar um þá dauð- ans alvöru sem fylgir alkóhólisma. Formaðurinn heldur úti þætti á DV.is sem ber heitið Harmsögur dagsins. Þar er fjallað um örlög hæfileika- ríkra og heimsþekktra einstaklinga sem fallið hafa í valinn fyrir atbeina Bakkusar. Óhætt er að segja að skrifin hafi fengið góð- ar móttökur enda snilldar- penni sem varpar ljósi á óhugnaðinn. Við komum frá svo skítugu fólki Uppáhaldsskipið mitt heitir Aida Jón Hlífar Guðfinnuson var vistaður á barnaheimili á Hjalteyri – DV Valdimar Kristjánsson á Hrafnistu, hefur dálæti á skemmtiferðaskipum – DV Hættulegir Danir „Þeir eru nýlendu- kúgarar F yrir nokkru fékk ég gerðarlegt umslag í pósti. Inni í því var boðskort, ja eða eitthvað þannig, þar sem fram kemur að Ríkis- stjórn, Alþingi og Hæstiréttur (hvorki meira né minna) biðji frú Margréti Tryggvadóttur alþingismann að vera við athöfn þegar forseti Íslands taki við embætti á ný þann 1. ágúst 2012. Neðst í hægra horninu stendur svo: „Kjólföt, heiðursmerki.“ Og þetta fannst mér fyndið. Ég sendi æskuvinkonum mínum strax línu enda fermdumst við allar árið 1986 þegar kjólföt úr Karnabæ voru það heitasta í bænum, gjarnan úr skærlitum, glansandi efnum. (Hugs- ið um ICY tríóið og Gleðibankann.) Ég fermdist reyndar í hvítum smóking með rauðan linda og slaufu en kæmist ekki í þann búning nema hugsanlega með því að sarga af mér útlimi. Og kjólföt vinkvennanna voru ekki uppi við, ein höfðu reyndar verið gefin á viðeigandi stað – á búningasafn Þjóð- leikhússins. En mér bauðst að fá lánað „heiðursmerki“ skreytt semelíustein- um sem þótti gífurlega smart á brjósti einnar fermingarstúlkunnar árið 1986. Hver veit nema ég næli því í svarta kjólinn úr Rauðakrossbúðinni. Það er þó eitthvað við þetta boð og kortið sem truflar mig. Ég hef áður fengið formleg boðskort með ábendingum um klæðaval, svo sem „dökk föt“ og einu sinni „dökk föt, þjóðbúningar“ á korti frá indverska sendiráðinu. Aldrei áður hefur mér þó fundist gert ráð fyrir að allir sem boðnir séu til athafnar séu karlkyns. Og sennilega var það einmitt þannig þegar samsvarandi kort var sent út í fyrsta sinn. Karlar gegndu helstu embættum og til að aðgreina sig frá pöpulnum klæddu þeir sig í það allra fínasta – föt sem voru þannig hönnuð að lífsins ómögulegt var að gera nokk- uð annað í þeim en vera fínn, halda ræðu, éta, drekka og pissa standandi. Og ef konur fengu að fljóta með voru þær fylgifé; eiginkonur, og klæddar í eitthvað sem passaði við herrann. En nú er árið 2012. Aldrei hafa fleiri konur verið kosnar á þing, meirihluti ráðherra er kvenkyns, for- seti þingsins er kona, sömuleiðis bisk- upinn og helmingur forsetaframbjóð- endanna í nýliðnum kosningum. En samt talar boðskortið bara til karla, feðraveldisins. Og svo er það hitt. Ég ber virðingu fyrir forseta Íslands og embættinu. Hann og allir þeir sem verða við þessa athöfn eru hins vegar bara venjulegt fólk. Og eftir göngur til og frá kirkju, ættjarðarsöngva og eftir að forsetinn hefur tekið við embættinu í fimmta sinn mun hann fara út á svalir Alþingishússins og veifa lýðn- um sem væntanlega á að standa á Austurvelli, prúður og góður. Minn- ir þetta ekki frekar á kóngafólk í út- löndum en almannaþjónustu á 21. öldinni? Í nýliðinni kosningabaráttu var mikið rætt um hlutverk forsetans og hvert það ætti að vera. Forsetinn er talsmaður þjóðarinnar í útlöndum og við ýmis tækifæri og svo er hann „neyðarhemill“ – getur synjað lögum staðfestingar þegar þingið er úti að aka. Sá forseti sem nú tekur við emb- ætti í fimmta sinn hefur verið í góður í hvoru tveggja. Sumum finnst að for- setinn eigi að vera sameiningartákn. Þá þarf hann að vera stilltur og hætt við að hann gagnist lítið sem neyðar- hemill. Þegar 90 prósent þjóðarinn- ar treysta ekki Alþingi er skiljanlegt að kallað sé eftir sterkum leiðtoga – bjargvætti. Sagan er þó full af slíkum mönnum sem ollu þjóðum sínum miklum harmi. Mér dettur ekki í hug að líkja Ólafi Ragnari við þá en hug- myndin um hinn sterka leiðtoga finnst mér – rétt eins og kjólfötin – ekki viðeigandi á árinu 2012. Og fólkið í landinu þarf að geta haft áhrif og skipt sér af stjórnvöldum með öðrum hætti en að kasta eggjum í þingmenn og biðla til forsetans. Málskotsrétturinn þarf að vera í höndum þjóðarinnar sjálfrar. Hún má gjarnan deila honum með forsetanum og minni hluta þings því betur sjá augu en auga. Aðalatriðið er að völdin verði raunverulega hjá fólkinu, þjóðinni sjálfri. Við sem byggjum Ísland vilj- um skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur upp- runi okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóð- anna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Og samfélag jafnað- ar hefur ekkert að gera með yfirstétt sem sprangar um á kjólfötum með heiðursmerki. Kjólföt, heiðursmerki ... Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Margrét Tryggvadóttir Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 1. ágúst 2012 Miðvikudagur „Hugmyndin um hinn sterka leiðtoga finnst mér – rétt eins og kjólfötin – ekki viðeigandi árið 2012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.