Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Side 3
Óeining innan Heimdallar Fréttir 3Miðvikudagur 1. ágúst 2012 Einkaþotuævintýri lendir á ríkinu n Skiptum á þrotabúi Baugsfélagsins BG Aviation lokið E ngar eignir fundust í þrotabúi Baugsfélagsins BG Aviation ehf. og engar greiðslur feng- ust upp í rúmlega 10 milljóna króna kröfur í búið en skiptalok voru á þriðjudag samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Að sögn Vil- hjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns og skiptastjóra þrotabúsins, var stærsti kröfuhafi félagsins hið opin- bera, nánar tiltekið Tollstjórinn. Ríkið þarf því að afskrifa allar skuldir BG Aviation, sem kalla má einkaþotufélag, en það var í eigu Baugs Group og þeir félagar Jón Ás- geir Jóhannesson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson voru titlaðir sem stjórn- arformaður og meðstjórnendur við stofnun félagsins. Tilgangur félags- ins, sem stofnað var 24. maí 2006, var kaup og sala flugvéla, rekstur og eignarhald flugvéla og annarra eigna tengdra flugrekstri. Félagið komst þó aldrei á flug þrátt fyrir háleit góðærismarkmið sín og sagði Jón Ásgeir aðspurður um félagið í samtali við DV fyrr á þessu ári að það hefði ekki verið í neinum rekstri. Tollstjóri gerði í október síðast- liðnum kröfu um að BG Aviation yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Með úrskurði 23. nóvember var sú krafa samþykkt og Vilhjálmur skipaður skiptastjóri yfir búinu. Síðasti ársreikningur félagsins er fyrir árið 2007 en samkvæmt hon- um voru skráðir í stjórn félagsins Eiríkur S. Jóhannsson, fyrrverandi stjórnandi hjá Baugi, og Stefán H. Hilmarsson. Samkvæmt síðasta árs- reikningi þessa huldufélags, sem gerði upp í Bandaríkjadölum, tap- aði það 719 þúsund dölum árið 2007, eigið fé þess var neikvætt um 750 þúsund dali og stærsta eign félags- ins 2,3 milljóna dala lán sem veitt var BG Aviation Ltd. árið áður, frá öðru dótturfélagi Baugs sem Jón Ásgeir átti glæsilega Dassault Falcon-einka- þotu sína í gegnum. Stærsta skuld fé- lagsins samkvæmt þessum síðasta ársreikningi var einmitt við móður- félagið Baug sem hafði lánað því 3 milljónir dala. mikael@dv.is T itlinum útvarpsstjóri fylgir ekki endilega hár launatékki. Það kemur bersýnilega í ljós þegar rýnt er í laun Páls Magnússonar og Arnþrúðar Karlsdóttur. Samkvæmt álagningar- skrá ríkisskattstjóra var Páll, útvarps- stjóri RÚV, með 1,5 milljónir króna á mánuði á síðasta ári. Arnþrúður, út- varpsstjóri á Útvarpi Sögu, var hins- vegar með tekjur upp á 187 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaðurinn betur launaður Arnþrúður rekur útvarpsstöðina ásamt Pétri Guðlaugssyni, sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, en hann er með talsvert betri laun en hún. Samkvæmt álagningarskránni var hann með 329 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári. Útskýringin á því er væntanlega seta hans í stjórn- lagaráði en ekki störf hans fyrir út- varpsstöðina. Hvorki Arnþrúður, Pétur né Páll eru hins vegar með laun sem jafnast á við það sem Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, var með í mánaðarlaun á síðasta ári. Samkvæmt álagningar- skránni var hann með laun upp á 4,1 milljón á mánuði að jafnaði. Hann var langlaunahæsti maðurinn sem kom að stjórnun og rekstri fjölmiðla á Íslandi á síðasta ári. Næstur á eftir honum var Óskar Magnússon, útgefandi Morgun- blaðsins, með tekjur upp á 2,3 millj- ónir á mánuði. Óskar er þó talsvert ríkari en Ari samkvæmt greiddum auðlegðarskatti en samkvæmt út- reikningum DV á hann tæplega 245 milljónir umfram skuldir ásamt eig- inkonu sinni. Morgunblaðið borgar vel Morgunblaðsritstjórarnir Davíð Odds son og Haraldur Johannesson eru síðan einir tekjuhæstu fjölmiðla- mennirnir á landinu. Davíð var með 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun en Haraldur með 1,6 milljónir. Freyr Einarsson, ritstjóri 365 miðla, kemur svo á eftir þeim með 1,6 milljónir á mánuði á síðasta ári. Ritstjórar annarra blaða eru með á bilinu hálfa milljón til einnar og hálfrar milljónar króna og komast því ekki nálægt því sem Davíð Oddsson, launahæsti ritstjóri landsins, hefur í mánaðartekjur. Gera má þó ráð fyr- ir því að hann hafi ekki bara tekjur af Morgunblaðinu en hann á umtals- verð eftirlaunaréttinda inni hjá rík- inu vegna starfa sinna sem þingmað- ur og ráðherra. Tveir borga auðlegðarskatt Davíð er eini maðurinn auk Óskars á listanum sem greiddi auðlegðar- skatt. Hann borgaði 896 þúsund krónur í auðlegðarskatt sem þýð- ir, samkvæmt útreikningum DV, að hann og eiginkona hans eiga tæpar 215 milljónir króna umfram skuldir. Í útreikningunum um laun er miðast við greitt útsvar og ná því tölurnar ekki til verktakatekna eða fjármagnstekna. Listinn er því ekki tæmandi þegar kemur að tekjum þeirra einstaklinga sem á honum eru. n Forstjóri 365 með tæplega þreföld laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra Ari launahæstur Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Launahæstur ritstjóra Davíð er launahæsti ritstjóri landsins með 2,2 milljónir á mánuði. Mynd Eyþór ÁrnASon Vel launaður Ari stjórnar 365 miðlum fyrir rúmar fjórar millj- ónir á mánuði. Mynd GunnAr GunnArSSon n Heimir segir „bolabrögð og óheiðarleika“ einkenna kosningar í Heimdalli kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, sem sýnt hefur það í þessu og öðrum verkum, að maðurinn er ekki starfi sínu vaxinn, en hann gerði okkur meðal annars erfitt fyrir að fá eðlileg kjörgögn afhent,“ segir Heimir í yfirlýsingunni. Jón- mundur brást snarlega við gagn- rýni Heimis, hafnaði henni og krafðist þess að hann drægi orð sín til baka. „Lýgur um fáránlegustu hluti“ Í nokkur ár hefur verið greini- leg flokkaskipting innan ungliða- hreyfingar Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur annar armurinn, sem nefndur hefur verið „skrímsla- deildin“ af óvildarmönnum, náð ótvíræðum undirtökum. Er það armur sitjandi formanns Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, Davíðs Þorlákssonar, en Ás- laug er sögð tilheyra þeim hópi. Að minnsta kosti er ljóst að Davíð stóð dyggilega við bak Ás- laugar og í samtali við DV sakaði hann Heimi um fáránlegar lygar. „Heimir hefur séð að hann var búinn að tapa, og það vill hann ekki. Hann dregur þá framboð sitt til baka og lýgur um fáránlegustu hluti,“ segir hann. „Á laugardaginn var haldinn fundur þar sem fulltrúar fram- bjóðenda ræddu framkvæmd kosninganna. Á þeim fundi komu engar athugasemdir fram frá Heimi,“ segir Áslaug sem er afar ósátt við ásakanirnar. „Í stað þess að taka því eins og maður að framboð mitt virtist sterkara og að hann hefur hætt við þá ræðst hann með svona ómálefnaleg- um hætti á flokkinn og starf ungra sjálfstæðismanna. Það er engum til framdráttar að ráðast svona með lygum að ungum sjálfstæðis- mönnum sem virkilega vilja vinna gott starf.“ Sjálfstæðisblóð í æðum Áslaug starfar nú sem blaðamað- ur hjá Morgunblaðinu en starfaði áður hjá lögmannsstofunni Juris. Segja má að Áslaug Arna sé með sjálfstæðisblóð í æðum. Hún er dóttir Sigurbjörns Magnússonar lögmanns sem var sjálfur formað- ur Heimdallar árin 1983–1985. Einnig var hann um árabil fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Í dag er Sigur- björn formaður stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, auk þess að reka lögmannsstofuna Juris. Heimir er stjórnmálafræði- nemi við Háskóla Íslands. Hann segir að þátttöku sinni í starfi Sjálfstæðisflokksins sé hvergi nærri lokið „þó starf á vettvangi SUS og Heimdallar verði líklega látið eiga sig“. Þó vildi Heimir óska Áslaugu til hamingju með emb- ættið og vonar að henni farnist vel í starfi á komandi ári. n þotufélag sem náði ekki flugi BG Aviation ehf. skilur eftir sig rúmlega 10 milljóna króna skuld sem fellur á ríkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.