Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 2
Óeining innan Heimdallar 2 Fréttir 1. ágúst 2012 Miðvikudagur A lmenningur á Íslandi hef- ur ekki farið varhluta af átökum innan ungliða- starfs Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár, og ekkert lát virðist nú vera á bolabrögðum og óheiðarleika í þeim röðum,“ er með- al þess sem stendur í harðorðri yfir- lýsingu Heimis Hannessonar vegna formannskosninga í Heimdalli. Í vikunni var tilkynnt að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir væri sjálfkjörin formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, ann- að árið í röð. Heimir, sem var mót- frambjóðandi Áslaugar, hætti við framboð sitt á síðustu stundu vegna óánægju með þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í aðdraganda kosn- inganna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mikið ósætti blossar upp vegna kosninga á vegum ungliða Sjálfstæð- isflokksins. Áslaug vísar öllum ásök- unum Heimis á bug. Aðstöðumunur frambjóðenda Boðun aðalfundar og framkvæmd formannskosninga Heimdallar er í höndum sitjandi formanns. Áslaug kaus að boða óvænt til fundarins í lok júlí þótt hefð sé fyrir því að for- mannskosningar fari fram að hausti. Var það gert með viku fyrirvara. Heimir er ekki sáttur við að kosn- ingarnar fari fram á þessum tíma vegna sumarleyfa í Valhöll og annars staðar. Hann er jafnframt óánægður með hve óvænt fundarboðið var og fyrirvari skammur. „Þessi dagsetn- ing var að sjálfsögðu sett mér og mínu stóra framboði til höfuðs,“ seg- ir Heimir í yfirlýsingu sinni. Áslaug segir það af og frá og bend- ir á að boðað hafi verið til fundar- ins í samræmi við lög Heimdallar. Þar er kveðið á um að boða skuli til aðalfundar með minnst viku fyrir- vara. „Ég ákvað þetta bara ekki fyrr. Ég ákvað þetta með viku fyrirvara.“ Spurð að því hvers vegna hún hafi boðað til fundarins svo snemma seg- ir Áslaug: „Heimir hefur undirbú- ið framboð sitt síðan snemma í vor. Kosningabaráttan var í rauninni farin af stað og það er langt síðan hann til- kynnti mér framboð sitt. Ég má halda aðalfund hvenær sem er, hann þarf bara að vera fyrir 1. október. Hann hefði þess vegna getað verið í maí.“ Í yfirlýsingu Heimis fullyrðir hann að frambjóðendur hafi ekki setið við sama borð. Til að mynda hafði Heimir ekki aðgang að rafrænni fé- lagaskrá flokksins en annað gilti um Áslaugu sökum stöðu hennar sem sitjandi formanns. „Það er með þessum hætti sem kosningasvik eru framin úti í hinum stóra heimi – ekki er tryggt að framboð njóti sama rétt- ar,“ segir Heimir. Segir regluverkið handónýtt „Þau brutu tæknilega séð engar regl- ur. Regluverkið er bara handónýtt. Það er gallað kerfi sem býður upp á svona vinnubrögð og það virðist vera orðið að reglu frekar en undan- tekningu að svona vitleysisgangi sé beitt gegn nýjum framboðum,“ seg- ir Heimir í samtali við DV. Þá vísar hann einnig til þess að margoft hafa komið upp hatrammar deilur vegna umdeildra vinnubragða við kosn- ingar á vegum ungliða Sjálfstæðis- flokksins. Áslaug gefur lítið fyrir það en seg- ir þó: „Það má auðvitað skoða þetta. En þetta er bara eins og það er og við fylgjum bara lögunum. Það var stofn- uð lagabreytinganefnd í fyrra sem fór yfir og er að fara yfir lög Heimdallar. Það er gert í þeim tilgangi að skýra lögin svo það komi ekki upp deilu- mál.“ Gagnrýni Heimis lýtur ekki að- eins að regluverki flokksins held- ur einnig starfsmönnum hans og þá sérstaklega Jónmundi Guð- marssyni, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. „Ég gæti til dæmis nefnt Jónmund Guðmarsson, fram- „Hann dregur þá framboð sitt til baka og lýgur um fárán legustu hluti n Heimir segir „bolabrögð og óheiðarleika“ einkenna kosningar í Heimdalli Hörð gagnrýni Heimir Hannesson gagnrýnir harkalega aðstöðu- mun frambjóðenda og segir regluverk flokksins handónýtt. Formaðurinn Davíð Þorláksson, formaður SUS, brást harkalega við gagnrýni Heimis. Mynd Sigtryggur Ari Situr áfram Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var sjálfkjörin formaður Heimdallar öðru sinni. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Hert eftirlit með vínmælingum Neytendastofa mun á næstunni herða eftirlit með tækjum sem notuð eru á veitingahúsum til að mæla vínskammta. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendastofu. Vínmál, sjússamæla, bjórglös og fleira er skylt að löggilda eða nota sérstaklega merkt glös. Vín- mál sem ætluð eru til að mæla áfenga vökva, sem seldir eru til neytenda í lausri sölu, eiga að vera í samræmi við reglur tilskipun- ar Evrópuráðsins frá árinu 2004 sem var innleidd hér á landi árið 2007. Í undirbúningi er hjá Neyt- endastofu ný reglugerð um vín- mál enda nauðsynlegt að uppfæra reglur um sölu á áfengum drykkj- um. Á veitingahúsum eiga að vera merkt glös, til dæmis við sölu á bjór og léttvíni. Skilti hindra vegfarendur Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarend- ur á ferð sinni og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg í auknum mæli. Til að mæta þeim réttmætu ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir og draga úr slysahættu verður gert átak á veg- um byggingafulltrúans í Reykjavík til að fjarlægja rangstæð skilti og byrjar það í dag, miðvikudaginn 1. ágúst. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, er meðal þeirra sem bent hafa á hættuna sem illa staðsett auglýsingaskilti geta haft í för með sér. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir Rósa María Hjörvar, aðgengisfull- trúi Blindrafélagsins, að sérhvern dag lendi félagsmenn í vandræð- um að komast leiðar sinnar og þar séu það auglýsingaskiltin sem í orðsins fyllstu merkingu bregði fæti fyrir þá. Í samþykkt Reykjavíkurborgar um skilti í lögsögu Reykjavíkur er skýrt tekið fram að ekki er heimilt að setja skilti á gangstéttir og ann- að land í eigu Reykjavíkurborgar. Fyrirtækjum sem vilji koma fyrir þjónustuskiltum á eigin lóð eða í starfstöð sinni er það heimilt að settum skilyrðum í samþykktinni. „Gangstéttar miðborgarinn- ar eru land Reykjavíkurborgar og þar má ekki setja skilti nema með sérstöku leyfi. Reykjavíkurborg hefur einnig gefið út leiðbeiningar til rekstraraðila og dreift til þeirra. Bæklingurinn heitir „Hvernig get ég innréttað svæðið fyrir fram- an veitingastaðinn eða verslun- ina mína?” og verður að sjálf- sögðu horft til þeirra leiðbeininga um ákvörðun um hvort skilti eru fjarlægð eða fá að vera. Eigend- ur skilta sem verða fjarlægð geta vitjað þeirra á hverfastöð þar sem þau verða í vörslu í 30 daga áður en þeim verður fargað,“ segir í til- kynningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.