Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 4
Leynd yfir gestalista n Valitor býður samstarfsaðilum á Ólympíuleikana V alitor bauð 10 samstarfsaðil- um á Ólympíuleikana sem nú fara fram í Lundúnum. Stjórn- endur Valitor vilja hins vegar engar upplýsingar veita um það hvaða fyrirtæki eiga í hlut og hverjir boðsgestirnir eru. Samkvæmt heim- ildum DV fer Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Valitor og fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Arion banka, í ferðina ásamt tveimur öðrum starfsmönnum bankans. Ekki hefur fengist staðfest hverjir hinir sjö gestirnir eru. Að sögn Kristjáns Harðarsonar, sviðsstjóra markaðs- og þróunar- sviðs Valitor, er ferðin skipulögð í samstarfi við VISA EU sem er einn helsti styrktaraðili Ólympíuleikanna í London. „Valitor er að innleiða svokallað NFC-verkefni á Íslandi í haust. Til- gangurinn er að hefja þráðlaus- ar kreditgreiðslur með farsímum til almennra nota hér á landi. VISA EU leggur mikla áherslu á að kynna þessa nýju NFC-tækni í kortamálum samhliða Ólympíuleikunum,“ segir Kristján og bætir því við að í kynn- ingarferðinni gefist boðsgestum tækifæri á að sækja keppnisviðburð á Ólympíuleikunum. Hann segir að ferðin sé fyrst og fremst farin vegna þess að umrædd NFC-tækni hafi verið innleidd í leigubíla, matsölu- staði, lestarkerfi og matvöruverslan- ir á Ólympíuleikunum. Rætt verði við erlenda kaupmenn og aðra aðila sem hafa reynslu af tækninni. Valitor er einn af aðalstyrktaraðil- um ÍSÍ, er í ólympíufjölskyldunni, og gefst þar af leiðandi möguleiki á að kaupa miða á viðburði ÓL. Með- al annarra fyrirtækja í ólympíufjöl- skyldunni eru Icelandair, Íslands- banki og Sjóvá. johannp@dv.is 4 Fréttir 1. ágúst 2012 Miðvikudagur Viðar Þorkelsson Viðar er forstjóri Valitor sem boðið hefur 10 samstarfsaðilum á Ólympíuleikana í London. M ýmörg dæmi eru um að þjónustufyrirtæki úti um allt land; vegasjopp- ur, veitingastaðir og hót- el, veiti leiðsögumönnum frían mat og aðrar vörur gegn því að þeir stoppi með ferðamenn hjá sér. Að sögn eigenda þjónustufyrirtækja sem DV talaði við gera sumir leið- sögumenn miklar kröfur. Auk þess að vilja fríar máltíðir vilja kröfuhörðustu leiðsögumennirnir fá sígarettur að launum fyrir stoppið. „Kannast ekki allir við það?“ segir Hrefna Birkisdóttir, eigandi vegasjoppunnar Vegamóta á Snæ- fellsnesi, um þetta „samkomulag“. „Okkur finnst allt í lagi að koma til móts við þá sem sýna lit og versla við okkur,“ segir Hrefna en bætir þó við að henni finnist fyrirkomulagið svolítið asnalegt. Hrefna tekur sér- staklega fram að fararstjórar sem koma með fámenna hópa séu frek- astir. „Það eru þeir sem eru langfrek- astir. Þeir vilja fá allt frítt þó að þeir séu jafnvel bara með tvo ferðamenn með sér – og hvorugur kaupi neitt.“ Aðspurð hvort leiðsögumennirnir myndu hætta að stoppa hjá henni ef hún yrði ekki við óskum þeirra segist Hrefna að vísu ekki hafa fengið slíkar hótanir, en tekur þó fram: „En maður er sjálfur auðvitað hræddur um að sú yrði raunin.“ Hrefna segir kröfur leiðsögu- manna og bílstjóra oft æði skraut- legar. „Þeir vildu meira að segja stundum að við gæfum þeim sígar- ettur – en við erum hætt að selja þær núna.“ Mikið vald Í ljósi þess að aðaltekjulind téðra þjónustufyrirtækja er ferðamenn er vald þeirra sem ákveða hvar þeir stoppa mikið. „Já, já, þetta er alveg þekkt í þessum geira,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir, sem situr í stjórn fé- lags leiðsögumanna, um málið og bætir við: „Við vitum að á ákveðnum stöðum þykjum við afskaplega góður viðskiptaaðili og viðmótið við okkur er eftir því.“ Bryndís leggur áherslu á að það viðmót sem þjónustuaðilinn sýni hafi mikil áhrif á það hvar leiðsögumenn ákveði að stoppa næst, ef þeir hafa val milli tveggja eða fleiri staða: „Við erum oft í þeirri stöðu að við verðum að finna einhvern stað til að fara með fólkið á – til dæmis í hádeginu. Auð- vitað veljum við þá staði þar sem við vitum að viðmótið er gott,“ segir hún. Aðspurð hvort það væri ekki ólíklegt að hún færi með ferðamenn á stað, sem hún vissi að gæfi leiðsögumönn- um ekki fríar vörur segir Bryndís: „Nei – kannski ekki. Stundum höf- um við engra kosta völ. En auðvitað erum við mjög þakklát þegar málum er þannig háttað. Ef við vitum að við erum aufúsugestir á einum stað en ekki öðrum – þá veljum við að sjálf- sögðu þann stað.“ Að endingu segist Bryndís ekki vita hvernig aðrir leiðsögumenn hagi sínum málum en hjá henni séu hags- munir ferðamannanna alltaf lykil- atriði. Hótanir DV talaði við fjölmarga veitingamenn um allt land. Margir kvörtuðu, eins og Hrefna, yfir mikilli frekju leiðsögu- manna og bílstjóra. Veitingamaður, sem vill ekki láta nafns síns getið af ótta við sniðgöngu, fullyrti að bílstjóri hefði haft í hótunum við sig. Þegar veitingamaðurinn ætlaði að rukka hann fyrir fiskmáltíð brást bílstjórinn ókvæða við og sagðist myndu segja öllum vinum sínum, sem störfuðu sem bílstjórar, að stoppa aldrei aftur á veitingastaðnum. Guðmundur Vignir Steinsson er eigandi Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri. Hann fullyrðir að þetta fyrirkomulag tíðkist úti um allt land – alls staðar. „Þeir myndu nátt- úrlega sniðganga mann,“ segir Guð- mundur, aðspurður um afleiðingar þess að hann myndi rukka leiðsögu- menn og bílstjóra fyrir matinn. Óttast ekki óttann „Mér finnst þetta bara skelfilegur ósiður,“ segir Þórður Stefánsson, eig- andi ÓK söluskálans í Ólafsvík. Hann segist hafa tekið fyrir þetta fyrir mörg- um árum. „Leiðsögumennirnir komu til mín og vildu frían mat vegna þess að þeir væru að koma með viðskipta- vini. Ég sagði bara nei takk – hingað og ekki lengra!“ Þórður segir að í sölu- skálanum séu allir jafnir. Aðspurður hvort hann óttist að leiðsögumenn sniðgangi söluskálann af þessum sökum segir Þórður: „Þetta er eins og með handrukkarana; ótti skelfir – en hann skelfir mig ekki. Þetta eru bara viðskipti og viðskipti eiga að vera uppi á borðinu. Punktur.“ n Nýta sér ferðamenn til að fá vörur ókeypis n Þjónustuaðilar ósáttir „Leiðsögumennirn- ir komu til mín og vildu frían mat vegna þess að þeir væru að koma með viðskiptavini. Ég sagði bara nei takk – hingað og ekki lengra! Stoppa þar Sem þeir fá frían mat Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Svangir ferðamenn Þjónustufyrirtæki um allt land hafa mikla hagsmuni af því að rútur fullar af ferðamönnum stoppi hjá þeim. Leið- sögumenn ráða oft hvar rúturnar stoppa. Hrefna Birkisdóttir Eigandi vegasjoppunnar Vegamóta. Skóeftirlit til skoðunar Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hyggst skoða hvort reglur um eftirlit á flugvöllum hér á landi séu of strangar. Frá þessu er greint á vef Túrista. Skór allra farþega á Keflavíkur- flugvelli eru skannaðir ólíkt því sem gerist og gengur í löndun- um í kringum okkur og í Bandaríkjunum. Túristi hefur fjallað reglulega um þessar ströngu reglur síðastliðið ár. Ögmundur sagði í samtali við Túrista að hann ætli að fara yfir þetta mál með Flugmála- stjórn og Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar. Málið verður tekið til skoðunar með haustinu samkvæmt upplýsing- um frá ráðuneytinu. Farið verður yfir reglur og verklag, skoðað hvernig aðrar þjóðir framkvæma þetta og metið hvort breyta þurfi leitarskilyrð- um hér. Óværa lokaði vef borgarinnar Óværa lokaði vef Reykjavíkur- borgar, reykjavik.is, í nokkrar klukkustundir á þriðjudag með þeim afleiðingum að ekki var hægt að komast inn á hann. Hjörtur Grétarsson, upplýsinga- tæknistjóri Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum RÚV að sennileg- ast væri klaufaskap starfsmanns um að kenna. Málið væri ekki þannig vaxið að hakkarar hefðu ráðist á vefinn. Hjörtur bætti þó við að mál af þessu tagi komi nánast aldrei upp og tjón af þessari tímabundnu lokun verði ekkert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.