Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 22
OPNAR SÝNINGU Í LOKA E ftir að hafa haldið heimili í Lúxemborg í á sjöunda ár ákváðu Guðrún Benedikta El- íasdóttir listakona og Kristján Gíslason eiginmaður hennar að halda heim á leið. Breyttir fjölskylduhagir vógu þar þyngst, en börn þeirra eru uppkomin og búsett á Íslandi auk þess sem Rúna, eins og Guðrún er kölluð, og Kristján urðu þeirrar hamingju aðnjót- andi að eignast barnabarn fyr- ir skömmu og hugnast ekki að vera langdvölum fjarri ástvin- um sínum. Í Lúxemborg starf- aði Kristján í fjármálageiran- um en Rúna sinnti listsköpun af miklum móð, en Rúna út- skrifaðist með B.Ed-gráðu frá Myndlista- og handíðaskólan- um árið 1987. Óhætt er að segja að hjón- in snúi heim með stæl, eins og sagt er, því tvær myndlist- arsýningar munu varða heim- komu þeirra. Önnur sýningin, Umbreyting, verður haldin á Café Loka við Lokastíg og verð- ur opnuð í dag, miðvikudaginn 1. ágúst, klukkan 17:30, og hin, Umbreytingar/Transitions verður sett upp síðdegis sama dag í Kex Hostel, en formleg opnun þeirrar sýningar verð- ur 10. ágúst klukkan 22:00 með fulltingi hljómsveitar- innar Fræbbblanna. Á Menn- ingarnótt verður Rúna á sýn- ingu sinni á Café Loka, milli klukkan 14 og 16. Um þessar mundir er Rúna að auki með eina opna sýningu í Innsbruck í Austurríki og verk hennar má einnig berja augum í galleríum í Lúxemborg. Þéttriðið net listamanna „Mesti munurinn liggur í að- gengi að listasýningum um gjörvalla Evrópu,“ segir Rúna aðspurð um muninn á því að vera starfandi listamaður á Ís- landi annars vegar og í Lúxem- borg hins vegar. „Það er ein- falt mál að sækja um aðkomu að listasýningum á meginlandi Evrópu, síðan fyllir maður bíl- inn með verkunum og ekur af stað, í stað þess að búa um verkin í flutningagám eða í flugfrakt, fylla út tollaskýrslu, pappíra og allt sem slíku fylgir.“ Annað sem Rúna nefnir til sögunnar eru lista messur þar sem kemur saman fjöldi lista- manna og kynnir list sína. „Slík- ar messur eru tíðar erlendis og á þeim gefst listamönnum ekki aðeins tækifæri til að kynna list sína, heldur einnig að mynda tengsl við aðra listamenn. Þau tengsl kunna í framhaldinu að opna dyr að sýningum í öðr- um Evrópulöndum, sýningum sem aftur leggja grunn að nýj- um kynnum og tengslum sem að lokum mynda þéttriðið net listamanna,“ segir Rúna. Aska úr Eyjafjallajökli Uppistaða sýninganna tveggja er afrakstur síðustu tveggja ára, segir Rúna. Verkin eru af svipuð- um toga, en stærri verkin verða á sýningunni sem haldin er á Kex Hostel, og eru unnin með að- ferð sem nefnist „Patine au vin + cendres de volcan“. Aðferðin byggir, í grófum dráttum, á notkun mjólkur, eggja, hvítvíns, sykurs og ösku úr Eyjafjallajökli í bindiefnið og litum bætt saman við. „Enda höfðu franskar kon- ur á orði á art-metz listamessu í Frakklandi að þetta líktist meira kökuuppskrift en einhverju öðru,“ segir Rúna og hlær. Verkin skírskota til Íslands og að sögn Rúnu er ástæða þess ekki flókin. „Ég hef upp- lifað að því lengur sem ég var fjarri Íslandi þeim mun ís- lenskari urðu verkin mín og áhrif að heiman sterkari í verk- unum; einhver hughrif og minningar sem dormað hafa í huga mér vakna og taka á sig mynd; einhvers konar söknuð- ur, kannski,“ segir Rúna og bætir hlæjandi við: „Eins gott að flytja heim áður en ég fer að mála eingöngu íslenska fossa eða eitthvað viðlíka.“ Kristján hendir orð Rúnu á lofti: „Þetta er staðreynd. Við höfum hitt fjölda útlendinga sem sýnt hafa okkur ljósmynd- ir frá Íslandi og geta vart orða bundist yfir því landslagi og sérkennum sem við erum jafn- vel hætt að sjá. Eftir langa dvöl fjarri Íslandi þá nánast varð maður klökkur við að skoða þessar myndir.“ Orðin Lúxari Glöggt er gests augað, er stundum sagt og Rúna undir- strikar orð Kristjáns: „Árið 2010 tókum við þátt í lista- messu – art-metz 2010 í Frakk- landi – og vorum þar með bás, en þess utan urðum við nán- ast eins og sendifulltrúar, eða ferðaskrifstofufólk fyrir Ís- lands hönd; auglýstum landið og spiluðum tónlist Sigur Rós- ar og þar fram eftir götunum.“ Þess má til gamans geta að á þeirri sýningu var sérstaklega til þess tekið að Rúna væri eini listamaðurinn frá Lúxemborg. „Allt í einu var ég orðin Lúxari,“ segir Rúna óræð á svip. Rúna hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt í tveimur sýningum á vegum Cercle Artistique de Luxem- bourg, CAL, – samtaka lista- manna af ýmsum toga sem hafa verið við lýði allar götur frá stofnun þeirra árið 1893. Síð- an 1896 hafa samtökin haldið árlega sýningu, Salon de CAL, og þykir afar eftirsóknarvert að fá inni á henni. Átta manna nefnd skipuð listamönnum, list- fræðingum og gagnrýnendum frá fjórum löndum metur, svo fyllsta hlutleysis sé gætt, um- sóknir til þátttöku á sýningum Salon de CAL. Rúna tók þátt í sýningu Salon de CAL árið 2010 og einni í fyrra og hyggst sækja um á næstu sýningu á þeirra vegum. „Það er ekki aðeins heiður að fá inni á sýning- um Salon de CAL, heldur er málum þannig háttað að eftir að hafa tekið þátt í sýningum Salon de CAL þrisvar sinn- um þá verður maður fullgild- ur meðlimur samtakanna, og því til mikils að vinna,“ segir Rúna. kolbeinn@dv.is Byggir á ást- um ömmu sinnar Klingivals er fyrsta bók- in í samnefndum þríleik dönsku skáldkonunnar Jane Aamund og er komin út á vegum Urðar bókafé- lags. Jane Aamund er einn þekktasti rithöfundur Dana nú um stundir. Hún hefur skrifað fjölda skáldsagna og sækir efnivið sinn í litríka og ævintýralega sögu fjölskyldu sinnar. Í bókinni Klingivals byggir Jane á ástum ömmu sinnar, Júlíönu Jensen. Saga Jane var færð á hvíta tjaldið árið 1999 og var leikstýrt af Hans Kristensen. Brenner og Ritter í Gall- erí Dverg Sýningin Mapping 10 minutes eftir þýsku lista- mennina Susanna Brenner og Felix Ritter markar 10 ára starfsafmæli sýningarrýmis- ins Gallerí Dvergs. Hún er aðeins opin í tvo daga auk opnunardagsins 3. ágúst; laugardag og sunnu- dag 4. og 5. ágúst kl. 18.00– 20.00 Listamennirnir verða viðstaddir opnun sýningar- innar. Sigríður syngur Kurt Weill Í dag, miðvikudaginn 1. ágúst, syngur söngkonan góðkunna Sigríður Thor- lacius dagskrá með lögum þýska tónskáldsins Kurts Weill á Café Rosenberg. Með henni leikur kvartett skip- aður Kristjáni Karli Braga- syni píanó leikara, Grími Helgasyni klarinettuleik- ara, Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara og Ástu Maríu Kjartansdóttur sellóleikara. Tónleikarnir eru forsmekk- urinn að því sem boðið verð- ur upp á á tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík sem haldin verður í þriðja sinn dag- ana 6.–9. ágúst. Tónleikarn- ir á Café Rosenberg hefjast klukkan 21 og er aðgangs- eyrir 2.000 krónur. Frekari upplýsingar um Tónlistarhá- tíðina Bergmál má finna á bergmal.com. „Enda höfðu franskar kon- ur á orði á art-metz listamessu í Frakk- landi að þetta líktist meira kökuuppskrift en einhverju öðru. n Rúna á heimleið eftir sex ára dvöl í Lúx n Opnar tvær sýningar 22 Menning 1. ágúst 2012 Miðvikudagur Grjót úr hlíðum Grábrókar Malað grjót verður að efnivið í list Rúnu. Guðrún Benedikta Elí- asdóttir Er flutt aftur til Íslands eftir sex ára dvöl í Lúxemborg. Mynd EyÞór árnAsOn Impact gigantesque Náttúruöflin eru Rúnu hugleikin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.