Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2012, Blaðsíða 10
V ið erum mjög fegin, en hann er ekki laus úr prís- undinni ennþá. Þeir ætla að áfrýja þessu og við vitum ekki enn hvernig þetta fer,“ segir Borghildur Antonsdóttir móð- ir Brynjars Mettinissonar sem var sýknaður fyrir taílenskum dómstól á þriðjudag. Brynjar hefur setið í rúmt ár í fangelsi. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið því Brynjar þarf að bíða í mánuð þar sem saksóknarar hafa tekið ákvörðun um að áfrýja málinu. Brynjar fær því ekki að fara heim fyrr en í fyrsta lagi þegar niðurstaða áfrýj- unarinnar liggur fyrir. „Þetta er mik- ill léttir og þó að það sé smá skuggi framundan þá er það samt léttir að hann hafi verið sýknaður,“ segir hún. Í atvinnuleit Líkt og DV hefur áður greint frá hef- ur Brynjar setið í taílensku fang- elsi síðan í júní í fyrra grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var handtek- inn á heimili annars manns í Bang- kok sem hafði sagt Brynjari að hann gæti aðstoðað hann við atvinnuleit. Lögreglan hafði fylgst með mannin- um um nokkra hríð og gerði húsleit í íbúðinni þegar Brynjar var um það bil að ganga út úr henni. Þeir voru svo báðir handteknir fyrir vörslu metam- fetamíns. Það var þó ekki Brynjar sem var með fíkniefni á sér og þver- tekur móðir hans fyrir að Brynjar neyti fíkniefna. Að sögn hennar hef- ur maðurinn játað að dópið hafi ver- ið hans og Brynjar hafi hvergi komið þar nálægt. Hins vegar hafa taílensk stjórnvöld tekið hart á málinu og Brynjar verið sóttur til saka af mikl- um þunga. Fíkniefnamál eru litin afar alvarlegum augum í Taílandi, sérstaklega ef um útlendinga er að ræða. „Hann var hvorki með þau á sér, né vissi af þeim,“ segir Borghild- ur, „enda viðurkenndi hinn strák- urinn það fyrir rétti.“ Þarf að kaupa klósettpappír Vera Brynjars í fangelsinu hefur ver- ið afar kostnaðarsöm og hafa þau þurft að leita til vina, vandamanna og ókunnugra eftir aðstoð. Kaupa þarf allar nauðsynjar fyrir hann og á þriggja mánaða fresti millifærir móðir hans peninga til hans svo að hann geti meðal annars keypt sér vatn og salernispappír. Borghild- ur hefur sjálf ekki rætt við hann í síma í rúmt ár og í langan tíma hef- ur enginn fjölskyldumeðlimur get- að hitt Brynjar. Hún hitti hann síðast mánuði eftir að hann var handtek- inn. „Það er ekki hægt að hringja í hann. Guð minn góður, ég held að ég hafi talað við hann einu sinni í síma fyrir rúmu ári,“ segir Borghildur. Þrátt fyrir sýknuna verður Brynjar áfram í varðhaldi næsta mánuðinn þangað til áfrýjunin verður tekin fyrir. „Hann getur fengið að koma út fyrr, en þá verðum við að borga tvær milljón- ir baht fyrir frelsið,“ segir mamma hans, en það eru tæplega átta millj- ónir íslenskra króna. Hún fer til hans í lok ágúst og hennar heitasta ósk er að geta tekið Brynjar með sér heim. Óhugnanleg fangelsi „Þau eru náttúrulega ekki til sóma,“ segir Borghildur um fangelsin í Bang- kok. „Þeir eru milli sjötíu og áttatíu í einu herbergi – sem er kannski tutt- ugu eða þrjátíu fermetrar. Þeir sofa bara hlið við hlið á steingólfi. Það er eitt klósett í miðju herberginu sem þeir hafa. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hún. Áður hafði komið fram að Brynjar hafi orðið fyrir ofbeldi í fang- elsinu en Borghildur vill ekki ræða það og segir að það viti enginn hver komi til með að lesa viðtalið. Hún óttast að umfjöllun um slíkt geti jafn- vel gert hlutina enn verri fyrir hann. Margar andvökunætur Fæstir geta gert sér í hugarlund hversu erfitt það er að standa í sömu sporum og Brynjar og fjölskylda hans. Þau hafa þó fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu og vinum, sem og ókunnugum, sem hefur veitt þeim aukinn styrk. „Þetta er búið að reyna mikið á okkur og hefur verið alveg hræðilegt. Þetta er búið að vera mjög erfitt og margar andvökunæt- ur,“ segir Borghildur. „Stundum hef- ur maður alveg verið að guggna.“ Aukinn styrkur Þegar hún fékk fregnir af því að Brynjar hefði verið sýknaður segist hún hafa fyllst auknum styrk. „Já, það má nú bara segja það. Ég var orðin alveg tóm. En í nótt þegar ég fékk að vita þetta, var eins og ég fengi auka kraft. Nú vil ég bara halda áfram að berjast fyrir þessu. Það versta er pen- ingahliðin. Ég veit ekki hvort lög- fræðingurinn þarf að fá meira greitt eða ekki.“ Íslenska utanríkisþjónust- an hefur verið fjölskyldunni innan handar með ýmislegt, en ekki getað aðstoðað þau fjárhagslega. Þau hafa þó getað borið skilaboð á milli og hefur ræðismaður Íslands í Taílandi getað fylgst með Brynjari í fangelsinu og reynst þeim vel. Dýrmætur stuðningur Sett var af stað söfnun fyrir Brynj- ar til að létta undir með kostnaðinn í tengslum við fangavistina. Andleg- ur stuðningur hefur einnig reynst fjölskyldunni dýrmætur. „Allt þetta fólk, vinir og vandamenn; stuðn- ingsmenn sem hafa stutt rækilega við bakið á okkur – ég veit ekki hvað við hefðum gert án þeirra. Það hef- ur verið mikill andlegur stuðningur og hann hefur aðstoðað mig við að halda áfram að berjast; trúa á guð og trúa því að þetta muni allt blessast. Ég treysti því að sannleikurinn verði ofan á að lokum. Saga Brynjar hef- ur ekkert breyst og hann segir alltaf bara sannleikann.“ Heimspekingur Borghildur sparar ekki falleg orð um son sinn. „Hann er yndisleg- ur drengur. Hann er þolinmóður og hann er mömmustrákur,“ segir hún. „Hann er svo yndislegur að ég veit varla hvernig ég á lýsa honum. Hann er mjög andlega þenkjandi og ég held að það hafi hjálpað honum rosalega mikið,“ segir hún en Brynj- ar hefur stundað mikið jóga og hef- ur meðal annars heimsótt Taíland til þess að læra hugleiðslu og jóga í munkaklaustri. Í fyrsta skipti sem hann fór til Taílands lærði hann kickbox. Í annað skipti heimsótti hann munkaklaustrið en þar fór hann í gegnum námskeið þar sem hann sór þagnareið og þagði í tíu daga. „Hann er svona lítill heim- spekingur,“ segir hún og segist telja að það hafi hjálpað honum að hann hafi lært hugleiðslu. Það hafi veitt honum styrk við erfiðar aðstæð- ur og gert honum kleift að halda sönsum í fangelsinu. Brynjar dvaldi einnig á sveitabæ í Taílandi og starf- aði á hrísgrjónaakri. Í staðinn fyr- ir vinnuna sem hann innti af hendi fékk hann hengirúm og mat. „Hann er voðalega mikið fyrir að reyna hluti sem aðrir myndu ekki hugsa um að gera,“ segir mamma hans. Heillaður af Taílandi Í þessari ferð var Brynjar þó aðeins að heimsækja Taíland þar sem hann var yfir sig numinn af fegurð landsins. Hafði hann kynnst stúlku sem hann átti í ástarsambandi við þegar hann var handtekinn. Borg- hildur veit ekki hvort stúlkan bíð- ur enn eftir Brynjari. Hún segir að ár án nokkurra samskipta sé bæði langur og erfiður tími fyrir ungt samband og tíminn verði bara að leiða í ljós hvað verði. „Ég fer til hans 22. ágúst,“ segir Borghildur og þegar blaðamaður spyr hvort hún vonist til að geta tekið Brynj- ar með sér heim þá segir hún: „Ég vildi óska þess – svo sannarlega.“ 1. ágúst 2012 Miðvikudagur SÝKNAÐUR EN FÆR EKKI AÐ FARA HEIM „Þetta er mikill léttir og þó að það sé smá skuggi fram und- an þá er samt léttir að hann hafi verið sýknaður. n Brynjar sýknaður en þarf að bíða eftir að áfrýjun verði tekin fyrir n Í haldi í ár vegna meints fíkniefnabrots Styrktarreikningur fyrir Brynjar Reikningsnúmer: 0537-26-494949 Kennitala: 060549-4949. Sýknaður Brynjar var sýknaður en fær ekki að fara heim. Saknar hans Borghildur Antonsdóttir segist vonast til að geta sótt Brynjar í lok ágúst. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is 10 Fréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.