Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Qupperneq 6
Hjón vilja í Hæstarétt
n Sjö umsækjendur um stöðu dómara
S
jö umsóknir bárust innanrík
isráðuneytinu um embætti
tveggja dómara við Hæstarétt.
Tvær stöður hæstaréttardóm
ara voru auglýstar í byrjun júlí.
Umsækjendur eru doktor Aðal
heiður Jóhannsdóttir, prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands, Arnfríður
Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur, Ása Ólafsdóttir, lektor
við lagadeild Háskóla Íslands, Bene
dikt Bogason, settur hæstaréttar
dómari, Brynjar Níelsson hæstarétt
arlögmaður, Helgi I. Jónsson, settur
hæstaréttardómari, og Ingveldur Þ.
Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur. Þau Brynjar og Arn
fríður eru hjón. Skipað verður í em
bættin frá og með 1. október 2012,
eða eftir að dómnefnd sem fjallar
um hæfni umsækjenda um dóm
araembætti hefur lokið starfi.
Einn landsdómsdómari er með
al umsækjenda, Benedikt Boga
son, sem taldi að sýkna bæri Geir H.
Haarde af öllum ákæruliðum. Helgi
I. Jónsson átti upphaflega að sitja í
landsdómi en vék þar sem hann var
tímabundið settur hæstaréttardóm
ari og gat því ekki setið í dómnum
fyrir hönd héraðsdóms.
6 Fréttir 8. ágúst 2012 Miðvikudagur
V
ið höfum alltaf borgað reikn
ingana okkar, meira að segja
rétt eftir kreppu; alltaf. Við
höfum aldrei komist í van
skil. Maðurinn minn er kom
inn með fínar tekjur og þeir fá fyrsta
veðrétt í verðmætri eign á Reyðarfirði
– samt hafna þeir því að flytja veðið,“
segir Elísabet Reynisdóttir, nemi við
Háskóla Íslands, sem nýverið fluttist
búferlum frá Reykjavík til Reyðarfjarð
ar. Elísabet tók árið 2006 lán hjá Frjálsa
fjárfestingarbankanum upp á 7 millj
ónir króna, tryggt með fyrsta veðrétti í
eign sinni í Barmahlíð í Reykjavík. Sú
eign er verðmetin í kringum 30 millj
ónir. Elísabet seldi nýverið þá eign og
keypti einbýlishús á Reyðarfirði fyrir
svipaða upphæð. Elísabet vildi í kjöl
farið flytja veðréttinn yfir á nýju eign
ina og bauð veðhafanum, Frjálsa
fjár festingar bank anum sem nú er í
slitameðferð vegna gjaldþrots, fyrsta
veðrétt í nýju eigninni – en fékk synjun.
Gulltryggðir
Samkvæmt veðlögunum fær sá veð
hafi sem á fyrsta veðrétt allt sitt greitt
af andvirði veðandlagsins komi til þess
að lántakandi geti ekki greitt af láninu,
á undan öðrum veðhöfum. Svo virðist
því sem lán Frjálsa fjárfestingarbank
ans sé jafn vel tryggt hvort sem það er
tryggt með veði í fasteigninni í Reykja
vík eða á Reyðarfirði. ,,Húsið sem ég
keypti er eins og danskur herragarður;
gífurlega flott eign,“ segir Elísabet.
Vegna synjunar bankans þurfti El
ísabet að taka nýtt lán hjá Íbúðalána
sjóði til að greiða niður téð lán Frjálsa
fjárfestingarbankans – og tapaði háum
fjárhæðum á þeim gjörningi. „Fyrir
utan að þetta eyðilagði sumarfríið mitt
þá tapaði ég í kringum hálfri milljón.
Auðvitað veit ég að það eru aðrir sem
hafa lent í verri hremmingum í við
skiptum sínum við þessar lánastofn
anir en þessi umræða verður að fara
af stað,“ segir Elísabet og bætir við að
svona viðskiptahættir séu vanvirðing
við landsbyggðina, þaðan sem stór
partur þjóðarteknanna komi.
Hún sakar bankann um að hafa
orðið margsaga í rökstuðningi sínum
fyrir synjuninni. „Fyrst sögðu þeir að
ástæðan væri sú að þeir hefðu ekki úti
bú á Reyðarfirði. Svo sendi ég tölvu
póst og tjáði þeim þá skoðun mína að
ég væri ekki sátt við gefna skýringu og
þá drógu þeir hana til baka og sögðust
ekki tryggja lán með veði í fasteignum
utan Reykjavíkur og Akureyrar.“
„Þetta er bara vesen“
„Væntanlega vegna þess að Frjálsi hef
ur aldrei unnið á Reyðarfirði. Það er í
rauninni verið að fara út fyrir starfs
svæði bankans,“ segir Magnús Pálm
arsson, upplýsingafulltrúi Frjálsa fjár
festingarbankans, um það hvers vegna
bankinn samþykkti ekki téðan veð
flutning. Aðspurður hverju það skipti
að húsið sé á Reyðarfirði ef bankinn
er jafntryggður á báðum stöðum segir
Magnús: ,,Það er bara valkostur lána
stofnunarinnar hvort hún vilji veð á
Reyðarfirði. Þar erum við ekki með
neina samstarfsaðila, enga menn til
að meta eignina; þetta er bara vesen ef
eitthvað kemur upp á.“
En hvað gæti komið upp á? „Hún
gæti hætt að borga. Og þá eigum við
eign á Reyðarfirði. Ég held að menn líti
á þetta sem síðra veð. Af hverju álíta
menn landsbyggðina erfiðari? Vegna
þess að hún er erfiðari – það er ekkert
sem menn eru að giska á. Það er erf
iðara að eiga eign á Reyðarfirði; þetta
er lítill fasteignamarkaður og þarna er
örugglega ekki mikil fasteignavelta.“
Magnús segist þó ekki hafa kann
að ástand fasteignamarkaðarins á
Reyðarfirði. „Hef ég kannað það eitt
hvað sérstaklega? Hefur þú kann
að það eitthvað sérstaklega; þú ert að
skrifa greinina?“ segir Magnús og bæt
ir við: „Ef þú ert á einhverjum „Frjálsa
veiðum“ þá bara verði þér að góðu;
hann er dauður. Þú ert ekkert að fæla
neina viðskiptavini í burtu.“
Líflegur fasteignamarkaður
„Hér er búið að vera mjög líflegur fast
eignamarkaður að undanförnu og
mér finnst mjög furðulegt að heyra
þessa sögu,“ segir Páll Björgvin Guð
mundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggð
ar, um málið. „Þarna [á Reyðarfirði]
er bara svo sterk og mikil atvinnuupp
bygging að þetta er mjög skrítið. Eðli
leg fasteignaviðskipti geta farið fram
á Reyðarfirði; ég get fullvissað þig um
það.“
landsbyggðin
þykir óveðhæf
n Frjálsi fjárfestingarbankinn neitaði að flytja veð frá Reykjavík til Reyðarfjarðar
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
„Ef þú ert á ein-
hverjum „Frjálsa-
veiðum“ þá bara verði
þér að góðu; hann er
dauður. Þú ert ekkert
að fæla neina við-
skiptavini í burtu.
Elísabet Reynisdóttir Tapaði hálfri
milljón.
Slökktu hættu-
legan varðeld
Lögreglan á Vestfjörðum segir í
tilkynningu að skemmtanahaldið
á Ísafirði hafi gengið vel fyrir sig
um helgina. Litlu hafi þó mátt
muna að illa færi í Tungudal þar
sem varðeldur var kveiktur í
skóginum við tjaldstæðið. Með
snarræði hafi tekist að slökkva
eldinn með aðstoð slökkviliðsins á
Ísafirði. „Vart þarf að geta þess að
þarna hefði getað farið illa,
skógurinn er mjög þurr og margir
sumarbústaðir í nágrenninu. Ekki
er vitað hverjir voru þarna að
verki.“
Lögreglan lýsir yfir ánægju með
góða gæslu tengda Mýrarboltan
um og að sá viðburður hafi gengið
vel og stórslysalaust fyrir sig.
Nauðgunar-
mál óupplýst
Enginn er í haldi grunaður vegna
kynferðisbrotamálanna sem upp
komu í Eyjum á sunnudags
kvöldinu og mánudagsmorgun.
Alls komu upp þrjú kynferðis
brotamál á Þjóðhátíð og var 22
ára maður handtekinn vegna
eins þeirra, sem átti sér stað
aðfaranótt laugardags. Sá neitar
sök í málinu en hann hefur
komið við sögu lögreglu áður
vegna minni brota.
Enginn er þó í haldi grunaður
um aðild að hinum tveimur
málunum. Hið fyrra var kært um
miðnætti á sunnudeginum en hið
seinna undir morgun á mánudeg
inum. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu var lögreglu gefin
greinargóð lýsing á geranda í öðru
málinu en í hinu hafði fórn
arlambið ekki eins skýra mynd af
geranda og atburðarásinni.
Málin eru enn í rannsókn og er
nú verið að fara yfir upptökur úr
eftirlitsmyndavélum í Herjólfsdal.
Er lögreglan meðal annars að kanna
hvort fórnarlömbin sjáist þar og er
vonast eftir því að það muni vísa
lögreglu á geranda í málunum.
Sækir um Hjónin Brynjar Níelsson og Arnfríður Einarsdóttir vilja bæði stöðu hæstaréttardómara.