Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Page 10
Framsókn dreymir um eigið málgagn 10 Fréttir 8. ágúst 2012 Miðvikudagur M ánuðum saman hafa að- ilar innan Framsóknar- flokksins íhugað kaup eða rekstur á fjölmiðli sem talað gæti máli fram- sóknarstefnunnar. Svo virðist sem framsóknarmenn telji á sig halla í umfjöllun fjölmiðla. Flokkurinn njóti ekki sannmælis og sjónar- mið hans komist ekki til skila vegna fjandskapar blaðamanna gagnvart flokknum. Þetta kemur fram í sam- tölum við fjölda viðmælenda DV sem tengjast innra starfi flokksins, forustu og aðila sem hafa yfirgefið hópinn á síðustu misserum. Af þessum sökum hafa aðil- ar tengdir Framsóknarflokkn- um, Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni, formanni flokksins sem og Útgáfufélags Tímans sem um tíma rak vefsvæðið timinn.is, gert að minnsta kosti tvö sölutilboð í Fréttatímann. Að flokkurinn eignist málgagn sem hafi ásýnd óháðs fjöl- miðils er af hópi flokksmanna talið lykillinn að góðum árangri í næstu alþingiskosningum. Huldumaðurinn Helgi „Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi,“ sagði Helgi Þorsteinsson í samtali við DV undir lok síðasta mánaðar þegar blaðið spurðist fyr- ir um kauptilboð hans í útgáfufé- lag Fréttatímans. Helgi er fulltrúi hóps fjárfesta sem lýst hafa áhuga á að kaupa blaðið. Samkvæmt heim- ildum DV hefur Helgi fram undir miðjan ágúst til að klára fjármögn- un á 70 milljóna króna kauptilboði. Helgi er framkvæmdastjóri Útgáfu- félags Tímans, félags sem fór með rekstur á vef Tímans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir tilraun til að kaupa Fréttatímann samkvæmt heimildum DV. „Útgáfufélagið tengist þessu ekki,“ sagði Snorri Sturluson, eig- andi Útgáfufélags Tímans, við sama tækifæri við DV. Blaðið leit- aði til Snorri til að kanna þátt hans í kauptilboði Helga í Fréttatímann. Snorri vildi ekki taka fyrir að hann kæmi að kauptilboðinu eða aðil- ar honum tengdir. Helgi sagði við sama tilefni Framsóknarflokkinn ekki standa að kaupunum né að- ila tengda flokknum. „Ég get neit- að þessu strax. Kaupin eru ekki í tengslum við Framsókn. Þeir fjár- festar sem ég hef rætt við er ég ekki viss um hvar eru en ég mun upp- lýsa um það ef af verður,“ svaraði hann spurningum um tengsl Fram- sóknarflokksins við kaupin en vildi að öðru leyti ekki tjá sig. Áður boðið í Fréttatímann Helgi fór fyrir hópi ónafngreindra fjárfesta fyrr á árinu. Hópurinn leit- aði þá til eigenda Fréttatímans um hvort áhugi væri fyrir að selja út- gáfuna. Samkvæmt heimildum DV mun Helgi þá meðal annars hafa unnið fyrir Snorra. Um 150 milljóna króna verðmiði Fréttatímans mun hafa fælt Snorra sem og aðra fjár- festa frá kaupunum. Þeir sem blað- ið ræddi við voru allir sammála um að afar ólíklegt væri að Snorri eða Helgi stæðu sjálfir að fjármögnun á kaupum á Fréttatímanum. Hópurinn gerði þó samkvæmt heimildum DV sams konar tilboð og nú er til umræðu í mars en því tilboði var strax hafnað af eigend- um Fréttatímans og raunar ekki talið raunsætt tilboð. Í umfjöllun DV frá 30. júlí segir að Helgi hafi á síðasta ári gert kauptilboð í Frétta- tímann. Nánari eftirgrennslan hef- ur leitt í ljós að tilboðið var gert fyrr á þessu ári og náði ferlið hápunkti í marsmánuði. Helgi hafði skömmu áður hætt sem auglýsingasali hjá 365 miðlum. Aðspurður hvað tæki við mun Helgi hafa sagt kollegum sínum hjá 365 miðlum að það kæmi í ljós og að eftir yrði tekið. Eigendur Fréttatímans munu samkvæmt viðmælendum DV hafa lagt lánasamning bandaríska fjár- festisins Michaels Jenkins til út- gáfufélags Fréttatímans til grund- vallar að verðmati útgáfunnar í mars. Lán Jenkins við stofnun út- gáfunnar nam hálfri milljón dollara eða rétt umfram 60 milljónir króna. Ákvæði í lánasamningnum heimil- ar að láninu sé breytt í hlutafé en verðmæti lánsins er samkvæmt samningnum 40 prósent af hluta- fé útgáfufélags Fréttatímans. 150 milljóna króna verðmiðinn virð- ist því tekinn nánast hrátt upp úr mati lánasamningsins. Það er því ljóst að núverandi kauptilboð upp á tæpar 70 milljónir króna er í raun aðeins andvirði Jenkins-lánsins og því töluvert verðfall frá því fyrr á ár- inu. Framsóknartengslin Þótt opinberlega hafi Útgáfufélag Tímans ekki aðra tengingu við Framsóknarflokkinn en að leigja Tíma-nafnið af flokknum má ljóst vera að tengsl félagsins við flokkinn og núverandi forustu eru umtals- vert meiri en opinberlega er gefið upp. Varnarþing félagsins er í Fram- sóknarhúsinu að Hverfisgötu og rit- stjórn félagsins var með aðsetur á skrifstofu flokksins, nánar tiltekið á skrifstofu borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins. Útgáfufélagið var stofnað af þeim Skúla Sveinssyni, lögmanni og fast- eignasala, og Snorra Sturlusyni lög- manni. Hlutafé félagsins er skráð ein milljón króna. Skúli afsalaði sér öllu hlutafé sínu í október í fyrra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sá til þess að Skúli, annar stofnenda félagsins, yrði formaður laganefnd- ar á miðstjórnarfundi flokksins á Húsavík árið 2010. Kosning sem vakti nokkra athygli á sínum tíma. Eftir framsalið er félagið alfarið í eigu Snorra. Tilvist útgáfufélags- ins kom mörgum innan flokksins nokkuð á óvart. Lögbannskrafa fé- lagsins á bloggsvæði Illuga Jökuls- sonar á vefnum eyjan.is varð til þess að félagið varð opinbert. Illugi hafði þá haldið úti bloggsíðunni Tíminn. Útgáfufélagið var stofnað aðeins nokkrum dögum áður en krafan var lögð fram. Auk þess að fara með hlutafé Út- gáfufélagsins hefur Snorri Sturlu- n Tvö tilboð í Fréttatímann n Tortryggni gagnvart fjölmiðlum n Baktjaldamakk í kringum Tímann Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Þetta er allt á mjög við- kvæmu stigi Varnarþing miðilsins Tíminn.is var með varnarþing og ritstjórnarskrifstofu á Hverfisgötu 33, skrifstofu Framsóknar. Aðilar tengdir félaginu hafa í tvígang gert tilboð í Fréttatímann. Vantreysta fjölmiðlum Framsóknarmenn virðast vantreysta fjölmiðlum gríðarlega. Af þeim sökum hafa aðilar innan flokksins lengi látið sig dreyma um framsóknarfjölmiðil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.