Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn
A
gnes M. Sigurðardóttir, nýr
biskup Íslands, ber með sér
von Þjóðkirkjunnar um að
snúið verði af þeirri ógæfu
braut sem mörkuð var af
forverum hennar í embætti. Síðustu
árin hefur kirkjan verið á stöðugu
undanhaldi vegna þess að fólk hef
ur sagt upp nauðungaráskriftinni og
flúið samtökin. Þúsundum Íslendinga
hefur ofboðið sú ömurlega afgreiðsla
sem átti sér stað þegar upp komu
kynferðisbrot kirkjunnar þjóna. Verst
var samt klúðrið þegar hópur kvenna
sakaði Ólaf Skúlason, biskup Íslands,
um slíka hegðun. Á meðal þeirra sem
sökuðu biskup um óeðli var dótt
ir hans. Fjölmargir prestar fylktu liði
að baki foringja sínum og forsmáðu
konurnar. Karl Sigurbjörnsson bisk
up reyndi að þagga málið niður með
því að stinga undan bréfi. Og nokkr
ir prestar, sem enn sitja í embætt
um sínum, brugðust með herfilegum
hætti trausti safnaða sinna. Afleiðing
alls þessa var flótti sóknarbarna í aðra
söfnuði og trúnaðarbrestur þjóð
ar og Þjóðkirkju. Seint og síðar meir
hrökklaðist Karl biskup úr embætti.
Agnes biskup kemur úr Bolungar
vík, lítilli sókn úti á landi. Hún er
fyrsta konan til að gegna þessu æðsta
embætti Þjóðkirkjunnar. Í viðtali við
helgarblað DV sagði hún með yfir
lætislausum og einkar hreinskilnum
hætti frá lífi sínu og starfi. Sjálf hefur
hún gengið í gegnum hjónaskilnað
sem breytir þó ekki afstöðu hennar til
hjónabandsins sem hún styður. Hún
styður það heilshugar að samkyn
hneigt fólk fái að ganga í hjónaband.
Hún er afdráttarlaus hvað það varð
ar að mistök fortíðar megi ekki eiga
sér stað aftur innan Þjóðkirkjunnar.
„Svona mál verða ekki þögguð niður
lengur,“ sagði Agnes við DV.
Fyrst og fremst kemur fram í við
talinu að hún er manneskja en ekki
einstaklingur sem telur sig hátt yfir
aðra hafinn. „Ég vil ekki vaða yfir
fólk,“ segir Agnes.
Það er ástæða til að ætla að Þjóð
kirkjunni farnist betur með Agn
esi sem leiðtoga en forvera hennar.
Hugsanlega er mestu niðurlægingu
Þjóðkirkjunnar á síðari tímum lokið.
Nýr biskup áttar sig á því að kirkj
an má ekki ofbjóða fólki sínu. Hér
ríkir trúfrelsi og enginn þarf að vera
nauðugur innan vébanda Þjóðkirkj
unnar. Agnesar bíður nú það verkefni
að bæta skaðann sem syndir forvera
hennar hafa valdið.
Yfirgaf Jón Ásgeir
n Fjölmiðlakóngurinn Ari
Edwald er nú fluttur með
fjölskyldu sína úr Reykja
vík í Garðabæ. Ari leigði af
samstarfsmanni sínum, Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni athafna
manni, á Laufásvegi. Mun
honum hafa þótt fremur
þröngt þar enda telur ört
stækkandi fjölskyldan níu
manns. Hann yfirgaf því
hús Jóns í síðustu viku til að
flytja í Garðabæ.
Bjargvætturinn Jón
n Í herbúðum ESBsinna eru
menn uppfullir af þakklæti í
garð Jóns Bjarnasonar, fyrrver
andi sjávarútvegsráðherra.
Jón hefur verið grjótharður
andstæðingur umsóknar að
Evrópusambandinu og beitti
valdi sínu sem ráðherra til að
tefja framgang mála. Nú er
Jóni þakkað að málið er ekki
komið lengra. Telja Evrópu
sinnar augljóst að við núver
andi aðstæður hefði þjóðin
kolfellt samninginn. Aftur á
móti muni Evrópa braggast
á næstu misserum og staðan
gjörbreytast.
Sjóðheitur
þingmaður
n Nokkur spenna er innan
Samfylkingar vegna yfirvof
andi formannsskipta. Ekki
er í sjónmáli arftaki Jóhönnu
Sigurðardóttur
nema ef vera
skyldi Sigríð
ur Inga Inga
dóttir sem
upplýsti um
áhuga sinn í
DV. Árni Páll
Árnason þingmaður er stóð
heitur fyrir stólnum en óljóst
er um bakland hans. Víst er
að Jóhanna er fráhverf því
að hleypa Árna í formanns
stöðuna. Því er jafnvel spáð
að hún muni fremur halda
áfram en láta Árna Páli eftir
leiðtogasætið. En þetta mun
skýrast á næstu misserum.
Skuldakóngar
sparisjóðs
n Birgir Þór Runólfsson, dós
ent í viðskiptafræði, hef
ur tekið sæti í rannsóknar
setri Hannesar Hólmsteins.
Birgir og kona hans skulduðu
Sparisjóðnum í Keflavík 436
milljónir króna þegar sjóður
inn var tekinn yfir af Lands
bankanum. Þá sat Birgir í
stjórn sparisjóðsins sem
Fjármálaeftirlitið snupraði.
Jónmundur Guðmarsson, fram
kvæmdastjóri Sjálfstæðis
flokksins, er stjórnarmaður
í rannsóknarsetrinu. Hann
átti stóran hlut í félaginu
Bergi sem nýverið var tek
ið til gjaldþrotaskipta eftir
að hafa meðal annars þeg
ið hundraða milljóna lán
frá Sparisjóðnum í Keflavík.
Jónmundur og Birgir munu
væntanlega deila reynslu
sinni á rannsóknarsetrinu.
Þetta er klárlega
draumadjobbið
Útihátíðirnar
eru að breytast
Valdimar Guðmundsson er ekki ennþá orðinn ríkur af söngnum. – DV Gunnar Smári Egilsson reiknar með því að Herjólfsdalur verði lokaður börnum. – DV
Einlæg Agnes
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Svona
mál verða
ekki þögguð
niður lengur
Þ
jóðin veit að líkt og samhugur
er forsenda farsæls fjölskyldu
lífs eru takmörk fyrir því hve
lengi samfélag þolir þá upp
lausn sem stöðug átök hafa í för með
sér. Því heiti ég á þessari stundu á okk
ur öll, sem sækjum umboð til þjóðar
innar, heiti á Alþingi og sveitarstjórn
ir, alla sem kjörnir eru til ábyrgðar, að
við tökum upp nýja siði, látum átökin
víkja á þann veg að breiður stuðning
ur verði að baki ákvörðunum.“ Þess
um orðum beindi forseti Íslands til Al
þingis nú fyrir nokkrum dögum þegar
hann tók við embætti í fimmta sinn.
„Sælir eru friðflytjendur,“ sagði
annar aðili í annarri ræðu við ann
að tækifæri og bætti við: „Því að þeir
munu Guðs börn kallaðir verða.“
Margur forhertur orðhákurinn hefur
sjálfsagt klökknað við að sjá gamlan
berserk og baráttujaxl ganga í Guðs
barnahóp eftir áratuga stjórnmálaátök
og hvetja aðra stríðsmenn til að kveðja
sitt skítlega eðli og friðmælast. Það fer
ekki milli mála að Alþingi er vettvang
ur átaka flesta þá daga sem þinghald
stendur.
Það var til að mynda aldeilis ekki
skemmtilegt að horfa upp á Icesave
deiluna. Um hvað snérist sú deila? Átti
hún upptök sín í sölum þingsins?
Nei, hún snérist um skuld sem
stórar þjóðir vilja innheimta hjá ís
lensku þjóðinni. Hafði Alþingi stofn
að til þeirrar skuldar? Nei, það gerðu
svokallaðir útrásarvíkingar sem for
seti lýðveldisins lofsöng og prísaði
og krossaði í bak og fyrir með orðu
veitingum.
Aðkoma Alþingis snérist um að
leysa þetta mál og um hina „réttu
lausn“ voru skiptar skoðanir. Engu að
síður var að lokum „breiður stuðning
ur“ við lausn (Buchheitsamninginn)
sem á núvirði hefði sennilega kostað
um 32 milljarða, eða minna en hrun
Sparisjóðsins í Keflavík, að maður tali
nú ekki um það alheimsundur sem
var gjaldþrot Seðlabanka Íslands.
Önnur deila á þingi hefur snúist um
þá kröfu að þjóðin komi að því að setja
sér nýja stjórnarskrá. Þetta verkefni er
ekki óþarfara en svo að unnið hefur
verið að því á Alþingi áratugum saman
án þess að niðurstaða hafi náðst. Af
hverju? Jú, vegna þess að þar er djúpur
ágreiningur um ýmsa hluti, t.d. hvort
staðfesta skuli sameiginlegan eignar
rétt á auðlindum lands og sjávar.
Þá er komið að málum eins og
veiðigjaldi og fiskveiðistjórnunarkerfi.
Eiga hagsmunaátök um þau mál
upptök sín á Alþingi? Eða annars stað
ar í þjóðfélaginu? Eða rammaáætlun
um notkun eða friðun landssvæða í
sambandi við virkjunarframkvæmd
ir? Er líklegt að stóriðjufíklar og græn
ingjar og fulltrúar þeirra á þingi fallist
orðalaust í faðma yfir því máli? Hvaða
átök er forsetinn að áminna okkur um
að forðast? Ber að forðast friðsam
leg – en oft harkaleg – skoðanaskipti á
Alþingi, einni elstu lýðræðisstofnun í
okkar heimshluta? Hvað og hvers virði
væri Alþingi án þeirra átaka sem fylgja
friðsamlegum skoðanaskiptum um
hugsjónir og hagsmuni? Alþingi án
átaka væri átakanlegt.
Í vaxandi mæli eru þó hörð átök á
Alþingi fullkomlega tilgangslaus.
Ástæðan er sú að með tímanum
mun koma í ljós að kjarni Búsáhalda
byltingarinnar var ófrávíkjanleg krafa
þjóðar til þings um beint lýðræði í
auknum mæli. Frá og með Búsáhalda
byltingunni hafnar þjóðin forsjá kjör
inna fulltrúa í hinum stærstu málum.
Hinar stærstu ákvarðanir vill þjóð
in taka sjálf. Mörg slík mál eru óút
kljáð nú á síðasta hluta þessa kjör
tímabils, t.d. þau sem áður hafa verið
nefnd: stjórnarskrá, auðlindaákvæði,
rammaáætlun, fiskveiðistjórnun. Öll
eru þau hluti af spurningunni: Hver
á Ísland?
Þeirri grundvallarspurningu á
þingið ekki að svara heldur þjóðin.
Það væri því skynsamlegt að láta
tilgangslaus átök og fyrirsjáanlegt
málþóf ekki yfirskyggja störf þings
ins fram að næstu kosningum. Sá tími
er liðinn að þjóðin veiti Alþingi um
boð til að taka endanlegar ákvarðanir
í málum sem þessum. Notum heldur
tækifærið og leitum til þjóðarinnar
um afdráttarlausa leiðsögn varðandi
þessi stóru mál samhliða næstu þing
kosningum.
Krafan um beinna lýðræði birtist
sem vaxandi vantraust í garð Alþing
is. Þetta á að vera okkur áminning um
að nútímatækni gerir þátttöku allra
atkvæðisbærra borgara í ákvarðana
töku í stórauknum mæli ekki bara
mögulega heldur sjálfsagða. Málþóf
á Alþingi á að heyra sögunni til. Þess
í stað á ákveðinn minnihluti þing
heims að öðlast rétt til að vísa málum
í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Með beinu lýðræði, aukinni þátt
töku þjóðarinnar í ákvarðanatöku
takmörkum við völd og léttum ábyrgð
kjörinna fulltrúa. Réttinn til að eiga
síðasta orðið á sá aðili sem er upp
spretta alls valds.
Það er þjóðin sjálf sem á að vera
sinn eigin „sterki leiðtogi“.
Hinn sterki leiðtogi!„Alþingi
án átaka
væri átakanlegt
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu-
og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 8. ágúst 2012 Miðvikudagur
Kjallari
Þráinn Bertelsson