Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Qupperneq 17
Ég fékk símtal
frá lögregluþjóni
Ég á samkyn-
hneigða vinkonu
Marteinn Sveinsson missti 17 ára son sinn í bílslysi. – DVAgnes M. Sigurðardóttir biskup segist ekki líta öðruvísi á samkynhneigða en annað fólk. – DV
Gleraugu, heyrnartæki
og ævaforn vefmarkmið
Þ
að hafa margir haft samband
við mig og spurt hvort ég hafi
greitt atkvæði með nýjum þing-
skapalögum þar sem m.a. var
samþykkt að þingmenn fengju styrk
til að kaupa sér heyrnartæki og gler-
augu. Í stuttu máli sagt þá er svarið
einfalt: nei. Ég er hjartanlega sam-
mála þingmanninum Merði Árna-
syni í þeirri almennu og skynsömu
afstöðu að þingmenn eigi ekki undir
neinum kringumstæðum að fjalla um
og ákveða sín eigin kjaramál. Flókna
svarið tengist þeirri staðreynd að ég
var ekki stödd í þingsal vegna starfa á
vegum Alþingis erlendis þegar greidd
voru atkvæði um þingskapamálið
og ég hafði þegar ég undirbjó vara-
mann minn ekki önnur orð um málið
en þær upplýsingar sem fyrir lágu á
þeirri stundu sem voru eftirfarandi;
öll mál sem ekki er sátt um hafa ver-
ið tekin af forgangslista yfir þingmál
sem verða kláruð fyrir þinglok, þar á
meðal ný þingskapalög. Formaður
þingskapanefndar hafði upplýst mig
um það að málinu hefði verið sópað
af borðinu, vegna samkomulags for-
manna stjórnmálaflokka og forseta
þingsins um hvaða mál myndu fá af-
greiðslu við þinglok. Því tjáði ég vara-
manni mínum ekki mína afstöðu til
einstakra þátta þessara laga um þing-
sköp frekar en annarra laga sem ég
hafði beina aðkomu að og ákveðið var
að fresta framkvæmd á til haustþings.
Foringjaálag og álag
varavaramanna
Í fullkominni hreinskilni þá var ég
ekki með hugann við tillögur aðal-
lögfræðings og aðstoðarskrifstofu-
stjóra Alþingis um gleraugnakaup
og líkamsræktarkort. Mín mótmæli á
fundunum snérust enn og aftur um
aukagreiðslur til þingmanna sem
gegna embættum vara- og varavara-
formanna í fastanefndum. En við-
komandi fá álagsgreiðslur fyrir að
gera nákvæmlega ekki neitt meira
en óbreyttir þingmenn sem, nota
bene, fá ekki aukagreiðslur fyrir að
sitja í fastanefndum enda bara hluti
af starfinu okkar. Ég vildi jafnframt
afnema að formenn minnihluta-
flokka fái greidd 50% af þingfarar-
kaupi fyrir að vera foringjar en ég er
einmitt formaður Hreyfingarinnar
núna og hef eins og hinir fyrrverandi
formenn Hreyfingarinnar afþakkað
þessar greiðslur frá ríkissjóði. (Þing-
menn Hreyfingarinnar skiptast á
að vera „foringjar“ á ársgrundvelli.)
Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir og
myndu léttilega slaga upp í ansi mörg
heyrnartæki og gleraugu á ársgrund-
velli. Persónulega finnst mér að eigi
formenn að fá meira fyrir að vera for-
menn stjórnmálaflokka, því fylgir jú
töluvert mikið aukaálag, borgi flokk-
arnir fyrir það sjálfir. Þeir velja að
hafa mikið álag á einni manneskju og
það hefur nákvæmlega ekki neitt að
gera með þingsköp eða skyldur þing-
manna.
Því miður hefur múgæsingin um
þetta mál enn og aftur snúist um að
mótmæla aukaatriðinu – þó harla sið-
laust það sé – á meðan aðalatriðin fá
litla sem enga athygli.
Markmið vefs Alþingis
eru frá 2001
Ég lagði höfuðáherslu á að aðgengi
almennings að málum í vinnslu á
Alþingi yrði lagfært í vinnu minni í
þingskapanefnd sem og aðgengi að
upplýsingum um afgreiðslu mála. Al-
menningur væntir þess að geta veitt
kjörnum fulltrúum meira aðhald og
að geta fylgst í rauntíma með þeim
ákvörðunum sem er verið að taka
fyrir hann. Það er augljóst að mark-
mið vefsins eru börn síns tíma en
þau voru sett árið 2001, viðmið verða
að ganga út frá þeim veruleika sem
við búum við í dag. En eins og sjá má
er ekki gert neitt ráð fyrir áhuga al-
mennings og hagsmunasamtaka á að
fylgjast með og fá tækifæri á að tjá sig
um þau mál sem eru til umfjöllunar
á Alþingi.
Núverandi markmið vefs Alþingis
1. Að veita almenningi, hagsmuna-
samtökum og fyrirtækjum aðgang að
opinberum gögnum sem varða störf
Alþingis.
2. Að veita alþingismönnum og
starfsmönnum Alþingis aðgang að
þingmálum, þingræðum og öðrum
upplýsingum um starfsemi þingsins.
3. Að auðvelda aðgang að fjöl-
þjóðastofnunum og erlendum opin-
berum stofnunum á vefnum.
4. Að auka þekkingu á Alþingi,
sögu þess, hlutverki og starfsháttum.
Ný markmið 2012
1. Að veita almenningi, hagsmuna-
samtökum og fyrirtækjum beint
aðgengi að umsagnarferli mála
þegar þau eru til umfjöllunar á
nefndarsviði.
2. Að efla tengsl og samskipti á
milli almennings og þingmanna.
3. Að auka þekkingu og yfirsýn al-
mennings og hagsmunasamtaka á
því hvaða lýðræðislega rétt þau hafa
með aðkomu að umsagnarferlum
mála á meðan þau eru til meðferðar
Alþingis.
Til þess að þetta sé hægt má
nýta sér tækni og aðferðir sem hafa
þegar gefið góða raun, eins og t.d.
tilraunir stjórnlagaráðs til að hvetja
almenning til að koma skoðunum
og athugasemdum á framfæri við
ráðið milliliðalaust, sem og tilraun-
ir með Betri Reykjavík til að efla
þátttöku almennings og aðkomu að
ákvarðanatöku í málefnum borg-
arinnar. Þá er lagt til að fólk geti
fengið áskrift að málefnaflokkum
sem það hefur áhuga á að fylgjast
með, hvort heldur sem það lýtur að
sérstökum nefndum eða málefn-
um. Forgangsmál vefþróunar fyrir
Alþingi ætti að snúast um að þróa
áfram rafræna afhendingu um-
sagna og gera texta umsagna leit-
arhæfan. Það er mjög brýnt að ÖLL
skjöl verði rafræn og leitarhæf. Vef-
ur Alþingis þarf að vera samþættur
við samfélagsmiðla. Í nýju vefum-
sjónarkerfi þarf að vera auðvelt fyr-
ir aðra að tengja við allar tegund-
ir efnis frá vef Alþingis og að kerfið
geti fylgt eftir þeirri rauntímaþróun
sem á sér stað á samfélagsvefjum
sem og leitarvélum. Heimila þarf
öðrum vefjum að birta efni af vef
Alþingis, síðan ætti ný og öfluð leit-
arvél að vera algert forgangsmál. Ég
vona að mér takist að koma þess-
um nýju viðmiðum að í endurupp-
töku þingskapalaga í haust og mun
jafnframt leggja til að heyrnartæki,
gleraugu og líkamsræktarkortafor-
réttindi verði afnumin og kjararáði
alfarið falið að fjalla um kjaramál
þingmanna.
Kátt á hjalla Það var margt um manninn á Flúðum þar sem hin árlega traktorstorfærukeppni fór fram. Eins og sjá má voru tilþrifin mikil. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin
Umræða 17Miðvikudagur 8. ágúst 2012
1 Bað hennar í brekkusöngnum Biggi bað unnustu sinnar á Þjóðhátíð
í Eyjum.
2 Foreldrar í kapphlaupi við netheima eftir andlát dóttur
sinnar
Foreldrar Hennýjar kepptust við að
láta vini og vandamenn vita áður en
fregnirnar bærust á Facebook.
3 Sextán ára stúlka horfin sporlaust
Leit að stúlku í Osló hefur engan
árangur borið.
4 Andrea „slæma stelpa“ með lág laun
Formaður Torpedo Crew með 64
þúsund á mánuði.
5 Magnaðar myndir frá Mars Fyrstu myndirnar úr geimfarinu Curios-
ity á Mars eru ansi hreint magnaðar. .
6 Sviku tugi milljóna úr Íbúðalánasjóði en eru ekki
launaháir
Fimmmenningar tengdir glæpasam-
tökum sviku fé út úr Íbúðalánasjóði.
7 Kveiktu í skipinu Rannsókn á eldsvoða í Arnari ÁR 55
leiddi í ljós að um íkveikju hefði verið
að ræða.
Mest lesið á DV.is
Þær hafa nú
verið nokkrar
Linda Pé hefur upplifað margar skemmtilegar verslunarmannahelgar. – DV
„Persónulega finnst
mér að eigi for-
menn að fá meira fyrir
að vera formenn stjórn-
málaflokka, því fylgir jú
töluvert mikið aukaálag,
borgi flokkarnir fyrir það
sjálfir.
Kjallari
Birgitta
Jónsdóttir