Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Qupperneq 24
Mikilvægir leikir botnliðanna n Sjö umferðir eftir og fallbaráttan harðnar í Pepsi-deildinni D agurinn í dag er æði mik- ilvægur þeim þremur fé- lagsliðum sem neðst sitja í Pepsi-deild karla nú þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni þetta sumarið. Fram, Selfoss og Grindavík eru öll komin neðarlega á töfluna og eru allnokkrum stigum á eftir næstu liðum. Grindavík tekur á móti Selfys- singum meðan Fram freistar þess að ná stigum af Breiðabliki á Kópavogs- velli. Eins og staðan er nú situr Grinda- vík á botni deildarinnar með tíu stig, Selfoss stigi ofar með ellefu og Fram hefur þrettán fyrir leiki dags- ins. Næsta lið þar fyrir ofan, Fylkir, er með 20 stig og því alllangur vegur að fara fyrir þau þrjú er verst standa. Grindvíkingar náðu stigi af Sel- fossi fyrr í sumar þegar fyrri leikur liðanna á Selfoss endaði 3–3 en síð- asti leikur þessara liða í Grindavík átti sér stað í Pepsi-deildinni 2010. Þá varð 1–1 jafntefli. Framarar gerðu góða ferð í Kópa- voginn fyrr í sumar og sigruðu Blika þar 0–2. Þann leik þarf liðið að endurtaka ef ekki á illa að fara. Markatala þessara liða gæti skipt máli þegar upp er staðið. Sem stend- ur er Fram með sjö mörk í mínus, Selfoss fjórtán og Grindavík hefur fengið á sig fimmtán mörk umfram skoruð mörk. 24 Sport 20. ágúst 2012 Mánudagur Hausverkur eftir Persie Hætt er við að áhangendur Arsenal bölvi því lengi vel til fjand- ans að Robin van Persie var seld- ur til erkifjendanna í Manchester. Þeim hefði líklegast ekki þótt það mikill missir hefði Arsenal unnið sannfærandi sigur í sínum fyrsta deildarleik í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli gegn Sunderland. Nema það gerði liðið alls ekki. Markalaust jafntefli manna Wen- gers á Emirates gegn miðlungs- liði hlýtur að gera menn strax afar áhyggjufulla. Stress yfir Balotelli Ítalinn Mario Balotelli á þrjú ár eftir af samningi sínum við Manchester City en þar á bæ telja menn engu að síð- ur nauðsynlegt að framlengja og það ekki seinna en nú. Ótt- ast menn að kappinn falli í verði um leið og tvö ár verði eftir af samningnum og setja nú saman feitan pakka til að freista þess að halda Balot- elli lengur en til 2015. Undar- leg sparsemi skyndilega hjá eigendum City sem vart vita aura sinna tal og hafa hingað til ekki haft sparnað sérstaklega á dagskránni. Buðu óvart í Leo Messi Talandi um spreð hjá City. Upp úr dúrnum er komið að félagið bauð óvart fúlgur fjár í Leo Messi hjá Barcelóna. Tjáskipti nýrra eigenda liðsins og forráðamanna voru ekki betri en svo að orðatiltækið „it´s all getting messy“ breyttist í „get Messi“. Vitaskuld var tilboð- inu hafnað en það hefði verið öllu betri saga hefði City fengið sinn mann fyrir hreina slysni. Ferguson ekki hættur Flestir stjórar væru fullsáttir við að láta ein risakaup nægja en Alex Ferguson vill meira. Hefur hann ýjað að því að kaupum United sé enn ekki lokið þó Robin van Persie sé kominn til liðs við Rauðu djöfl- ana. Ferguson segir að ein kaup til viðbótar áður en kaupglugginn lokast séu ekki útilokuð en tjáir sig ekkert meira. Hann lét þó eftir sér hafa fyrr í sumar að liðið þyrfti að styrkja vinstri bakvarðarstöðuna. Leikirnir sem eftir eru n Fram Fram – Breiðablik KR – Fram Fram – Fylkir Keflavík – Fram Fram – Stjarnan ÍA – Fram Fram – ÍBV n Grindavík Grindavík – Selfoss ÍA – Grindavík Grindavík – Breiðablik ÍBV – Grindavík Grindavík – KR Valur – Grindavík Grindavík – Fylkir n Selfoss Grindavík – Selfoss Breiðablik – Selfoss Selfoss – KR Fylkir – Selfoss Selfoss – Keflavík Stjarnan – Selfoss Selfoss - ÍA Þurfa stig Það syrtir í álinn hjá Grindavík, Fram og Selfossi í Pepsi-deild karla. Síðustu forvöð eru að verða að bjarga því sem bjargað verður A ðdáendurnir verða að búa sig undir fleiri slíka daga enda tekur tíma að byggja upp,“ sagði Brendan Rod- gers, nýr stjóri Liverpool, eftir 3–0 stórtap síns liðs gegn West Brom í fyrstu umferð ensku deildar- keppninnar þessa leiktíðina. Á sama tíma rústaði, Swansea City, gamla lið Rodgers, liði Queens Park Rangers 0–5 á útivelli og tók þar með efsta sæti deildarinnar meðan Manche- ster City lenti í bullandi erfiðleikum með nýliða Southampton. Vertíðin er hafin að nýju í enska boltanum og miðað við fyrstu leik- ina í úrvalsdeildinni er spennandi tímabil fram undan. Ýmis óvænt úr- slit litu dagsins ljós og ein 26 mörk hafa þegar verið skoruð þó enn sé einn leikur eftir. Þá tekur Everton á móti Manchester United sem í fyrsta skipti mætir til leiks með Robin van Persie í fremstu víglínu í viðbót við Wayne Rooney. Skemmtileg byrjun Lítið gaman yrði að knattspyrnu ef aldrei gerðist neitt óvænt og því ástæða til að fagna óvenju skemmti- legri byrjun á ensku deildinni þessa helgina. Hefði það til að mynda ver- ið nokkur saga til næsta bæjar fyr- ir svo löngu að eini markalausi leik- ur helgarinnar væri milli Arsenal og Sunderland? Boðar það varla gott fyrir Wenger og félaga. Sömuleiðis er bjartsýni margra aðdáenda Liver- pool sennilega þegar úr sögunni eft- ir að nýi stjórinn, sem miklar von- ir voru bundnar við, leiddi liðið til verstu byrjunar um 75 ára skeið. Sáu leikmenn Liverpool sjaldan mikið til sólar í 3–0 tapi. Manchester City hóf titilvörn sína gegn nýliðum Southampton og lengi vel leit allt út fyrir að City tæki þar auðveld þrjú stig. Svo fór þó ekki þó City kæmist 1–0 yfir því ekki löngu síðar var staðan orðin 1–2 fyrir gestina fyrir framan pakkfull- ar stúkurnar í Manchester. City tókst þó að jafna og sigra að lokum en ný- liðarnir létu meistarana sannarlega hafa fyrir sínu. Markasúpa Sé hægt að tala um mörk á færi- bandi átti það við í leikjum helgar- innar. 26 mörk í níu leikjum gera 2,9 mörk að meðaltali í hverjum leik og hvaða knattspyrnuáhugamaður er svikinn af því? Fyrir utan 3–2 sig- ur City á Southampton unnust tveir leikir í fyrstu umferðinni með fimm marka mun og enn er einn leikur eft- ir. Það verður viðureign Everton gegn Manchester United en það verður jafnframt fyrsti leikur markahróksins Robins van Persie með Rauðu djöfl- unum. Wenger sáttur þrátt fyrir allt Stjóri Arsenal, Arsene Wenger, var borubrattur í viðtali eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Sunder- land. Sagði alveg óumdeilt að mikill missir væri að Robin van Persie til erkifjendanna. „Ég tel okkur þó hafa næga breidd og getu til afreka í deildinni. Þetta var þó erfitt gegn Sunderland því þeir náðu að loka al- veg á okkur á miðjunni. Við þurfum meiri grimmd til að skapa færin og klára þau. Ég hef aldrei neitað því að mikill missir sé að van Persie. Hann er heimsklassa leikmaður og það er ekki einfalt mál að finna leikmann til að leysa hann af með litlum fyrir- vara.“ Fjarri því eftir bókinni n Enska deildarkeppnin hafin á ný n Mikið skorað og óvænt úrslit Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Erfið fæðing Meistarar Manchester City áttu í bullandi vandræðum með nýliða Southampton á heimavelli sínum í fyrsta leik vertíðarinnar. Tvívegis komust nýliðarnir yfir en leikmenn City höfðu það að lokum. Góð byrjun Chelsea Lið Di Matteos átti aldrei í verulegum erfiðleikum með Wigan. 0–2 lokastaðan og þrjú fyrstu stig Chelsea í húsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.