Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Síða 26
26 Fólk 20. ágúst 2012 Mánudagur Pete Burns í reðasafninu n Tók upp sjónvarpsþátt fyrir BBC H inn litríki Pete Burns er stadd- ur á Íslandi að taka upp efni fyrir sjónvarpsþátt sem er í bí- gerð hjá breska ríkissjónvarp- inu BBC. Burns var í Hinu íslenzka reðasafni á föstudag ásamt tökuliði en mikil leynd ríkti yfir tökunum og vildu Pete og fylgdarlið hans ekkert segja um dagskrárgerðina þegar DV bar að garði. Þátturinn mun vera skammt á veg kominn og aðeins með vinnuheiti. Pete Burns er ansi skrautlegur persónuleiki og þekktastur sem aðal- söngvari hljómsveitarinnar  Dead or Alive sem sló í gegn með smellinum You Spin Me Round (Like a Record) á níunda áratugnum. Burns vakti ekki síst athygli fyrir kvenlega ímynd sína sem hefur ágerst með árunum og hefur hann haldið henni við með fjölda lýta- aðgerða. Burns hefur sagt hörmungar- sögu sína af lýtaaðgerðum í sjónvarps- þáttum og í ævisögu sinni en Burns eyddi nánast öllum fjármunum sínum í aðgerðir eftir að lýtaaðgerð á vörum hans mistókst. Burns sakaði Boy Ge- orge um að hafa stolið ímynd sinni á sínum tíma en sá síðarnefndi náði tölu- vert meiri vinsældum í tónlistinni. Burns skaut aftur upp á stjörnuhim- ininn í Bretlandi árið 2006 þegar hann tók þátt í Celebrity Big Brother. Þættirn- ir eru mjög vinsælir þar í landi og þá sérstaklega þessi þáttaröð þar sem voru einnig fyrirsætan Jodie Marsh, körfu- boltamaðurinn Dennis Rodman og Baywatch-stjarnan Tracy Bingham en Burns og bomburnar tvær rifust heift- arlega í þáttunum. Í kjölfar þáttanna var Burns með sinn eigin sjónvarpsþátt og hefur unnið við hitt og þetta í tengslum við sjónvarp. asgeir@dv.is Þ að gerðist kannski í svona tíu mínútur. En alls ekki meira en það. Ég er svo ótrúlega sátt við þann stað sem ég er á í lífinu í dag,“ segir stangar- stökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir þegar hún er spurð hvort hana hafi ekki klæjað í fingurna þegar hún fylgdist með Ólympíuleikunum í London á dögunum. Þórey Edda hefur keppt á þrenn- um ólympíuleikum en hefur nú lagt skóna á hilluna eftir langan og far- sælan feril. Leikarnir í London voru hennar fjórðu ólympíuleikar en í ár fór hún sem liðsstjóri íslenska frjáls- íþróttahópsins. „Ég viðurkenni að hafa fengið smá fiðring þegar ég gekk fyrst inn á völlinn með Óðni [Birni Þorsteinssyni] kúluvarpara,“ segir Þórey Edda sem fylgdist að sjálfsögðu vel með stangarstökkinu. „Ég þekkti nokkrar og hélt auðvitað með þeim. Svo sá ég líka gamla þjálfara og fleiri sem ég hef kynnst í gegnum íþróttina eftir allan þennan tíma. Þetta var bara ótrúlega gaman.“ Þórey viðurkennir að hafa stund- um kviðið fyrir því að hætta á meðan hún var ennþá að keppa. „Ég hugsaði oft um það hvernig mér ætti eiginlega eftir að líða en sem betur fer ég er bara ofsalega sátt. Þetta var yndisleg- ur tími. Ég lærði svo margt og upplifði svo margt. En ég er búin með þenn- an pakka og er tilbúin að takast á við næsta verkefni,“ segir Þórey Edda sem er tveggja barna móðir í mastersnámi í verkfræði auk þess sem hún starfar fyrir Frjálsíþróttasamband Íslands. Aðspurð segir hún íslensku kepp- endurna hafa staðið sig með prýði á leikunum. „Þau stóðu sig öll al- veg ágætlega. Liðið skilar aldrei af sér 100 prósent frammistöðu. Það er ekki hægt að biðja um það. Krakk- arnir í frjálsum stóðu sig vel. Allavega tvö af þremur. Þótt það hafi engin medalía skilað sér í þetta skiptið þá var sett Íslandsmet auk þess sem Kári Steinn stóð sig vel í maraþon- inu. Englendingarnir stóðu sig mjög vel í skipulagningunni. Þetta mót tókst framar vonum. Þeir voru sjálfir hálfhissa á hvað þetta heppnaðist allt saman vel. Allavega var þetta flottasta lokahátíðin sem ég hef séð. Þarna var öllu tjaldað til. Allir sjálfboðaliðar brostu og voru almennilegir og hjálp- samir. Fólk tók sér frí frá vinnu til að hjálpa. Svo voru sumir heppnir og fengu að halda á fötunum hans Bolt á meðan aðrir lentu úti á bílastæði.“ Þetta var í fyrsta skiptið sem Þórey Edda fer sem liðstjóri. „Það er aldrei að vita nema ég geri þetta aftur. Allavega væri ég meira en til í það ef ég yrði aftur beðin um það. Ég vona að ég hafi staðið mig ágæt- lega en efast ekki um að það sé hægt að verða betri liðsstjóri með æf- ingunni.“ indiana@dv.is n Þórey Edda Elísdóttir var liðsstjóri íslenska frjálsíþróttahópsins á ÓL 2012 Alsátt á hliðArlínunni „En ég er búin með þennan pakka og er tilbúin að takast á við næsta verkefni. Fjórðu ólympíuleikarnir Þórey Edda fór á leikana í ár sem liðsstjóri frjálsíþróttahópsins. Stangastökkvari hefur hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Liðsstjóri Þórey Edda er meira en til í að fá tækifæri til að verða enn betri liðsstjóri. Pete Burns Var á reðasafn- inu á föstudag. Steig dans á Laugaveginum Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín og meðlimur Gus Gus, var heldur betur hress á Laugaveginum í blíðviðrinu á föstudaginn. Þrátt fyrir sum- arhitann var hann klædd- ur dökkbláum frakka og með barðastóran hatt. Hann vakti þó ekki bara athygli fyr- ir klæðaburðinn heldur tók hann upp á því að stíga dans á Laugaveginum og valhopp- aði svo áfram með ljóshærða stúlku sér við hlið. Högni hefur vakið tölu- verða athygli fyrir frumlegan klæðaburð upp á síðkastið og ber gjarnan hattinn sem hann var með á Laugavegin- um. Hann skartaði honum til að mynda á Grímunni og töldu einhverjir að hann væri að reyna að dulbúa sig. Safnar skeggi Hinn sólbrúni og sællegi Árni Páll Árnason, þingmað- ur Samfylkingarinnar, skart- ar nú orðið gráleitu alskeggi. Það er orðið töluvert meira en þriggja daga skegg og virðist þingmaðurinn vera að prófa sig áfram með nýtt útlit. Hann fetar þar í fótspor flokksfé- laga síns Dags B. Eggertsson- ar, formanns borgarráðs, sem einnig hefur látið sér vaxa skegg. Árni Páll er þekktur fyrir að vera ansi dökkur á hörund allt árið um kring af Íslendingi að vera og hefur gjarnan verið skotið á hann vegna þess. Það er spurning hvort skeggið er útspil hjá honum til að hylja sólbrúnkuna. Emma í Einveru Breska leikkonan Emma Watson þykir mikið tísku- tákn um víða veröld. Eins og flestir vita er leikkonan unga stödd hér á landi við tökur á stórmyndinni Noah. Emma notaði frítíma sinn meðal annars til að kíkja í búðir á Laugaveginum og skoða ís- lenska hönnun. KALDA tískusysturnar í Einveru, þær Katrín Alda og Rebekka, vöktu athygli leikkonunnar en Emma stoppaði í verslun- inni og leit á úrvalið. Emma Watson er frægust fyrir hlut- verk sitt í Harry Potter en hún hefur einnig starfað sem fyrirsæta fyrir Burberry.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.