Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 14
Stærsti vopnasali heims
n Vopnasala Bandaríkjamanna þrefaldaðist árið 2011
V
opnasala Bandaríkjamanna
þrefaldaðist árið 2011 og hefur
náð áður óþekktum hæðum.
Bandaríska blaðið the New
York Times vitnar í skýrslu sem unn
in var fyrir bandaríska þingið þar sem
fram kemur að viðskipti Bandaríkj
anna með vopn og annan vígbúnað,
svo sem orrustuflugvélar, hafi numið
66,4 milljörðum dala, eða rúmum átta
þúsund milljörðum króna. Þegar litið
er til vopnasölu annarra ríkja er ljóst
að Bandaríkjamenn eru langumsvifa
mestir. Alþjóðaviðskipti með vopn
í fyrra námu 85,3 milljörðum dala,
rúmum tíu þúsund milljörðum króna.
Ástæða þessarar aukningar Banda
ríkjamanna, samkvæmt the New York
Times, er aukin vopnasala til banda
manna þeirra í Persaflóa sem ótt
ast aukin umsvif Írana. Rússar voru
næstumsvifamestir á eftir Banda
ríkjunum og seldu þeir vopn fyrir 4,8
milljarða dala, 580 milljarða króna.
Til marks um aukin umsvif Bandaríkj
anna má geta þess að árið 2009 seldu
þeir vopn fyrir 31 milljarð dala, 3.750
milljarða króna og árið 2010 fyrir 44,9
milljarða dala, rúma 5.400 milljarða
króna. Frá árinu 2009 hefur vopna
salan því aukist um meira en hundrað
prósent.
Í tölunum frá 2011 er til að mynda
samningur við yfirvöld í SádiArabíu
um sölu á 84 F15 orrustuflugvélum
og endurbótum á þeim 70 vélum sem
fyrir eru í flota hersins. Þá eru einnig í
tölunum kaup Sáda á Apache og Black
Hawkþyrlum auk skotvopna og skot
færa.
10 þjóðarleiðtogar
látnir á fjórum árum
n Tíu þjóðarleiðtogar Afríkuríkja látnir frá árinu 2008 n Þrír leiðtogar utan Afríku látist
Á
þriðjudag í síðustu viku
söfnuðust þúsundir manna
saman í Addis Ababa, höf
uðborg Eþíópíu, til að
minnast Meles Zenawi,
forseta landsins, sem lést síðast
liðinn mánudag. Dánar orsök for
setans var krabbamein en hann
var 57 ára þegar hann lést. Fyrr í
þessum mánuði söfnuðust tugþús
undir Ganverja saman til að minn
ast forsetans, John Atta Mills, sem
lést skyndilega í júlí síðastliðnum.
Mills var 68 ára þegar hann lést
en hann hafði glímt við krabba
mein í hálsi. Frá ársbyrjun 2008
hafa þrettán þjóðarleiðtogar látið
lífið í embætti, þar af tíu í Afríku.
Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði
um þetta og leitaði svara við því
hvort dánartíðni meðal leiðtoga
Afríkuríkja sé óeðlilega há í sam
anburði við aðrar heimsálfur.
Tíu á fjórum árum
Fjórum mánuðum áður en Mills
lést ákváðu yfirvöld í Malaví að
gefa öllum þegnum landsins frí til
að sem flestir gætu séð sér fært að
verða við útför forsetans Bingu Wa
Mutharika sem lést í kjölfar hjarta
áfalls. Mutharika var 78 ára. Og
í janúar lést forseti GíneuBissá,
Malam Bacai Sanha, á hersjúkra
húsi í París eftir langa baráttu við
veikindi. Hann var 64 ára. Það
sem af er þessu ári hafa því fjórir
þjóðarleiðtogar í Afríku látist.
„Ég hef fengið óvenjumörg sím
töl á þessu ári þar sem mér eru
færðar sorglegar fréttir af þjóðar
leiðtogum í Afríku,“ segir Simon
Allison, blaðamaður Daily Ma
verick í SuðurAfríku, í samtali við
BBC. Hann hefur skoðað tölur aft
ur í tímann um dánartíðni þjóðar
leiðtoga í Afríku og bendir á að frá
árinu 2008 hafa tíu leiðtogar í Afr
íku látið lífið. Á sama tíma hafa
einungis þrír þjóðarleiðtogar í öðr
um heimsálfum látið lífið embætti;
Kim Jong Il í NorðurKóreu, Lech
Kaczynski í Póllandi sem lést í flug
slysi og David Thomson á Barbados
sem lést af völdum krabbameins.
Eldri þjóðarleiðtogar?
Augljósa útskýringin á þessum
fjölda eru sú að þjóðarleiðtogar
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is Lífslíkur við 60 ára aldur árið 2009
*Kanada, Bandaríkin, Mið-Ameríka, Suður-Ameríka
**Kýpur, Ísrael, Palestína, Jórdanía, Líbanon, Sýrland
Ameríka* Evrópa Vestur-Kyrrahaf Suðaustur-Asía Austan-
Miðjarðarhafs**
Afríka
82 81 80 77 77 75
Meðalaldur þjóðarleiðtoga
Afríka Asía Norður-
Ameríka
Mið-
Ameríka
Suður-
Ameríka
Eyjaálfa Evrópa
61 61 59 59 58 5560
H
Ei
M
il
d
: A
lþ
jó
ð
A
H
Ei
lB
r
ig
ð
iS
S
To
fn
u
n
in
H
Ei
M
il
d
: A
lþ
jó
ð
A
H
Ei
lB
r
ig
ð
iS
S
To
fn
u
n
in
í Afríku eru einfaldlega eldri en
þjóðarleiðtogar annarra ríkja –
það er útskýring sem Allison að
hyllist. Hann segir að Afríkubúar
vilji hafa þjóðarleiðtoga sína í eldri
kantinum – enda virðing fyrir eldra
Muammar ghaddafi Forseti Líbíu frá
1979 og myrtur 2011.
orrustuflugvél
Bandaríkjamenn seldu
fjölmargar svona F-15
orrustuflugvélar til Sádi-
Arabíu á síðasta ári.
Mynd rEuTErS
Harður dóm-
ur í Rússlandi
Rússneskur aktívisti, Taisiya Os
ipova, hefur verið dæmd í átta
ára fangelsi fyrir að hafa heróín
í fórum sínum. Dómurinn hefur
vakið mikla athygli enda fóru sak
sóknarar aðeins fram á fjögurra
ára fangelsi. Stuðningsmenn Os
ipovu, sem lengi hefur haft horn
í síðu rússneskra yfirvalda, segja
að dómurinn sé pólitískur. Fjögur
grömm af heróíni fundust í fór
um hennar árið 2010, en í undir
rétti var hún dæmd í 10 ára fang
elsi. Málið var tekið aftur upp eftir
að þáverandi forseti Rússlands,
Dmitry Medvedev, sagði dóminn
of harðan. Nú liggur niðurstaðan
fyrir: Osipova þarf að dúsa í fang
elsi næstu átta árin.
Fórnarlömb
viðskiptabanns
Tölvuleikjaspilarar í Íran eru nú
orðin fórnarlömb viðskiptabanns
Bandaríkjanna. Tölvuleikjafyrir
tækið Blizzard, sem meðal annars
gefur út hinn vinsæla leik World of
Warcraft (WoW), lokaði á aðgang
fleiri hundruð spilara í landinu á
dögunum. Ástæðan er sú að fyr
irtækið þarf að virða viðskipta
bannið líkt og önnur bandarísk
fyrirtæki. Þeir spilarar sem ekki
geta lengur spilað leikinn munu
auk þess ekki fá endurgreitt þrátt
fyrir að hafa borgað fyrir að spila
leikinn á netinu. Spjallborð Blizz
ard hefur logað vegna þessa og á
þriðjudag birti fyrirtækið yfirlýs
ingu þar sem ákvörðunin var út
skýrð.
Elsti notandi
Facebook
Florence Detlor, 101 árs banda
rísk kona, er elsti virki notandi
Facebook í heiminum svo vitað
sé. Detlor hitti á dögunum stofn
andann Mark Zuckerberg og að
stoðarforstjórann Sheryl Sand
berg og birti Sandberg mynd af
þeim saman á Facebooksíðu
sinni. Myndin vakti mikla athygli
og sögðust þeir, sem eiga afa eða
ömmur sem eru eldri en Sand
berg, ætla að freista þess að ná
metinu af Detlor. Detlor stofnaði
Facebooksíðu sína í ágúst 2009,
þegar hún var 98 ára. Hún útskrif
aðist frá Occidentalmiðskólan
um árið 1932 og býr í Menlo Park
– steinsnar frá höfuðstöðvum
Facebook.
14 Erlent 29. ágúst 2012 Miðvikudagur