Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Qupperneq 26
26 Fólk 29. ágúst 2012 Miðvikudagur Saman í „road trip“ um Bandaríkin n Diljá Ámundadóttir fær félagsskap í heimsreisunni D iljá Ámundadóttir, fyrr- verandi varaborgar- fulltrúi Besta flokksins, og Steinþór Helgi Arn- steinsson, plötuútgefandi og umboðsmaður, eru að leggja af stað saman í sjö þúsund kíló- metra „road trip“ um Banda- ríkin. Þau munu meðal annars ferðast um Nevada, Miss- issippi, Texas, Utah, Florida, Nýju Mexíkó, Tennessee, Alabama og Louisiana. Diljá sagði starfi sínu lausu í sumar, seldi íbúðina sína og ákvað að fara í heimsreisu. Hún er búin að vera á ferðalagi síðan í byrjun ágúst og nú hef- ur Steinþór Helgi slegist í för með henni í Bandaríkjunum. Steinþór auglýsti eftir tón- list til að spila í ferðalaginu á Facebook-síðu sinni og við- brögðin létu ekki á sér standa. Hann ítrekaði að þetta væri langt ferðalag og því þyrftu þau mikið af tónlist. Mætir menn á borð við Gauk Úlfarsson, Birgi Ísleif Gunnars- son, Snorra Helgason og Grím Atlason voru meðal þeirra sem komu með hugmyndir að góðri roadtrip-tónlist. Kærasta Steinþórs, Berglind Péturs- dóttir sem heldur úti síðunni Berglindfestival, lagði einnig sitt af mörkum og vill endilega að þau hlusti á kóratónlist, þýska tónlist og Tom Jones. Þá skrifaði Diljá einnig ummæli við færsluna og sagðist vera búin að finna margar hug- myndir að mönnum fyrir leik- inn „Hver er maðurinn“. Með aðstoð frá góðum vin- um vinnum við að setja saman lagalista, að viðbættum hug- myndum Diljár fyrir leikinn „Hver er maðurinn“ ætti þeim ekki að leiðast á ferðalaginu, þrátt fyrir að það sé langt. Ísdrottning á faraldsfæti Fyrirsætan Ásdís Rán hefur notið sumarsins einhleyp í Búlgaríu en, eins og líklega allir vita, skildi Ásdís nýlega við knattspyrnumanninn Garðar Gunnlaugsson. Ásdís hefur ferðast um Búlgaríu síðustu daga og heimsótti meðal annars legstein Baba Vanga en Vanga var blind- ur miðill sem margir telja að hafi haft yfirnáttúrulegu hæfileika. Ásdís fór einnig yfir til Grikklands þar sem hún heimsótti stórborgina undirfögru Kavala. Mikill hiti hefur verið undanfar- ið í Búlgaríu en aðdáend- ur ísdrottningarinnar verða bara að bíða og vona að hún bráðni ekki í sólinni. „Varúð! hauslaus auðkona“ Rithöfundurinn Andri Snær Magnason gerði sér leik að fyrirsögn fréttar sem birtist á DV.is á mánudaginn. Fyrir- sögnin var „Hauslaust hrein- dýr á fjórhjóli auðkonu vekur óhug“ og fjallaði fréttin um að það hefði vakið óhug bæj- arbúa á Egilsstöðum að sjá hauslaust nýskotið hreindýr bundið á fjórhjól þar sem það stóð fyrir utan verslun Bónuss. Fjórhjólið er skráð á auðkonuna Ingunni Wern- ersdóttur. Andri, sem kann vel að munda pennann, sá sér leik á borði og skrifaði færslu á Facebook-síðu sína: „Varúð! hauslaus auðkona á hrein- dýru fjórhjóli vekur óhug, auðlaus hreinkona vekur fjór- huga áhuga á óhjóli, áhuga- laus ókona vekur auðhug á hreinhjóli! Auðdýr á haus- hjóli sá ódýr á fjórkonu ...“ Ferðast saman Steinþór Helgi og Diljá eru að leggja af stað í 7.000 kílómetra „road trip“ um Bandaríkin. M eð þessu viljum við heiðra minningu Arnars og draumur- inn er að koma þessu merki á þann stað sem hann dreymdi um að koma því,“ segir Árni Ingi Árna- son, einn þeirra sem standa að tískumerkinu Slark. Snjó- og hjólabrettakappinn Arnar Freyr Valdimarsson, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2006, á heiðurinn að hönnuninni en um snjó- og hjólabrettat- ísku og götufatnað er að ræða. „Í grunninn er Slark snjó- og hjólabrettatíska, svona eins og Arnar skildi við þetta, en svo er það okkar núna að þróa þetta áfram. Framtíðarplönin eru að gera þetta að flottu tísku- merki. Við vorum búin að tala um að gera þetta í mörg ár og svo lokins var slegið til. Það var bara ekki hægt að bíða með þetta lengur,“ segir Árni Ingi en ásamt honum stendur snjó- brettafólkið Linda Björk Sum- arliðadóttir, Hreinn Heiðar Halldórsson og Sigurður Árni Jósefsson ásamt systkinum Arnars Freys að merkinu, en Slark að sögn Arnars heitins, þýðir að velja ekki léttustu leiðina. Arnar Freyr var einn af betri brettastrákum landsins þegar hann féll frá. „Hann var mjög góður á bretti, bæði á snjóbretti og hjólabretti. Þetta var líka svo góður drengur, skemmtilegur og fyndinn og mikill vinur vina sinna,“ segir Árni Ingi og bætir við að andlát hans hafi komið vinum hans í opna skjöldu. „Þetta kom okk- ur öllum mikið á óvart. Hann var svo lífsglaður og hafði allt. Núna getum við vonandi haldið nafni hans á lofti en lín- an sem var að koma út heitir Snake en Arnar var alltaf kall- aður „Snákurinn“. Arnar hann- aði þetta allt saman sem er komið í sölu en nú ætlum við að reyna halda minningu hans á lofti og þróa þetta lengra. Arnar mun samt alltaf vera Slark fyrir okkur.“ Hægt er að fylgjast með Slark og skoða fatnaðinn á fés- bókarsíðunni Slark Iceland. indiana@dv.is Heiðra minningu „Snáksins“ n Tískumerkið Slark vekur athygli n Halda minningu Arnars á lofti Arnar Freyr Slark var hugar- fóstur Arnars Freys en hann lést langt fyrir aldur fram árið 2006. Slark Snjóbrettakappar standa að Slark en fötin eru fyrir hjóla- og snjóbrettafólk á öllum aldri. MYND JG Önnur bók frá Sigrúnu Lilju Athafnakonan og hönnuður- inn Sigrún Lilja Guðjóns- dóttir sendi frá sér nýja bók á dögunum. Sigrún Lilja, sem er framkvæmdastjóri ís- lenska tískumerkisins Gyðja Collect- ion, skrif- aði bókina The Success Secret í samvinnu með öðru athafna- fólki og þar á meðal fyrirlesaranum og rithöfundinum Jack Canfield sem skrifaði meðal annars Chicken Soup for the Soul seríuna en þær bækur hafa komið út á yfir 40 tungumál- um. Á nokkrum dögum hef- ur bókin The Success Secret flogið upp metsölulista am- azon.com og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.