Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Qupperneq 20
20 Sport 12. september 2012 Miðvikudagur Stórt tap gegn Eistum Íslenska karlalandsliðið í körfu­ knattleik tapaði fyrir Eistum á útivelli í lokaleik sínum í undankeppni EM á þriðjudag. Lokatölur leiksins voru 80–58 og áttu Íslendingar litla möguleika gegn Eistunum. Íslendingar byrj­ uðu leikinn þokkalega og voru tveimur stigum undir, 24–22, að loknum fyrsta leikhluta. Eistar sigldu fram úr í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl. Stigahæstur hjá Íslandi var Jón Arnór Stefáns­ son með þrettán stig en Jakob Örn Sigurðarson var með tólf stig. Ís­ lendingar töpuðu níu af tíu leikj­ um sínum í riðlinum og enduðu í næstneðsta sæti hans. 7 Hannes Þór Halldórsson Var öruggur í markinu eins og í síðasta leik. Gat ekkert við markinu gert og steig ekki feilspor í leiknum. 6 Birkir Már Sævarsson Komst ágætlega frá leiknum og lenti ekki í teljandi vandræðum. Var rang- lega dæmdur rangstæður þegar hann fékk sendingu inn fyrir í síðari hálfleik. Hefði verið í ákjósanlegu færi. 6 Sölvi Geir Ottesen Spilaði leikinn af yfirvegun og öryggi en fékk rautt spjald seint í leiknum fyrir brot, þegar hann var of seinn í tæklingu. 6 Ragnar Sigurðsson Skilaði sínu hlutverki ágætlega og vann mörg skallaeinvígi. Harður af sér og duglegur. 4 Bjarni Ólafur Eiríksson Var mistækur í sendingum og óöruggur. Hann réði illa við Kýpverja sem fóru oft framhjá honum. Var réttilega skipt út af í síðari hálfleik. 5 Aron Einar Gunnarsson Sást lítið í leiknum og var lítið í boltanum en vann vel. Tók ekkert þátt í sóknarleiknum ef frá eru talin löng innköst í fyrri hálfleik. Úr einu þeirra skap- aðist hætta. 6 Helgi Valur Daníelsson Var duglegur á miðjunni og örugg- ur á boltanum, eins og í Noregs-leiknum. Er að festa sig í sessi í landsliðinu. 4 Rúrik Gíslason Var ekki nema skugginn af sjálfum sér í leiknum og kom sjaldnast að hættulegum sóknum. Þarf að gyrða sig í brók. Var líka slakur sóknarlega á móti Noregi. 4 Emil Hallfreðsson Var klaufalegur með boltann og virk- aði þungur. Spilar ekki sem kantmaður með sínu félagsliði og það sést glöggt á leik hans. Var skipt út af í hálfleik. 6 Gylfi Þór Sigurðsson Bjó til tvö færi fyrir Birki í fyrri hálfleik og var duglegur allan leikinn, eins og hann er alltaf. Komst þó lítið í boltann þegar leið á leikinn og hafði úr litlu að moða. 7 Birkir Bjarnason Duglegur allan leikinn og ætti að vera öðrum leikmönnum fyrirmynd hvað það varðar. Fékk tvö fín færi í fyrri hálfleik og hefði getað skorað. Fór á kantinn í síðari hálfleik, og svo á miðja miðjuna. Varamenn: 6 Alfreð Finnbogason Kom inn á í hálfleik og var óheppinn að skora ekki eftir mark Kýpverja. Skaut þá í þverslá. Annars sást lítið til hans eins og annarra sóknarmanna liðsins í síðari hálfleik, ef stuttur kafli eftir markið er undanskilinn. Ari Freyr Skúlason Var miklu sprækari en Bjarni í bakverðinum og mætti fá tækifæri í byrjunarliðinu næst. Jóhann Berg Guðmundsson Kom inn á seint í leiknum en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Vonbrigði á Kýpur n Íslendingar töpuðu gegn Kýpur n Í raun heppnir að tapa bara 1–0 Í slendingar töpuðu 1–0 fyr­ ir Kýpur í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2014 á úti­ velli á þriðjudag. Óhætt er að segja að sigur Kýpverja hafi ver­ ið sanngjarn enda tókst íslenska liðinu lítið að ógna því kýpverska. Ósigurinn þýðir að Íslendingar eru með þrjú stig eftir tvo leiki en sigur hefði komið Íslendingum á topp riðilsins. Næsti leikur Íslands er 12. október næstkomandi gegn Slóveníu á erfiðum útivelli áður en við tökum á móti Sviss fjórum dög­ um síðar. Kýpverjar byrjuðu vel Það var snemma ljóst í hvað stefndi hjá íslenska liðinu á þriðjudags­ kvöld. Kýpverjar byrjuðu leikinn mun betur og sköpuðu sér nokk­ ur þokkaleg færi á fyrsta stundar­ fjórðungnum. Íslenska liðið virtist vakna til lífsins eftir það og skilaði góð samvinna Gylfa Þórs Sigurðs­ sonar og Birkis Bjarnasonar, sem léku saman í fremstu víglínu, ís­ lenska liðinu tvö ágæt færi. Í bæði skiptin tókst Gylfa að hrista af sér varnarmenn kýpverska liðsins og koma boltanum á Birki. Í fyrra skiptið fór skot hans af varnar­ manni og í horn en seinna skot hans úr teignum var varið. Ís­ lendingar sköpuðu sér nánast engin færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og stjórnuðu Kýpverjar – sem eru 17. sætum neðar en Ís­ land á styrkleikalista FIFA – leikn­ um. Íslendingar virkuðu á köflum kærulausir og voru í raun heppnir að staðan í hálfleik var 0–0. Ógnuðu lítið Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck gerði breytingu á íslenska liðinu í hálfleik. Emil Hallfreðsson, sem átti afleitan leik, kom út af og í hans stað kom Alfreð Finnbogason sem skor­ aði gegn Norðmönnum á föstudag. Sóknarleikur íslenska liðsins batn­ aði ekkert við skiptinguna og var það sama uppi á teningnum í síð­ ari hálfleik og þeim fyrri; Kýpverj­ ar stjórnuðu ferðinni og héldu ís­ lenska liðinu algjörlega í skefjum. Það kom því lítið á óvart þegar Kýp­ verjar tóku forystuna á 59. mínútu. Dimitris Christofi fékk þá boltann hægra megin í teignum og kom honum á Constantinos Makri­ dis sem skoraði framhjá Hannesi í markinu sem gat lítið gert. Íslenska liðið virtist vakna aðeins til lífsins eftir markið því strax í næstu sókn átti Alfreð þrumuskot sem endaði í þverslánni. Íslendingar sóttu að­ eins í sig veðrið en tókst aldrei að ógna marki Kýpverja að neinu ráði, þvert á móti voru Kýpverjar nær því að bæta við marki en Íslendingar að jafna. Það sést best ef tölfræði úr leiknum er skoðuð því Kýpverj­ ar áttu 18 marktilraunir gegn 3 hjá Íslandi. Sakna Kolbeins Íslenska liðið varð fyrir áfalli undir lok leiksins þegar Sölvi Geir Otte­ sen fékk beint rautt spjald fyr­ ir brot á Makridis. Hann verður því ekki með þegar Íslendingar fara til Slóveníu í október. Ætli ís­ lenska liðið sér að eiga möguleika á að blanda sér í toppbaráttu rið­ ilsins er ljóst að liðið þarf að leika mun betur en það gerði gegn Kýp­ ur. Kolbeins Sigþórssonar var sárt saknað enda hefði hann nýst ís­ lenska liðinu vel í leik sem þess­ um. Gylfi Þór Sigurðsson og Birk­ ir Bjarnason eru báðir frábærir leikmenn en njóta sín ekki sem fremstu menn eins og sást greini­ lega á sóknarleik Íslands. n Leikirnir sem Ísland á eftir Albanía – Ísland 12. október 2012 Ísland – Sviss 16. október 2012 Slóvenía – Ísland 22. mars 2013 Ísland – Slóvenía 7. júní 2013 Sviss – Ísland 6. september 2013 Ísland – Albanía 10. september 2013 Ísland – Kýpur 11. október 2013 Noregur – Ísland 15. október 2013 Einkunnir íslenska liðsins „Íslendingar virkuðu á köflum kærulausir Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Svekkjandi Það er óhætt að segja að leikurinn gegn Kýpur hafi valdið vonbrigðum. Undankeppni HM: Norðmenn sluppu gegn Slóveníu Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM á þriðjudags­ kvöld og voru liðin sem leika með Íslandi í riðli í eldlínunni. Norðmenn sluppu með skrekk­ inn gegn Slóvenum á heimavelli og unnu 2–1 sigur. Sigurmark Norðmanna skoraði John Arne Riise úr vítaspyrnu í blálokin. Þá unnu Svisslendingar nokk­ uð sannfærandi sigur á Albaníu, 2–0 þar sem Xherdan Shaqiri og Gökhan Inler voru á skotskón­ um. Svisslendingar eru því á toppi riðlsins með sex stig en Ísland, Noregur, Albanía og Kýpur eru með þrjú stig. Slóvenar eru á botn­ inum án stiga. Leikið var í fleiri riðlum en riðli Íslands á þriðjudagskvöld. Holl­ endingar unnu góðan 4–1 sigur á Ungverjum í D­riðli og Spánverjar lögðu Georgíu 1–0 í I­riðli þar sem Roberto Soldado skoraði sigur­ markið undir lok leiksins. Holland og Spánn eru á toppnum í sínum riðli með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Þá lögðu Ítalir Maltverja að velli í B­riðli og eru þeir því komn­ ir með 4 stig eftir tvo leiki. Þjóð­ verjar og Svíar unnu sína leiki í C­ riðli og eru Þjóðverjar með sex stig eftir tvo leiki Svíar með þrjú stig eftir einn leik. Úrslit Undankeppni HM Kýpur - Ísland 1–0 K. Makrides (‘57) Rautt spjald: Sölvi Geir Ottesen, Ísland (‘87) Noregur - Slóvenía 2–1 0–1 M. Suler (‘17) 1–1 M. Henriksen (‘26) 2–1 J.A. Riise (‘90) Sviss - Albanía 2–0 1–0 X. Shaqiri (‘22) 2–0 G. Inler (‘68) Staðan í E-riðli 1 Sviss 4-0 6 2 Ísland 2-1 3 3 Albanía 3-3 3 4 Noregur 2-3 3 5 Kýpur 2-3 3 6 Slóvenía 1-4 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.