Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 14
N ú ríður yfir netið bylgja af myndum af fólki sem hefur botnað frasann: „Ég þarfnast femínisma af því að …“ Átakið er komið frá nemendum í Duke-háskóla í Norður-Karólínu og er markmiðið að hvetja til opinberrar um- ræðu um það hvers vegna femínismi er mikilvægur, hverju hann hefur skilað og hverju hann á eftir að skila. Nú er átakið komið til Íslands með frösum á borð við: „Ég þarfnast femínisma af því að þegar ég var unglingur trúði ég því ekki í alvöru að konur gætu verið jafn klárar og karlar“, „ég þarfnast femínisma því ég vil ekki að sonur minn alist upp í heimi þar sem dægurmenningin og poppkúlt- úrinn eru gegnsýrður af kvenfyrirlitn- ingu“, og „ég þarfnast femínisma svo Sóley slaki aðeins á!“ Refsað fyrir kynlíf Allir hafa sínar ástæður. Mér varð hugs- að til kollega míns í Írak. Hún er ógift, barnlaus og hrein mey. Hún hefur átt kærasta en þá hefur hún aðeins mátt hitta á almannafæri. Hún hefur verið kysst en fjölskyldan má alls ekki kom- ast að því, þá væri hún í slæmum mál- um. Stundum hefur hún velt því fyrir sér hvernig það sé að sofa hjá. „En ef ég myndi gera það,“ sagði hún, „þá myndi fjölskyldan refsa mér, útskúfa mér og afneita.“ Hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda í hverju refsingin myndi mögu- lega felast. „En það versta er,“ sagði hún síðan, „að sá fyrsti til þess að refsa mér væri sá sem ég myndi sofa hjá. Hann myndi líta á mig sem druslu sem hann mætti koma illa fram við.“ Einu sinni var hún trúlofuð. Án þess að fá frekari skýringar á því þá hætti unnusti hennar skyndilega að tala við hana og gekk í hjónaband með annarri konu. Nú er hún orðin 36 ára og þykir of öldruð til þess að þykja efni í eiginkonu. Þar sem faðir hennar er fallinn frá og hún er enn ógift fellur það í hennar hlut að sjá fjölskyldunni farborða. Þannig að hún vinnur frá sex á morgnana og fram á kvöld til þess að bræður hennar geti gengið menntaveginn. Refsað fyrir vændi Í Svíþjóð kynntist ég konu sem starfaði lengi sem blaðamaður og rithöfundur. Þar sem hún taldi sig vera í sterkri stöðu ákvað hún að leggja lóð sitt á vogar- skálarnar við að leiðrétta skökk viðhorf gagnvart konum í vændi. Þannig að hún ákvað að segja sögu af vændiskonu. Saga vændiskonunnar var á þessa leið: Hún var fjórtán ára þegar hún missti meydóminn. Það gerðist þegar henni var nauðgað af hópi manna. Áður en hún var tvítug var hún tæld með fagurgala og óraunhæfum loforðum út í vændi. Hún hélt að það væri kannski skárra að selja sig en að þurfa sífellt að þola káf og kjamms manna sem máttu ekki snerta hana. Hún hélt að það væri skárra að halda á beltinu og berja menn í kynferðislegum tilgangi heldur en að þurfa að þola barsmíðarnar sjálf undir því yfirskyni að kvalari hennar væri í svo vondu skapi. Hún sagði söguna af sjálfri sér. Hún var nú einu sinni ein af þeim heppnu, ein af þeim sem komust út, ein af þeim sem lifðu. Þær gerðu það ekki allar, vin- konur hennar í vændinu. Síðan hafði henni tekist að mennta sig og byggja upp farsælan starfsferil. En eftir að hún opinberaði sig sem fyrrver- andi vændiskonu breyttist allt. Hún var stimpluð, litin hornauga og henni út- skúfað. Hún hætti að fá verk efni og fékk ekki einu sinni vinnu í athvörfum fyrir vændiskonur, þótti þó nógu hæf til þess að uppfræða starfsfólkið þar. Tilraun hennar til þess að leiðrétta viðhorfin tókst ekki betur en svo að hún var at- vinnulaus í áraraðir. Refsað fyrir nauðgun Reyndar er óþarfi að fara yfir hafið til þess að finna sögur sem sýna að femín- ismi er þarfur. Það var á Íslandi þar sem stúlku í litlu bæjarfélagi út á landi var nauðgað af skólafélaga sínum sem var vel liðinn og af virtri fjölskyldu. Hún var nógu hugrökk til þess að segja strax frá of- beldinu og leita sér aðstoðar. Fyrir vikið var hún fordæmd og hrakin burt. Hún hóf nýtt líf annars staðar, kærði kynferðisofbeldið og maðurinn var dæmdur. En afstaða bæjarbúa var skýr, samúðin var hjá honum og honum til stuðnings söfnuðu þeir undirskriftalista sem birtur var í blaðinu. Nokkrum árum síðar birtum við sögu konu sem var í sambærilegum aðstæðum. Eiginmaður hennar var dæmdur fyrir að nauðga henni. Sam- félagið snerist gegn henni, ráðist var að heimili hennar og hún svívirt opinber- lega og hrakin burt. Nú eru þær eru farnar að stíga fram hver á fætur annarri, varpa af sér sektar- kenndinni og sjálfsásökunum. Skila af sér skömminni. Um leið segja þær frá því hvernig reynt er að gera þær ábyrgar fyrir ofbeldinu og því hvernig trúverð- ugleiki þeirra er dreginn í efa, hvernig þær þurfa að sitja undir ásökunum um að kasta rýrð á nafngreinda menn og eru dæmdar fyrir vikið. Auðvitað segja harmsögur einstaka kvenna ekki alla söguna. Þessar sögur segja samt margt um veröldina sem við lifum í. Þess vegna þarfnast ég femínisma. Sandkorn Davíð um Davíð n Mikið stríð er þessa dag- ana milli Moggans og Rík- isútvarpsins. Davíð Odds- son, ritstjóri Moggans, hefur staðfastlega haldið því fram að Páll Magnússon og félagar séu handbendi ríkisstjórn- arinnar. Páll svaraði með því að líkja Davíð við Æra- Tobba. Á mánudag tók mál- ið á sig nýja mynd því Davíð svarar í leiðara og talar um sig í þriðju persónu að hætti útblásinna stórmenna: „… ræðst að Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins,“ skrifar Davíð. Dekrað við Jón Ásgeir n Páll Magnússon útvarps- stjóri er í stríði við fleiri en Davíð Oddsson, ritstjóra Moggans. Í aðsendri grein á Press- unni hjólar hann í stjórn- völd fyrir að hlaða undir útrásarvík- inginn Jón Ásgeir Jóhannes- son með því að færa honum með lagaboði yfir 300 millj- ónir króna. Þá bendir Páll á það að Landsbankinn hafi, undir stjórn Steinþórs Páls- sonar, skuldbreytt lánum 365 út í eitt. Niðurstaða út- varpsstjórans er að dekrað sé við útrásarvíkinginn. Björn í fallhættu n Óljóst er hvað verður um Björn Val Gíslason, alþingis- mann VG, í komandi kosn- ingum. Björn Valur skaust inn á þing á fylgisbylgju fyrir síðustu kosningar. Nú er ljóst að fjarar undan flokki hans. Líklegt má telja að einungis oddvit- inn, Steingrímur J. Sigfússon, nái að óbreyttu inn á þing. Björn Valur þykir hafa staðið sig vel og er ákaft leitað leiða til að forða honum frá falli. Kynlíf Jóhannesar n Sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson á til óborg- anlega spretti í þáttum sín- um. Þannig fór hann á kostum í Los Angeles þar sem hann ræddi við söngkonuna Önnu Mjöll. Þar ræddi söngkonan op- inskátt um eiginmann sinn fyrrverandi, Cal Worthington, sem hún sagði að hefði látið njósna um sig. Jón Ársæll spurði loks um kynlíf þeirra en fékk ekkert svar. Einhver benti á að í þremur þáttum um Jóhannes Jónsson í Bónus hefði aldrei verið spurt um kynlíf karlsins. Þetta eru ekki eðlileg viðbrögð Það var mikið fjör Thelma Dögg Guðmundsdóttir fann lyf í drykknum sínum og er óánægð með viðbrögð dyravarðar. – DV Pétur Magnússon segir haustfagnað Hrafnistu hafa gengið vel. – DV Ég þarfnast femínisma …„Sá fyrsti til þess að refsa mér væri sá sem ég myndi sofa hjá É g hef haft það fyrir sið á mánu- dögum að blogga um málefni sem vekja hjá mér áhuga. Ég hef talað um málefni flóttafólks, banka- ábyrgð á bankakerfið, nauðsyn þess að koma á fót málfrelsissjóði og núna langar mig að fjalla um tungumála- kennslu í grunnskólum. Norjobbari Ég lærði dönsku í skóla eins og flestir og þrátt fyrir að þurfa að djöflast í gegnum námsefnið af litlum eða engum áhuga þá hékk ég í meðaltalinu. Danskan kom mér spánskt fyrir sjónir. Ég held að ég hafi samt fengið B á samræmdu próf- unum. Það var svo eitt sumar nokkrum árum síðar að ég neyddist til þess að tala dönsku. Þá var ég orðin Norjobb- ari í Svíþjóð og varð að bjarga mér ein- hvern veginn. Þarna vorum við nokkrir Íslendingar innan um krakka frá hin- um Norðurlöndunum. Danirnir voru skemmtilegir og ég prufaði stundum að tala við þá á dönsku. Mér til mikill- ar undrunar var eitthvað eftir úr fram- haldsskóladönskunni inni í heilabúinu og ég gat barasta talað við Danina. Frábær kennari Ég þakka þetta fyrst og fremst Michael Dahl, dönskukennaranum mínum í FÁ, en hann var frábær kennari. Þetta tókst reyndar með herkjum vegna þess að okkur Íslendingum er tamt að höggva svolítið út úr okkur orðin með takti sem fáir erlendingar ná tökum á. Hljómfall íslenskunnar er svo- lítið sérstakt og allsendis ólíkt norsku eða sænsku og þaðan af síður dönsku. Það var þó einn hópur Norjobb- ara sem við Íslendingarnir áttum í litl- um vandræðum með að tjá okkur við og það voru Finnlands-sænskir. Það er sænskumælandi minnihluti sem býr í Suður- og Mið-Finnlandi. Tunga þeirra er sænsk og mállýskan jafnan talin sem hið fegursta afbrigði sænskunnar. Reyndar kalla gárungarn- ir þessa mállýsku „múmínsænsku“ en múmínálfarnir tala einmitt þessa skemmtilegu tegund tungumálsins. Tove Janson, höfundur bókanna um múmínálfana, er sennilega frægasti Finnlands-Svíinn. – En nóg um það. Framburðarleikfimi Eftir að fjölskyldan flutti svo til Sví- þjóðar árið 2008, hef ég oft undrað mig á því hvers vegna ekki er gerð til- raun til að kenna Finnlandssænsku í íslenskum skólum. Það væri gam- an að taka einn árgang úr einum skóla og sjá hver niðurstaðan yrði. Ég gæti vel trúað því að árangur slíkr- ar tilraunar yrði eftirtektarverður. Með þessu móti gætum við beinlínis hoppað yfir alls konar framburðar- leikfimi og talað skandinavísku með okkar eigin nefi. Þetta er sænskan sem ég og margir Íslendingar tala og er mér töm. Svo er ég alveg handviss um að Finnar tæku þessu fagnandi því þessi minnihluti (svipað margir og Ís- lendingar) er vel vakandi yfir menn- ingarlegri stöðu sinni og sjálfsmynd. Þetta væri gaman að prufa. Ég tala múmínsænsku Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 31. október 2012 Miðvikudagur Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Af blogginu Teitur Atlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.