Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2012, Blaðsíða 2
G ylfi Sigfússon, forstjóri Eim­ skips, hefði verið kominn með nærri 350 milljóna króna hagnað af kauprétt­ arsamningi sínum ef stjórn Eimskips hefði ekki afturkallað kaupréttaráætlun félagsins á síðasta fimmtudag. Í útboðsgögnum Eim­ skips kemur fram að laun hans með öllum skuldbindingum hafi numið um 70 milljónum króna árið 2011. Það gera nærri sex milljónir króna á mánuði sem er hærra en meðalárs­ tekjur flestra Íslendinga. Eins og kunnugt er ákvað stjórn Eimskips að afturkalla kaupréttar­ áætlunina eftir að nokkrir stór­ ir lífeyrissjóðir gáfu það út að þeir myndu ekki taka þátt í útboði á hlutabréfum Eimskips ef kaup­ réttaráætlun, sem myndi skila sex stjórnendum Eimskips yfir 600 milljóna króna hagnaði, gengi eft­ ir. Umræddur hagnaður miðast við að stjórnendurnir ættu kauprétt á bréfum á genginu 135 krónur en út­ boðsgengi félagsins þegar það fer á markað er 208 krónur. Þess skal þó getið að Eimskip gerir upp í evrum. Gaf verkefni frá Eimskip Í maí árið 2009 flutti DV fréttir af því að Gylfi hefði látið Eimskip kaupa íslenska flutningsfyrirtækið IceExpress, sem er með aðsetur á JFK­flugvelli í New York og Nor­ folk í Virginíu og starfar við frakt­ flugflutninga til og frá Íslandi. Sam­ kvæmt heimildum DV er talið að kaupverðið hafi numið um þrem­ ur milljónum dollara. Fóru kaupin fram í febrúar 2009 þegar Eimskip var enn skráð á markað á Íslandi. IceExpress var á þeim tíma í eigu bræðranna Lárusar og Jóns H. Ís­ feld. Þegar Gylfi starfaði sem að­ stoðarframkvæmdastjóri Eimskips í Bandaríkjunum færði hann Ice­ Express mikið af flutningsverkefn­ um. Má þar nefna að í febrúar 2007 samdi hann um að IceExpress yfir­ tæki flutningsmiðlun TVG Zimsen í Bandaríkjunum en TVG Zimzen er alfarið í eigu Eimskips. Í júlí 2007 stofnaði IceExpress landflutninga­ rekstur í Bandaríkjunum og í fram­ haldi af því, með samkomulagi við Gylfa Sigfússon, fékk þessi nýi rekstur IceExpress nánast alla heil­ gámaflutninga Eimskips í Banda­ ríkjunum. Í september 2007 gerði Gylfi síðan samkomulag um að IceExpress yfirtæki rekstur á vöru­ húsi Eimskips í Norfolk og fengi þjónustusamning við Eimskip um alla hleðslu og tæmingu á gámum. Þar með var IceExpress orðið stærsti undirverktaki Eimskips í Bandaríkj­ unum. Gylfi var gerður að fram­ kvæmdastjóra Eimskips í Banda­ ríkjunum á fyrri hluta árs 2008. Gylfi sagði blaðamann „vaða reyk“ Mánuði eftir að IceExpress gekk frá samkomulagi um yfirtöku á vöruhúsarekstri Eimskips í Nor­ folk, eða í október 2007, keypti Ice­ Express síðan rekstrarleyfi Shop­ USA fyrir eina milljón dollara. Þess skal getið að Hildur Hauksdóttir, eiginkona Gylfa, var einn af stofn­ endum ShopUSA og átti á þessum tíma 45 prósenta hlut í fyrirtækinu. Var hún jafnframt starfandi fram­ kvæmdastjóri. Heimildir DV herma að IceExpress hafi þarna verið að borga Gylfa til baka fyrir alla þá samninga sem hann hafði fært frá Eimskipi til IceExpress. Í samtali við DV árið 2009 sagði Gylfi Sigfússon að kona sín hefði ekki fengið neitt greitt þegar Shop­ USA var selt til IceExpress. „Þú ert bara að vaða reyk,“ sagði Gylfi við blaðamann aðspurður um sölu Hildar á hlut sínum í ShopUSA. Þess skal getið að ShopUSA Holding ehf. á Íslandi var á þessum tíma skráð til heimilis hjá tengdaföður Gylfa, Hauki F. Leóssyni. Sat Hauk­ ur í framkvæmdastjórn félagsins og var jafnframt prókúruhafi þess. Haukur varð frægur fyrir að hafa verið gert að hætta sem stjórnar­ formaður Orkuveitu Reykjavík­ ur haustið 2007 þegar REI­málið stóð sem hæst. Hann var auk þess endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins og skrifaði upp á ársreikning flokks­ ins fyrir árið 2006 eftir risastyrkina frá FL Group og Landsbankanum. Á heimasíðu ShopUSA kemur fram að félagið Sæsvalan ehf. reki í dag netsölufyrirtækið. Gylfi Sigfús­ son var áður eigandi Sæsvölunn­ ar og var jafnframt eigandi félags­ ins. Árið 2009 vék hann hins vegar úr stjórn félagsins og seldi hlut sinn í því. Í dag sitja Bernhard Nils Boga­ son, fyrrverandi yfirmaður skatta­ og lögfræðisviðs FL Group, og Anna Halldórsdóttir í stjórn félags­ ins. Anna er eiginkona Hallgríms T. Ragnarssonar, sem stofnaði Shop­ USA og átti 45 prósenta hlut í fé­ laginu fyrir söluna til IceExpress. Í ársreikningi ShopUSA Holding árið 2009 kemur fram að félagið hafi þá verið selt til Sæsvölunnar. Á þeim tíma sátu Bernhard og Haukur F. Leósson, tengdafaðir Gylfa, í stjórn ShopUSA Holding. Þess skal getið að Hildur Hauksdóttir, eiginkona Gylfa starfar enn hjá ShopUSA. Eimskip kaupir IceExpress Við bankahrunið í október 2008 varð verulegur samdráttur á flutn­ ingastarfsemi frá Bandaríkjun­ um til Íslands. Eimskip fækkaði þá skipaferðum til Bandaríkjanna og dró saman samninga við undirverk­ taka. IceExpress missti á þeim tíma stóran hluta viðskipta sinna og við­ skipti ShopUSA snarminnkuðu. Samkvæmt heimildum DV jukust skuldir IceExpress við Eimskip mik­ ið á þeim tíma. Í febrúar 2009 keypti Eimskip síðan IceExpress – með í kaupun­ um fylgdi hins vegar ekki ShopUSA sem IceExpress hafði keypt á millj­ ón dollara árið 2007. Gylfi sagði við blaðamann Morgunblaðsins að verðið væri trúnaðarmál en það greiddist með hagræðingunni. Samkvæmt heimildum DV var kaupverðið um þrjár milljónir dollara. Í samtali við DV árið 2009 vildi Gylfi ekki gangast við því. „Við höfum ekki borgað krónu fyrir IceExpress. Við tókum bara yfir fé­ lagið,“ sagði hann. Þess skal getið að Eimskip til­ kynnti ekki Kauphöll Íslands um kaupin og þá var heldur ekki gefin út fréttatilkynning um þau. Það var ekki fyrr en Morgunblaðið birti frétt um kaupin sem þau voru gerð opin­ ber. Svo virðist sem Eimskip og Gylfi Sigfússon hafi viljað hafa hljótt um þessa fjárfestingu. Þá kemur ekkert fram um kaupin í ársreikningi Eim­ skips fyrir árið 2009. Gylfi ræður eiganda IceExpress Eftir að Eimskip keypti IceExpress árið 2009 var Lárus Ísfeld, fyrr­ verandi eigandi IceExpress, gerð­ ur að framkvæmdastjóra Eimskips í Bandaríkjunum – Gylfi gegndi því starfi áður en hann var gerður að forstjóra Eimskips. Heimildir DV herma að stjórn Eimskips hafi ekki verið að fullu upplýst um við­ komandi gjörninga, áhrif þeirra á rekstur Eimskips og önnur fjár­ hagsleg tengsl Gylfa Sigfússonar við hlutaðeigandi. 2 Fréttir 31. október 2012 Miðvikudagur Vigdís hvergi bangin: Tekur framboði Jónínu fagnandi „Ég tel þetta bara styrkleikamerki fyrir mig sem persónu og Fram­ sóknarflokkinn í Reykjavík að það sækist fleiri eftir því sæti sem ég vann svo eftirminnilega í þingkosn­ ingunum 2009,“ segir Vigdís Hauks­ dóttir, þingkona Framsóknarflokks­ ins, um þá baráttu sem framundan er hjá henni um oddvitasæti flokks­ ins í Reykjavík suður. Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið og aðspurð kveðst Vigdís fagna því. „Ég fagna lýðræðinu og það á enginn neitt í pólitík og ég hef þurft að berjast fyrir mínu, bæði í einka­ lífinu og í stjórnmálum, þannig að þetta er mjög eðlilegt allt saman,“ segir þingkonan í samtali við DV. Hún segir komandi baráttu við Jónínu vera áskorun. „Og hún á bara eftir að styrkja mig því þingmenn eru ráðnir til fjögurra ára í senn og svo þurfum við að endurnýja umboð okkar bæði gagnvart flokksmönnum og kjósendum.“ Vigdís rifjar upp frækinn sigur sinn í kosningunum 2009: „Fram­ sóknarmenn í Reykjavík voru þing­ mannslausir þegar ég fór í framboð og vann sætið sem kjördæmakjör­ inn þingmaður.“ Aðspurð segir Vigdís að Fram­ sókn ætli að ná inn fjórum þing­ mönnum í Reykjavík í næstu kosn­ ingum svo hún sé ekki uggandi um sinn hag. Husky-hundur drap kindur Þrjár kindur lágu í valnum eftir að husky­hundur réðst á þær á Suðurnesjum í vikunni. Í tilkynn­ ingu frá lögreglu kemur fram að fjáreigandi hefði tilkynnt lögreglu að hann væri með hundi í haldi, sem hefði verið að atast í sauðfé. Í ljós kom að hundurinn hafði ráð­ ist á kindur mannsins með þeim afleiðingum að þrjár lágu í valn­ um sem fyrr segir. Hundafangari tók hundinn og fór með hann til heilbrigðiseftirlits Suðurnesja eins og gert er í slíkum tilvikum. Þar kom í ljós að enginn eigandi var skráður fyrir hundinum og var hann ótryggður. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Katrín vill fyrsta sætið Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að taka þátt í forvali Vinstrihreyfingar­ innar ­ græns framboðs í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember og gefur kost á sér í fyrsta sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Katrín hefur setið á þingi síðan 2007 og gegnt embætti mennta­ og menningarmálaráðherra síðan 2009. „Verkefnið sem nú blasir við er að halda áfram uppbyggingu landsins og mín sannfæring er sú að það verði best gert undir merkj­ um jöfnuðar, réttlætis og sjálfbærni. Ég vil gjarnan halda áfram að taka þátt í þeirri vinnu og mun gera það af krafti ef kjósendur treysta mér til þess,“ segir Katrín í framboðs­ tilkynningu. HAGNAÐUR GYLFA HEFÐI ORÐIÐ UM 350 MILLJÓNIR n Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, var með 70 milljónir í tekjur 2011 Laun og kaupréttir Gylfa 2011–2012 Laun árið 2011: 70 milljónir króna Laun á mánuði 2011: 5,843 milljónir króna Kaupréttur 2012: 4,66 milljónir hluta Verð kaupréttar: 4,66 x 135 kr. = 629 milljónir króna Verð söluréttar: 4,66 x 208 kr. = 969 milljónir króna Áætlaður hagnaður: 969 – 629 = 340 milljónir króna *Stjórn EIMSKIpS hættI VIð KaupréttarÁætLun 26.10.2012 tugir milljóna Gylfi var með 70 milljónir í tekjur í fyrra. Komið var í veg fyrir hundruð milljóna hagnað hans af kauprétti í síðustu viku. Kaupréttur allra 6 stjórnenda Eimskips 2012 Kaupréttur 2012: 8,44 milljónir hluta Verð kaupréttar: 8,44 x 135 kr. = 1.140 milljónir króna Verð söluréttar: 8,44 x 208 kr. = 1.755 milljónir kr. Áætlaður hagnaður: 969 – 629 = 615 milljónir króna *Stjórn EIMSKIpS hættI VIð KaupréttarÁætLun 26.10.2012 Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.